Fær ekki skorið úr um hver er faðir hans í sextíu ára gömlu máli Jón Þór Stefánsson skrifar 14. desember 2023 21:36 Málið var tekið fyrir á bæjarþingi í Hafnarfirði árið 1965. Vísir/Vilhelm Endurupptökudómur hefur hafnað kröfu um að taka upp faðernismál sem móðir höfðaði árið 1959 gegn tveimur karlmönnum. Móðirin og mennirnir tveir eru öll látin, en sonur konunnar, sem faðernismálið varðar, krafðist þess að það yrði tekið upp á ný. Haustið 1965 var mál móðurinnar tekið fyrir á bæjarþingi Hafnarfjarðar og tveimur árum síðar var felldur dómur í því. Endurtekin blóðflokkarannsókn leiddi í ljós að útilokað væri að annar maðurinn væri faðir barnsins, en hinn væri það mögulega. Móðurinni var gert að vinna fyllingareið, sem er eiður sem kona sver til staðfestingar um barnsfaðerni hennar. Hefði hún unnið eiðinn hefði maðurinn, sem samkvæmt rannsókninni var mögulegur faðir barnsins, verið álitin faðir þess. En myndi hún ekki vinna eiðinn yrði maðurinn sýknaður af kröfum konunnar, og svo varð. Frá uppkvaðningu dómsins, í ágúst 1967, hafði konan fjórar vikur til að vinna eiðinn. Hún lést árið 1975 og engin gögn hafa fundist um eiðstaf hennar. Lagði til nýjar rannsóknir Sonur konunnar vísaði málinu til Endurupptökudómstóls í mars á þessu ári. Hann sagði mikilvæga hagsmuni sína í því að faðerni hans yrði leitt í ljós og vísaði til barnalaga þar sem að segir að börn eigi skýran rétt til að þekkja báða foreldra sína. Hann sagði ljóst að mögulegi faðirinn væri faðir sinn, og lagði til að hann og einn afkomandi föðurins myndu gangast undir frekari blóðrannsóknir til að skera endanlega út um faðernið, enda væru erfðarannsóknir nútímans talsvert fullkomnari en þær sem voru gerðar á sjöunda áratug síðustu aldar. Gagnaðilar málsins, sem eru afkomendur mannanna tveggja, lögðust gegn þessu og sögðu ekki tilefni til endurupptöku. Til að mynda vegna þess að þeir vildu meina að maðurinn væri í raun ekki að krefjast nýrrar niðurstöðu á dómi bæjarþings Hafnarfjarðar. Endurupptökudómstóll hafnaði kröfu mannsins vegna þess að hann höfðaði málið sem hann krafðist endurupptöku á ekki sjálfur. Dómsmál Hafnarfjörður Fjölskyldumál Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Sjá meira
Haustið 1965 var mál móðurinnar tekið fyrir á bæjarþingi Hafnarfjarðar og tveimur árum síðar var felldur dómur í því. Endurtekin blóðflokkarannsókn leiddi í ljós að útilokað væri að annar maðurinn væri faðir barnsins, en hinn væri það mögulega. Móðurinni var gert að vinna fyllingareið, sem er eiður sem kona sver til staðfestingar um barnsfaðerni hennar. Hefði hún unnið eiðinn hefði maðurinn, sem samkvæmt rannsókninni var mögulegur faðir barnsins, verið álitin faðir þess. En myndi hún ekki vinna eiðinn yrði maðurinn sýknaður af kröfum konunnar, og svo varð. Frá uppkvaðningu dómsins, í ágúst 1967, hafði konan fjórar vikur til að vinna eiðinn. Hún lést árið 1975 og engin gögn hafa fundist um eiðstaf hennar. Lagði til nýjar rannsóknir Sonur konunnar vísaði málinu til Endurupptökudómstóls í mars á þessu ári. Hann sagði mikilvæga hagsmuni sína í því að faðerni hans yrði leitt í ljós og vísaði til barnalaga þar sem að segir að börn eigi skýran rétt til að þekkja báða foreldra sína. Hann sagði ljóst að mögulegi faðirinn væri faðir sinn, og lagði til að hann og einn afkomandi föðurins myndu gangast undir frekari blóðrannsóknir til að skera endanlega út um faðernið, enda væru erfðarannsóknir nútímans talsvert fullkomnari en þær sem voru gerðar á sjöunda áratug síðustu aldar. Gagnaðilar málsins, sem eru afkomendur mannanna tveggja, lögðust gegn þessu og sögðu ekki tilefni til endurupptöku. Til að mynda vegna þess að þeir vildu meina að maðurinn væri í raun ekki að krefjast nýrrar niðurstöðu á dómi bæjarþings Hafnarfjarðar. Endurupptökudómstóll hafnaði kröfu mannsins vegna þess að hann höfðaði málið sem hann krafðist endurupptöku á ekki sjálfur.
Dómsmál Hafnarfjörður Fjölskyldumál Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Sjá meira