„Ekki að segja að við viljum meiri laun en flugumferðarstjórar, en allt að því“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 14. desember 2023 11:56 Rúrik segir að mikill metnaður sé lagður í tónleika Iceguys sem fara fram á laugardaginn. Hljómsveitin hefur verið á þrotlausum æfingum undanfarnar vikur. VÍSIR/BALDUR HRAFNKELL Viðræður eru í gangi um seríu tvö á sjónvarpsþáttunum Iceguys. Rúrik Gíslason segir tónlistarmennina fimm, sem skipa sveitina, alla vera að „springa úr egói,“ og verið sé að reyna finna flöt á launamálum. Stórtónleikar á laugardaginn eru þó ekki gerðir með sem mestan hagnað í huga, heldur sé allur metnaður lagður í að hafa þá sem glæsilegasta. Rúrik Gíslason var gestur í útvarpsþættinum Brennslan á Fm957 í morgun. Heimsóknin hófst á umræðum um handarbrot sem hann varð fyrir á dögunum. Vísir fjallaði um slysið sem varð við tökur á sirkusatriði í þýskum sjónvarpsþætti. Á meðfylgjandi myndbandi má sjá Rúrik liggja á gólfinu með aðra hendi fyrir aftan bak beygða í 90 gráður. Síðan lyftir hann loftfimleikamanni með höndinni sem við það brotnar með háværum smelli. Þáttastjórnendurnir Rikki G, Egill Ploder og Kristín Ruth gerðu viðbrögð Rúriks við slysinu að umtalsefni. „Meira að segja vont hljóðið þitt er sexý,“ segir Egill og spyr hvort þetta hafi ekki verið mjög sársaukafullt. „Það er alltaf vont að brjóta bein en ég veit það ekki, þú ert on camera og mátt ekki missa kúlið. Það stendur einhver gæi á höndum ofan á þér. En ég ætla að viðurkenna það að þetta voru kannski ekki útpæld viðbrögð, bara ósjálfráð. Ég vissi strax að ég væri brotinn,“ segir Rúrik. Ekkert meira óaðlandi en gifs Vika er liðin frá atvikinu og Rúrik segist vera furðu góður. Spurður út í gifsið, sem Rikki G kallaði minnsta gifs sögunnar, sagðist hann dauðfeginn að hafa ekki þurft stærra gifs, það hefði verið hræðilegt að vera í gifsi upp að handarkrika þegar tónleikar IceGuys fara fram í Kapalakrika á laugardag. Þá virðist hann ekki mjög hrifinn af gifsi yfir höfuð. „Mér finnst ekkert meira óaðlandi en gifs. Í alvöru, maður ímyndar sér lyktina undir þessu, það eru prjónar og reglustikur fastar þarna inn í af því þú ert búinn að reyna klóra þér svo mikið.“ Þá sé hann að meta hvort hann taki gifsið af sér fyrir sýninguna á laugardag. Ég þarf náttúruleg að halda á míkrafón, því belive it or not þá erum við í alvöru að fara að syngja. Þrotlausar æfingar Rúrik segir að mikill metnaður sé lagður í tónleikana á laugardaginn og að hljómsveitin hafi verið á þrotlausum æfingum. „Fólk bjóst náttúrulega ekki við neinu af þessu Ice Guys dæmi, bæði af þáttunum og bara af okkur held ég, að við værum að setja svona rosalega mikinn metnað í þetta. Núna búast allir við svo ógeðslega miklu.“ Æfingarnar byrjuðu fyrir rúmum mánuði en þessa dagana æfa strákarnir frá klukkan 9-13 alla daga. „Ég ætla ekkert að hífa upp væntingar fólks en við vildum bara innilega, ég vona að það sjáist að það skiptir okkur ekki endilega mestu máli að labba með sem mikinn pening í vasanum frá þessu verkefni,“ segir Rúrik. „Vegna þess að við erum all inn í ljósum, með dansara, okkur langar svolítið að upplifunin sé sú að þú sért í London á tónleikum. Þá væri skrítið að mæta með fjögur vasaljós og líma þau upp í loftið. Þú verður að vera með alvöru lazera og allskonar dót.“ Hljómaði eins og versta hugmynd sögunnar Spurður um hvernig það hafi atvikast að hljómsveitin IceGuys varð til, segir Rúrik að Jón Jónsson hafi einfaldlega hringt í sig og spurt hvort hann væri ekki til í að vera með í strákahljómsveit með honum, Friðriki Dór, Aroni Can og Herra hnetusmjöri. Ég verð að viðurkenna að þetta hljómaði eins og versta hugmynd í sögunni. Segist hann hafa haft áhyggjur af því að þetta hefði áhrif á það orspor sem hann væri búinn að byggja upp í Þýskalandi. „Kaldhæðni er ekki til í Þýskalandi, þar er ekkert verið að gera grín af sjálfum sér.“ Gríðarlegur metnaður hefur verið lagður í umgjörð tónleikanna sem hjómsveitin Iceguys heldur á laugardaginn. Baldur Kristjáns En Rúrik sló til og þættirnir slógu öll áhorfsmet auk þess esm lögin urðu gríðarlega vinsæl. Rúrik segir grundvöllinn fyrir verkefninu hafa verið þann að lögin væru góð. „Þau hafa verið vinsæl og ég held alltaf að það sé ástæða fyrir því lög séu vinsæl. Það er ekki bara eitthvað marketing. Ef lög eru góð þá verða þau vinsæl.“ Viðræður í gangi um aðra seríu Þá segir hann að sumarið þegar tökurnar á þáttunum fóru fram hafi verið eitt það skemmtilegasta sem hann hafi upplifað. Spurður um hvort önnur sería sé í bígerð kemur hik á hann. „Það er svona eitthvað, eðlilega eru viðræður í gangi. En við erum náttúrulega fimm, og alveg að springa úr egói. Ég er ekki að segja að við viljum meiri laun en flugumferðarstjórar en allt að því. En við erum að reyna að finna flöt á þessu,“ segir Rúrik Gíslason lúmskur. Hér fyrir neðan er hægt að hlusta á viðtalið í heild sinni. Tónlist FM957 Brennslan Mest lesið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Gervigreindin stýrði ferðinni Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Fleiri fréttir Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Sjá meira
Rúrik Gíslason var gestur í útvarpsþættinum Brennslan á Fm957 í morgun. Heimsóknin hófst á umræðum um handarbrot sem hann varð fyrir á dögunum. Vísir fjallaði um slysið sem varð við tökur á sirkusatriði í þýskum sjónvarpsþætti. Á meðfylgjandi myndbandi má sjá Rúrik liggja á gólfinu með aðra hendi fyrir aftan bak beygða í 90 gráður. Síðan lyftir hann loftfimleikamanni með höndinni sem við það brotnar með háværum smelli. Þáttastjórnendurnir Rikki G, Egill Ploder og Kristín Ruth gerðu viðbrögð Rúriks við slysinu að umtalsefni. „Meira að segja vont hljóðið þitt er sexý,“ segir Egill og spyr hvort þetta hafi ekki verið mjög sársaukafullt. „Það er alltaf vont að brjóta bein en ég veit það ekki, þú ert on camera og mátt ekki missa kúlið. Það stendur einhver gæi á höndum ofan á þér. En ég ætla að viðurkenna það að þetta voru kannski ekki útpæld viðbrögð, bara ósjálfráð. Ég vissi strax að ég væri brotinn,“ segir Rúrik. Ekkert meira óaðlandi en gifs Vika er liðin frá atvikinu og Rúrik segist vera furðu góður. Spurður út í gifsið, sem Rikki G kallaði minnsta gifs sögunnar, sagðist hann dauðfeginn að hafa ekki þurft stærra gifs, það hefði verið hræðilegt að vera í gifsi upp að handarkrika þegar tónleikar IceGuys fara fram í Kapalakrika á laugardag. Þá virðist hann ekki mjög hrifinn af gifsi yfir höfuð. „Mér finnst ekkert meira óaðlandi en gifs. Í alvöru, maður ímyndar sér lyktina undir þessu, það eru prjónar og reglustikur fastar þarna inn í af því þú ert búinn að reyna klóra þér svo mikið.“ Þá sé hann að meta hvort hann taki gifsið af sér fyrir sýninguna á laugardag. Ég þarf náttúruleg að halda á míkrafón, því belive it or not þá erum við í alvöru að fara að syngja. Þrotlausar æfingar Rúrik segir að mikill metnaður sé lagður í tónleikana á laugardaginn og að hljómsveitin hafi verið á þrotlausum æfingum. „Fólk bjóst náttúrulega ekki við neinu af þessu Ice Guys dæmi, bæði af þáttunum og bara af okkur held ég, að við værum að setja svona rosalega mikinn metnað í þetta. Núna búast allir við svo ógeðslega miklu.“ Æfingarnar byrjuðu fyrir rúmum mánuði en þessa dagana æfa strákarnir frá klukkan 9-13 alla daga. „Ég ætla ekkert að hífa upp væntingar fólks en við vildum bara innilega, ég vona að það sjáist að það skiptir okkur ekki endilega mestu máli að labba með sem mikinn pening í vasanum frá þessu verkefni,“ segir Rúrik. „Vegna þess að við erum all inn í ljósum, með dansara, okkur langar svolítið að upplifunin sé sú að þú sért í London á tónleikum. Þá væri skrítið að mæta með fjögur vasaljós og líma þau upp í loftið. Þú verður að vera með alvöru lazera og allskonar dót.“ Hljómaði eins og versta hugmynd sögunnar Spurður um hvernig það hafi atvikast að hljómsveitin IceGuys varð til, segir Rúrik að Jón Jónsson hafi einfaldlega hringt í sig og spurt hvort hann væri ekki til í að vera með í strákahljómsveit með honum, Friðriki Dór, Aroni Can og Herra hnetusmjöri. Ég verð að viðurkenna að þetta hljómaði eins og versta hugmynd í sögunni. Segist hann hafa haft áhyggjur af því að þetta hefði áhrif á það orspor sem hann væri búinn að byggja upp í Þýskalandi. „Kaldhæðni er ekki til í Þýskalandi, þar er ekkert verið að gera grín af sjálfum sér.“ Gríðarlegur metnaður hefur verið lagður í umgjörð tónleikanna sem hjómsveitin Iceguys heldur á laugardaginn. Baldur Kristjáns En Rúrik sló til og þættirnir slógu öll áhorfsmet auk þess esm lögin urðu gríðarlega vinsæl. Rúrik segir grundvöllinn fyrir verkefninu hafa verið þann að lögin væru góð. „Þau hafa verið vinsæl og ég held alltaf að það sé ástæða fyrir því lög séu vinsæl. Það er ekki bara eitthvað marketing. Ef lög eru góð þá verða þau vinsæl.“ Viðræður í gangi um aðra seríu Þá segir hann að sumarið þegar tökurnar á þáttunum fóru fram hafi verið eitt það skemmtilegasta sem hann hafi upplifað. Spurður um hvort önnur sería sé í bígerð kemur hik á hann. „Það er svona eitthvað, eðlilega eru viðræður í gangi. En við erum náttúrulega fimm, og alveg að springa úr egói. Ég er ekki að segja að við viljum meiri laun en flugumferðarstjórar en allt að því. En við erum að reyna að finna flöt á þessu,“ segir Rúrik Gíslason lúmskur. Hér fyrir neðan er hægt að hlusta á viðtalið í heild sinni.
Tónlist FM957 Brennslan Mest lesið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Gervigreindin stýrði ferðinni Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Fleiri fréttir Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Sjá meira