Steingrímur var úrskurðaður gjaldþrota í Héraðsdómi Reykjavíkur í nóvember 2017 og var bú hans tekið til gjaldþrotaskipta. Samþykktar almennar kröfur námu um þrettán milljörðum króna og fengust greiddar 85,5 milljónir króna upp í kröfurnar eða innan við eitt prósent.
Skiptum í búið lauk þann 11. desember síðastliðinn en greint er frá skipalokunum í Lögbirtingablaðinu.
Steingrímur átti eignarhaldsfélagið Milestone ásamt bróður sínum Karli Wernerssyni. Karl var sömuleiðis úrskurðaður gjaldþrota í apríl 2018.
Þeir bræður hlutu fangelsisdóm fyrir umboðssvik í rekstri Milestone. Steingrímur var dæmdur í tveggja ára fangelsi í Hæstarétti en Karl fékk 3,5 árs dóm. Þeir höfðu áður verið sýknaðir í héraði.
Þeir voru dæmdir fyrir að hafa mistnotað aðstöðu sína og valdið Milestone verulegu fjárhagstjóni með því að láta félagið fjármagna efndir á samningum sem voru félaginu óviðkomandi og bókhaldsbrot. Þá voru þeir dæmdir til að greiða þrotabúi Milestone fleiri milljarða króna.