Eru Fljótsdælingar fjarri hlýju hjónasængur? Bragi Þór Thoroddsen skrifar 12. desember 2023 12:00 Enn einu sinni finn ég mig knúinn til þess að svara Innviðaráðuneytinu vegna úttektar á fámennustu sveitarfélögum landsins. Ég veit að ég er ekki einn um þessa skoðun enda var hvatinn að því að gera þetta hér og nú símtal frá kollega. Kannski er það vegna fréttaflutnings á RÚV 14. nóvember sl. þar sem yfirskriftin er „Sjö af tíu fámennustu sveitarfélögunum vart sjálfbær um íbúafjölgun“ eða kannski vegna tilkynningar á vef Innviðaráðuneytisins. Á þeim vef kemur fram „Ljósi varpað á veikleika fámennra sveitarfélaga“. Umsögn Innviðaráðuneytis á álitum um stöðu fámennustu sveitarfélaga landsins sbr. b. lið 2. mgr. 4. gr. a sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 er aðgengilegt á heimsíðu ráðuneytisins. Innviðaráðuneyti fer með málefni sveitarstjórnar á Íslandi samkvæmt skiptingu ráðuneyta. Sveitarfélög eru sjálfstæð stjórnvöld, hluti af þrígreindu valdi samkvæmt stjórnarskrá, og sinna málefnum í sínu nærumhverfi eftir því sem lög og stjórnarskrá kveða á um. Sett lög marka þeim málefni sem teljast lögbundin og sveitarfélögum er búin umgjörð um tekjustofna. Grunnhlutverk sveitarfélaga ráðast þannig af lögum og ytri og innri aðstæður hafa áhrif á hvaða ólögboðnu hlutverkum þau sinna. Með handafli er verið að efla sveitarstjórnarstigið sem í daglegu tali eru sveitarfélög landsins. Þau eru 64 að tölu skráð í dag og hefur fækkað umtalsvert síðustu áratugi. Tilvitnun í heimasíðu Sambands íslenskra sveitarfélaga: „Frá árinu 1950 hefur sveitarfélögum á Íslandi fækkað um úr 229 í 64, eða um 165.“ Á sömu síðu er þar að finna fróðleik um tilurð og tilvist sveitarfélaga sem gamallar einingar – hreppa – sem hafi verið í einhverri mynd og rekur heimildir í það minnsta frá Grágás, lögbók Íslendinga frá 12. öld. Þá skyldi í löghreppi telja hið minnsta 20 bændur. Var grunnskyldan enda framfærsla þeirra sem ekki gátu alið sér önn og er sú grunnskylda hin sama í dag þó í breyttri mynd. Félagsþjónusta er m.ö.o. ein helsta skylda sveitarfélaga, rekstur stofnana og mannvirkja sem í daglegu tali nefnast innviðir. Samkvæmt yfirskriftinni um þennan fróðleik á heimasíðunni segir jafnframt: Sveitarfélögin hafa nánast frá upphafi byggðar á Íslandi verið grundvallareining í stjórnskipan landsins.[...] Sveitarfélög hafa breyst mikið undanfarin ár og samfélagsgerðin í takt við tíðarandann. Hefðbundin störf eru að breytast og búseta hefur dregist mikið saman í dreifðari byggðum víðs vegar um landið. Þetta hefur ásamt ytri hvötum áhrif á stærð og gerð sveitarfélaga. Hefðbundinn landbúnaður er víða á undanhaldi og er leystur af hólmi með ferðaþjónustutengingu og sjávarbyggðir hafa lagst af í upprunalegri mynd, enda hefur mikil samþjöppun orðið í eignarhaldi fiskveiðiheimilda. Rótgróin sjávarpláss hafa sum tómar hafnir þar sem áður var blómleg útgerð – Snorrabúð er stekkur. Önnur sveitarfélög hafa stækkað og íbúum fjölgað. Byggðastefna er ekki landsbyggðarstefna. Mótvægisaðgerðir í dreifðari byggðum hafa skilað óverulegum árangri með fáum undantekningum s.s. með tilstilli byggðakvóta, enda liggur stór hluti þróunar í samdrættir grunnþjónustu af hendi ríkisins þegar fjær dregur höfuðborgarsvæðinu. Allt að einu aukast frekar lögboðin hlutverk sveitarfélaga og á sama tíma er aukin krafa um þjónustu og grunninnviði hvar á landi sem er. Þetta fer ekki saman. Menntun er orðin aðgengilegri og sjálfsagðari hluti af lífi fólks. Menntafólk hefur væntingar um störf sem hæfa menntun og framboð slíkra starfa er meira í þéttbýli. Sama er um grunnþjónustu og ólögbundna þjónustu sem og starfsemi til afþreyingar. Ungt fólk leitar þangað sem auðveldara aðgengi er að námi, menntastörfum og dagvistun og þjónustu fyrir börn. Og afþreyingu og aðgengi að menningartengdri starfsemi. Og samþjöppunin verður mest við SV-horn landsins, þróun sem hefur verið samfelld í nokkra áratugi. Þeirri þróun snúa fámenn sveitarfélög ekki við, en þó hefur á tíðum gengið að viðhalda tilvist þeirra með ýmsum aðgerðum en fjölgun er samt örari í hinu stærri byggðum. Frá þessu eru nokkrar undantekningar. Sveitarfélög eru einingar sem hafa landfræðilega mörkun og stærð þeirra og umfang ræðst annars vegar af því landsvæði sem þau ná yfir og hins vegar af fjölda þeirra íbúa sem byggja svæðið og hafa skráð lögheimili á sama svæði. Hjarta hvers sveitarfélags er atvinnulíf, en blómlegt atvinnulíf tryggir sveitarfélaginu starfsgrundvöll með því að skila útsvari til rekstrar og tryggir tilveru og viðgang íbúa. Án fjárhagslegs grundvallar verður erfitt að reka sveitarfélag, það segir sig sjálft, og án atvinnulífs þrífast íbúar ekki á svæðinu. Svæðisbundna stjórnvaldið er sveitarfélag. Þrátt fyrir ákall um eflingu sveitarstjórnarstigsins ber að hafa í huga að þar að baki er pólitísk stefnumörkun. Í sveitarstjórnarlögum undanfarin ár sér þess stað að spornað er gegn ákveðinni gerð sveitarfélaga. Í 4. gr. a. