Ný landamæri opnuð fyrir flutning neyðarbirgða Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 17. desember 2023 19:37 Íbúar á Gasa afferma flutningabíl með neyðarbirgðum. AP/Fatima Shbair Kerem Shalom landamærin, sem aðskilja Ísrael, Egyptaland og Gasa, voru í dag opnuð fyrir flutning neyðarbirgða á Gasa í fyrsta skipti frá upphafi stríðs. Harðari árásir Ísraelshers hafa valdið versnandi ástandi og skortur á nauðsynjavörum er sagður gífurlega mikill. Fréttaveitan Reuters greinir frá því að tilgangur opnunarinnar sé að tvöfalda matar- og sjúkrabirgðir fyrir íbúa Gasa. Kerem Shalom landamærin hafa verið lokuð frá upphafi stríðs Ísrael og Hamas þann 7. október. Hingað til hefur öll sú neyðaraðstoð sem borist hefur íbúum Gasa flust yfir Rafah landamærin, sem aðskilja Gasa og Egyptaland. Birgðirnar minni en fyrir stríð Ísraelsk yfirvöld samþykktu flutningana yfir Kerem Shalom landamærin í síðustu viku sem hluta af samkomulagi við Bandaríkin um mannúðaraðstoð á Gasa. Ísraelsk varnarmálayfirvöld staðfestu í yfirlýsingu í dag að fyrsta sending neyðarbirgða yfir landamærin myndi berast í dag. Ísraelar gáfu þó einungis leyfi fyrir að hundrað flutningabílar færu yfir landamærin á dag. Til samanburðar komu fimm hundruð slíkir bílar Gasabúum til hjálpar daglega áður en stríðið hófst, að sögn samskiptastjóra ActionAid. Reuters hefur eftir starfsmanni Rauða krossins í Egyptalandi að 79 flutningabílum hafi verið hleypt yfir landamærin í dag. Hentugri en við Rafah Árásum Ísraelshers á Gasa hefur fjölgað og í leið hefur mannúðarástandið þar versnað til muna. Sameinuðu þjóðirnar hafa gefið út að sífellt harðari árásir Ísraelshers á Gasa hafi valdið versnandi ástandi og skortur á mat og öðrum nauðsynjavörum sé orðinn mikill. Í vikunni sagði yfirmaður Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) að stofnun hans væri að hruni komin. Hann sagði ástandið fyrir íbúa Gasastrandarinnar vera sambærilegt því að búa í helvíti. Landamærin sem nú hafa verið opnuð fyrir flutning á neyðarbirgðum eru sögð hentugri en Rafah landamærin fyrir slíkan flutning, þau tryggi fljótlegri afhendingu neyðarbirgðanna. Rafah landamærin eru staðsett nokkrum kílómetrum frá Kerem Shalom, og aðskilja Gasa og Egyptaland. Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Fleiri fréttir Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Sjá meira
Fréttaveitan Reuters greinir frá því að tilgangur opnunarinnar sé að tvöfalda matar- og sjúkrabirgðir fyrir íbúa Gasa. Kerem Shalom landamærin hafa verið lokuð frá upphafi stríðs Ísrael og Hamas þann 7. október. Hingað til hefur öll sú neyðaraðstoð sem borist hefur íbúum Gasa flust yfir Rafah landamærin, sem aðskilja Gasa og Egyptaland. Birgðirnar minni en fyrir stríð Ísraelsk yfirvöld samþykktu flutningana yfir Kerem Shalom landamærin í síðustu viku sem hluta af samkomulagi við Bandaríkin um mannúðaraðstoð á Gasa. Ísraelsk varnarmálayfirvöld staðfestu í yfirlýsingu í dag að fyrsta sending neyðarbirgða yfir landamærin myndi berast í dag. Ísraelar gáfu þó einungis leyfi fyrir að hundrað flutningabílar færu yfir landamærin á dag. Til samanburðar komu fimm hundruð slíkir bílar Gasabúum til hjálpar daglega áður en stríðið hófst, að sögn samskiptastjóra ActionAid. Reuters hefur eftir starfsmanni Rauða krossins í Egyptalandi að 79 flutningabílum hafi verið hleypt yfir landamærin í dag. Hentugri en við Rafah Árásum Ísraelshers á Gasa hefur fjölgað og í leið hefur mannúðarástandið þar versnað til muna. Sameinuðu þjóðirnar hafa gefið út að sífellt harðari árásir Ísraelshers á Gasa hafi valdið versnandi ástandi og skortur á mat og öðrum nauðsynjavörum sé orðinn mikill. Í vikunni sagði yfirmaður Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) að stofnun hans væri að hruni komin. Hann sagði ástandið fyrir íbúa Gasastrandarinnar vera sambærilegt því að búa í helvíti. Landamærin sem nú hafa verið opnuð fyrir flutning á neyðarbirgðum eru sögð hentugri en Rafah landamærin fyrir slíkan flutning, þau tryggi fljótlegri afhendingu neyðarbirgðanna. Rafah landamærin eru staðsett nokkrum kílómetrum frá Kerem Shalom, og aðskilja Gasa og Egyptaland.
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Fleiri fréttir Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Sjá meira