Forseti Barcelona hefur ekki misst trú á Xavi Ágúst Orri Arnarson skrifar 18. desember 2023 20:31 Orðrómar hafa verið á sveimi að Laporta vilji Xavi burt frá Barcelona. Pedro Salado/Quality Sport Images/Getty Images Joan Laporta, forseti spænska knattspyrnufélagsins Barcelona, sagði Xavi, þjálfara liðsins, enn njóta fulls stuðnings stjórnarinnar þrátt fyrir slæmt gengi að undanförnu. Barcelona átti ekki sjö dagana sæla í síðustu viku, þeir töpuðu sannfærandi 4-2 á heimavelli gegn Girona á sunnudag, ferðuðust svo til Belgíu í miðri viku og lágu 3-2 fyrir Royal Antwerp. Á laugardag gerðu þeir svo 1-1 jafntefli við Valencia á meðan Real Madrid lagði Villareal af velli og kom sér í efsta sæti deildarinnar. 💬 Laporta, en @EFEdeportes: "La confianza que tenemos en Xavi es total. A parte de sus conocimientos, es un gran entrenador, pero es que además tiene la virtud de que es una persona resistente, que protege a sus jugadores"https://t.co/2PquEObO20— Mundo Deportivo (@mundodeportivo) December 18, 2023 Þessi úrslit fylgja á eftir orðrómum sem hafa verið á sveimi um ósætti í búningsherbergi Barcelona og að Joan Laporta vilji skipta þjálfaranum út. En Laporta þvertók fyrir að í viðtali við Mundo Deportivo, sem finna má í X-færslunni hér að ofan, og sagði Xavi njóta fulls trausts og stuðnings. Hann hafi þurft að glíma við allskyns vandræði á þessu tímabili og höndlað mótlætið vel. Xavi byggi yfir snilligáfu, væri frábær þjálfari og góð manneskja sem hugsar vel um leikmenn félagsins. Barcelona er sem stendur í 3. sæti spænsku úrvalsdeildarinnar. Sjö stigum eftir erkifjendum sínum Real Madrid og sex stigum á eftir Girona sem á leik til góða gegn Alaves síðar í kvöld. Barcelona dróst gegn Napoli í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar fyrr í dag. Spænski boltinn Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Fleiri fréttir „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Sjá meira
Barcelona átti ekki sjö dagana sæla í síðustu viku, þeir töpuðu sannfærandi 4-2 á heimavelli gegn Girona á sunnudag, ferðuðust svo til Belgíu í miðri viku og lágu 3-2 fyrir Royal Antwerp. Á laugardag gerðu þeir svo 1-1 jafntefli við Valencia á meðan Real Madrid lagði Villareal af velli og kom sér í efsta sæti deildarinnar. 💬 Laporta, en @EFEdeportes: "La confianza que tenemos en Xavi es total. A parte de sus conocimientos, es un gran entrenador, pero es que además tiene la virtud de que es una persona resistente, que protege a sus jugadores"https://t.co/2PquEObO20— Mundo Deportivo (@mundodeportivo) December 18, 2023 Þessi úrslit fylgja á eftir orðrómum sem hafa verið á sveimi um ósætti í búningsherbergi Barcelona og að Joan Laporta vilji skipta þjálfaranum út. En Laporta þvertók fyrir að í viðtali við Mundo Deportivo, sem finna má í X-færslunni hér að ofan, og sagði Xavi njóta fulls trausts og stuðnings. Hann hafi þurft að glíma við allskyns vandræði á þessu tímabili og höndlað mótlætið vel. Xavi byggi yfir snilligáfu, væri frábær þjálfari og góð manneskja sem hugsar vel um leikmenn félagsins. Barcelona er sem stendur í 3. sæti spænsku úrvalsdeildarinnar. Sjö stigum eftir erkifjendum sínum Real Madrid og sex stigum á eftir Girona sem á leik til góða gegn Alaves síðar í kvöld. Barcelona dróst gegn Napoli í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar fyrr í dag.
Spænski boltinn Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Fleiri fréttir „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Sjá meira