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 segir í 1. mgr. að Í því skyni að auka sjálfbærni sveitarfélaga og tryggja getu þeirra til að annast lögbundin verkefni skal stefna að því að lágmarksíbúafjöldi sveitarfélags sé ekki undir 1000. Allt að einu er það ekki í sjálfu sér hlutverk sveitarfélaga að stækka og ekki markmið í sjálfu sér að ákvæði sveitarstjórnarlaga slepptu. En auðvitað er æskilegt að standa undir verkefninu. Hlutverk sveitarfélaga eru margs konar og gengur út á það að gera íbúum kleyft í nærumhverfi að njóta þjónustu og nota mannvirki sem tryggja þeim, með öðrum hlutum; lífsgæði sem svara til þess sem nýverið hefur verið nefnt búsetufrelsi. Tækifæri til þess að njóta grunnþjónustu í heimabyggð hvar sem á landi sú heimabyggð er – það er inntak búsetufrelsis. Sveitarfélög eru misvel í stakk búin til þess að rækja þetta hlutverk sitt og hafa líka úthlutuð misjöfn gæði. Ræðst það af því hvernig til tekst hversu góða þjónustu viðkomandi sveitarfélag telst veita. Mikill misskilningur er oft og tíðum um hlutverk sveitarfélags gagnvart þjónustu, enda liggur talsvert af þjónustu hins opinbera hjá ríkinu en er samsamað sveitarfélaginu. Og samgöngur, sem eru ekki nema að hluta til í höndum sveitarfélaga, þær marka mikið möguleika sveitarfélaga á að rækja sitt hlutverk í stærra samhengi. Og mótvægið var Jöfnunarsjóður sveitarfélaga. En hverjar eru þessar grundvallareiningar í stjórnskipan landsins? Jú, öll sveitarfélögin 64 að tölu landið um kring, stór og smá, fjölmenn og fámenn. Fjöldi þeirra íbúa sem þau byggja eru allt frá nokkrum tugum í marga tugi þúsunda líkt og á höfuðborgar-svæðinu. Burtséð frá stærð og samsetningu þeirra stofnana sem þau reka með útsvari og framlögum úr samrekstrinum Jöfnunar-sjóði sveitarfélaga hafa sveitarfélögin öll sömu grunnskyldur gagnvart íbúum sínum. Og í hina áttina, þau eiga að hafa sömu réttindi og stjórnskipulega stöðu óháð því hversu margir standa að baki þeim. En það er samt ekki svo. Ekki í nýju umhverfi eflingar sveitarstjórnarstigsins. Þeim er m.ö.o. mismunað langt umfram pólitískan slagkraft, enda leggst gegn þeim bæði Samband íslenskra sveitarfélaga og ráðuneytið sem fer með málaflokk þeirra. Erfitt er að standa gegn ofureflinu. Í stjórnskipan landsins er flest nokkuð skýrt, bæði leikum og lærðum. Stjórnarskráin okkar, þessi gamla góða, geymir ákvæði um hvernig kerfið er upp byggt. Í 2. gr. stjórnarskrá lýðveldisins Íslands segir einfaldlega: Alþingi og forseti Íslands fara saman með löggjafarvaldið. Forseti og önnur stjórnarvöld samkvæmt stjórnarskrá þessari og öðrum landslögum fara með framkvæmdarvaldið. Dómendur fara með dómsvaldið. Þetta er ekkert mjög flókið í sjálfu sér, valdið er þrígreint. Og innan hvers geira eiga leikreglur líka að vera skýrar. Stjórnvöld eru ýmist þannig að um er að ræða æðra og lægra stjórnvald eða hliðsettar einingar. Og til að taka af allan vafa – sveitarfélög eru sjálfstæð stjórnvöld – önnur stjórnarvöld. Hins vegar vefst það stundum fyrir hverjum ber að gera hvað innan hvers geira hins þrígreinda valds. Á alþingi er þráttað um það stundum hver fer með hvaða hlutverk í lagasetningu og heitir það stundum málþóf eða afbrigði, en árekstrar milli forseta og þings eru fátíðari. Ekki er mikið um árekstra um valdmörk dómstóla, hvorki gagnvart öðrum stjórnvöldum eða innbyrðis, en sú skipan skarast sjaldnast. Stundum finnst alþingi og stjórnvöldum dómstólar teygja sig inn á önnur svið, en það jafnar sig oftast og lendir í sátt þar sem dómstólarnir vinna yfirleitt, enda fara viðkomandi með dómsvald og endurskoða gerðir annarra innan þrígreiningarinnar og geta ályktað um gildi laga og lagasetningar. Stjórnvaldastrúktúrinn er svona tré metaphoriskt. Þar tróna yfir ráðherrar á efsta prikinu og önnur stjórnvöld sitja þar neðar. Alþingi er yfir og setur þeim leikreglurnar en svo er auðvitað eitthvað frelsi þar utan. Þetta er yfirleitt meitlað í lögum en því til fyllingar eru reglugerðir og svo stjórnsýsluvenjur og verklag sem hefur komist á og flestir þekkja svona gróft. Litlu tannhjólin í regluverkinu eru embættismenn sem stilla gang tannhjóla knúin af ráðuneytum. Málin hins vegar flækjast hvað mest í samskiptum stjórnvalda sín á milli, hliðsettra eða milli æðra- og lægra setts stjórnvalds. Leikreglurnar eru mýmargar og svo blandast inn í þetta fjölþjóðasamþykktir og sáttmálar. Almennt séð eru þó viðhafðar hátternisreglur til þess að taka flesta núansa af í samskiptum. Á sviði sveitarfélaga er þetta aðeins flóknara, en þar er ráðherra efstur innan ramma laga, sveitarfélögin neðst ásamt íbúum sínum, en einhvers staðar þar í milli eru landshlutasamtök sveitarfélaga og svo Samband íslenskra sveitarfélaga í milli en hefur eitthvað farið á flakk. Reyndar er það talsvert málum blandið það interaktíva samband, enda eiga landshlutasamtök og samband að starfa fyrir sveitarfélögin, en ekki öfugt. Þetta birtist ekki oft, jafnan er sambandið í góðu samstarfi við „eigendur sína“. Undanfarin 4 ár hefur verið talsverð pressa frá þáverandi Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu og nú Innviðaráðuneytinu um að taka til í „ruslakistunni sveitarfélög“. Sveitarfélög eru stjórnvöld og allt of mörg á Íslandi að mati ráðuneytis málaflokksins og að bestu manna sýn. Þau eru 64 og fer fækkandi sem fyrr segir og eru auk þess ófyrirsjáanleg og óútreiknanleg og algerlega ósamkynja á tíðum. Fara jafnvel fram úr fjárheimildum og sinna verkefnum sínum ekki eins frá Austfjörðum vestur á firði. Og standa jafnvel illa með uppsafnaðan skuldavanda og heimta sífellt meir. Inn í það blandast að sum þráast við að fækka sér, þó það verkefni gangi með ágætum með hvötum og úrtölum um eigið ágæti. Og til að bæta gráu ofan á svart, fjöldi íbúa sveitarfélaganna er allt frá 47 íbúum í því minnsta yfir í 139875 íbúa. Og í sumum þeirra er kynlíf skemmtan en ekki til fjölgunar. En af hverju þarf þá að skrifa svona kvartgrein? Um 20 fámenn sveitarfélög (undir 1000 íbúa) tóku sig saman í aðdraganda að þeirri lagasetningu sem setti ákveðið lágmark sem viðmið undir 4. gr. a sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Var hvatinn að þessu samstarfi þeirra í millum af ýmsum hvata. Það stóð til að þvinga fram sameiningar sveitarfélaga með lögum og þar með átti að virða að vettugi sjálfsstjórnarrétt sveitarfélaga og lýðræðislegan rétt íbúa þeirra til þess að ákveða framtíð sína. Kappið bar forsjá ofurliði í þeirri viðleitni að taka til í ruslakistunni, enda átti að valtra yfir fámennustu sveitarfélögin í krafti yfirstjórnunarheimilda og með fulltingi bestu manna sýnar. Og samtakamætti sveitarfélaga sem töldu sig nógu stór til að verða ekki fyrir þessu sjálf. Það gekk ekki eftir, en lendingin var að gera þeim fámennustu að skila inn umsögn um eigin getu til þess að inna af hendi lögboðin og ólögboðin verkefni sveitarfélaga. En var það svo slæmt í sjálfu sér? Kannski ekki alveg, en flestir sem skyldan beindist að höfðu á því fyrirvara að njóta sannmælis umfjöllunar og niðurstöðu. Það var skilafrestur á þessari úttekt. Hefjast skyldi handa strax eftir sveitarstjórnarkosningar að vori 2022 og skila af sér vinnunni innan árs. Undir þessu voru í fyrsta fasa 10 sveitarfélög sem telja undir 250 íbúa. Þetta var nokkuð skemmtileg vinna þó hún hafi tekið tíma og setti þann sem þetta ritar í naflaskoðun á sveitarfélaginu sem hann veitir framkvæmdastjórn. Spurningarnar sem fyrirfram var stillt upp voru þó þess eðlis að engum dylst hvað lá að baki. Ekki var um almenna fyrirspurn að ræða um eigið ágæti og inn á milli voru sprettigluggar sem minntu ítrekað á að gott væri að sameinast öðru sveitarfélagi. Undirtónninn er töfraorðið sjálfbærni, þó engum hafi dottið í hug að skilgreina fyrirfram hvað í því felst. Alla vega ekki fyrir aðra en fámenn sveitarfélög. En það er allt í lagi, við vitum sirka öll hvað þetta boðar. Afrakstrinum skilaði sveitarstjóri vel eftir skilafrest, en þó í samráði við ráðuneyti. Áður en úttektinn var skilað fór sveitarstjóri yfir með sveitarstjórn hér í Súðavíkurhreppi á fundi. Svör voru diskúteruð og rýnd og barið í brestina. Svo var skilað inn í formi álits eftir framlengdan frest, en vinnan var innt af hendi á tíma sem flestir eru í fríi – svokölluðu fundarhléi sveitarstjórna að sumri. Svo var beðið í eftirvæntingu umsagnar ráðuneytis. Vonbrigðin leyndu sér ekki hjá þeim sem þetta ritar, enda var afraksturinn 10 síður sem skiptist svo: Forsíða, síða með upplýsingum um uppruna og útgefanda, efnisyfirlit, inngangur um verkefnið (staðlaður), upplýsingar um sveitarfélagið, vangaveltur um lögboðin verkefni, vangaveltur um fjárhag, vangaveltur um sameiningarkosti fyrir sveitarfélagið, niðurstaða og svo að endingu lituð baksíða. Af þessum 10 síðum eru 3 sem gagnast eitthvað (mismikið) álitsgerðinni. Reynt er að tína til einhverja bresti í gerð sveitarfélagsins og stjórnsýslu. Og jafnvel fjárhag Súðavíkurhrepps sm er skuldlaust sveitarfélag með skuldaviðmið 0 og hefur skilað jákvæðri niðurstöðu ár eftir ár. Tíndar eru til stefnur sem sveitarfélagið hefur ekki sett sér s.s. svæðisáætlun um meðhöndlun sorps og loftslagsstefnu. En ekki er þetta allt gagnslaust. Hins vegar er það svo að svæðisáætlun um meðhöndlun sorps er viðameira verkefni en svo að eitt fámennasta sveitarfélag landsins setji hana upp á sitt einsdæmi, en verkefnið er í mótun hjá landshlutasamtökunum Fjórðungssambandi Vestfirðinga. Ekkert af 9 sveitarfélögum Vestfjarða er með slíka svæðisáætlun enda kallar þetta á samvinnu. Loftslagsstefnu mun sveitarfélagið setja sér svo enda liggur sú vinna fyrir nú fyrir tilstilli landshlutasamtaka þar sem þetta er fleirum ofviða en fámennum. Og stefnu um samskipti erlendra ríkisborgara við sveitarfélagið og stofnanir þess. Já, þar þurfum við að bæta okkur, enda okkar ær og kýr. Alvarlegra er að fundið er að samstarfi um félagsþjónustu milli sveitarfélaga, enda er alvanalegt í öllum sveitarfélögunum 64 að sameinast um framkvæmd þjónustu s.s. almenningssamgangna, félags- og barnaverndarþjónustu (bendi á farsældarfrumvarpið), sorpmál, veitur og svona má lengi telja. En þetta er talið til vansa fyrir þau fámennustu að vera í slíku samstarfi. Annað er það að víkja að sjálfbærnimöguleikum fámennra sveitarfélaga. Ef við skoðum Súðavíkurhrepp (235 íbúar) þá er fjárhagur sveitarfélagsins sterkur. Skuldir engar og ráðdeild hefur verið í rekstri undanfarin ár þar sem tekjuafgangur hefur verið af rekstri. Það á ekki að vera markmið í sjálfu sér að skila afgangi af rekstri enda gengur sveitarfélag út á það að skila útsvari og tekjum í þjónustu. Afgangur af því er bónus. Samt víkur í umsögn ráðuneytis að því að enda þótt fjárhagur sveitarfélagsins sé á flesta mælikvarða sterkur, þá sé hann nettur og þoli ekki stór áföll. Vel má taka undir það, en fjárhagur sveitarfélaga, óháð stærð, sem er lakur og lendir í áföllum. Það þarf ekki að spyrja að því. Klikkt er út á því að áhætta sé fólgin í smæð sveitarfélagsins varðandi fjárhag. En eina yfirvofandi ógn fjárhags Súðavíkurhrepps liggur í aðgerðum sem tengjast þessari yfirreið um tiltekt í ruslakistunni tengist einmitt ráðuneytinu sjálfu. Það verður gert með aðgerðum gegnum Jöfnunarsjóð sveitarfélaga og það er yfirlýst stefna ráðuneytisins. Frumvarp þess eðlis hefur legið í nefndarumfjöllun og bíður Alþingis. Það er alltaf gott að fá áminningu um það sem betur má fara og heitir á góðri íslensku gagnrýni. En það á að vera til gagns en ekki til háðungar eða smættunar. Hvað varð um það hjá ráðuneytinu um að virða 10. gr. evrópuráðssáttmálans um sjálfsstjórn sveitarfélaga? Minni á að sveitarstjórnarlög nr. 138/2011 byggja á þessum sáttmála öðru fremur enda hefur sáttmálinn lagagildi og leiðbeiningargildi við setningu laga. Sjálfsstjórn sveitarfélaga - Samband íslenskra sveitarfélaga Það er m.ö.o. ekki hlutverk ráðherra, ráðuneytis eða annara stjórnvalda að vega að sveitarfélögum í orði eða gerðum – það er inntak evrópuráðssáttmálans.Við þekkjum okkar veikleika og við þekkjum okkar styrkleika; við sem búum, byggjum, stöndum að og stjórnum þessum fámennu sveitarfélögum. Við hefðum þegið fríspil um hvernig nálgast ætti verkefnið, en það var ekki í boði. Hefðum góðfúslega bent á veikleika okkar og áskoranir, hvernig það gengur fyrir sig að ráða í sérfræðistörf í skólaumhverfi, túlka, talmeinafræðinga, fá sérkennslu og aðstoð, hvernig það er að búa að einstaklingum með fötlun eða njóta heilbrigðisþjónustu í fámenni. En um það var ekki spurt. Ergo – það sem stungið er út á hjá 10 fámennustu sveitarfélögunum varðandi að setja sér lögboðnar stefnur á ekki bara við um þau. Það er misbrestur á þessu hjá miklu stærri sveitarfélögum landsins. En gott og vel. Þetta er ábending um að gera betur og ekki skal undan skorast. Gott má bæta. Niðurstaðan: Fyrir hönd Súðavíkurhrepps er ég nokkuð stoltur af þeirri útkomu sem umsögn Innviðaráðuneytis ber með sér um sveitarfélagið og getu þess til lögbundinna og ólögbundinna verkefna. Hins vegar þykir mér það sem varðar aðfinnslur því marki brennt að vera með eitt markmið – að smætta sveitarfélagið og hvetja það til sameiningar við annað sveitarfélag. En ég á ekkert að vera að gera kröfur, maður á að fara varlega með það sem óskað er. Ef við skoðum niðurstöður frá hinum 9 sveitarfélögunum, sem líka skiluðu inn sínu áliti, þykir mér heldur súrna í þessu. Aðallega er þar vikið að möguleikum til náttúrulegrar fjölgunar og samsetningar í sveitarfélaginu. Er þar undirtónn sem segja má að sé í senn öríltið rasískur og í aðra röndina byggður á annars konar fordómum tengudm aldri íbúa. Úpps, ég benti á og sagði upphátt. Og kannski helst, misskilningur á því hlutverki sveitarfélags að þurfa endilega að stækka. Það fylgja líka áskoranir við mikla fjölgun í sveitarfélgum. Jú, ég veit, ekki undir 1000 íbúa samkvæmt lögum. Ég hef ekki séð þess stað í sveitarstjórnarlögum, utan líbúalágmarks, að það eigi að vera keppikefli í sjálfu sér að í sveitarfélaginu fjölgi íbúum. Og þá heldur ekki hvort það er með náttúrlegum leiðum, aðstoð við uppsetningu fósturvísa, getnaðar með aðstoð fagaðila eða hvort þar kemur til að erlendir ríkisborgarar setjist þar að. Við skulum stíga varlega til jarðar þarna enda mikið um sprungur og einstigi. Við eigum að fá að vera allskonar og búa allsstaðar – það er raunverulegt búsetufrelsi. En merkilegt nokk. Þrátt fyrir að bónorð til okkar um sameiningu hafi verið svolítið troðið ofan í kokið á íbúum með svona aðgerðum, þá er jafnvel til staðar áhugi á slíku. Við íbúar hugsum líka og jafnvel úti á landi. Farsælast væri að halda áfram með þá hvata sem til staðar eru og láta þar numið. Nokkur sveitarfélög hafa þegar hafið slíka vinnu og menn finna sinn vitjunartíma. Stundum þarf bara smá þolinmæði og skilning og hlutirnir hafa sinn gang eins og lög kveða á um og ekki síst tilvitnaður Höfundur er sveitarstjóri Súðavíkurhrepps. Sjö af tíu fámennustu sveitarfélögunum vart sjálfbær um íbúafjölgun - RÚV.is (ruv.is) Stjórnarráðið | Ljósi varpað á veikleika fámennra sveitarfélaga (stjornarradid.is) Álit um stöðu sveitarfélaga með undir 250 íbúa (stjornarradid.is) Umsögn um álit Súðavíkurhrepps 2023.pdf (stjornarradid.is) Niðurstöður síðari umræða um hvort hefja eigi sameiningarviðræður sbr. 4. gr. a. sveitarstjórnarlaga (fljotsdalur.is) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bragi Þór Thoroddsen Sveitarstjórnarmál Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Enn einu sinni finn ég mig knúinn til þess að svara Innviðaráðuneytinu vegna úttektar á fámennustu sveitarfélögum landsins. Ég veit að ég er ekki einn um þessa skoðun enda var hvatinn að því að gera þetta hér og nú símtal frá kollega. Kannski er það vegna fréttaflutnings á RÚV 14. nóvember sl. þar sem yfirskriftin er „Sjö af tíu fámennustu sveitarfélögunum vart sjálfbær um íbúafjölgun“ eða kannski vegna tilkynningar á vef Innviðaráðuneytisins. Á þeim vef kemur fram „Ljósi varpað á veikleika fámennra sveitarfélaga“. Umsögn Innviðaráðuneytis á álitum um stöðu fámennustu sveitarfélaga landsins sbr. b. lið 2. mgr. 4. gr. a sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 er aðgengilegt á heimsíðu ráðuneytisins. Innviðaráðuneyti fer með málefni sveitarstjórnar á Íslandi samkvæmt skiptingu ráðuneyta. Sveitarfélög eru sjálfstæð stjórnvöld, hluti af þrígreindu valdi samkvæmt stjórnarskrá, og sinna málefnum í sínu nærumhverfi eftir því sem lög og stjórnarskrá kveða á um. Sett lög marka þeim málefni sem teljast lögbundin og sveitarfélögum er búin umgjörð um tekjustofna. Grunnhlutverk sveitarfélaga ráðast þannig af lögum og ytri og innri aðstæður hafa áhrif á hvaða ólögboðnu hlutverkum þau sinna. Með handafli er verið að efla sveitarstjórnarstigið sem í daglegu tali eru sveitarfélög landsins. Þau eru 64 að tölu skráð í dag og hefur fækkað umtalsvert síðustu áratugi. Tilvitnun í heimasíðu Sambands íslenskra sveitarfélaga: „Frá árinu 1950 hefur sveitarfélögum á Íslandi fækkað um úr 229 í 64, eða um 165.“ Á sömu síðu er þar að finna fróðleik um tilurð og tilvist sveitarfélaga sem gamallar einingar – hreppa – sem hafi verið í einhverri mynd og rekur heimildir í það minnsta frá Grágás, lögbók Íslendinga frá 12. öld. Þá skyldi í löghreppi telja hið minnsta 20 bændur. Var grunnskyldan enda framfærsla þeirra sem ekki gátu alið sér önn og er sú grunnskylda hin sama í dag þó í breyttri mynd. Félagsþjónusta er m.ö.o. ein helsta skylda sveitarfélaga, rekstur stofnana og mannvirkja sem í daglegu tali nefnast innviðir. Samkvæmt yfirskriftinni um þennan fróðleik á heimasíðunni segir jafnframt: Sveitarfélögin hafa nánast frá upphafi byggðar á Íslandi verið grundvallareining í stjórnskipan landsins.[...] Sveitarfélög hafa breyst mikið undanfarin ár og samfélagsgerðin í takt við tíðarandann. Hefðbundin störf eru að breytast og búseta hefur dregist mikið saman í dreifðari byggðum víðs vegar um landið. Þetta hefur ásamt ytri hvötum áhrif á stærð og gerð sveitarfélaga. Hefðbundinn landbúnaður er víða á undanhaldi og er leystur af hólmi með ferðaþjónustutengingu og sjávarbyggðir hafa lagst af í upprunalegri mynd, enda hefur mikil samþjöppun orðið í eignarhaldi fiskveiðiheimilda. Rótgróin sjávarpláss hafa sum tómar hafnir þar sem áður var blómleg útgerð – Snorrabúð er stekkur. Önnur sveitarfélög hafa stækkað og íbúum fjölgað. Byggðastefna er ekki landsbyggðarstefna. Mótvægisaðgerðir í dreifðari byggðum hafa skilað óverulegum árangri með fáum undantekningum s.s. með tilstilli byggðakvóta, enda liggur stór hluti þróunar í samdrættir grunnþjónustu af hendi ríkisins þegar fjær dregur höfuðborgarsvæðinu. Allt að einu aukast frekar lögboðin hlutverk sveitarfélaga og á sama tíma er aukin krafa um þjónustu og grunninnviði hvar á landi sem er. Þetta fer ekki saman. Menntun er orðin aðgengilegri og sjálfsagðari hluti af lífi fólks. Menntafólk hefur væntingar um störf sem hæfa menntun og framboð slíkra starfa er meira í þéttbýli. Sama er um grunnþjónustu og ólögbundna þjónustu sem og starfsemi til afþreyingar. Ungt fólk leitar þangað sem auðveldara aðgengi er að námi, menntastörfum og dagvistun og þjónustu fyrir börn. Og afþreyingu og aðgengi að menningartengdri starfsemi. Og samþjöppunin verður mest við SV-horn landsins, þróun sem hefur verið samfelld í nokkra áratugi. Þeirri þróun snúa fámenn sveitarfélög ekki við, en þó hefur á tíðum gengið að viðhalda tilvist þeirra með ýmsum aðgerðum en fjölgun er samt örari í hinu stærri byggðum. Frá þessu eru nokkrar undantekningar. Sveitarfélög eru einingar sem hafa landfræðilega mörkun og stærð þeirra og umfang ræðst annars vegar af því landsvæði sem þau ná yfir og hins vegar af fjölda þeirra íbúa sem byggja svæðið og hafa skráð lögheimili á sama svæði. Hjarta hvers sveitarfélags er atvinnulíf, en blómlegt atvinnulíf tryggir sveitarfélaginu starfsgrundvöll með því að skila útsvari til rekstrar og tryggir tilveru og viðgang íbúa. Án fjárhagslegs grundvallar verður erfitt að reka sveitarfélag, það segir sig sjálft, og án atvinnulífs þrífast íbúar ekki á svæðinu. Svæðisbundna stjórnvaldið er sveitarfélag. Þrátt fyrir ákall um eflingu sveitarstjórnarstigsins ber að hafa í huga að þar að baki er pólitísk stefnumörkun. Í sveitarstjórnarlögum undanfarin ár sér þess stað að spornað er gegn ákveðinni gerð sveitarfélaga. Í 4. gr. a. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 segir í 1. mgr. að Í því skyni að auka sjálfbærni sveitarfélaga og tryggja getu þeirra til að annast lögbundin verkefni skal stefna að því að lágmarksíbúafjöldi sveitarfélags sé ekki undir 1000. Allt að einu er það ekki í sjálfu sér hlutverk sveitarfélaga að stækka og ekki markmið í sjálfu sér að ákvæði sveitarstjórnarlaga slepptu. En auðvitað er æskilegt að standa undir verkefninu. Hlutverk sveitarfélaga eru margs konar og gengur út á það að gera íbúum kleyft í nærumhverfi að njóta þjónustu og nota mannvirki sem tryggja þeim, með öðrum hlutum; lífsgæði sem svara til þess sem nýverið hefur verið nefnt búsetufrelsi. Tækifæri til þess að njóta grunnþjónustu í heimabyggð hvar sem á landi sú heimabyggð er – það er inntak búsetufrelsis. Sveitarfélög eru misvel í stakk búin til þess að rækja þetta hlutverk sitt og hafa líka úthlutuð misjöfn gæði. Ræðst það af því hvernig til tekst hversu góða þjónustu viðkomandi sveitarfélag telst veita. Mikill misskilningur er oft og tíðum um hlutverk sveitarfélags gagnvart þjónustu, enda liggur talsvert af þjónustu hins opinbera hjá ríkinu en er samsamað sveitarfélaginu. Og samgöngur, sem eru ekki nema að hluta til í höndum sveitarfélaga, þær marka mikið möguleika sveitarfélaga á að rækja sitt hlutverk í stærra samhengi. Og mótvægið var Jöfnunarsjóður sveitarfélaga. En hverjar eru þessar grundvallareiningar í stjórnskipan landsins? Jú, öll sveitarfélögin 64 að tölu landið um kring, stór og smá, fjölmenn og fámenn. Fjöldi þeirra íbúa sem þau byggja eru allt frá nokkrum tugum í marga tugi þúsunda líkt og á höfuðborgar-svæðinu. Burtséð frá stærð og samsetningu þeirra stofnana sem þau reka með útsvari og framlögum úr samrekstrinum Jöfnunar-sjóði sveitarfélaga hafa sveitarfélögin öll sömu grunnskyldur gagnvart íbúum sínum. Og í hina áttina, þau eiga að hafa sömu réttindi og stjórnskipulega stöðu óháð því hversu margir standa að baki þeim. En það er samt ekki svo. Ekki í nýju umhverfi eflingar sveitarstjórnarstigsins. Þeim er m.ö.o. mismunað langt umfram pólitískan slagkraft, enda leggst gegn þeim bæði Samband íslenskra sveitarfélaga og ráðuneytið sem fer með málaflokk þeirra. Erfitt er að standa gegn ofureflinu. Í stjórnskipan landsins er flest nokkuð skýrt, bæði leikum og lærðum. Stjórnarskráin okkar, þessi gamla góða, geymir ákvæði um hvernig kerfið er upp byggt. Í 2. gr. stjórnarskrá lýðveldisins Íslands segir einfaldlega: Alþingi og forseti Íslands fara saman með löggjafarvaldið. Forseti og önnur stjórnarvöld samkvæmt stjórnarskrá þessari og öðrum landslögum fara með framkvæmdarvaldið. Dómendur fara með dómsvaldið. Þetta er ekkert mjög flókið í sjálfu sér, valdið er þrígreint. Og innan hvers geira eiga leikreglur líka að vera skýrar. Stjórnvöld eru ýmist þannig að um er að ræða æðra og lægra stjórnvald eða hliðsettar einingar. Og til að taka af allan vafa – sveitarfélög eru sjálfstæð stjórnvöld – önnur stjórnarvöld. Hins vegar vefst það stundum fyrir hverjum ber að gera hvað innan hvers geira hins þrígreinda valds. Á alþingi er þráttað um það stundum hver fer með hvaða hlutverk í lagasetningu og heitir það stundum málþóf eða afbrigði, en árekstrar milli forseta og þings eru fátíðari. Ekki er mikið um árekstra um valdmörk dómstóla, hvorki gagnvart öðrum stjórnvöldum eða innbyrðis, en sú skipan skarast sjaldnast. Stundum finnst alþingi og stjórnvöldum dómstólar teygja sig inn á önnur svið, en það jafnar sig oftast og lendir í sátt þar sem dómstólarnir vinna yfirleitt, enda fara viðkomandi með dómsvald og endurskoða gerðir annarra innan þrígreiningarinnar og geta ályktað um gildi laga og lagasetningar. Stjórnvaldastrúktúrinn er svona tré metaphoriskt. Þar tróna yfir ráðherrar á efsta prikinu og önnur stjórnvöld sitja þar neðar. Alþingi er yfir og setur þeim leikreglurnar en svo er auðvitað eitthvað frelsi þar utan. Þetta er yfirleitt meitlað í lögum en því til fyllingar eru reglugerðir og svo stjórnsýsluvenjur og verklag sem hefur komist á og flestir þekkja svona gróft. Litlu tannhjólin í regluverkinu eru embættismenn sem stilla gang tannhjóla knúin af ráðuneytum. Málin hins vegar flækjast hvað mest í samskiptum stjórnvalda sín á milli, hliðsettra eða milli æðra- og lægra setts stjórnvalds. Leikreglurnar eru mýmargar og svo blandast inn í þetta fjölþjóðasamþykktir og sáttmálar. Almennt séð eru þó viðhafðar hátternisreglur til þess að taka flesta núansa af í samskiptum. Á sviði sveitarfélaga er þetta aðeins flóknara, en þar er ráðherra efstur innan ramma laga, sveitarfélögin neðst ásamt íbúum sínum, en einhvers staðar þar í milli eru landshlutasamtök sveitarfélaga og svo Samband íslenskra sveitarfélaga í milli en hefur eitthvað farið á flakk. Reyndar er það talsvert málum blandið það interaktíva samband, enda eiga landshlutasamtök og samband að starfa fyrir sveitarfélögin, en ekki öfugt. Þetta birtist ekki oft, jafnan er sambandið í góðu samstarfi við „eigendur sína“. Undanfarin 4 ár hefur verið talsverð pressa frá þáverandi Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu og nú Innviðaráðuneytinu um að taka til í „ruslakistunni sveitarfélög“. Sveitarfélög eru stjórnvöld og allt of mörg á Íslandi að mati ráðuneytis málaflokksins og að bestu manna sýn. Þau eru 64 og fer fækkandi sem fyrr segir og eru auk þess ófyrirsjáanleg og óútreiknanleg og algerlega ósamkynja á tíðum. Fara jafnvel fram úr fjárheimildum og sinna verkefnum sínum ekki eins frá Austfjörðum vestur á firði. Og standa jafnvel illa með uppsafnaðan skuldavanda og heimta sífellt meir. Inn í það blandast að sum þráast við að fækka sér, þó það verkefni gangi með ágætum með hvötum og úrtölum um eigið ágæti. Og til að bæta gráu ofan á svart, fjöldi íbúa sveitarfélaganna er allt frá 47 íbúum í því minnsta yfir í 139875 íbúa. Og í sumum þeirra er kynlíf skemmtan en ekki til fjölgunar. En af hverju þarf þá að skrifa svona kvartgrein? Um 20 fámenn sveitarfélög (undir 1000 íbúa) tóku sig saman í aðdraganda að þeirri lagasetningu sem setti ákveðið lágmark sem viðmið undir 4. gr. a sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Var hvatinn að þessu samstarfi þeirra í millum af ýmsum hvata. Það stóð til að þvinga fram sameiningar sveitarfélaga með lögum og þar með átti að virða að vettugi sjálfsstjórnarrétt sveitarfélaga og lýðræðislegan rétt íbúa þeirra til þess að ákveða framtíð sína. Kappið bar forsjá ofurliði í þeirri viðleitni að taka til í ruslakistunni, enda átti að valtra yfir fámennustu sveitarfélögin í krafti yfirstjórnunarheimilda og með fulltingi bestu manna sýnar. Og samtakamætti sveitarfélaga sem töldu sig nógu stór til að verða ekki fyrir þessu sjálf. Það gekk ekki eftir, en lendingin var að gera þeim fámennustu að skila inn umsögn um eigin getu til þess að inna af hendi lögboðin og ólögboðin verkefni sveitarfélaga. En var það svo slæmt í sjálfu sér? Kannski ekki alveg, en flestir sem skyldan beindist að höfðu á því fyrirvara að njóta sannmælis umfjöllunar og niðurstöðu. Það var skilafrestur á þessari úttekt. Hefjast skyldi handa strax eftir sveitarstjórnarkosningar að vori 2022 og skila af sér vinnunni innan árs. Undir þessu voru í fyrsta fasa 10 sveitarfélög sem telja undir 250 íbúa. Þetta var nokkuð skemmtileg vinna þó hún hafi tekið tíma og setti þann sem þetta ritar í naflaskoðun á sveitarfélaginu sem hann veitir framkvæmdastjórn. Spurningarnar sem fyrirfram var stillt upp voru þó þess eðlis að engum dylst hvað lá að baki. Ekki var um almenna fyrirspurn að ræða um eigið ágæti og inn á milli voru sprettigluggar sem minntu ítrekað á að gott væri að sameinast öðru sveitarfélagi. Undirtónninn er töfraorðið sjálfbærni, þó engum hafi dottið í hug að skilgreina fyrirfram hvað í því felst. Alla vega ekki fyrir aðra en fámenn sveitarfélög. En það er allt í lagi, við vitum sirka öll hvað þetta boðar. Afrakstrinum skilaði sveitarstjóri vel eftir skilafrest, en þó í samráði við ráðuneyti. Áður en úttektinn var skilað fór sveitarstjóri yfir með sveitarstjórn hér í Súðavíkurhreppi á fundi. Svör voru diskúteruð og rýnd og barið í brestina. Svo var skilað inn í formi álits eftir framlengdan frest, en vinnan var innt af hendi á tíma sem flestir eru í fríi – svokölluðu fundarhléi sveitarstjórna að sumri. Svo var beðið í eftirvæntingu umsagnar ráðuneytis. Vonbrigðin leyndu sér ekki hjá þeim sem þetta ritar, enda var afraksturinn 10 síður sem skiptist svo: Forsíða, síða með upplýsingum um uppruna og útgefanda, efnisyfirlit, inngangur um verkefnið (staðlaður), upplýsingar um sveitarfélagið, vangaveltur um lögboðin verkefni, vangaveltur um fjárhag, vangaveltur um sameiningarkosti fyrir sveitarfélagið, niðurstaða og svo að endingu lituð baksíða. Af þessum 10 síðum eru 3 sem gagnast eitthvað (mismikið) álitsgerðinni. Reynt er að tína til einhverja bresti í gerð sveitarfélagsins og stjórnsýslu. Og jafnvel fjárhag Súðavíkurhrepps sm er skuldlaust sveitarfélag með skuldaviðmið 0 og hefur skilað jákvæðri niðurstöðu ár eftir ár. Tíndar eru til stefnur sem sveitarfélagið hefur ekki sett sér s.s. svæðisáætlun um meðhöndlun sorps og loftslagsstefnu. En ekki er þetta allt gagnslaust. Hins vegar er það svo að svæðisáætlun um meðhöndlun sorps er viðameira verkefni en svo að eitt fámennasta sveitarfélag landsins setji hana upp á sitt einsdæmi, en verkefnið er í mótun hjá landshlutasamtökunum Fjórðungssambandi Vestfirðinga. Ekkert af 9 sveitarfélögum Vestfjarða er með slíka svæðisáætlun enda kallar þetta á samvinnu. Loftslagsstefnu mun sveitarfélagið setja sér svo enda liggur sú vinna fyrir nú fyrir tilstilli landshlutasamtaka þar sem þetta er fleirum ofviða en fámennum. Og stefnu um samskipti erlendra ríkisborgara við sveitarfélagið og stofnanir þess. Já, þar þurfum við að bæta okkur, enda okkar ær og kýr. Alvarlegra er að fundið er að samstarfi um félagsþjónustu milli sveitarfélaga, enda er alvanalegt í öllum sveitarfélögunum 64 að sameinast um framkvæmd þjónustu s.s. almenningssamgangna, félags- og barnaverndarþjónustu (bendi á farsældarfrumvarpið), sorpmál, veitur og svona má lengi telja. En þetta er talið til vansa fyrir þau fámennustu að vera í slíku samstarfi. Annað er það að víkja að sjálfbærnimöguleikum fámennra sveitarfélaga. Ef við skoðum Súðavíkurhrepp (235 íbúar) þá er fjárhagur sveitarfélagsins sterkur. Skuldir engar og ráðdeild hefur verið í rekstri undanfarin ár þar sem tekjuafgangur hefur verið af rekstri. Það á ekki að vera markmið í sjálfu sér að skila afgangi af rekstri enda gengur sveitarfélag út á það að skila útsvari og tekjum í þjónustu. Afgangur af því er bónus. Samt víkur í umsögn ráðuneytis að því að enda þótt fjárhagur sveitarfélagsins sé á flesta mælikvarða sterkur, þá sé hann nettur og þoli ekki stór áföll. Vel má taka undir það, en fjárhagur sveitarfélaga, óháð stærð, sem er lakur og lendir í áföllum. Það þarf ekki að spyrja að því. Klikkt er út á því að áhætta sé fólgin í smæð sveitarfélagsins varðandi fjárhag. En eina yfirvofandi ógn fjárhags Súðavíkurhrepps liggur í aðgerðum sem tengjast þessari yfirreið um tiltekt í ruslakistunni tengist einmitt ráðuneytinu sjálfu. Það verður gert með aðgerðum gegnum Jöfnunarsjóð sveitarfélaga og það er yfirlýst stefna ráðuneytisins. Frumvarp þess eðlis hefur legið í nefndarumfjöllun og bíður Alþingis. Það er alltaf gott að fá áminningu um það sem betur má fara og heitir á góðri íslensku gagnrýni. En það á að vera til gagns en ekki til háðungar eða smættunar. Hvað varð um það hjá ráðuneytinu um að virða 10. gr. evrópuráðssáttmálans um sjálfsstjórn sveitarfélaga? Minni á að sveitarstjórnarlög nr. 138/2011 byggja á þessum sáttmála öðru fremur enda hefur sáttmálinn lagagildi og leiðbeiningargildi við setningu laga. Sjálfsstjórn sveitarfélaga - Samband íslenskra sveitarfélaga Það er m.ö.o. ekki hlutverk ráðherra, ráðuneytis eða annara stjórnvalda að vega að sveitarfélögum í orði eða gerðum – það er inntak evrópuráðssáttmálans.Við þekkjum okkar veikleika og við þekkjum okkar styrkleika; við sem búum, byggjum, stöndum að og stjórnum þessum fámennu sveitarfélögum. Við hefðum þegið fríspil um hvernig nálgast ætti verkefnið, en það var ekki í boði. Hefðum góðfúslega bent á veikleika okkar og áskoranir, hvernig það gengur fyrir sig að ráða í sérfræðistörf í skólaumhverfi, túlka, talmeinafræðinga, fá sérkennslu og aðstoð, hvernig það er að búa að einstaklingum með fötlun eða njóta heilbrigðisþjónustu í fámenni. En um það var ekki spurt. Ergo – það sem stungið er út á hjá 10 fámennustu sveitarfélögunum varðandi að setja sér lögboðnar stefnur á ekki bara við um þau. Það er misbrestur á þessu hjá miklu stærri sveitarfélögum landsins. En gott og vel. Þetta er ábending um að gera betur og ekki skal undan skorast. Gott má bæta. Niðurstaðan: Fyrir hönd Súðavíkurhrepps er ég nokkuð stoltur af þeirri útkomu sem umsögn Innviðaráðuneytis ber með sér um sveitarfélagið og getu þess til lögbundinna og ólögbundinna verkefna. Hins vegar þykir mér það sem varðar aðfinnslur því marki brennt að vera með eitt markmið – að smætta sveitarfélagið og hvetja það til sameiningar við annað sveitarfélag. En ég á ekkert að vera að gera kröfur, maður á að fara varlega með það sem óskað er. Ef við skoðum niðurstöður frá hinum 9 sveitarfélögunum, sem líka skiluðu inn sínu áliti, þykir mér heldur súrna í þessu. Aðallega er þar vikið að möguleikum til náttúrulegrar fjölgunar og samsetningar í sveitarfélaginu. Er þar undirtónn sem segja má að sé í senn öríltið rasískur og í aðra röndina byggður á annars konar fordómum tengudm aldri íbúa. Úpps, ég benti á og sagði upphátt. Og kannski helst, misskilningur á því hlutverki sveitarfélags að þurfa endilega að stækka. Það fylgja líka áskoranir við mikla fjölgun í sveitarfélgum. Jú, ég veit, ekki undir 1000 íbúa samkvæmt lögum. Ég hef ekki séð þess stað í sveitarstjórnarlögum, utan líbúalágmarks, að það eigi að vera keppikefli í sjálfu sér að í sveitarfélaginu fjölgi íbúum. Og þá heldur ekki hvort það er með náttúrlegum leiðum, aðstoð við uppsetningu fósturvísa, getnaðar með aðstoð fagaðila eða hvort þar kemur til að erlendir ríkisborgarar setjist þar að. Við skulum stíga varlega til jarðar þarna enda mikið um sprungur og einstigi. Við eigum að fá að vera allskonar og búa allsstaðar – það er raunverulegt búsetufrelsi. En merkilegt nokk. Þrátt fyrir að bónorð til okkar um sameiningu hafi verið svolítið troðið ofan í kokið á íbúum með svona aðgerðum, þá er jafnvel til staðar áhugi á slíku. Við íbúar hugsum líka og jafnvel úti á landi. Farsælast væri að halda áfram með þá hvata sem til staðar eru og láta þar numið. Nokkur sveitarfélög hafa þegar hafið slíka vinnu og menn finna sinn vitjunartíma. Stundum þarf bara smá þolinmæði og skilning og hlutirnir hafa sinn gang eins og lög kveða á um og ekki síst tilvitnaður Höfundur er sveitarstjóri Súðavíkurhrepps. Sjö af tíu fámennustu sveitarfélögunum vart sjálfbær um íbúafjölgun - RÚV.is (ruv.is) Stjórnarráðið | Ljósi varpað á veikleika fámennra sveitarfélaga (stjornarradid.is) Álit um stöðu sveitarfélaga með undir 250 íbúa (stjornarradid.is) Umsögn um álit Súðavíkurhrepps 2023.pdf (stjornarradid.is) Niðurstöður síðari umræða um hvort hefja eigi sameiningarviðræður sbr. 4. gr. a. sveitarstjórnarlaga (fljotsdalur.is)
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun