Lífeyrissjóðirnir töpuðu 815 milljörðum að sögn Gylfa Jakob Bjarnar skrifar 19. desember 2023 11:09 Gylfi Magnússon klórar sér í kolli vegna fréttar RÚV um tap lífeyrissjóða á árinu en þar er málið afgreitt með því að dengja fullyrðingu Þóreyjar S. Þórðardóttur í fyrirsögn. vísir/vilhelm Lífeyrissjóðirnir töpuðu talsvert miklu meiru en 200 milljörðum ef marka má Gylfa Magnússon prófessor í Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Hann segir ljóst að þetta kalli á lækkun lífeyrisgreiðslna og réttinda. Gylfi veltir fyrir sér frétt sem finna má á RÚV þar sem vitnað er í Þórey S. Þórðardóttur framkvæmdastjóra Landsamtaka lífeyrissjóða sem fullyrðir að tap lífeyrissjóðanna sé nær tvö hundruð milljörðum. Er þessu teflt fram gegn fullyrðingum Ragnars Þórs Ingólfssonar formanni VR, sem fullyrðir að tap lífeyrissjóðanna hafi numið 845 milljörðum króna. Svo er þessari fullyrðingu Þóreyjar bara sett í fyrirsögn og málið bara afgreitt þannig, segir Gylfi. Meðan það sé tiltölulega einfalt að sjá að ef raunávöxtun var 11,6% og heildareignir vel á sjöunda þúsund milljarðar, þá sé fyrri talan mun nær lagi. „Mér sýnist rétt svar vera u.þ.b. 815 milljarðar. 218 milljarða tapið er bara hluti sögunnar, það vantar rýrnun eigna vegna verðbólgu. Það er auðvitað ekki hægt að horfa framhjá henni,“ segir Gylfi. Gylfi segir það hins vegar rétt sem Þórey segir að ef meta eigi árangur í eignastýringu þurfi að horfa til lengra tímabils en eins árs. Málið snúist bara ekki um það. „Árið 2022 var vont ár á eignamörkuðum en kom í kjölfar margra ágætra. Meðalávöxtun lífeyrissjóðanna til lengri tíma er miklu betri en afleit afkoma árið 2022 gefur til kynna, sem betur fer. Endanlegar tölur fyrir 2023 liggja eðli máls skv. ekki fyrir en Seðlabankinn er búinn að birta tölur fyrir fyrstu 10 mánuði ársins. Þær geta ekki tilefni til bjartsýni, eignirnar rýrnuðu um 228 milljarða að raunvirði á þeim tíma. Það samsvarar líklega tapi upp á rúma 300 milljarða því að iðgjöld eru u.þ.b. 10 milljarðar á mánuði umfram lífeyrisgreiðslur.“ Þannig stefnir nú annað árið í röð í afar neikvæða raunávöxtun lífeyrissjóðanna sem kalli í einhverjum tilfellum á lækkun lífeyrisgreiðslna og réttinda. Lífeyrissjóðir Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Gylfi veltir fyrir sér frétt sem finna má á RÚV þar sem vitnað er í Þórey S. Þórðardóttur framkvæmdastjóra Landsamtaka lífeyrissjóða sem fullyrðir að tap lífeyrissjóðanna sé nær tvö hundruð milljörðum. Er þessu teflt fram gegn fullyrðingum Ragnars Þórs Ingólfssonar formanni VR, sem fullyrðir að tap lífeyrissjóðanna hafi numið 845 milljörðum króna. Svo er þessari fullyrðingu Þóreyjar bara sett í fyrirsögn og málið bara afgreitt þannig, segir Gylfi. Meðan það sé tiltölulega einfalt að sjá að ef raunávöxtun var 11,6% og heildareignir vel á sjöunda þúsund milljarðar, þá sé fyrri talan mun nær lagi. „Mér sýnist rétt svar vera u.þ.b. 815 milljarðar. 218 milljarða tapið er bara hluti sögunnar, það vantar rýrnun eigna vegna verðbólgu. Það er auðvitað ekki hægt að horfa framhjá henni,“ segir Gylfi. Gylfi segir það hins vegar rétt sem Þórey segir að ef meta eigi árangur í eignastýringu þurfi að horfa til lengra tímabils en eins árs. Málið snúist bara ekki um það. „Árið 2022 var vont ár á eignamörkuðum en kom í kjölfar margra ágætra. Meðalávöxtun lífeyrissjóðanna til lengri tíma er miklu betri en afleit afkoma árið 2022 gefur til kynna, sem betur fer. Endanlegar tölur fyrir 2023 liggja eðli máls skv. ekki fyrir en Seðlabankinn er búinn að birta tölur fyrir fyrstu 10 mánuði ársins. Þær geta ekki tilefni til bjartsýni, eignirnar rýrnuðu um 228 milljarða að raunvirði á þeim tíma. Það samsvarar líklega tapi upp á rúma 300 milljarða því að iðgjöld eru u.þ.b. 10 milljarðar á mánuði umfram lífeyrisgreiðslur.“ Þannig stefnir nú annað árið í röð í afar neikvæða raunávöxtun lífeyrissjóðanna sem kalli í einhverjum tilfellum á lækkun lífeyrisgreiðslna og réttinda.
Lífeyrissjóðir Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira