Kastaði handsprengjum inn á fjölmennan fund Samúel Karl Ólason skrifar 15. desember 2023 13:39 Maðurinn er sagður hafa farið af fundi eftir rifrildi en snúið aftur með sprengjur. Bæjarfulltrúi sprengdi að virðist þrjár handsprengjur á fjölmennum fundi í ráðhúsi Keretsk-bæjar í vesturhluta Úkraínu í dag. Árásarmaðurinn var sagður hafa dáið og 26 aðrir eru særðir, en lögreglan dró síðar til baka að maðurinn hefði dáið og er hann sagður í alvarlegu ástandi. Af hinum særðu eru sex í alvarlegu ástandi en tilefni árásarinnar liggur ekki fyrir enn. Einnig er óljóst hvurslags handsprengjur maðurinn var með en mögulega voru þær svokallaðar hvellsprengjur, sem dreifa ekki sprengibrotum eins og hefðbundnar handsprengjur. Hvellsprengjur geta þó valdið miklum skaða og þá sérstaklega ef þær springa nærri fólki og í þröngu rými, eins og í þessu tilfelli. Myndband af atvikinu hefur verið í dreifingu á internetinu en þar má sjá manninn ganga inn á fund í ráðhúsinu með hendur í vösum. Háværar umræður eiga sér stað á fundinum en maðurinn tekur fljótt hendur upp úr vösum, kallar á aðra fundargesti og kastar tveimur handsprengjum á gólfið. Hann tekur þá þriðju upp úr vasanum en sú fyrsta springur áður en hann kastar þeirri þriðju frá sér. Kyiv Independent hefur eftir héraðsmiðlum í Úkraínu að sprengjumaðurinn heiti Serhii Batryn og hann sé bæjarfulltrúi í Keretsk. Þá segja héraðsmiðlar í Sakarpattíahéraði að Batryn hafi deilt við aðra bæjarfulltrúa um nýlega launahækkun hjá oddvita bæjarstjórnarinnar. Hann er sagður hafa farið af fundunum eftir eitt rifrildi og snúið aftur með sprengjurnar. Úkraínska Pravda segir atvikið rannsakað á grunni laga um hryðjuverk. Ríkislögreglustjóri Úkraínu birti myndband af atvikinu í morgun, sem sjá má hér. Rétt er að vara við myndbandinu. Úkraína Tengdar fréttir Dó þegar afmælisgjöfin sprakk Aðstoðarmaður yfirmanns herafla Úkraínu dó í gær þegar handsprengja sem hann fékk í afmælisgjöf sprakk. Þrettán ára sonur mannsins, sem hét Gennadiy Chastyakov og var majór, særðist alvarlega en fyrst var talið að um banatilræði hefði verið að ræða. 7. nóvember 2023 23:41 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Sjá meira
Af hinum særðu eru sex í alvarlegu ástandi en tilefni árásarinnar liggur ekki fyrir enn. Einnig er óljóst hvurslags handsprengjur maðurinn var með en mögulega voru þær svokallaðar hvellsprengjur, sem dreifa ekki sprengibrotum eins og hefðbundnar handsprengjur. Hvellsprengjur geta þó valdið miklum skaða og þá sérstaklega ef þær springa nærri fólki og í þröngu rými, eins og í þessu tilfelli. Myndband af atvikinu hefur verið í dreifingu á internetinu en þar má sjá manninn ganga inn á fund í ráðhúsinu með hendur í vösum. Háværar umræður eiga sér stað á fundinum en maðurinn tekur fljótt hendur upp úr vösum, kallar á aðra fundargesti og kastar tveimur handsprengjum á gólfið. Hann tekur þá þriðju upp úr vasanum en sú fyrsta springur áður en hann kastar þeirri þriðju frá sér. Kyiv Independent hefur eftir héraðsmiðlum í Úkraínu að sprengjumaðurinn heiti Serhii Batryn og hann sé bæjarfulltrúi í Keretsk. Þá segja héraðsmiðlar í Sakarpattíahéraði að Batryn hafi deilt við aðra bæjarfulltrúa um nýlega launahækkun hjá oddvita bæjarstjórnarinnar. Hann er sagður hafa farið af fundunum eftir eitt rifrildi og snúið aftur með sprengjurnar. Úkraínska Pravda segir atvikið rannsakað á grunni laga um hryðjuverk. Ríkislögreglustjóri Úkraínu birti myndband af atvikinu í morgun, sem sjá má hér. Rétt er að vara við myndbandinu.
Úkraína Tengdar fréttir Dó þegar afmælisgjöfin sprakk Aðstoðarmaður yfirmanns herafla Úkraínu dó í gær þegar handsprengja sem hann fékk í afmælisgjöf sprakk. Þrettán ára sonur mannsins, sem hét Gennadiy Chastyakov og var majór, særðist alvarlega en fyrst var talið að um banatilræði hefði verið að ræða. 7. nóvember 2023 23:41 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Sjá meira
Dó þegar afmælisgjöfin sprakk Aðstoðarmaður yfirmanns herafla Úkraínu dó í gær þegar handsprengja sem hann fékk í afmælisgjöf sprakk. Þrettán ára sonur mannsins, sem hét Gennadiy Chastyakov og var majór, særðist alvarlega en fyrst var talið að um banatilræði hefði verið að ræða. 7. nóvember 2023 23:41