Þurfa að stíga yfir lík barna til að aðstoða börn sem deyja hvort eð er Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. desember 2023 07:06 Börn fá aðhlynningu á spítala eftir loftárásir Ísraelsmanna. AP/Marwan Saleh Natalie Thurtle, ástralskur læknir sem hefur haft umsjón með störfum Lækna án landamæra á Gasa, segir gríðarlegan fjölda barna hafa látist síðustu vikur eða hlotið skaða fyrir lífstíð. Yfirvöld á Gasa segja um 20 þúsund manns hafa látist í aðgerðum Ísraelsmanna og Thurtle segir ómögulegt að skipuleggja viðbragð við hörmungunum á meðan árásir standa yfir. Fleiri og fleiri borgarar verði sjúklingar á degi hverjum og fólk hafi ekki í neitt öruggt skjól að leita. Ísraelsmenn hafa sagst vera reiðubúnir til að semja um annað hlé á átökum en hafa á sama tíma heitið því að láta ekki af aðgerðum fyrr en Hamas-samtökin hafa verið upprætt. „Við erum að láta vítislogum rigna á Hamas,“ sagði forsætisráðherrann Benjamin Netanyahu í gær. Thurtle hefur verið stödd í Austur-Jerúsalem þar sem hún hefur skipulagt starf Lækna án landamæra á Gasa og segir þá fáu spítala sem enn séu starfhæfir fulla af sjúklingum og fólki á vergangi. Af þeim 150 til 200 einstaklingum sem séu fluttir til al-Aqsa sjúkrahússins á degi hverjum sé um þriðjungur látinn þegar þangað er komið. Hlutfall barna sé afar hátt. Upplýsingar hvað þetta varðar hafi verið misvísindai en þetta sé sá raunveruleiki sem samtökin hafi upplifað á vettvangi. Chris Hook, sem hefur farið fyrir aðgerðum á Gasa, sagði fyrr í vikunni að læknar á Nasser-sjúkrahúsinu þyrftu að „stíga yfir lík barna til að veita öðrum börnum aðstoð sem myndu deyja hvort sem er“. Thurtle segir talsmenn Lækna án landamæra hafa ákveðið að stíga fram og lýsa upplifun sinni til að vega upp á móti orðræðu fólk sem væri ekki á vettvangi og hefði ekki vit á því sem það væri að segja. „Við höfum verið sökuð um að vera hlutdræg í þessum átökum en það er mikilvægt að gera sér grein fyrir því að það er ekki hlutdrægni að lýsa því sem heilbrigðisstarfsmenn eru að upplifa,“ segir hún. Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Sjá meira
Yfirvöld á Gasa segja um 20 þúsund manns hafa látist í aðgerðum Ísraelsmanna og Thurtle segir ómögulegt að skipuleggja viðbragð við hörmungunum á meðan árásir standa yfir. Fleiri og fleiri borgarar verði sjúklingar á degi hverjum og fólk hafi ekki í neitt öruggt skjól að leita. Ísraelsmenn hafa sagst vera reiðubúnir til að semja um annað hlé á átökum en hafa á sama tíma heitið því að láta ekki af aðgerðum fyrr en Hamas-samtökin hafa verið upprætt. „Við erum að láta vítislogum rigna á Hamas,“ sagði forsætisráðherrann Benjamin Netanyahu í gær. Thurtle hefur verið stödd í Austur-Jerúsalem þar sem hún hefur skipulagt starf Lækna án landamæra á Gasa og segir þá fáu spítala sem enn séu starfhæfir fulla af sjúklingum og fólki á vergangi. Af þeim 150 til 200 einstaklingum sem séu fluttir til al-Aqsa sjúkrahússins á degi hverjum sé um þriðjungur látinn þegar þangað er komið. Hlutfall barna sé afar hátt. Upplýsingar hvað þetta varðar hafi verið misvísindai en þetta sé sá raunveruleiki sem samtökin hafi upplifað á vettvangi. Chris Hook, sem hefur farið fyrir aðgerðum á Gasa, sagði fyrr í vikunni að læknar á Nasser-sjúkrahúsinu þyrftu að „stíga yfir lík barna til að veita öðrum börnum aðstoð sem myndu deyja hvort sem er“. Thurtle segir talsmenn Lækna án landamæra hafa ákveðið að stíga fram og lýsa upplifun sinni til að vega upp á móti orðræðu fólk sem væri ekki á vettvangi og hefði ekki vit á því sem það væri að segja. „Við höfum verið sökuð um að vera hlutdræg í þessum átökum en það er mikilvægt að gera sér grein fyrir því að það er ekki hlutdrægni að lýsa því sem heilbrigðisstarfsmenn eru að upplifa,“ segir hún.
Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Sjá meira