Hommar eru gæðablóð S. Maggi Snorrason skrifar 20. desember 2023 07:01 Árið 2006 á Hinsegin dögum gengu hinsegin stúdentar undir slagorðinu „Hommar eru gæðablóð“ og ég tel flest ekki þurfa að hugsa sig lengi um af hverju. Jú, það er vegna mismununar milli kynhneigða í reglum um hver megi gefa blóð. Það var alls ekki fyrsta né síðasta skiptið sem vakin var athygli á þessu og nú gerum við það enn og aftur. Rúmlega 17 ár eru liðin síðan slagorðið skreytti kröfugöngu stúdenta en ef hringt er í Blóðbankann í dag og spurt hvort samkynhneigðir karlmenn megi gefa blóð þá er svarið enn þá það sama: „Nei.“ Á blóðgjafasíðu Blóðbankans kemur fram: „Þú mátt ekki gefa blóð ef þú [...] ert karlmaður sem hefur einhvern tímann haft kynmök við annan karlmann.“ Það skiptir engu hversu langt síðan þau kynmök áttu sér stað, blóðgjöf er þá óheimil til æviloka. Önnur lönd hafa rýmkað þessar reglur töluvert og aðgreina áhættusamt kynlíf frá kynhneigð. Enda er galið að núverandi reglur geri ráð fyrir að samkynja kynlíf karlmanna sé áhættuhegðun algjörlega óháð öðrum þáttum, t.d. sambandsstöðu. Ég vek athygli á að einnig kemur fram á síðunni: „Þú mátt ekki gefa blóð í minnst tólf mánuði eftir að hafa stundað kynlíf með [...] einhverjum sem er HIV eða HTLV jákvæður.“ Það eru því rýmri reglur eftir gagnkynja kynlíf með HIV-smituðum einstaklingi heldur en samkynja kynlíf með karlmanni. Árið 2021 setti þáverandi heilbrigðisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, fram drög að breytingu á reglugerð um söfnun, meðferð, varðveislu og dreifingu blóðs sem myndi gera það „óheimilt að mismuna blóðgjöfum á grundvelli ómálefnalegra sjónarmiða, svo sem kyns, kynhneigðar, uppruna eða stöðu að öðru leyti“ eins og að orði er komist á vef stjórnarráðsins. Þessu var mikið fagnað. Árið 2022 var svo einnig þingsályktun með eftirfarandi lið einróma samþykkt af Alþingi: 20. Reglugerð um blóðgjafir. Gerðar verði breytingar á reglugerð nr. 441/2006, um söfnun, meðferð, varðveislu og dreifingu blóðs, og viðauka IV við sömu reglugerð í því skyni að afnema mismunun gagnvart samkynhneigðum þegar kemur að blóðgjöf. Markmið aðgerðarinnar verði að afnema mismunun sem blóðgjafar hafa sætt á grundvelli kynhneigðar. Tímaáætlun: 2022–2023. [feitletrun bætt við af höfundi] Ábyrgð: Heilbrigðisráðuneyti. Kostnaðaráætlun: Rúmist innan fjárheimilda. Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna: Markmið 3.8 og 5.6. Í kjölfarið hrönnuðust upp fyrirsagnir á fréttamiðlum á borð við „Blóðgjafir samkynhneigðra verði heimilar“ og „Aðgerðaáætlun heimilar blóðgjöf samkynhneigðra karla“ og því engin furða að mörg sem ég hef talað við telja þessa mismunun ekki vera til staðar lengur. Svo er ekki raunin. Reglurnar standa óbreyttar. Þessar reglur eiga uppruna sinn að rekja til eins af grimmustu tímabilum samkynhneigðra. Þegar alnæmisfaraldurinn reið yfir og verstu afleiðingar haturs og hræðslu báru á sér sem aðgerðarleysi á meðan dauðsföll hinsegin fólks voru talin í þúsundum. Þessi hræðsla og bendlun sjúkdómsins við samkynhneigða karlmenn virðist enn vera nægilega mikil til þess að sumt fólk réttlæti fyrir sér úrelt orðalag og mismunun, þrátt fyrir faglegt álit ráðgjafanefndar og uppfærðar reglur í öðrum löndum. Nú eru örfáir dagar eftir af árinu og allt stefnir í að ekki takist að fylgja tímaáætlun þingsályktunarinnar. Við í Q - félagi hinsegin stúdenta skorum á Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra að tryggja að þessi vinna fari ekki langt fram yfir tímaáætlun. Ætli það þurfi að minna á þetta aftur að 17 árum liðnum? Höfundur er varaforseti Q - félags hinsegin stúdenta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hinsegin Heilbrigðismál Blóðgjöf Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Árið 2006 á Hinsegin dögum gengu hinsegin stúdentar undir slagorðinu „Hommar eru gæðablóð“ og ég tel flest ekki þurfa að hugsa sig lengi um af hverju. Jú, það er vegna mismununar milli kynhneigða í reglum um hver megi gefa blóð. Það var alls ekki fyrsta né síðasta skiptið sem vakin var athygli á þessu og nú gerum við það enn og aftur. Rúmlega 17 ár eru liðin síðan slagorðið skreytti kröfugöngu stúdenta en ef hringt er í Blóðbankann í dag og spurt hvort samkynhneigðir karlmenn megi gefa blóð þá er svarið enn þá það sama: „Nei.“ Á blóðgjafasíðu Blóðbankans kemur fram: „Þú mátt ekki gefa blóð ef þú [...] ert karlmaður sem hefur einhvern tímann haft kynmök við annan karlmann.“ Það skiptir engu hversu langt síðan þau kynmök áttu sér stað, blóðgjöf er þá óheimil til æviloka. Önnur lönd hafa rýmkað þessar reglur töluvert og aðgreina áhættusamt kynlíf frá kynhneigð. Enda er galið að núverandi reglur geri ráð fyrir að samkynja kynlíf karlmanna sé áhættuhegðun algjörlega óháð öðrum þáttum, t.d. sambandsstöðu. Ég vek athygli á að einnig kemur fram á síðunni: „Þú mátt ekki gefa blóð í minnst tólf mánuði eftir að hafa stundað kynlíf með [...] einhverjum sem er HIV eða HTLV jákvæður.“ Það eru því rýmri reglur eftir gagnkynja kynlíf með HIV-smituðum einstaklingi heldur en samkynja kynlíf með karlmanni. Árið 2021 setti þáverandi heilbrigðisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, fram drög að breytingu á reglugerð um söfnun, meðferð, varðveislu og dreifingu blóðs sem myndi gera það „óheimilt að mismuna blóðgjöfum á grundvelli ómálefnalegra sjónarmiða, svo sem kyns, kynhneigðar, uppruna eða stöðu að öðru leyti“ eins og að orði er komist á vef stjórnarráðsins. Þessu var mikið fagnað. Árið 2022 var svo einnig þingsályktun með eftirfarandi lið einróma samþykkt af Alþingi: 20. Reglugerð um blóðgjafir. Gerðar verði breytingar á reglugerð nr. 441/2006, um söfnun, meðferð, varðveislu og dreifingu blóðs, og viðauka IV við sömu reglugerð í því skyni að afnema mismunun gagnvart samkynhneigðum þegar kemur að blóðgjöf. Markmið aðgerðarinnar verði að afnema mismunun sem blóðgjafar hafa sætt á grundvelli kynhneigðar. Tímaáætlun: 2022–2023. [feitletrun bætt við af höfundi] Ábyrgð: Heilbrigðisráðuneyti. Kostnaðaráætlun: Rúmist innan fjárheimilda. Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna: Markmið 3.8 og 5.6. Í kjölfarið hrönnuðust upp fyrirsagnir á fréttamiðlum á borð við „Blóðgjafir samkynhneigðra verði heimilar“ og „Aðgerðaáætlun heimilar blóðgjöf samkynhneigðra karla“ og því engin furða að mörg sem ég hef talað við telja þessa mismunun ekki vera til staðar lengur. Svo er ekki raunin. Reglurnar standa óbreyttar. Þessar reglur eiga uppruna sinn að rekja til eins af grimmustu tímabilum samkynhneigðra. Þegar alnæmisfaraldurinn reið yfir og verstu afleiðingar haturs og hræðslu báru á sér sem aðgerðarleysi á meðan dauðsföll hinsegin fólks voru talin í þúsundum. Þessi hræðsla og bendlun sjúkdómsins við samkynhneigða karlmenn virðist enn vera nægilega mikil til þess að sumt fólk réttlæti fyrir sér úrelt orðalag og mismunun, þrátt fyrir faglegt álit ráðgjafanefndar og uppfærðar reglur í öðrum löndum. Nú eru örfáir dagar eftir af árinu og allt stefnir í að ekki takist að fylgja tímaáætlun þingsályktunarinnar. Við í Q - félagi hinsegin stúdenta skorum á Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra að tryggja að þessi vinna fari ekki langt fram yfir tímaáætlun. Ætli það þurfi að minna á þetta aftur að 17 árum liðnum? Höfundur er varaforseti Q - félags hinsegin stúdenta.
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun