Svíar í undanúrslit með stæl Smári Jökull Jónsson skrifar 13. desember 2023 17:55 Jamina Roberts fer framhjá Julia Behnke og Lisa Antl í leiknum í dag. Vísir/EPA Svíþjóð tryggði sér í dag sæti í undanúrslitum heimsmeistaramótsins í handknattleik með öruggum sigri á Þjóðverjum í viðureign þjóðanna í 8-liða úrslitum. Svíar mæta Frökkum í undanúrslitum. Svíar tryggðu sér sæti í 8-liða úrslitum með því að lenda í efsta sæti síns milliriðils með tíu stig en Þjóðverjar voru jafnir Dönum að stigum í sínum riðli þar sem bæði lið enduðu með átta stig. Varnarleikur Svía í leiknum í dag var stórkostlegur. Þjóðverjar náðu ekki að skora mark fyrr en eftir rúmlega tíu mínútna leik en voru komnir með fjögur mörk eftir tuttugu mínútur. Þá var staðan 12-4 fyrir Svía. Staðan í hálfleik var 16-6 og sigur Svía svo gott sem í höfn. Þjóðverjar bitu reyndar frá sér í upphafi síðari hálfleiks. Þýska liðið skoraði tvö fyrstu mörk hálfleiksins og minnkaði muninn í 22-16 þegar tíu mínútur voru eftir af leiknum. Þá var liðið búið að skora fjórum mörkum meira en það gerði í öllum fyrri hálfleiknum. Þetta var hins vegar of lítið og of seint. Munurinn fór mest niður í fjögur mörk en Svíar sigldu sigrinum nokkuð þægilega í höfn. Lokatölur 27-20 og Svíar mæta hinu geysisterka franska liði í undanúrslitum. Linn Blohm, Nathalie Hagman, Olivia Mellegård og Jamina Roberts skoruðu allar fimm mörk fyrir Svía en markvörðurinn Johanna Bundsen var valinn maður leiksins enda lokaði hún markinu á köflum. HM kvenna í handbolta 2023 Mest lesið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Íslenski boltinn Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Íslenski boltinn Fjórtán ára stúlka í langt bann fyrir að dópa Sport Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Handbolti Kennir sjálfum sér um uppsögnina Enski boltinn Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Enski boltinn Tyson æfir á sveppum og ætlar að taka ofskynjunarlyf fyrir bardagann Sport Hannes í leyfi Körfubolti Fólk gapir vestanhafs eftir ótrúleg tilþrif Sport Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Fótbolti Fleiri fréttir Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Misjöfn úrslit hjá Íslendingunum í Evrópudeildinni Hafnfirðingar stóðu í Svíunum Uppgjörið: Valur - Melsungen 28-33 | Héldu í við þýska toppliðið Spenntur fyrir Valsleiknum: „Býst við að margir frá Selfossi og úr fjölskyldunni mæti“ Sjá meira
Svíar tryggðu sér sæti í 8-liða úrslitum með því að lenda í efsta sæti síns milliriðils með tíu stig en Þjóðverjar voru jafnir Dönum að stigum í sínum riðli þar sem bæði lið enduðu með átta stig. Varnarleikur Svía í leiknum í dag var stórkostlegur. Þjóðverjar náðu ekki að skora mark fyrr en eftir rúmlega tíu mínútna leik en voru komnir með fjögur mörk eftir tuttugu mínútur. Þá var staðan 12-4 fyrir Svía. Staðan í hálfleik var 16-6 og sigur Svía svo gott sem í höfn. Þjóðverjar bitu reyndar frá sér í upphafi síðari hálfleiks. Þýska liðið skoraði tvö fyrstu mörk hálfleiksins og minnkaði muninn í 22-16 þegar tíu mínútur voru eftir af leiknum. Þá var liðið búið að skora fjórum mörkum meira en það gerði í öllum fyrri hálfleiknum. Þetta var hins vegar of lítið og of seint. Munurinn fór mest niður í fjögur mörk en Svíar sigldu sigrinum nokkuð þægilega í höfn. Lokatölur 27-20 og Svíar mæta hinu geysisterka franska liði í undanúrslitum. Linn Blohm, Nathalie Hagman, Olivia Mellegård og Jamina Roberts skoruðu allar fimm mörk fyrir Svía en markvörðurinn Johanna Bundsen var valinn maður leiksins enda lokaði hún markinu á köflum.
HM kvenna í handbolta 2023 Mest lesið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Íslenski boltinn Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Íslenski boltinn Fjórtán ára stúlka í langt bann fyrir að dópa Sport Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Handbolti Kennir sjálfum sér um uppsögnina Enski boltinn Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Enski boltinn Tyson æfir á sveppum og ætlar að taka ofskynjunarlyf fyrir bardagann Sport Hannes í leyfi Körfubolti Fólk gapir vestanhafs eftir ótrúleg tilþrif Sport Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Fótbolti Fleiri fréttir Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Misjöfn úrslit hjá Íslendingunum í Evrópudeildinni Hafnfirðingar stóðu í Svíunum Uppgjörið: Valur - Melsungen 28-33 | Héldu í við þýska toppliðið Spenntur fyrir Valsleiknum: „Býst við að margir frá Selfossi og úr fjölskyldunni mæti“ Sjá meira