Tók rosalegt æðiskast eftir sigurmark Real Sindri Sverrisson skrifar 22. desember 2023 17:00 Luis García reif meðal annars í einn af aðstoðarmönnum sínum en allir reyndu þeir að láta eins og ekkert væri á meðan að stjórinn gekk af göflunum. Samsett/Getty Óhætt er að segja að Luis García, þjálfari Alavés, hafi misst stjórn á skapi sínu og rúmlega það þegar liðið fékk á sig mark í lokin á leik við Real Madrid í spænsku 1. deildinni í fótbolta í gær. Lucas Vázquez tryggði tíu leikmönnum Real 1-0 sigur með skallamarki eftir horn á síðustu mínútu. Vissulega svekkjandi en sjaldan hafa sést önnur eins viðbrögð og hjá García. Hann byrjaði á að sparka í kælibox á hliðarlínunni, gekk um öskrandi og reif svo í einn af aðstoðarmönnum sínum sem sat í sakleysi sínu. García var ekki runnin reiðin og hann reif sig úr úlpunni, kastaði henni í grasið og sömuleiðis húfunni sinni, áður en hann settist niður. En í sætinu hélt skapofsinn áfram og hann sparkaði og öskraði, eins og sjá má í myndbandinu hér að neðan. Deportivo Alaves coach Luis Garcia lost his mind after Real Madrid s last minute winner pic.twitter.com/hdR2nCUBXk— LaLigaExtra (@LaLigaExtra) December 22, 2023 Það fyrsta sem Vázquez sagði við fréttamenn eftir leikinn var að hann langaði ekkert til að ræða um æðiskastið, og hvað þá að horfa á það í endursýningu. Hann sagði þó: „Við hefðum átt að senda boltann þangað [benti á hinn vallarhelminginn] og þá hefði þetta verið búið. Í staðinn skorar leikmaður einn og óáreittur. Ég er reiðari yfir því en að við höfum misst boltann. Lucas má ekki fá að vera einn þarna. Menn verða að vita hvað þeir eiga að gera.“ Þetta var þriðja tap Alavés í röð og fer liðið inn í nýja árið í 16. sæti spænsku deildarinnar, aðeins þremur stigum frá fallsæti. Real Madrid komst hins vegar upp fyrir Girona á markatölu, á topp deildarinnar. Spænski boltinn Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Fleiri fréttir Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Sjá meira
Lucas Vázquez tryggði tíu leikmönnum Real 1-0 sigur með skallamarki eftir horn á síðustu mínútu. Vissulega svekkjandi en sjaldan hafa sést önnur eins viðbrögð og hjá García. Hann byrjaði á að sparka í kælibox á hliðarlínunni, gekk um öskrandi og reif svo í einn af aðstoðarmönnum sínum sem sat í sakleysi sínu. García var ekki runnin reiðin og hann reif sig úr úlpunni, kastaði henni í grasið og sömuleiðis húfunni sinni, áður en hann settist niður. En í sætinu hélt skapofsinn áfram og hann sparkaði og öskraði, eins og sjá má í myndbandinu hér að neðan. Deportivo Alaves coach Luis Garcia lost his mind after Real Madrid s last minute winner pic.twitter.com/hdR2nCUBXk— LaLigaExtra (@LaLigaExtra) December 22, 2023 Það fyrsta sem Vázquez sagði við fréttamenn eftir leikinn var að hann langaði ekkert til að ræða um æðiskastið, og hvað þá að horfa á það í endursýningu. Hann sagði þó: „Við hefðum átt að senda boltann þangað [benti á hinn vallarhelminginn] og þá hefði þetta verið búið. Í staðinn skorar leikmaður einn og óáreittur. Ég er reiðari yfir því en að við höfum misst boltann. Lucas má ekki fá að vera einn þarna. Menn verða að vita hvað þeir eiga að gera.“ Þetta var þriðja tap Alavés í röð og fer liðið inn í nýja árið í 16. sæti spænsku deildarinnar, aðeins þremur stigum frá fallsæti. Real Madrid komst hins vegar upp fyrir Girona á markatölu, á topp deildarinnar.
Spænski boltinn Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Fleiri fréttir Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Sjá meira