Átta sækja um embætti forstjóra Veðurstofunnar Atli Ísleifsson skrifar 19. desember 2023 13:11 Á Veðurstofunni starfa um 145 manns með fjölbreytta menntun og starfsreynslu sem spannar mörg fræðasvið. Auk þess starfa um 70 manns við athugana- og eftirlitsstörf víðsvegar um landið. Veðurstofan Átta sóttu um embætti forstjóra Veðurstofu Íslands sem umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið auglýsti laust til umsóknar í síðasta mánuði. Á vef stjórnarráðsins segir að valnefnd sem skipuð hafi verið af umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra muni meta hæfni og hæfi umsækjenda og skila greinargerð til ráðherra. Umsækjendur eru: Fannar Karvel Steindórsson, framkvæmdastjóri Haraldur Ólafsson, prófessor Hildigunnur Hallgrímsdóttir, framkvæmdastjóri Ingvar Kristinsson, framkvæmdastjóri athugunar- og upplýsingatæknisviðs Veðurstofu Íslands Ívar Kristinsson, sérfræðingur Matthew James Roberts, framkvæmdastjóri þjónustu- og rannsóknasviðs Veðurstofu Íslands Sigríður Auður Arnardóttir, fyrrverandi ráðuneytisstjóri Sigurður Erlingsson, rekstrarhagfræðingur Nýr forstjóri mun taka við stöðunni af Árna Snorrasyni, en umsóknarfrestur rann út 11. desember næstkomandi. Í auglýsingunni kom fram að forstjóri beri ábyrgð gagnvart ráðherra í samræmi við lög og skipurit stofnunarinnar og móti helstu áherslur, verkefni og starfshætti Veðurstofunnar, auk þess að bera stjórnunarlega og fjárhagslega ábyrgð á rekstri og faglegri starfsemi stofnunarinnar. „Leitað er að leiðtoga sem hefur framhaldsmenntun á háskólastigi sem nýtist í starfi. Viðkomandi þarf að vinna vel undir álagi og vera agaður og skilvirkur í vinnubrögðum. Mikilvægt er að viðkomandi hafi góða hæfni í að tjá sig í ræðu og riti, bæði á íslensku og ensku. Við mat á umsækjendum verður jafnframt miðað við kjörmynd stjórnenda út frá stjórnendastefnu ríkisins.“ 145 starfsmenn Á Veðurstofunni starfa um 145 manns með fjölbreytta menntun og starfsreynslu sem spannar mörg fræðasvið. Auk þess starfa um sjötíu manns við athugana- og eftirlitsstörf víðsvegar um landið. „Helstu verkefni Veðurstofu Íslands eru að annast vöktun vegna náttúruvár, að sjá um rekstur veðurfræðilegra grunnkerfa og annast veðurþjónustu. Auk þess að sinna vatnamælingum og að annast mælingar á snjóalögum. Einnig sinnir stofnunin mælingum á hvers kyns jarðhræringum auk þess að safna upplýsingum um eldgos og öskufall en jafnframt að vinna hættumat vegna náttúruhamfara ásamt öðrum rannsóknum á starfssviði stofnunarinnar,“ sagði á vef stjórnarráðsins. Vistaskipti Veður Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Sjá meira
Á vef stjórnarráðsins segir að valnefnd sem skipuð hafi verið af umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra muni meta hæfni og hæfi umsækjenda og skila greinargerð til ráðherra. Umsækjendur eru: Fannar Karvel Steindórsson, framkvæmdastjóri Haraldur Ólafsson, prófessor Hildigunnur Hallgrímsdóttir, framkvæmdastjóri Ingvar Kristinsson, framkvæmdastjóri athugunar- og upplýsingatæknisviðs Veðurstofu Íslands Ívar Kristinsson, sérfræðingur Matthew James Roberts, framkvæmdastjóri þjónustu- og rannsóknasviðs Veðurstofu Íslands Sigríður Auður Arnardóttir, fyrrverandi ráðuneytisstjóri Sigurður Erlingsson, rekstrarhagfræðingur Nýr forstjóri mun taka við stöðunni af Árna Snorrasyni, en umsóknarfrestur rann út 11. desember næstkomandi. Í auglýsingunni kom fram að forstjóri beri ábyrgð gagnvart ráðherra í samræmi við lög og skipurit stofnunarinnar og móti helstu áherslur, verkefni og starfshætti Veðurstofunnar, auk þess að bera stjórnunarlega og fjárhagslega ábyrgð á rekstri og faglegri starfsemi stofnunarinnar. „Leitað er að leiðtoga sem hefur framhaldsmenntun á háskólastigi sem nýtist í starfi. Viðkomandi þarf að vinna vel undir álagi og vera agaður og skilvirkur í vinnubrögðum. Mikilvægt er að viðkomandi hafi góða hæfni í að tjá sig í ræðu og riti, bæði á íslensku og ensku. Við mat á umsækjendum verður jafnframt miðað við kjörmynd stjórnenda út frá stjórnendastefnu ríkisins.“ 145 starfsmenn Á Veðurstofunni starfa um 145 manns með fjölbreytta menntun og starfsreynslu sem spannar mörg fræðasvið. Auk þess starfa um sjötíu manns við athugana- og eftirlitsstörf víðsvegar um landið. „Helstu verkefni Veðurstofu Íslands eru að annast vöktun vegna náttúruvár, að sjá um rekstur veðurfræðilegra grunnkerfa og annast veðurþjónustu. Auk þess að sinna vatnamælingum og að annast mælingar á snjóalögum. Einnig sinnir stofnunin mælingum á hvers kyns jarðhræringum auk þess að safna upplýsingum um eldgos og öskufall en jafnframt að vinna hættumat vegna náttúruhamfara ásamt öðrum rannsóknum á starfssviði stofnunarinnar,“ sagði á vef stjórnarráðsins.
Vistaskipti Veður Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Sjá meira