Setja takmarkanir á kínversk leikjafyrirtæki Samúel Karl Ólason skrifar 22. desember 2023 16:53 Kínverskir töluvleikjaspilarar eru sagðir hafa kvartað yfir því hvernig fyrirtæki reyna að kreista fé úr þeim og hvernig þeir sem eyða peningum í tölvuleikjum, njóta yfirburða. EPA/ALEX PLAVEVSKI Yfirvöld í Kína tilkynntu í dag nýjar reglur sem eiga að draga úr eyðslu bæði tíma og peninga í tölvuleiki. Kína er stærsti leikjamarkaður heims og virði leikjafyrirtækja þar hríðféll eftir yfirlýsinguna. Samkvæmt frétt Reuters fylgja reglunum takmarkanir á því hve miklu fólk má eyða í netleiki en takmarkið er ekki ljóst enn. Ekki má lengur verðlauna spilara fyrir að spila leikinn á degi hverjum eða fyrir að kaupa muni inn í leiknum sjálfum í fyrsta sinn, svo eitthvað sé nefnt. Yfirlýsingin hafði gífurleg áhrif á fjárfesta. Virði tveggja stærstu leikjafyrirtækja Kína lækkaði til að mynda um nærri því áttatíu milljarða dala. Virði Tencent Holdings hafði lækkað um sextán prósent á einum tímapunkti og virði NetEase um fjórðung. Á undanförnum árum hafa yfirvöld í Kína skilgreint tölvuleiki sem rafræn fíkniefni og hefur börnum verið bannað að spila leiki meira en þrjá tíma á viku. Sjá einnig: Börnum bannað að spila meira en þrjá tíma í viku í Kína Einn viðmælandi fréttaveitunnar segir að það séu í raun ekki reglurnar sjálfar sem séu vandamálið, heldur sú pólitíska óvissa sem fylgi því að starfa í Kína. Fjárfestar og forsvarsmenn leikjafyrirtækja höfðu búist við að þessi áhætta væri liðin hjá og þetta hafi komið niður á jákvæðni fólks. Annar sagði að reglurnar myndu hafa áhrif á daglegan fjölda spilara og á tekjur leikjaframleiðenda. Þeir gætu neyðst til að gera umfangsmiklar breytingar á leikjum sínum. Í frétt CGTN, sem er í eigu kínverska ríkisins, segir að kínverskir tölvuleikjaspilarar hafi lengi kvartað yfir því hvernig leikjaframleiðendur reyna að kreista fé úr þeim og hvernig þeir sem eyða peningum í leikjum fá yfirburði gegn þeim sem gera það ekki. Kína Mest lesið Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Samkvæmt frétt Reuters fylgja reglunum takmarkanir á því hve miklu fólk má eyða í netleiki en takmarkið er ekki ljóst enn. Ekki má lengur verðlauna spilara fyrir að spila leikinn á degi hverjum eða fyrir að kaupa muni inn í leiknum sjálfum í fyrsta sinn, svo eitthvað sé nefnt. Yfirlýsingin hafði gífurleg áhrif á fjárfesta. Virði tveggja stærstu leikjafyrirtækja Kína lækkaði til að mynda um nærri því áttatíu milljarða dala. Virði Tencent Holdings hafði lækkað um sextán prósent á einum tímapunkti og virði NetEase um fjórðung. Á undanförnum árum hafa yfirvöld í Kína skilgreint tölvuleiki sem rafræn fíkniefni og hefur börnum verið bannað að spila leiki meira en þrjá tíma á viku. Sjá einnig: Börnum bannað að spila meira en þrjá tíma í viku í Kína Einn viðmælandi fréttaveitunnar segir að það séu í raun ekki reglurnar sjálfar sem séu vandamálið, heldur sú pólitíska óvissa sem fylgi því að starfa í Kína. Fjárfestar og forsvarsmenn leikjafyrirtækja höfðu búist við að þessi áhætta væri liðin hjá og þetta hafi komið niður á jákvæðni fólks. Annar sagði að reglurnar myndu hafa áhrif á daglegan fjölda spilara og á tekjur leikjaframleiðenda. Þeir gætu neyðst til að gera umfangsmiklar breytingar á leikjum sínum. Í frétt CGTN, sem er í eigu kínverska ríkisins, segir að kínverskir tölvuleikjaspilarar hafi lengi kvartað yfir því hvernig leikjaframleiðendur reyna að kreista fé úr þeim og hvernig þeir sem eyða peningum í leikjum fá yfirburði gegn þeim sem gera það ekki.
Kína Mest lesið Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira