Lífið

Herra Hnetu­smjör og Sara Linneth trú­lofuð

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Sara Linneth og Árni Páll, þekktur sem Herra Hnetusmjör, fögnuðu 7 árum edrú á dögunum.
Sara Linneth og Árni Páll, þekktur sem Herra Hnetusmjör, fögnuðu 7 árum edrú á dögunum. Skjákskot/Herra Hnetusmjör

Tónlistarmaðurinn Árni Páll Árna­son, þekktur sem Herra Hnetusmjör, fór á skeljarnar og bað um hönd Söru Linneth Lovísudóttur Castañeda, tómstunda- og félagsmálafræðings. Sara greindi frá trúlofuninni á Instagram í gærkvöldi.

„Já!“ skrifaði Sara og birti mynd af trúlofunarhringum. Hringurinn er óhefðbundinn í laginu með fallegum steinum.

Skjáskot/Sara Linneth

Parið hefur verið saman um nokkurra ára skeið, en þau kynntust í meðferð á afeitr­un­ar­stöðinni Vogi árið 2016. 

Á dögunum fögnuðu þau bæði sjö árum edrú og er óhætt er að segja lífið leiki við þau. Saman eiga þau tvo drengi, Björgvin Úlf og Krumma Stein.

Herra Hnetusmjör hefur verið áberandi í tónlistarsenunni síðastliðin ár ásamt því að vera einn af fjórum dómurum í Idol.

Idol hóf göngu sína á ný 24. nóvember síðastliðinn og mátti þar sjá fjölbreyttan hóp tónlistarfólks spreyta sig á dómaraprufunum.

Á meðal keppenda var Anna Fanney og má segja að flutningur hennar hafi algjörlega slegið í gegn.


Tengdar fréttir

„Ekki að segja að við viljum meiri laun en flug­um­ferðar­stjórar, en allt að því“

Viðræður eru í gangi um seríu tvö á sjónvarpsþáttunum Iceguys. Rúrik Gíslason segir tónlistarmennina fimm, sem skipa sveitina, alla vera að „springa úr egói,“ og verið sé að reyna finna flöt á launamálum. Stórtónleikar á laugardaginn eru þó ekki gerðir með sem mestan hagnað í huga, heldur sé allur metnaður lagður í að hafa þá sem glæsilegasta. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×