Sjötíu létust í árás á aðfangadagskvöld Ólafur Björn Sverrisson skrifar 25. desember 2023 08:44 Særður palestínskur maður færður á sjúkrahús eftir loftárás á aðfangadag. AP Sjötíu manns létust hið minnsta í loftárásum Ísraelsmanna á Al-Maghazi flóttamannabúðirnar á Gasa-ströndinni á aðfangadagskvöld. Frá þessu greinir BBC og hefur eftir talsmanni Hamas innan heilbrigðisþjónustunnar á Gasa að líklegt sé að tala látinna muni hækka eftir því sem líður á. Árásin er gerð skömmu eftir að greint var frá nýrri vopnahléstillögu Egyptalands. Fjöldi fólks flykktist á nærliggjandi Al-Aqsa spítalann og sýna myndir þaðan blóðug börn eftir árásir. Líkum hinna látnu hefur verið raðað upp fyrir framan spítalann. Heilbrigðisráðuneytið segir að loftárásirnar hafi hæft þrjú íbúðarhúsnæði seint á aðfangadagskvöld, meðal annars fjölmenna íbúðablokk sem hafi gjöreyðilagst. Gjöreyðilagðar byggingar nærri Al Nusairat flóttamannabúðunum á Gasa eftir árásir Ísraelsmanna.epa „Við erum öll skotmörk“ Haft er eftir föður sem missti bæði dóttur sína og barnabörn og segir fjölskylduna hafa flúið frá norðurhluta Gasa suður á bóginn, þar sem meira öryggi hafi átt að vera. „Við vorum öll skotmörk. Óbreyttir borgarar eru skotmörk. Við erum hvergi óhult. Þeir sögðu okkur að yfirgefa Gasaborg - nú komum við til miðborgar Gasa til að deyja.“ Auk þess hafa samgöngur milli Maghazi og annarra flóttamannabúða legið niðri vegna árásanna, sem kemur í veg fyrir að viðbragðsaðilar komist leiðar sinnar. Í yfirlýsingu ísraelska hersins segir að herinn hafi fengið „fregnir af árásinni á Maghazi-búðirnar“. „Þrátt fyrir þær áskoranir sem myndast við það að Hamas hryðjuverkasamtökin starfi innan um óbreytta borgara á Gasa, fer ísraelski herinn eftir alþjóðalögum og tekur skref til að lágmarka skaða óbreyttra borgara,“ segir í yfirlýsingunni. Um helgina féllu tvö hundruð manns að auki í árásum Ísraelsmanna. Talið er að rúmlega 20 þúsund manns hafi látist á Gasa frá upphafi stríðs og að um 54 þúsund hafi særst. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Tengdar fréttir Tvö hundruð Palestínumenn fallið síðasta sólarhring Tvö hunduð manns féllu í árásum Ísraelsmanna síðasta sólarhring og rúmlega tólf ísraelskir hermenn, að sögn hersins. Átök helgarinnar eru ein þau blóðugustu frá upphafi stríðs. Hækkandi dánartala innan herbúða Ísraelsmanna er sögð munu kynda undir stuðningi við hertar hernaðaraðgerðir. 24. desember 2023 14:15 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Sjá meira
Frá þessu greinir BBC og hefur eftir talsmanni Hamas innan heilbrigðisþjónustunnar á Gasa að líklegt sé að tala látinna muni hækka eftir því sem líður á. Árásin er gerð skömmu eftir að greint var frá nýrri vopnahléstillögu Egyptalands. Fjöldi fólks flykktist á nærliggjandi Al-Aqsa spítalann og sýna myndir þaðan blóðug börn eftir árásir. Líkum hinna látnu hefur verið raðað upp fyrir framan spítalann. Heilbrigðisráðuneytið segir að loftárásirnar hafi hæft þrjú íbúðarhúsnæði seint á aðfangadagskvöld, meðal annars fjölmenna íbúðablokk sem hafi gjöreyðilagst. Gjöreyðilagðar byggingar nærri Al Nusairat flóttamannabúðunum á Gasa eftir árásir Ísraelsmanna.epa „Við erum öll skotmörk“ Haft er eftir föður sem missti bæði dóttur sína og barnabörn og segir fjölskylduna hafa flúið frá norðurhluta Gasa suður á bóginn, þar sem meira öryggi hafi átt að vera. „Við vorum öll skotmörk. Óbreyttir borgarar eru skotmörk. Við erum hvergi óhult. Þeir sögðu okkur að yfirgefa Gasaborg - nú komum við til miðborgar Gasa til að deyja.“ Auk þess hafa samgöngur milli Maghazi og annarra flóttamannabúða legið niðri vegna árásanna, sem kemur í veg fyrir að viðbragðsaðilar komist leiðar sinnar. Í yfirlýsingu ísraelska hersins segir að herinn hafi fengið „fregnir af árásinni á Maghazi-búðirnar“. „Þrátt fyrir þær áskoranir sem myndast við það að Hamas hryðjuverkasamtökin starfi innan um óbreytta borgara á Gasa, fer ísraelski herinn eftir alþjóðalögum og tekur skref til að lágmarka skaða óbreyttra borgara,“ segir í yfirlýsingunni. Um helgina féllu tvö hundruð manns að auki í árásum Ísraelsmanna. Talið er að rúmlega 20 þúsund manns hafi látist á Gasa frá upphafi stríðs og að um 54 þúsund hafi særst.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Tengdar fréttir Tvö hundruð Palestínumenn fallið síðasta sólarhring Tvö hunduð manns féllu í árásum Ísraelsmanna síðasta sólarhring og rúmlega tólf ísraelskir hermenn, að sögn hersins. Átök helgarinnar eru ein þau blóðugustu frá upphafi stríðs. Hækkandi dánartala innan herbúða Ísraelsmanna er sögð munu kynda undir stuðningi við hertar hernaðaraðgerðir. 24. desember 2023 14:15 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Sjá meira
Tvö hundruð Palestínumenn fallið síðasta sólarhring Tvö hunduð manns féllu í árásum Ísraelsmanna síðasta sólarhring og rúmlega tólf ísraelskir hermenn, að sögn hersins. Átök helgarinnar eru ein þau blóðugustu frá upphafi stríðs. Hækkandi dánartala innan herbúða Ísraelsmanna er sögð munu kynda undir stuðningi við hertar hernaðaraðgerðir. 24. desember 2023 14:15