Frakkar heimsmeistarar og silfur til Þóris og Noregs Smári Jökull Jónsson skrifar 17. desember 2023 19:44 Leikmenn franska liðsins fagna heimsmeistaratitlinum í leikslok. Vísir/EPA Frakkar urðu í dag heimsmeistarar kvenna í handknattleik í þriðja sinn eftir þriggja marka sigur á Noregi í úrslitaleik. Frakkar voru eina ósigraða lið mótsins fyrir úrslitaleikinn í dag en franska liðið lagði það norska í milliriðlunum. Almennt var talið að þjóðirnar væru með tvö bestu lið mótsins og því búist við spennandi úrslitaleik. Noregur byrjaði betur í dag og leiddi 8-6 í upphafi leiks. Lykilmaður norska liðsins Henny Reistad, sem glímdi við veikindi, byrjaði leikinn en settist á bekkinn um miðjan fyrri hálfleikinn. Þá tók franska liðið við sér og náði forystunni. Staðan í hálfleik 20-17 Frökkum í vil. Þórir Hergeirsson gefur fyrirmæli á bekknum í dag.Vísir/EPA Frakkar náðu fjögurra marka forystu í byrjun seinni hálfleiks og norska liðinu voru mislagðar hendur í sóknarleiknum. Katrine Lunde varði vítakast á mikilvægum tímapunkti sem kveikti í Norðmönnum og þeim tókst að minnka muninn í 23-21. Frakkar juku þó muninn á ný og voru fjórum mörkum yfir þegar tíu mínútur voru eftir. Það var of mikill munur fyrir lærimeyjar Þóris Hergeirssonar að brúa. Frakkar unnu að lokum 31-28 ög fögnuðu sínum þriðja heimsmeistaratitli. CHAMPIONNES DU MONDE !! C'EST FAIT !! Les Bleues viennent à bout des Norvégiennes et s'offrent un troisième titre mondial ! Un parcours irréprochable, une équipe soudée et une avalanche d'émotions Merci les BLEUES 31-28 #BleuetFier pic.twitter.com/seWhzvqkEY— Equipes de France de Handball (@FRAHandball) December 17, 2023 Þórir Hergeirsson var að stýra Noregi í sextánda sinn í leik um verðlaun á stórmóti. Noregur hefur unnið níu gullverðlaun undir hans stjórn og átti heimsmeistaratitil að verja en í dag þarf hann að sætta sig við silfrið. Léna Grandveau og Tamara Horacek voru markahæstar í franska liðinu með fimm mörk hvor en Nora Mörk skoraði átta fyrir Noreg og Stina Breidal Oftedal sex. HM kvenna í handbolta 2023 Tengdar fréttir Norsku stelpurnar spila um verðlaun í sextánda sinn undir stjórn Þóris Þórir Hergeirsson stýrði norska kvennalandsliðinu í handbolta inn í undanúrslit heimsmeistaramótsins í gærkvöldi en norsku stelpurnar unnu þá sjö marka sigur á Hollandi, 30-23, í átta liða úrslitunum. 13. desember 2023 16:00 Mest lesið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Íslenski boltinn Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Íslenski boltinn Fjórtán ára stúlka í langt bann fyrir að dópa Sport Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Handbolti Kennir sjálfum sér um uppsögnina Enski boltinn Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Enski boltinn Tyson æfir á sveppum og ætlar að taka ofskynjunarlyf fyrir bardagann Sport Hannes í leyfi Körfubolti Fólk gapir vestanhafs eftir ótrúleg tilþrif Sport Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Fótbolti Fleiri fréttir Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Misjöfn úrslit hjá Íslendingunum í Evrópudeildinni Hafnfirðingar stóðu í Svíunum Uppgjörið: Valur - Melsungen 28-33 | Héldu í við þýska toppliðið Spenntur fyrir Valsleiknum: „Býst við að margir frá Selfossi og úr fjölskyldunni mæti“ Sjá meira
Frakkar voru eina ósigraða lið mótsins fyrir úrslitaleikinn í dag en franska liðið lagði það norska í milliriðlunum. Almennt var talið að þjóðirnar væru með tvö bestu lið mótsins og því búist við spennandi úrslitaleik. Noregur byrjaði betur í dag og leiddi 8-6 í upphafi leiks. Lykilmaður norska liðsins Henny Reistad, sem glímdi við veikindi, byrjaði leikinn en settist á bekkinn um miðjan fyrri hálfleikinn. Þá tók franska liðið við sér og náði forystunni. Staðan í hálfleik 20-17 Frökkum í vil. Þórir Hergeirsson gefur fyrirmæli á bekknum í dag.Vísir/EPA Frakkar náðu fjögurra marka forystu í byrjun seinni hálfleiks og norska liðinu voru mislagðar hendur í sóknarleiknum. Katrine Lunde varði vítakast á mikilvægum tímapunkti sem kveikti í Norðmönnum og þeim tókst að minnka muninn í 23-21. Frakkar juku þó muninn á ný og voru fjórum mörkum yfir þegar tíu mínútur voru eftir. Það var of mikill munur fyrir lærimeyjar Þóris Hergeirssonar að brúa. Frakkar unnu að lokum 31-28 ög fögnuðu sínum þriðja heimsmeistaratitli. CHAMPIONNES DU MONDE !! C'EST FAIT !! Les Bleues viennent à bout des Norvégiennes et s'offrent un troisième titre mondial ! Un parcours irréprochable, une équipe soudée et une avalanche d'émotions Merci les BLEUES 31-28 #BleuetFier pic.twitter.com/seWhzvqkEY— Equipes de France de Handball (@FRAHandball) December 17, 2023 Þórir Hergeirsson var að stýra Noregi í sextánda sinn í leik um verðlaun á stórmóti. Noregur hefur unnið níu gullverðlaun undir hans stjórn og átti heimsmeistaratitil að verja en í dag þarf hann að sætta sig við silfrið. Léna Grandveau og Tamara Horacek voru markahæstar í franska liðinu með fimm mörk hvor en Nora Mörk skoraði átta fyrir Noreg og Stina Breidal Oftedal sex.
HM kvenna í handbolta 2023 Tengdar fréttir Norsku stelpurnar spila um verðlaun í sextánda sinn undir stjórn Þóris Þórir Hergeirsson stýrði norska kvennalandsliðinu í handbolta inn í undanúrslit heimsmeistaramótsins í gærkvöldi en norsku stelpurnar unnu þá sjö marka sigur á Hollandi, 30-23, í átta liða úrslitunum. 13. desember 2023 16:00 Mest lesið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Íslenski boltinn Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Íslenski boltinn Fjórtán ára stúlka í langt bann fyrir að dópa Sport Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Handbolti Kennir sjálfum sér um uppsögnina Enski boltinn Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Enski boltinn Tyson æfir á sveppum og ætlar að taka ofskynjunarlyf fyrir bardagann Sport Hannes í leyfi Körfubolti Fólk gapir vestanhafs eftir ótrúleg tilþrif Sport Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Fótbolti Fleiri fréttir Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Misjöfn úrslit hjá Íslendingunum í Evrópudeildinni Hafnfirðingar stóðu í Svíunum Uppgjörið: Valur - Melsungen 28-33 | Héldu í við þýska toppliðið Spenntur fyrir Valsleiknum: „Býst við að margir frá Selfossi og úr fjölskyldunni mæti“ Sjá meira
Norsku stelpurnar spila um verðlaun í sextánda sinn undir stjórn Þóris Þórir Hergeirsson stýrði norska kvennalandsliðinu í handbolta inn í undanúrslit heimsmeistaramótsins í gærkvöldi en norsku stelpurnar unnu þá sjö marka sigur á Hollandi, 30-23, í átta liða úrslitunum. 13. desember 2023 16:00