Á ekki rétt á bótum eftir Hraunbæjarmálið Jón Þór Stefánsson skrifar 13. desember 2023 23:38 Sérsveitarmenn á vettvangi í Árbæ í desember 2013. Atburðarásin sem átti sér stað þar og eftirmálar hennar hafa gengið undir heitinu Hraunbæjarmálið. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur hefur staðfest dóm Landsréttar um að sýkna Vátryggingafélag Íslands, VÍS, af kröfum fyrrverandi sérsveitarmanns sem glímdi við sálfræðilegar afleiðingar þess að taka þátt í aðgerðum sérsveitarinnar sem leiddu til dauða manns í Árbæ í Reykjavík í desember 2013. Sérsveitarmaðurinn fyrrverandi krafðist bóta úr slysatryggingu launþega frá VÍS vegna áfallastreituröskunar sem hann glímdi við í kjölfar atburðanna. Hæstiréttur féllst ekki á kröfuna vegna þess að tryggingin sem málið varðar var, að mati Hæstaréttar, slysatrygging, en ekki höfuðstólstrygging. Hvort um sé að ræða höfuðstólstryggingu eða slysatryggingu hafði áhrif á fyrningartíma hennar. Höfuðstólstrygging fyrnist eftir tíu ár, en slysatrygging eftir fjögur ár. Þess má geta að Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi VÍS til að greiða manninum rúmlega 2,4 milljónir króna. Landsréttur sneri þeirri ákvörðun við. Líkt og áður segir átti aðgerðin sem málið varðar sér stað í desember árið 2013, í fjölbýlishúsi við Hraunbæ. Lögreglu var tilkynnt um skothvelli úr íbúð. Skotið var á lögreglumenn úr haglabyssu af stuttu færi og kvaðst sérsveitarmaðurinn þá hafa verið í bráðri lífshættu. Hann hafi óttast verulega um og líf sitt. Umsátrinu lauk með því að lögregla skaut byssumanninn til bana, en það var í fyrsta sinn sem sérsveitin felldi mann í aðgerðum. Lögreglumaðurinn sagðist upphaflega hafa talið að hann myndi jafna sig af andlegum áskorunum sem fylgdu Hraunbæjarmálinu svokallaða, en síðar hafi einkennin farið að ágerast. Hæstiréttur sagði ljóst að maðurinn hefði orðið fyrir sálfræðilegu tjóni vegna atburðanna í Hraunbæ. Það hafi orðið skýrt sumarið 2014, en hann hafi látið hjá líða að leita sér aðstoðar. Dómurinn segir að það hafi hann gert þrátt fyrir að hann hafi hlotið að gera sér grein fyrir að atburðurinn hefði haft umræddar afleiðingar sem varða bótaskyldu. Afleiðingarnar hefðu verið honum ljósar umrætt sumar og því sé tryggingin fyrnd þegar hann höfðaði málið árið 2021. Dómsmál Lögreglan Tryggingar Reykjavík Tengdar fréttir Hæstiréttur tekur fyrir mál sérsveitarmanns vegna Hraunbæjarmálsins Hæstiréttur hefur samþykkt áfrýjunarbeiðni fyrrverandi liðsmanns sérsveitar ríkislögreglustjóra sem glímt hefur við áfallastreituröskun í kjölfar aðgerðar sérsveitarinnar í Árbæ í Reykjavík síðla árs 2013 sem leiddi til dauða manns. 16. mars 2023 08:14 Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Innlent Fleiri fréttir 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Sjá meira
Sérsveitarmaðurinn fyrrverandi krafðist bóta úr slysatryggingu launþega frá VÍS vegna áfallastreituröskunar sem hann glímdi við í kjölfar atburðanna. Hæstiréttur féllst ekki á kröfuna vegna þess að tryggingin sem málið varðar var, að mati Hæstaréttar, slysatrygging, en ekki höfuðstólstrygging. Hvort um sé að ræða höfuðstólstryggingu eða slysatryggingu hafði áhrif á fyrningartíma hennar. Höfuðstólstrygging fyrnist eftir tíu ár, en slysatrygging eftir fjögur ár. Þess má geta að Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi VÍS til að greiða manninum rúmlega 2,4 milljónir króna. Landsréttur sneri þeirri ákvörðun við. Líkt og áður segir átti aðgerðin sem málið varðar sér stað í desember árið 2013, í fjölbýlishúsi við Hraunbæ. Lögreglu var tilkynnt um skothvelli úr íbúð. Skotið var á lögreglumenn úr haglabyssu af stuttu færi og kvaðst sérsveitarmaðurinn þá hafa verið í bráðri lífshættu. Hann hafi óttast verulega um og líf sitt. Umsátrinu lauk með því að lögregla skaut byssumanninn til bana, en það var í fyrsta sinn sem sérsveitin felldi mann í aðgerðum. Lögreglumaðurinn sagðist upphaflega hafa talið að hann myndi jafna sig af andlegum áskorunum sem fylgdu Hraunbæjarmálinu svokallaða, en síðar hafi einkennin farið að ágerast. Hæstiréttur sagði ljóst að maðurinn hefði orðið fyrir sálfræðilegu tjóni vegna atburðanna í Hraunbæ. Það hafi orðið skýrt sumarið 2014, en hann hafi látið hjá líða að leita sér aðstoðar. Dómurinn segir að það hafi hann gert þrátt fyrir að hann hafi hlotið að gera sér grein fyrir að atburðurinn hefði haft umræddar afleiðingar sem varða bótaskyldu. Afleiðingarnar hefðu verið honum ljósar umrætt sumar og því sé tryggingin fyrnd þegar hann höfðaði málið árið 2021.
Dómsmál Lögreglan Tryggingar Reykjavík Tengdar fréttir Hæstiréttur tekur fyrir mál sérsveitarmanns vegna Hraunbæjarmálsins Hæstiréttur hefur samþykkt áfrýjunarbeiðni fyrrverandi liðsmanns sérsveitar ríkislögreglustjóra sem glímt hefur við áfallastreituröskun í kjölfar aðgerðar sérsveitarinnar í Árbæ í Reykjavík síðla árs 2013 sem leiddi til dauða manns. 16. mars 2023 08:14 Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Innlent Fleiri fréttir 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Sjá meira
Hæstiréttur tekur fyrir mál sérsveitarmanns vegna Hraunbæjarmálsins Hæstiréttur hefur samþykkt áfrýjunarbeiðni fyrrverandi liðsmanns sérsveitar ríkislögreglustjóra sem glímt hefur við áfallastreituröskun í kjölfar aðgerðar sérsveitarinnar í Árbæ í Reykjavík síðla árs 2013 sem leiddi til dauða manns. 16. mars 2023 08:14