Forseti Barcelona hefur ekki misst trú á Xavi Ágúst Orri Arnarson skrifar 18. desember 2023 20:31 Orðrómar hafa verið á sveimi að Laporta vilji Xavi burt frá Barcelona. Pedro Salado/Quality Sport Images/Getty Images Joan Laporta, forseti spænska knattspyrnufélagsins Barcelona, sagði Xavi, þjálfara liðsins, enn njóta fulls stuðnings stjórnarinnar þrátt fyrir slæmt gengi að undanförnu. Barcelona átti ekki sjö dagana sæla í síðustu viku, þeir töpuðu sannfærandi 4-2 á heimavelli gegn Girona á sunnudag, ferðuðust svo til Belgíu í miðri viku og lágu 3-2 fyrir Royal Antwerp. Á laugardag gerðu þeir svo 1-1 jafntefli við Valencia á meðan Real Madrid lagði Villareal af velli og kom sér í efsta sæti deildarinnar. 💬 Laporta, en @EFEdeportes: "La confianza que tenemos en Xavi es total. A parte de sus conocimientos, es un gran entrenador, pero es que además tiene la virtud de que es una persona resistente, que protege a sus jugadores"https://t.co/2PquEObO20— Mundo Deportivo (@mundodeportivo) December 18, 2023 Þessi úrslit fylgja á eftir orðrómum sem hafa verið á sveimi um ósætti í búningsherbergi Barcelona og að Joan Laporta vilji skipta þjálfaranum út. En Laporta þvertók fyrir að í viðtali við Mundo Deportivo, sem finna má í X-færslunni hér að ofan, og sagði Xavi njóta fulls trausts og stuðnings. Hann hafi þurft að glíma við allskyns vandræði á þessu tímabili og höndlað mótlætið vel. Xavi byggi yfir snilligáfu, væri frábær þjálfari og góð manneskja sem hugsar vel um leikmenn félagsins. Barcelona er sem stendur í 3. sæti spænsku úrvalsdeildarinnar. Sjö stigum eftir erkifjendum sínum Real Madrid og sex stigum á eftir Girona sem á leik til góða gegn Alaves síðar í kvöld. Barcelona dróst gegn Napoli í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar fyrr í dag. Spænski boltinn Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira
Barcelona átti ekki sjö dagana sæla í síðustu viku, þeir töpuðu sannfærandi 4-2 á heimavelli gegn Girona á sunnudag, ferðuðust svo til Belgíu í miðri viku og lágu 3-2 fyrir Royal Antwerp. Á laugardag gerðu þeir svo 1-1 jafntefli við Valencia á meðan Real Madrid lagði Villareal af velli og kom sér í efsta sæti deildarinnar. 💬 Laporta, en @EFEdeportes: "La confianza que tenemos en Xavi es total. A parte de sus conocimientos, es un gran entrenador, pero es que además tiene la virtud de que es una persona resistente, que protege a sus jugadores"https://t.co/2PquEObO20— Mundo Deportivo (@mundodeportivo) December 18, 2023 Þessi úrslit fylgja á eftir orðrómum sem hafa verið á sveimi um ósætti í búningsherbergi Barcelona og að Joan Laporta vilji skipta þjálfaranum út. En Laporta þvertók fyrir að í viðtali við Mundo Deportivo, sem finna má í X-færslunni hér að ofan, og sagði Xavi njóta fulls trausts og stuðnings. Hann hafi þurft að glíma við allskyns vandræði á þessu tímabili og höndlað mótlætið vel. Xavi byggi yfir snilligáfu, væri frábær þjálfari og góð manneskja sem hugsar vel um leikmenn félagsins. Barcelona er sem stendur í 3. sæti spænsku úrvalsdeildarinnar. Sjö stigum eftir erkifjendum sínum Real Madrid og sex stigum á eftir Girona sem á leik til góða gegn Alaves síðar í kvöld. Barcelona dróst gegn Napoli í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar fyrr í dag.
Spænski boltinn Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira