Færir íslensku þjóðinni góðar fréttir Sindri Sverrisson og Aron Guðmundsson skrifa 14. desember 2023 07:30 Gísli Þorgeir Kristjánsson í leik með íslenska karlalandsliðinu í handbolta. Vísir/Getty Innan við mánuður er til stefnu þar til íslenska landsliðið hefur leik á EM í handbolta í Þýskalandi. Gísli Þorgeir Kristjánsson ætlar sér að verða klár í slaginn þar. Gísli sem leikið hefur lykilhlutverk í íslenska landsliðinu undanfarin ár og er einn besti handboltamaður heims, fór úr axlarlið í leik með þýska liðinu Magdeburg í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í júní fyrr á þessu ári. Gísli spilaði samt sem áður sjálfan úrslitaleikinn degi síðar og átti stórleik þegar Magdeburg varð Evrópumeistari en í kjölfarið var svo ákveðið að hann færi í aðgerð á öxl. Undanfarna mánuði hefur hann því verið í endurhæfingu og er nú kominn á þann stað að vera mættur aftur á leikskýrslu með Magdeburg og spyr íslenska þjóðin því að því þessa dagana hvort að Gísli verði klár með Íslenska landsliðinu á EM í Þýskalandi í janúar? „Ég geri 100 prósent ráð fyrir því að vera með á EM í janúar,“ segir Gísli í samtali við Vísi. „Það er ekkert annað en það sem kemur til greina. Þetta er það sem ég hef verið að stefna að í rauninni. Að gera allt sem í mínu valdi stendur til þess að vera með í janúar og leggja mitt af mörkum fyrir Ísland. Þetta verður allt að halda áfram á sömu braut og ég er mjög spenntur fyrir komandi vikum, að fá þessa leikæfingu sem ég þarf og verða heill aftur.“ Gísli segir það ekki valda vinnuveitendum hans hjá Magdeburg áhyggjum að hann stefni ótrauður á EM eftir að hafa verið svo langan tíma meiddur. Þeir sjái jákvæðu hliðina á því að Gísli verði með landsliðinu á EM. „Viðmótið hjá þeim er í raun þannig að ég er heill og það amar ekkert að öxlinni þá taka þeir því bara vel að ég verði enn þá öflugri og í kringum handboltann allan tímann á EM. Þeir væru heldur ekki að fara láta mig spila ef að þeir væru með einhverja slæma tilfinningu um að eitthvað myndi gerast. Það hefur því ekki verið neitt vesen af hálfu Magdeburgar varðandi það að ég ætli mér á EM með íslenska landsliðinu. Það mun bara hjálpa þeim líka að ég komi í góðu standi til baka.“ Þessi öflugi leikmaður einblínir nú á að taka næstu vikur fram að stórmóti, með trompi hjá Magdeburg „Númer eitt, tvö og þrjú núna er að fá góða tilfinningu handboltalega séð. Fá þessar mínútur innan vallar og vera kominn í frábært stand fyrir EM. Að maður sé ekkert að pæla í því hvort maður sé heill eða ekki í janúar. Sé kominn á sama stað og aðrir og að mér verði enginn afsláttur gefinn. Mitt markmið er að taka þessar næstu vikur með Magdeburg af fullum krafti og vonandi mun ég ekki þurfa að svara fyrir öxlina mína í janúar. Þá yrði sá kafli búinn og næsta skref yrði svo að hjálpa Íslandi að komast upp úr riðlinum á EM. Taka EM með stæl.“ Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Þýski handboltinn Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Sjá meira
Gísli sem leikið hefur lykilhlutverk í íslenska landsliðinu undanfarin ár og er einn besti handboltamaður heims, fór úr axlarlið í leik með þýska liðinu Magdeburg í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í júní fyrr á þessu ári. Gísli spilaði samt sem áður sjálfan úrslitaleikinn degi síðar og átti stórleik þegar Magdeburg varð Evrópumeistari en í kjölfarið var svo ákveðið að hann færi í aðgerð á öxl. Undanfarna mánuði hefur hann því verið í endurhæfingu og er nú kominn á þann stað að vera mættur aftur á leikskýrslu með Magdeburg og spyr íslenska þjóðin því að því þessa dagana hvort að Gísli verði klár með Íslenska landsliðinu á EM í Þýskalandi í janúar? „Ég geri 100 prósent ráð fyrir því að vera með á EM í janúar,“ segir Gísli í samtali við Vísi. „Það er ekkert annað en það sem kemur til greina. Þetta er það sem ég hef verið að stefna að í rauninni. Að gera allt sem í mínu valdi stendur til þess að vera með í janúar og leggja mitt af mörkum fyrir Ísland. Þetta verður allt að halda áfram á sömu braut og ég er mjög spenntur fyrir komandi vikum, að fá þessa leikæfingu sem ég þarf og verða heill aftur.“ Gísli segir það ekki valda vinnuveitendum hans hjá Magdeburg áhyggjum að hann stefni ótrauður á EM eftir að hafa verið svo langan tíma meiddur. Þeir sjái jákvæðu hliðina á því að Gísli verði með landsliðinu á EM. „Viðmótið hjá þeim er í raun þannig að ég er heill og það amar ekkert að öxlinni þá taka þeir því bara vel að ég verði enn þá öflugri og í kringum handboltann allan tímann á EM. Þeir væru heldur ekki að fara láta mig spila ef að þeir væru með einhverja slæma tilfinningu um að eitthvað myndi gerast. Það hefur því ekki verið neitt vesen af hálfu Magdeburgar varðandi það að ég ætli mér á EM með íslenska landsliðinu. Það mun bara hjálpa þeim líka að ég komi í góðu standi til baka.“ Þessi öflugi leikmaður einblínir nú á að taka næstu vikur fram að stórmóti, með trompi hjá Magdeburg „Númer eitt, tvö og þrjú núna er að fá góða tilfinningu handboltalega séð. Fá þessar mínútur innan vallar og vera kominn í frábært stand fyrir EM. Að maður sé ekkert að pæla í því hvort maður sé heill eða ekki í janúar. Sé kominn á sama stað og aðrir og að mér verði enginn afsláttur gefinn. Mitt markmið er að taka þessar næstu vikur með Magdeburg af fullum krafti og vonandi mun ég ekki þurfa að svara fyrir öxlina mína í janúar. Þá yrði sá kafli búinn og næsta skref yrði svo að hjálpa Íslandi að komast upp úr riðlinum á EM. Taka EM með stæl.“
Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Þýski handboltinn Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti