Samþykktu breytingar á dagforeldrakerfinu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 14. desember 2023 13:18 Einar Þorsteinsson, formaður borgarráðs til vinstri. Vísir/Vilhelm Borgarráð samþykkti tvær megin breytingar á dagforeldrakerfinu á fundi sínum í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Þar segir að borgin hafi útbúið þjónustusamning sem dagforeldrum í borginni stendur til boða auk nýrrar gjaldskrár fyrir átján mánaða og eldri sem taki gildi þann 1. febrúar næstkomandi. Þá muni foreldrar greiða sama gjald fyrir barn hvort sem það er hjá dagforeldri eða í leikskóla. Mun breytingin gilda afturvirkt frá 1. júlí 2023. Þá segir í tilkynningu borgarinnar að ýmsir þættir hafi verið bættir í dagforeldrakerfinu í samráði við dagforeldra í nýjum þjónustusamningi. Í breytingunum felist einnig að komið verði til móts við foreldra sem ekki hafa fengið leikskólapláss fyrir börn sem eru átján mánaða og eldri. Vonir standi til að þessar breytingar muni styðja betur við dagforeldra og fjölskyldur í Reykjavík ásamt því að gera starf dagforeldra eftirsóknarvert á nýjan leik. Niðurgreiðslur á vistunargjaldi Þá kemur fram í tilkynningunni að í nýrri gjaldskrá, sem tekur gildi 1. febrúar 2023, sé miðað við að foreldrar greiði sama gjald og í leikskóla fyrir átján mánaða og eldri. Að sama skapi hækkar niðurgreiðsla Reykjavíkurborgar til dagforeldra vegna þeirra barna en þó upp að ákveðnu hámarki, sem er breytilegt eftir dvalarstundum viðkomandi barns. Dagforeldrum er heimilt að innheimta viðbótargjald fyrir umframþjónustu sem ekki er innifalin í dvalargjaldi, til dæmis fyrir bleyjur. Þá segir í tilkynningunni að enn fremur hafi verið samþykkt að foreldrar sem eigi börn sem urðu átján mánaða á á tímabilinu 1. júlí 2023 til 31. janúar 2024, geti sótt um aukna niðurgreiðslu vegna vistunargjalda hjá dagforeldri. Aukin niðurgreiðsla miðar þá við það mánaðargjald dagforeldra sem greitt var, að frádregnu leikskólagjaldi fyrir sama dvalartíma en þó miðað við að mánaðargjald dagforeldra hefði verið að hámarki 130 þúsund krónur. Punktar úr tilkynningu borgarinnar: Í þjónustusamningnum felst að stofnstyrkur til nýrra dagforeldra verði ein milljón króna. 250 þúsund fást greiddar við undirritun samningsins en 750 þúsund ári síðar. Árlegur aðstöðustyrkur verður 150 þúsund krónur. Fyrsta greiðsla fæst 24 mánuðum eftir undirritun þjónustusamnings og er greiddur út árlega. Í þjónustusamningnum felst að reykvísk börn fái forgang. Eins tryggir borgin greiðslur til dagforeldra til loka júní fyrir reykvísk börn sem hætta eftir 1. maí til að byrja í leikskóla ef ekki fæst annað barn í vistun. Þjónustusamningurinn felur í sér að Reykjavíkurborg greiði öryggishnapp fyrir alla dagforeldra og slysa- og eldvarnarnámskeið á tveggja ára fresti. Samningurinn felur í sér skuldbindingu dagforeldra að starfa eftir gæðaviðmiðum um daggæslu. Reykjavíkurborg greiðir helming í grunnnámskeiði fyrir verðandi dagforeldra. Dagforeldrum verður heimilt að loka þrjá daga á ári vegna námskeiðsdaga. Reykjavíkurborg skipuleggur árlegan námskeiðsdag dagforeldra og slysa- og eldvarnarnámskeið annað hvert ár. Almenn niðurgreiðsla miðar áfram við níu mánaða aldur barna en sex mánaða aldur þegar um er að ræða börn námsmanna og einstæðra foreldra. Reykjavík Skóla - og menntamál Leikskólar Borgarstjórn Börn og uppeldi Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Þar segir að borgin hafi útbúið þjónustusamning sem dagforeldrum í borginni stendur til boða auk nýrrar gjaldskrár fyrir átján mánaða og eldri sem taki gildi þann 1. febrúar næstkomandi. Þá muni foreldrar greiða sama gjald fyrir barn hvort sem það er hjá dagforeldri eða í leikskóla. Mun breytingin gilda afturvirkt frá 1. júlí 2023. Þá segir í tilkynningu borgarinnar að ýmsir þættir hafi verið bættir í dagforeldrakerfinu í samráði við dagforeldra í nýjum þjónustusamningi. Í breytingunum felist einnig að komið verði til móts við foreldra sem ekki hafa fengið leikskólapláss fyrir börn sem eru átján mánaða og eldri. Vonir standi til að þessar breytingar muni styðja betur við dagforeldra og fjölskyldur í Reykjavík ásamt því að gera starf dagforeldra eftirsóknarvert á nýjan leik. Niðurgreiðslur á vistunargjaldi Þá kemur fram í tilkynningunni að í nýrri gjaldskrá, sem tekur gildi 1. febrúar 2023, sé miðað við að foreldrar greiði sama gjald og í leikskóla fyrir átján mánaða og eldri. Að sama skapi hækkar niðurgreiðsla Reykjavíkurborgar til dagforeldra vegna þeirra barna en þó upp að ákveðnu hámarki, sem er breytilegt eftir dvalarstundum viðkomandi barns. Dagforeldrum er heimilt að innheimta viðbótargjald fyrir umframþjónustu sem ekki er innifalin í dvalargjaldi, til dæmis fyrir bleyjur. Þá segir í tilkynningunni að enn fremur hafi verið samþykkt að foreldrar sem eigi börn sem urðu átján mánaða á á tímabilinu 1. júlí 2023 til 31. janúar 2024, geti sótt um aukna niðurgreiðslu vegna vistunargjalda hjá dagforeldri. Aukin niðurgreiðsla miðar þá við það mánaðargjald dagforeldra sem greitt var, að frádregnu leikskólagjaldi fyrir sama dvalartíma en þó miðað við að mánaðargjald dagforeldra hefði verið að hámarki 130 þúsund krónur. Punktar úr tilkynningu borgarinnar: Í þjónustusamningnum felst að stofnstyrkur til nýrra dagforeldra verði ein milljón króna. 250 þúsund fást greiddar við undirritun samningsins en 750 þúsund ári síðar. Árlegur aðstöðustyrkur verður 150 þúsund krónur. Fyrsta greiðsla fæst 24 mánuðum eftir undirritun þjónustusamnings og er greiddur út árlega. Í þjónustusamningnum felst að reykvísk börn fái forgang. Eins tryggir borgin greiðslur til dagforeldra til loka júní fyrir reykvísk börn sem hætta eftir 1. maí til að byrja í leikskóla ef ekki fæst annað barn í vistun. Þjónustusamningurinn felur í sér að Reykjavíkurborg greiði öryggishnapp fyrir alla dagforeldra og slysa- og eldvarnarnámskeið á tveggja ára fresti. Samningurinn felur í sér skuldbindingu dagforeldra að starfa eftir gæðaviðmiðum um daggæslu. Reykjavíkurborg greiðir helming í grunnnámskeiði fyrir verðandi dagforeldra. Dagforeldrum verður heimilt að loka þrjá daga á ári vegna námskeiðsdaga. Reykjavíkurborg skipuleggur árlegan námskeiðsdag dagforeldra og slysa- og eldvarnarnámskeið annað hvert ár. Almenn niðurgreiðsla miðar áfram við níu mánaða aldur barna en sex mánaða aldur þegar um er að ræða börn námsmanna og einstæðra foreldra.
Reykjavík Skóla - og menntamál Leikskólar Borgarstjórn Börn og uppeldi Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira