Stórt klúður þegar treyjur landsliðsins voru seldar Sindri Sverrisson skrifar 21. desember 2023 09:00 Bláklæddir stuðningsmenn Íslands ætla að láta til sín taka í Þýskalandi í janúar. VÍSIR/VILHELM Fjöldi stuðningsmanna íslensku handboltalandsliðanna, og ástvinir sem vilja gleðja slíka um jólin, leita nú í örvæntingu að einhverjum til að skipta við á landsliðstreyju eftir að röngum stærðum var útdeilt til fólks. Markaðsstjóri HSÍ segir að í dag sé hægt að panta treyjur í réttri stærð og að söluaðili ætli að koma til móts við svikna kaupendur. Eftir langþráða keppni kvennalandsliðs Íslands á HM í handbolta í þessum mánuði bíða Íslendingar nú spenntir eftir EM karla í janúar, og er búist við yfir 4.000 Íslendingum í München. Vonir standa til að allir sem vilja verði þá komnir í landsliðstreyju í sinni stærð. Ljóst er, til að mynda af stuðningsmannasíðu á Facebook, að fjöldi fólks hefur fengið landsliðstreyju í rangri stærð eftir að hafa pantað í gegnum Boozt, sem í fyrsta sinn sér um sölu á treyjunum. Þannig pantaði kona til dæmis þrjár karlatreyjur í „small“ og tvær kvennatreyjur í „small“ en fékk karlatreyjurnar í XL og kvennatreyjurnar í L, eða sem sagt fimm treyjur sem ekki pössuðu. Mýmörg dæmi virðast vera um sams konar rugling. Hluti af þeim skilaboðum sem birtust á Facebook þar sem fólk auglýsti eftir skiptum á landsliðstreyjum.Skjáskot/Facebook Kjartan Vídó Ólafsson, markaðsstjóri Handknattleikssambands Íslands, var vel meðvitaður um vandamálið þegar Vísir heyrði í honum í gær. Vika er síðan að HSÍ greindi frá því að netverslun sambandsins hefði verið færð alfarið yfir til Boozt. Treyjurnar rangt flokkaðar en ekki lengur „Ég hafði samband við Boozt um leið og þetta kom í ljós. Sökin liggur, eins og ég skildi þetta, í merkingum frá Kempa [sem framleiðir treyjurnar]. Að „spekkarnir“ sem skannaðir voru inn á lagerinn hafi verið vitlausir, og þannig hafi til dæmis XL verið flokkað sem Small. Þess vegna var þetta allt afgreitt vitlaust,“ segir Kjartan. Nú sé hins vegar óhætt að panta landsliðstreyjuna. Íslenskir stuðningsmenn vöktu mikla athygli í Svíþjóð á HM í byrjun þessa árs.VÍSIR/VILHELM „Ég gerði Boozt viðvart strax og þau fóru í að leiðrétta þetta. Ég hef fengið þau skilaboð að núna ætti allt að vera orðið öruggt. Okkur þykir þetta auðvitað leitt. Boozt ætlaði að hafa samband við fólk og reyna að leiðrétta þetta,“ segir Kjartan. Í Facebook-hópnum „EM Stuðningsmannahópur fyrir 2024“ má sjá að margir hafa einfaldlega farið þá leið að finna einhvern með rétta stærð, til að skiptast á treyjum, enda ekki víst að hægt sé að fá nýja treyju í tæka tíð í jólapakkann. „Það eru margir að skipta bara innbyrðis. Það er bara íslenska leiðin. En núna á allt að vera komið í réttan farveg,“ segir Kjartan. Landslið kvenna í handbolta Landslið karla í handbolta HSÍ Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Fleiri fréttir Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Myndasyrpa frá mögnuðum varnarsigri á Slóveníu Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Sjá meira
Eftir langþráða keppni kvennalandsliðs Íslands á HM í handbolta í þessum mánuði bíða Íslendingar nú spenntir eftir EM karla í janúar, og er búist við yfir 4.000 Íslendingum í München. Vonir standa til að allir sem vilja verði þá komnir í landsliðstreyju í sinni stærð. Ljóst er, til að mynda af stuðningsmannasíðu á Facebook, að fjöldi fólks hefur fengið landsliðstreyju í rangri stærð eftir að hafa pantað í gegnum Boozt, sem í fyrsta sinn sér um sölu á treyjunum. Þannig pantaði kona til dæmis þrjár karlatreyjur í „small“ og tvær kvennatreyjur í „small“ en fékk karlatreyjurnar í XL og kvennatreyjurnar í L, eða sem sagt fimm treyjur sem ekki pössuðu. Mýmörg dæmi virðast vera um sams konar rugling. Hluti af þeim skilaboðum sem birtust á Facebook þar sem fólk auglýsti eftir skiptum á landsliðstreyjum.Skjáskot/Facebook Kjartan Vídó Ólafsson, markaðsstjóri Handknattleikssambands Íslands, var vel meðvitaður um vandamálið þegar Vísir heyrði í honum í gær. Vika er síðan að HSÍ greindi frá því að netverslun sambandsins hefði verið færð alfarið yfir til Boozt. Treyjurnar rangt flokkaðar en ekki lengur „Ég hafði samband við Boozt um leið og þetta kom í ljós. Sökin liggur, eins og ég skildi þetta, í merkingum frá Kempa [sem framleiðir treyjurnar]. Að „spekkarnir“ sem skannaðir voru inn á lagerinn hafi verið vitlausir, og þannig hafi til dæmis XL verið flokkað sem Small. Þess vegna var þetta allt afgreitt vitlaust,“ segir Kjartan. Nú sé hins vegar óhætt að panta landsliðstreyjuna. Íslenskir stuðningsmenn vöktu mikla athygli í Svíþjóð á HM í byrjun þessa árs.VÍSIR/VILHELM „Ég gerði Boozt viðvart strax og þau fóru í að leiðrétta þetta. Ég hef fengið þau skilaboð að núna ætti allt að vera orðið öruggt. Okkur þykir þetta auðvitað leitt. Boozt ætlaði að hafa samband við fólk og reyna að leiðrétta þetta,“ segir Kjartan. Í Facebook-hópnum „EM Stuðningsmannahópur fyrir 2024“ má sjá að margir hafa einfaldlega farið þá leið að finna einhvern með rétta stærð, til að skiptast á treyjum, enda ekki víst að hægt sé að fá nýja treyju í tæka tíð í jólapakkann. „Það eru margir að skipta bara innbyrðis. Það er bara íslenska leiðin. En núna á allt að vera komið í réttan farveg,“ segir Kjartan.
Landslið kvenna í handbolta Landslið karla í handbolta HSÍ Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Fleiri fréttir Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Myndasyrpa frá mögnuðum varnarsigri á Slóveníu Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Sjá meira