Innherji

Fyrsti á­fangi Blika­staða­lands gerir ráð fyrir byggingu um 1.500 í­búða

Hörður Ægisson skrifar
Arion banki er eigandi að Blikastaðalandinu en í bókum bankans er sú eign metin í dag á liðlega 6,7 milljarða króna.
Arion banki er eigandi að Blikastaðalandinu en í bókum bankans er sú eign metin í dag á liðlega 6,7 milljarða króna. Vilhelm Gunnarsson

Skipulagslýsing að deiluskipulagi fyrir fyrsta áfanga Blikastaðalands, stærsta óbyggða landsvæði höfuðborgarsvæðisins og er í eigu Arion, hefur verið afgreidd en samkvæmt því er fyrirhugað að reisa þar allt að um 1.500 íbúðir. Framkvæmdir við verkefnið færast því núna nær í tíma en greinendur og fjárfestar hafa sagt að verðmæti landsins sé að líkindum verulega undirverðlagt í bókum bankans.


Tengdar fréttir

Verðmat Arion lækkar um átta prósent en vaxtastigið bítur í bankana

Verðmat Arion banka lækkar um átta prósent en gert er ráð fyrir lægri vaxtatekjum en áður og hærri ávöxtunarkrafa lækkar líka matið. Greinandi segir að vaxtastigið, en stýrivextir hafa hækkað umtalsvert í því skyni að sporna við verðbólgu, sé farið að „bíta bankana“.

Verð­lagning margra skráðra fé­laga „með því lægra sem sést hefur í langan tíma“

Verðlagning margra fyrirtækja sem skráð eru í Kauphöllinni eru með því lægra sem sést hefur í langan tíma, að sögn vogunarsjóðsstjóra, en frá ársbyrjun 2022 hefur ávöxtun hlutabréfamarkaðarins að teknu tilliti til verðbólgu verið neikvæð um meira en fimmtíu prósent. Verðkennitölur banka gefi til kynna að horfur í rekstri fari versnandi, sem standist illa skoðun, og þá séu horfur í smásölu bjartari eftir erfiða átján mánuði og „verðlagning þar farin að verða áhugaverð.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×