Umfjöllun: Ísland - Kongó 30-28 | Ísland vann Forsetabikarinn Dagur Lárusson skrifar 13. desember 2023 19:58 Íslenski hópurinn fagnar sigrinum í kvöld. HSÍ Íslenska kvennalandsliðið í handbolta tryggði sér Forsetabikarinn á HM 2023 í kvöld með sigri á Kongó í úrslitaleiknum. Það var ein breyting á leikmannahópi Íslands fyrir leikinn í dag en Katla María þurfti að fljúga heim en í hennar stað kom Andrea Jabobsen á ný. Íslands skoraði fyrsta markið í leiknum og var það Thea Imani sem skoraði það en eftir það komu þrjú mörk í röð frá Kongó og var það Ngombele sem skoraði tvö af þeim mörkum en hún var algjörlega óstöðvandi í liði Kongó. Staðan eftir sex mínútur var 1-3 en þá tók Ísland við sér. Þegar um ellefu mínútur voru liðnar var staðan orðin 5-3 eftir fjögur mörk í röð frá Íslandi en þrjú af þeim mörkum skoraði Þórey Rósa. Ísland náði að auka forskot sitt í 8-4 áður en Kongó tók leikhlé. Ísland náði að halda forskoti sínu þar til undir blálokin þegar allt virtist ganga gegn þeim og leikmenn Kongó gengu á lagið og jöfnuðu leikinn áður en fyrri hálfleikurinn var allur. Staðan 14-14 í hálfleik en Hafdís Renötludóttir var best í liði Íslands í fyrri hálfleiknum en hún varði hvorki meira né minna en tíu skot. Seinni hálfleikurinn var gríðarlega jafn og skiptust liðin á að vera með forystuna. Sóknarleikur Íslands var ekki nægilega vel smurður og virtist á tíðum vera heldur tilviljunarkenndur. Þegar um tíu mínútur voru eftir var staðan hnífjöfn 24-24 en eftir það náði Kongó að komast í stöðuna 26-27 en þá tóku íslensku stelpurnar við sér. Þær áttu góðan lokakafla þar sem Kongó skoraði aðeins eitt en Ísland fjögur og lokatölur því 30-28 og íslensku stelpurnar lyftu því Forsetabikarnum í leikslok. Afhverju vann Ísland? Þetta var alls ekki sterkasta frammistaða Íslands á mótinu en sigur er sigur. Liðin voru gríðarlega jöfn allan leikinn en Ngombele var allt í öllu í liði Kongó og þegar hún varð þreytt undir lokin þá vantaði aðeins upp á hjá liði Kongó og Ísland nýtti sér það klárlega. Hverjar stóðu upp úr? Elín Rósa Magnúsdóttir var valin best í leiknum en hún skoraði fjögur mörk og gaf þrjár stoðsendingar. Thea Imani var markahæst með sex mörk og á eftir henni var Þórey Rósa með fimm mörk. Hvað gekk illa? Íslandi gekk virkilega illa að ráða við Ngombele í liði Kongó. Það fór allt í gegnum hana en ef Ísland hefði náð að eiga betur við hana hefði sigurinn verið stærri. Hér fyrir neðan má sjá þegar Ísland lyfti Forsetabikarnum. Augnablikið þegar stelpurnar okkar lyftu Forsetabikarnum pic.twitter.com/G34g2xgqSg— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) December 13, 2023 HM kvenna í handbolta 2023 Landslið kvenna í handbolta
Íslenska kvennalandsliðið í handbolta tryggði sér Forsetabikarinn á HM 2023 í kvöld með sigri á Kongó í úrslitaleiknum. Það var ein breyting á leikmannahópi Íslands fyrir leikinn í dag en Katla María þurfti að fljúga heim en í hennar stað kom Andrea Jabobsen á ný. Íslands skoraði fyrsta markið í leiknum og var það Thea Imani sem skoraði það en eftir það komu þrjú mörk í röð frá Kongó og var það Ngombele sem skoraði tvö af þeim mörkum en hún var algjörlega óstöðvandi í liði Kongó. Staðan eftir sex mínútur var 1-3 en þá tók Ísland við sér. Þegar um ellefu mínútur voru liðnar var staðan orðin 5-3 eftir fjögur mörk í röð frá Íslandi en þrjú af þeim mörkum skoraði Þórey Rósa. Ísland náði að auka forskot sitt í 8-4 áður en Kongó tók leikhlé. Ísland náði að halda forskoti sínu þar til undir blálokin þegar allt virtist ganga gegn þeim og leikmenn Kongó gengu á lagið og jöfnuðu leikinn áður en fyrri hálfleikurinn var allur. Staðan 14-14 í hálfleik en Hafdís Renötludóttir var best í liði Íslands í fyrri hálfleiknum en hún varði hvorki meira né minna en tíu skot. Seinni hálfleikurinn var gríðarlega jafn og skiptust liðin á að vera með forystuna. Sóknarleikur Íslands var ekki nægilega vel smurður og virtist á tíðum vera heldur tilviljunarkenndur. Þegar um tíu mínútur voru eftir var staðan hnífjöfn 24-24 en eftir það náði Kongó að komast í stöðuna 26-27 en þá tóku íslensku stelpurnar við sér. Þær áttu góðan lokakafla þar sem Kongó skoraði aðeins eitt en Ísland fjögur og lokatölur því 30-28 og íslensku stelpurnar lyftu því Forsetabikarnum í leikslok. Afhverju vann Ísland? Þetta var alls ekki sterkasta frammistaða Íslands á mótinu en sigur er sigur. Liðin voru gríðarlega jöfn allan leikinn en Ngombele var allt í öllu í liði Kongó og þegar hún varð þreytt undir lokin þá vantaði aðeins upp á hjá liði Kongó og Ísland nýtti sér það klárlega. Hverjar stóðu upp úr? Elín Rósa Magnúsdóttir var valin best í leiknum en hún skoraði fjögur mörk og gaf þrjár stoðsendingar. Thea Imani var markahæst með sex mörk og á eftir henni var Þórey Rósa með fimm mörk. Hvað gekk illa? Íslandi gekk virkilega illa að ráða við Ngombele í liði Kongó. Það fór allt í gegnum hana en ef Ísland hefði náð að eiga betur við hana hefði sigurinn verið stærri. Hér fyrir neðan má sjá þegar Ísland lyfti Forsetabikarnum. Augnablikið þegar stelpurnar okkar lyftu Forsetabikarnum pic.twitter.com/G34g2xgqSg— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) December 13, 2023