Lífið

Dóttir Kol­brúnar og Ísaks Óla komin með nafn

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Ísak Óli og Kolbrún Þöll eignuðust frumburð sinn 17. október síðastliðinn.
Ísak Óli og Kolbrún Þöll eignuðust frumburð sinn 17. október síðastliðinn. Skjáskot/Sandra Helga

Fimleikadrottningin Kolbrún Þöll Þorradóttir og Ísak Óli Helgason, gáfu dóttur sinni nafn við hátíðlega athöfn um helgina. Stúlkan fékk nafnið Aþena Eik. 

Parið deildi gleðitíðindunum í story á Instagram. Stúlkan er þeirra fyrsta barn og kom í heiminn 17. október síðastliðinn. 

Skjáskot/Ísak Óli

Kolbrún var í lykilhlutverki í íslenska kvennaliðinu sem varð Evrópumeistari í hópfimleikum árið 2021. Hún framkvæmdi erfiðustu stökk mótsins og var valin í úrvalslið þess í fjórða sinn.

Síðar það sama ár varð hún í 2. sæti í kjörinu á Íþróttamanni ársins 2021 en hún var aðeins 58 stigum frá 1. sætinu.

Ári síðar lenti hún í því áfalli að slíta hásin og því gat hún keppt með landsliðinu á Evrópumótinu það árið. Síðasta sumar starfaði hún sem flugfreyja hjá Icelandair.

Kolbrún og Ísak hafa verið saman í nokkur ár. Ísak var á fótboltasamningi í háskóla í Boston og útskrifaðist þaðan síðasta vor. Hann er jafnframt sonur Helga Rúnars Óskarssonar, forstjóra 66°Norður.


Tengdar fréttir

Kol­brún Þöll sleit hásin og missir af EM

Kolbrún Þöll Þorradóttir, landsliðskona í hópfimleikum, verður ekki með íslenska landsliðinu á Evrópumótinu sem hefst síðar í vikunni. Hún sleit hásin á æfingu í gærkvöldi, mánudag. Ljóst er að um mikið áfall er að ræða fyrir Kolbrúnu Þöll sem og íslenska landsliðið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×