„Leitaði að Íslendingalegu og vel treystandi fólki á flugvellinum“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 26. desember 2023 08:01 Þórir Guðmundsson virðist ýmist dúkka upp í fjölmiðlum eða í alþjóðlegu upplýsinga- og hjálparstarfi. Þegar blaðamaður hafði samband við hann, var Þórir á heræfingu inni í skógi. Hvernig ætli þessi blanda af starfsframa hafi komið til hjá stráknum sem seldi Alþýðublaðið og Vísi og keypti sér Bæjarins beztu pylsu á 18 krónur fyrir sölulaunin? Vísir/Vilhelm „Þá fór þetta þannig fram að maður tók myndir á svart hvíta filmu en skrifaði fréttina á ritvél, eða einfaldlega handskrifaði hana á pappír. Fréttina og filmuna setti maður síðan í umslag, fór á Kastrup og leitaði að Íslendingalegu og vel treystandi fólki á flugvellinum og bað það um að flytja umslagið með sér heim,“ segir Þórir Guðmundsson þegar hann rifjar upp hvernig blaðamannastarfið fór fram í upphafi. Til dæmis þegar hann sem ungur maður var fréttaritari í Kaupmannahöfn. Var þá einhver á flugvellinum á Íslandi til að taka við umslaginu? „Nei fólki fannst nú bara sjálfsagt að flytja fréttamennskuna alla leið á Vísi,“ svarar Þórir og það er stutt í hláturinn. Því auðvitað hafa tímarnir svo sannarlega breyst frá því að þetta var. Þórir starfar í dag sem upplýsingafulltrúi á vegum utanríkisráðuneytisins hjá fjölþjóðaliði Atlantshafsbandalagsins í Tallinn í Eistlandi. „Ég er reyndar staddur á heræfingu inni í skógi akkúrat núna,“ sagði Þórir einmitt þegar blaðamaður nær tali af honum fyrst. Strákurinn sem eitt sinn bar út Alþýðublaðið og seldi Vísi í Reykjavík. Fór síðan reglulega á Bæjarins beztu og keypti sér pylsu fyrir sölupeningana. Sem þá kostuðu 18 krónur. Síðar sáum við Þóri í fjölmiðlum og ef við heyrum ekki af honum þar, virðist hann dúkka upp í einhverju spennandi og afar sérhæfðu starfi á alþjóðlegum vettvangi. Hvernig ætli þessi blanda hafi eiginlega komið til? Við höfum oft fylgst með Þóri segja okkur helstu fréttir dagsins en í þetta sinn er hann sjálfur viðmælandinn. Upphaflega ætlaði Þórir að verða ljósmyndari en þegar hann var í námi í Bandaríkjunum leist honum eiginlega ekkert á skólann og stjórnun hans, enda í innherjasamfélagi ítölsku mafíunnar.Vísir/Vilhelm Þrír ættliðir: Amma, mamma og Þórir Þórir er fæddur 18.október árið 1960. Fyrstu æviárin bjó hann með móður sinni og ömmu. „Við vorum þrír ættliðir í þessu húsi, amma, mamma, bræður hennar og síðan ég. Við bjuggum í smáíbúðarhverfinu, nánar tiltekið í Ásgarði. Þetta voru verkamannabústaðir en tíu ára flyt ég síðan á Seltjarnarnes.“ Þá var móðir hans, Þórunn, tekin saman við stjúpa Þóris, Guðmund, en þau eignuðust tvo syni saman; Erlend og Kristinn. „Mér var sagt að á Seltjarnarnesi væru ekkert nema villingar og auðvitað var það áskorun að vera barn að flytja á milli vinahópa á þessum aldri. En á fyrsta degi úti á Nesi var ég þó tekinn inn í hópinn og eignaðist æðislega góða vini þar. Þetta voru strákar sem voru í þeim leik að kasta bolta yfir bíl og þegar þeir sáu mig spurðu þeir strax hvort ég vildi ekki slást í hópinn.“ Þórir las mikið sem barn og hafði snemma áhuga á öllum fréttum. Líka því sem var í gangi í útlöndum. Sem unglingur ákvað hann að verða ljósmyndari. Sextán ára fékk hann starf á ljósmyndadeild dagblaðsins Vísis, sem að miklu leyti fór fram í myrkrakompu. Sú reynsla átti reyndar eftir að nýtast honum vel síðar, því í blaðamannastarfinu í útlöndum stunduðu blaðamenn það lengi vel að framkalla myndir inni á klósettum á hótelum og senda til heimalanda sinna. „Því það var auðvitað bara myrkur inni á klósetti.“ Þórir segist reyndar ekkert hafa ætlað að læra eftir gaggó. Fjölskyldan lagði hins vegar áherslu á að hann gerði það og því tók hann verslunarprófið í Verzlunarskólanum, einfaldlega vegna þess að það hafði mamma hans líka gert. Með skólanum vann hann á Vísi og dvaldi löngum stundum í myrkrakompunni en skaust til að taka myndir af fótboltaleikjum til að birta í dagblaðinu. „Hugmynd mömmu og ömmu var alltaf sú að ég myndi halda áfram að læra. En ég samdi við þær um að taka frí í eitt ár eftir skóla en ákvað síðan að fara til Bandaríkjanna og læra ljósmyndun.“ Þegar þangað var komið, kom Þórir sér fyrir á Rhode Island og hóf ljósmyndanám í einkareknum skóla. „Í hverfinu mínu bjuggu eiginlega aðeins Ítalir og mafían var greinilega mikið númer þarna. Það áttaði ég mig fljótlega á enda ófáar svartar drossíurnar sem maður sá á svæðinu. Satt best að segja var eins og skólinn sjálfur væri klipptur út úr einhverju Mafíu-weekly tímariti og stjórnun skólans var í samræmi við það. Skólastjórinn sjálfur veigraði sér ekkert við að reka nemendur úr skólanum hugnaðist honum það,“ segir Þórir sem ákvað eftir eitt ár að halda ekki áfram, heldur flytja sig um set, fara til Kansas og útskrifaðist þaðan með BA-próf í fjölmiðlafræði. Samhliða náminu, skrifaði Þórir fréttir fyrir Vísi og sendi heim til Íslands. „Til dæmis um stjórnmálabaráttu Ronald Reagan og Jimmy Carter,“ segir Þórir og vísar þar til forsetakosninga Bandaríkjanna árið 1981 þegar Ronald Reagan sigraði hinn síðarnefnda. Áður en sú barátta hófst, hafði Reagan sigrað í forkosningum Repúblíkanaflokksins en þar bauð sig einnig fram maður að nafni John. B. Anderson. Sem Þórir tók hálftíma símaviðtal við. „Eitt það skemmtilegasta sem mér fannst við að búa í Bandaríkjunum var hversu opið fólk var og hversu áhugasamt það var um skoðanir aðkomumannsins. Ég viðurkenni samt að mér finnst alveg ótrúlegt að forsetaframbjóðandi hafi gefið sér hálftíma í viðtal við einhvern krakka frá Íslandi sem var í námi. Því það er ekki eins og það viðtal hafi haft nokkurn möguleika á að hafa áhrif á framgangi kosninganna,“ segir Þórir og brosir. Á þessari mynd má sjá brosmildu og fallegu systurnar Sukhra og Najma Motassadi sem báðar þjást af hrörnunarsjúkdómnum MND. Rauði krossinn styður þær með heimakennslu í Kabúl, Afganistan. Myndin er tekin árið 2013 þegar Þórir starfaði sem sviðsstjóri hjálparstarfssviðs Rauða krossins heimsótti systurnar.Þórir Guðmundsson Undarlega drjúgir peningar Eftir námið tók við blaðamannastarf á Dagblaðinu Vísir, en þessi tvö dagblöð höfðu sameinast í lok árs árið 1980. Áður en Þórir fór heim, ákvað hann fyrst að ferðast um heiminn í sex mánuði. Já Þórir fór einfaldlega í heimsreisu. „Á þessum tíma var hægt að kaupa flugmiða hjá Pan American flugfélaginu sem þá var til og velja að ferðast í kringum hnöttinn. Þegar flugmiðinn var keyptur átti maður að ákveða hvort maður vildi þá fyrst fljúga til vinstri eða hægri og ég valdi að fljúga austur.“ Þórir byrjaði því að ferðast um Evrópu, fór síðan til Indlands og var þar í þrjá mánuði. „Kennari í Kansas hafði útvegað mér vinnu á dagblaði í Punjab en þegar að ég mætti á ritstjórnina þar með bréfið í vasanum, mundi ritstjórinn ekkert eftir því að hafa gefið loforð fyrir því starfi,“ segir Þórir og bætir við: „Hann samþykkti þó að ég mætti koma til starfa en ég ákvað nú samt að slá ekki til. Því á þessum tíma háðu blóðuga baráttu Hindúar annars vegar og Síkar hins vegar. Faðir ritstjórans hafði verið veginn af Síkum og ég sá einhvern veginn ekki fyrir mér að ég færi að starfa sem blaðamaður á þjóðernissinnuðu Hindúadagblaði í ástandi eins og þá ríkti.“ Þórir framfleytti sér þó með blaðamennsku og hélt áfram að skrifa og sendi fréttir til Íslands. „Ég tók til dæmis viðtal við hryðjuverkamann sem hafði líf margra á samviskunni en var drepinn skömmu síðar af hermönnum Indira Gandhi, sem síðan var sjálf veginn af lífvörðum sínum.“ Áður en heimsreisunni lauk ferðaðist Þórir til Tælands, Nepal og Hawai. „Ég endaði síðan á Ólympíuleikunum í Los Angeles og sendi þá fréttir þaðan á DV.“ En hvernig hafðir þú efni á þessari reisu, dugðu blaðamannatekjurnar alveg til? Ég spurði mömmu reyndar um þetta mörgum árum síðar. Hvort launin mín hefðu alltaf dugað því á þessu ferðalagi einsetti ég mér að eyða aldrei meira en tíu dollurum á dag. Innifalið í þessu var þá hótel, matur og allt annað. En ég sá nú á svipnum sem kom á mömmu að eflaust hef ég ekki alveg náð að kosta þessa ferð með laununum mínum einum og sér.“ Þórir og Adda Steina kynntust þegar Adda Steina gagnrýndi Þóri fyrir frétt sem hann flutti um Kýpurdeilurnar árið 1986. Þótt skötuhjúin séu búin að vera saman síðan þá, eigi tvo uppkomna syni og hafa ferðast og búið víða um heim, segir Þórir málið um Kýpurdeilurnar óuppgert enn. Þessi mynd af hjónunum var tekin í maraþoninu í Tallin 2023. Þórir Guðmundsson Ástin og leiðtogafundurinn Þegar Þórir hóf störf sem blaðamaður voru ritstjórar Þorsteinn Pálsson og Ólafur Ragnarsson og Þórir segir að alla tíð hafi hann kynnst ótrúlega mörgu áhugaverðu fólki í fjölmiðlabransanum. „Ég átti alltaf gott aðgengi að Vísi og síðar Dagblaðinu Vísi. Starfaði þar með námi og í jóla- og sumarfríum ef svo bar undir. En síðan langaði mig til að breyta til og sótti um starf fréttamanns hjá RÚV sem var auglýst og pólitískt útvarpsráð greiddi atkvæði um. Ég fékk reyndar ekki flest atkvæðin. Ég fékk fjögur atkvæði en annar umsækjandi fimm. Ég var samt ráðinn,“ segir Þórir án þess að skýra svo sem út hvað olli því að ekki var ráðið til starfa samkvæmt niðurstöðum atkvæðagreiðslunnar. „Á RÚV er ég í um það bil ár þegar Páll Magnússon tekur að sér það hlutverk að setja saman fréttastofu Stöðvar 2. Ég er viss um að hann hafi leitað til mín síðast allra enda ekki allir til í að fara út í þá vitleysu að starfa fyrir þetta nýja fyrirbæri, einkarekna sjónvarpsstöð. Ég var samt alveg til, sá þetta vel fyrir mér og hef aldrei séð eftir því að hafa slegið til. Þetta var heldur ekki í síðasta sinn sem ég tók skyndiákvörðun um að skipta um starf, alltaf til góðs.“ Allt kapp var lagt á að fréttastofan hæfi útsendingar þegar einn stærsti viðburður samtímasögunnar á tuttugustu öld var haldinn: Leiðtogafundur Reagan Bandaríkjaforseta og Gorbachev forseta þáverandi Sovétríkjanna í október 1986. Leiðtogafundurinn var haldinn á föstudegi og laugardegi og síðan framlengdur þannig að sunnudagurinn bættist við. Fundurinn sem slíkur virtist á þessum tíma hafa skilað litlu en það breytti því ekki að þetta var risastór viðburður á Íslandi. Við lögðum allt í sölurnar að koma fyrsta fréttatímanum í loftið en það einfaldlega hrundi allt hjá okkur sem gat hrunið.“ Og hvað gerðist? „Nú við misstum af fundinum. Fyrsti fréttatíminn okkar fór út á mánudeginum,“ svarar Þórir og brosir. En það var nú annað og meira sem gerðist á þessum dögum. „Ég var líka fréttaritari fyrir Reuters á þessum tíma og hafði meira að segja fengið að vita það fimm mínútum áður en það varð opinbert að leiðtogafundurinn yrði haldinn. Svo ég gæti undirbúið þá frétt fyrir Reuters. Á þessum fimm mínútum náði ég að bóka heilt hótel með 30 herbergjum í Reykjavík sem var auðvitað rosalega gott því þau herbergi fylltum við öll af blaðamönnum Reuters,“ segir Þórir og bætir við: „Og þetta var frekar skringileg staða að vera í. Því ég hafði sérhæft mig í erlendum fréttum en þar sem okkur tókst ekki að koma út fréttatíma Stöðvar 2 var ég í fyrsta sinn svo að segja atvinnulaus þegar þessi risastóri heimsviðburður var haldinn. Í þessu atvinnuleysi mætti ég samt á fundi sem voru haldnir í fjölmiðlamiðstöð fyrir erlenda fréttamenn og það var einmitt Adda Steina sem sá um utanumhaldið fyrir þá fundi.“ Sumsé: Eiginkona Þóris, Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir prestur og verkefnastjóri, stýrði fjölmiðlamiðstöðinni umræddu. Þórir og Adda Steina kvæntust tveimur árum síðar en þau eiga saman synina Unnar Þór, sem fæddur er árið 1991 og Björn, sem fæddur er árið 1995. „Við höfðum reyndar hist nokkrum sinnum áður án þess að vita af því. Á Grænlandi í eitt sinn og í eitt skipti þegar ég fór til Kýpur sagði ræðismaður Íslands við mig þar: Þú rétt misstir af stelpu sem er búin að vera hér í allan vetur og þú hefðir helst þurft að hitta….,“ segir Þórir og hlær. „Við kynntumst samt fyrst í alvöru þegar við hittumst aftur á Gauk á stöng. Sem er frekar fyndið því að við vorum lítið í kráarstandi á þessum tíma og eiginlega með ólíkindum að við höfum kynnst á Gauknum. En svo vildi nú til að þetta kvöld var verið að halda upp á stofnun starfsmannafélags Stöðvar 2 og þar sem ég sat við eitt borðið með nokkrum félögum mínum, kom Adda Steina að tali við mig til að gagnrýna mig fyrir frétt sem ég hafði skrifað um Kýpurdeilurnar.“ Sem Þórir segir þau hjónin reyndar enn ekki vera búin að útkljá. Skemmtileg hópmynd af fréttastofufólki Stöðvar 2 sem vann að kosningasjónvarpinu árið 2018. Þórir segir upphafsár Stöðvar 2 hafa verið ótrúlega skemmtilegan tíma líka, þar sem fréttamenn hefðu leyft sér alls kyns hluti. Jafnvel að gantast og hlæja í setti sem var algjörlega óþekkt á þeim tíma.Þórir Guðmundsson Gantast í fréttasetti Þórir segir að upphafsárin á Stöð 2 hafi verið yndislegur, skemmtilegur og frábær tími á alla enda og kanta. Þetta var ofboðslega skemmtilegur hópur sem valdist þarna inn, mikið fjör og mikið af ungu fólki sem var í fyrsta sinn að máta sig við sjónvarp því fram að þessu höfðu það aðeins verið dagblöðin og síðan RÚV. Fréttatímar Ríkisútvarpsins á þessum tíma höfðu verið fremur stirðir á meðan við leyfðum okkur alls kyns hluti á Stöð 2. Jafnvel að gantast og hlæja í setti sem var algjörlega óþekkt á þessum tíma.“ Þórir segir fréttastofuna hafa fengið algjört sjálfstæði og þótt reksturinn hafi verið erfiður þessi fyrstu rekstrarár, bitnaði það ekki á starfsmönnum. „Nei nei. Þeir skulduðu reyndar út um allt en það var alltaf passað upp á að laun starfsmanna væru greidd,“ segir Þórir alvarlega. Og það sem meira var; Launin töldust mjög rausnarleg! „Það var ekki borgað fyrir neina yfirvinnu heldur var hún innifalin í laununum. Enda unnum við öll yfir okkur, það var svo gaman! Þetta var mikið hugsjónarstarf og draumi líkast að vera í svona starfi og fá í ofanálag ágætlega borgað fyrir.“ Þórir og Adda Steina ákváðu samt að flytja til Ungverjalands. „Við höfðum ákveðið snemma í sambandinu okkar að prófa að búa í útlöndum og völdum Ungverjaland því þar hafði ég verið áður og Búdapest var vel staðsett upp á að fara í fréttaferðir til ríkja Austur-Evrópu.“ Þetta var rétt eftir að Berlínarmúrinn féll og austur Evrópa opnaðist. Um tíma framfleyttu ungu hjónin sér meðal annars með því að keyra á milli kosningastaða í löndum eins og Ungverjalandi, Þýskalandi, Rúmeníu, Serbíu, Króatíu, Slóveníu, Tékklandi, Litháen og fleiri staða og skrifa fréttir til að senda til Íslands. Áður en þau héldu heim, fóru þau í heimsreisu sem endaði í Ástralíu og kostuðu ferðina meðal annars með því að taka viðtöl við fólk á Indlandi, í Nepal og í Ástralíu og senda þætti og fréttir heim. Síðan var farið heim. Eldri sonurinn fæddist þar og kominn tími til að byggja upp börn og bú. „Feðraorlof var auðvitað ekki til á þessum tíma og almennt ekki gert ráð fyrir því að pabbinn fengi frí þótt barn fæddist. Það skal því alveg viðurkennast að það lenti á Öddu Steinu sem móður að vera með drengina heima fyrst eftir að þeir fæddust.“ Þótt Þórir og Adda Steina hafi búið við erfiðar aðstæður á sumum stöðum og Þórir oft orðið vitni að mikilli neyð, segir hann erfiðleikana ekki það sem kemur fyrst upp í hugann þegar talið berst að hjálparstarfi erlendis, heldur þeim ótrúlega lífsvilja sem fólk hefur. Hér er verið að dreifa matvælum frá Rauða krossinum eftir gífurleg flóð í Bangladess árið 1998. Þórir Guðmundsson Rafmagnsleysi, gasleysi og alls kyns aðstæður Árið 1993 fluttu Þórir og Adda Steina til Brussel þar sem Þórir fór í meistaranám í alþjóðasamskiptum. Þau stórtíðindi voru að gerast í Evrópu að EES samningurinn varð til, en með þeim samningi varð til stærsta samræmda markaðssvæði heims. Samningurinn breytti heilmiklu fyrir bæði íbúa og rekstraraðila á því svæði sem samningurinn nær til. Yngri sonurinn fæddist í Brussel og segir Þórir dagana hafa gengið þannig fyrir sig að á daginn vann hann að fréttum sem hann sendi til fréttastofu Stöðvar 2 og Bylgjunnar en á kvöldin sótti hann skólann. Adda Steina sá að mestu um uppalendahlutverkið og aftur bjó Þórir í húsi þar sem þrír ættliðir bjuggu saman því foreldrar Öddu bjuggu þar einnig. Þegar heim var komið, ákvað Þórir að söðla um árið 1996, sagði skilið við fréttamennskuna og gerðist sendifulltrúi Rauða kross Íslands. Fyrst sem upplýsingafulltrúi á svæðisskrifstofu fyrir Mið-Asíu í fyrrum Sovétríkjunum og síðar sem upplýsingafulltrúi í Asíu- og Kyrrahafslöndum. Hvernig kom þetta til? „Ég fór til Afganistan og gerði þátt um starf Rauða krossins í tengslum við fjáröflun fyrir verkefnum á stríðssvæðum. Ég heillaðist algjörlega af starfi Rauða krossins og var síðar boðið að fara á námskeið fyrir sendifulltrúa. Sem þýðir að eftir námskeiðið var ég kominn í hóp fólks á viðbragðslista og þar af leiðandi tilbúið til að bregðast við hinum ýmsu aðstæðum ef kallið kæmi. Það kom síðan að þessu símtali því eitt sinn var hringt í mig og ég hvattur til að sækja um starf sendifulltrúa í tvö ár í Mið Asíu.“ Úr varð að frá árinu 1996-1998 bjuggu Þórir og Adda Steina með synina tvo í Kasakstan. Ég var mjög oft ekki heima og það kom nær algjörlega í hlut Öddu Steinu að sjá um synina. Aðstæðurnar voru verulega slæmar hjá íbúum Kasakstan á þessum tíma því þar hafði orðið nær algjört efnahagshrun. Afleiðingarnar voru meðal annars þær að meðalaldur lækkaði um átta ár og margir urðu illa úti. Orkuskortur var nokkuð tíður, heilu blokkirnar án gas og rafmagns og fólk að grilla mat yfir opnum eldi fyrir utan fjölbýlishús til að bjarga sér.“ Starfið var samt mjög gefandi að sögn Þóris en þegar boðið kom um að flytjast til Malasíu fannst fjölskyldunni hún vera að komast í algjöran lúxusheim, svo mikill var aðbúnaðarmunurinn. „Eflaust hefði okkur ekkert endilega fundist Malasía svona mikið ríkidæmi ef við hefðum verið að koma frá Íslandi. En komandi frá Kasakstan fannst okkur þetta mikill lúxus.“ Eftir miklar öfgar í veðurfari í Kasakstan var stöðug molla í Malasíu, hitinn iðulega 28-32 gráður. Á þeim tæpum tveimur árum sem hann starfaði við svæðisskrifstofu Alþjóða Rauða krossins í Kuala Lumpur kynntist hann margvíslegri neyð í löndunum í kring. Hjálparstarf vegna hamfara eins og flóða, hungursneyða, stjórnarbyltinga og fleira var á verkefnalistanum. Eins og áður, fólst starfið oft í því að Þórir var nokkuð fjarverandi frá fjölskyldunni vegna starfa sinna en árið 1999 flutti fjölskyldan aftur til Íslands því þá hafði losnað um starf upplýsingafulltrúa Rauða krossins. „Synirnir voru líka komnir á þann aldur að við vissum að annað hvort þyrftum við að vera lengi úti, eða að fara heim og leyfa þeim að festa rætur þar. Við ákváðum að gera það.“ Þórir starfaði sem upplýsingafulltrúi og yfirmaður útbreiðslusviðs Rauða krossins þar til árið 2005. „Þá heyrði ég af því skemmtilega verkefni að það ætti að stofna fréttastofuna NFS. Mig langaði strax að vera með og þröngvaði Sigmund Erni vin minn og fréttastjóra nýju fréttastofunnar til að ráða mig.“ Skemmst er frá því að segja að stöðin lifði í níu mánuði. Þórir kynntist því vel í starfi fyrir Rauða krossinn á Íslandi hversu sterkt net sjálfboðaliða í öllum sveitafélögum á Íslandi er. Þar sem allir viðbragðsaðilar koma að málum og eru reiðubúnir til að vinna sólahringum saman ef þess þarf. Náttúruhamfarir hafa oft herjað á landsbyggðina en önnur neyð sé líka mikil í Reykjavík, þar sem sjálfboðaliðar styðja við bakið á fíklum, fólki með geðröskunum, flóttafólki og fleirum. Vísir/Vilhelm Hamfarir og hjálparstarf á Íslandi Eftir stutt ævintýri NFS flutti Þórir sig um set og varð ritstjóri Vísis. „Fyrirtækið D3 rak þá vefmiðilinn og á þessum tíma voru væntingar um að fjárfest yrði fyrir töluverðar upphæðir í vefmiðlinum enda væru veruleg tækifæri í slíkum rekstri,“ segir Þórir og bætir við: „Þessar áætlanir gengu ekki eftir en þegar mér var hætt að lítast á blikuna fann ég að mig langaði aftur í sjónvarp og í kjölfarið réði ég mig sem varafréttastjóra Stöðvar 2.“ Þess skal getið að umræddir miðlar voru síðar í eigu 365 miðla og enn síðar í eigu Sýnar, að undanskildu Fréttablaðinu. Vísir er í eigu Sýnar. „Þungir skýjabakkar farnir að gera vart við sig í efnahagslífinu og maður vissi svo sem að útlitið væri dökkt.“ Í september 2008 losnaði sviðstjórastarf Alþjóðasviðs hjá Rauða krossinum. „Ég sendi inn umsókn og viðurkenni að umsóknina um starfið setti ég í pósthólfið hjá Rauða krossinum rétt fyrir miðnætti kvöldið sem fresturinn rennur út. Ég fékk það starf og nokkrum dögum síðar hrundi Ísland,“ segir Þórir. Hann man, eins og svo margir, nákvæmlega hvar hann var 6.október þegar Geir H. Haarde þáverandi forsætisráðherra blessaði Ísland í beinni útsendingu. „Ég man að ég horfði út um gluggann og bjóst eiginlega við því að sjá einhverja skriðdreka renna niður Háaleitisbrautina því þetta var í rauninni þannig augnablik fyrir Ísland,“ segir Þórir og lýsir því hvernig hvert neyðarverkefnið á fætur öðru fylgdi. Því árið 2010 var Eyjafjallagosið. Sem ekki aðeins hafði áhrif á flugsamgöngur víða um heim vegna ösku, heldur lagði svarta gjósku yfir stórt svæði. Og varla að hægt væri að sjá nokkurn skapaðan hlut, svo mikill mökkur var í loftinu. „Margir gera sér ekki grein fyrir því hvernig hjálparstarfið á Íslandi virkar og hvers vegna það getur gerst strax í kjölfar hamfara að settar eru upp fjöldahjálparstöðvar þar sem sjálfboðaliðar um land allt tryggja íbúum og viðbragðsaðilum á hamfarasvæðum til dæmis mat, aðhlynningu eða stuðning,“ segir Þórir. Rétt eins og verið hefur síðustu vikur vegna íbúa í Grindavík. Málið er að það er stöðugt unnið að því að þjálfa sjálfboðaliða um allt land í að veita þessa þjónustu, sem þýðir í raun að allir viðbragðsaðilar sem koma að slíkum málum, Landsbjörg, Rauði krossinn og aðrir nýta dauðu tímana til að búa sig undir það þegar áföll dynja á.“ Þess vegna eru til staðar sjálfboðaliðar um land allt, reiðubúnir að bregðast við ef þarf. Síðustu vikurnar höfum við síðan fylgst með þessum sjálfboðaliðum að störfum vegna rýmingarinnar í Grindavík og eldgosið sem nú er á Reykjanesskaga. „Þetta er gífurlega sterkt net þar sem fólk í hverju sveitarfélagi er tilbúið til að gefa af sér sjálfboðavinnu fyrir sitt nærumhverfi og hefur þjálfun til þess að bregðast við alls kyns erfiðum aðstæðum. Fólk sem vinnur sólahringum saman ef svo ber undir. Í Eyjafjallagosinu urðu til dæmis margir að yfirgefa heimili sitt og hafði engan stað að hverfa til enda allt í sóti og myrkri.“ Þórir segir þann tíma hafa verið mjög gefandi þegar unnið var að því í ferðum um landið að þjálfa fólk. Eftir sjö ár sem yfirmaður hjálpar- og mannúðarsviðs Rauða krossins sótti hann um starf sem forstöðumaður Rauða krossins í Reykjavík og þá færðist hann yfir í verkefni á höfuðborgarsvæðinu. „Þar kynntist ég annars konar neyð og annars konar grasrót sjálfboðaliða. Því í Reykjavík er unnið gífurlega mikilvægt hjálparstarf þar sem verið er að aðstoða ýmsa hópa sem búa við þrengingar; fólk sem neytir fíkniefna, fólk með geðröskun, flóttamenn og aðra sem þurfa á margvíslegum stuðningi að halda.“ Það má segja að Þórir hafi ýmist starfað í fréttum eða á fréttaslóðum. Myndir efri/neðri fv.: Í fréttasetti, í tíu gráðu gaddi í Úsebekistan árið 1997, í eftirlitsferð í Gambíu og við einn af tólf flutningabílum sem sendir voru til Úkraínu með færanlegu sjúkrahúsi sem Íslendingar gáfu úkraínska hernum.Þórir Guðmundsson Í fréttum er þetta helst… Þórir segir að oft hafi það verið þannig í hans tilfelli að þegar hann er búinn að vera ánægður í góðu og gefandi starfi í nokkur ár, fari hann ósjálfrátt að líta í kringum sig. „Hið óvenjulega gerðist að fréttastjórastarf Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis var auglýst í kjölfar þess að Sýn keypti miðlana af 365 miðlum. Á Íslandi hefur gjarnan verið ráðið beint í slík störf,“ segir Þórir og bætir við: „Ég ákvað að sækja um, samt alveg viss um að ég fengi ekki starfið því að það væri búið að ákveða hver yrði ráðinn. Síðan var ég boðaður á fund og síðan enn fleiri fundi sem allir voru einstaklega ánægjulegir því þeir sem stóðu að ráðningunni vildu helst ræða almennt um stöðu og strauma í fjölmiðlum, sem ég hafði töluverðar skoðanir á. Þar kynntist ég Birni Víglundssyni, sem stýrði þessum nýja fjölmiðlahluta Sýnar.“ Þóri var síðan boðið starfið og viðurkennir að á því hafi hann einfaldlega ekki átt von á. „Ég þáði auðvitað starfið og við tók mjög ánægjulegt uppbyggingarstarf með frábæru fólki. Ég gat ekki valið mér betri vinnufélaga og ég fékk það einstæða verkefni að hreinlega teikna upp fréttastofu því að við fengum nýtt húsnæði þegar fréttastofan flutti á Suðurlandsbrautina.“ Þórir segir góðan anda hafa mætt honum hjá starfsmönnum allra miðlanna sem unnu að fréttum. „Ég man að á fyrstu dögunum sögðu mér margir að samvinnan á milli miðlanna væri einmitt svo góð: Stöðvar 2, Bylgjunnar og síðan íþróttafrétta. Að heyra þetta orð ,,samvinna“ sagði mér samt bara eitt: Fólk upplifði sig ekki í sama hópnum heldur þremur sem hefðu samvinnu sín á milli. Ég sá hins vegar strax fyrir mér einn hóp.“ Smátt og smátt og þó með markvissri vinnu, breyttist þetta. „Til að fréttastofa vinni sem einn hópur þarf hver og einn að vinna fyrir alla miðlana; sjónvarpsfréttamaður að koma fréttinni á framfæri líka á Bylgjunni og Vísi og sömuleiðis fréttamaður á Vísisvakt hugi sömuleiðis að birtingu á Stöð 2 og Bylgjunni. Og ég get ekki betur séð en að þannig sé það enn í dag. Þá fólst í því mikil hvatning að 2020 hlaut nýr fréttaskýringaþáttur okkar, Kompás, blaðamannaverðlaunin, í fyrsta sinn sem þau komu í hlut fréttastofunnar í nokkuð mörg ár. Að hljóta slík verðlaun fyrir verk sín er mikil hvatning fyrir fólk sem sinnir sínu af jafn miklum metnaði og þarna er gert,“ segir Þórir og bætir við: „Því auðvitað erum við með RÚV til hliðsjónar og allt það fjármagn sem þar er. Við vorum nokkra starfsmenn í hlutastarfi í rannsóknarvinnu fyrir Kompás þáttinn okkar í samanburði við níu manns í fullu starfi hjá RÚV og svo mætti lengi telja. Sem er í rauninni mjög gott og eðlilegt því helst þurfa fréttamenn að geta sinnt rannsóknarvinnu í næði og fá til þess það svigrúm sem þarf. En ekki að vinna rannsóknarvinnu samhliða annarri fréttamennsku eins og raunin er, miðað við það rekstrarumhverfi sem einkareknum fjölmiðlum er boðið upp á.“ Þórir segir aðstöðumuninn líka mikinn á milli miðla. Himinn og haf sé á milli starfsöryggisins hjá RÚV í samanburði við einkareknu miðlana og svo mætti lengi telja. „Launin eru síðan alltof lág og ég vill því meina að samfélagið hafi til margra ára verið að fá mjög mikið fyrir lítið. Menn eru að skrifa þrjár, fjórar, fimm fréttir á dag. Ungur fréttamaður þarf kannski að sinna því verkefni að ræða við forsætisráðherra, skrifa frétt, fyrirsögn og myndatexta sem er komið í birtingu innan tíu mínútna. Álagið sem tímapressan skapar ein og sér er gífurlega mikið og í ofanálag þarf viðkomandi að passa upp á að allt sé hárrétt, enda fær hann athugasemdir yfir sig fyrir hverja ambögu og ásláttarvillu.“ Þá sé vinnutíminn langur því fólk sem starfar í fjölmiðlum er alltaf með augu og eyru opin. „Þess vegna er oft talað um að fréttamennskan sé í rauninni ekki starf heldur lífsmynstur.“ Það sem Þórir segir í raun skýra út hvers vegna svo margt hæfileikaríkt fólk starfar við fréttir sé hversu fjölbreytt starfið sé. „Enda felst lausnin ekkert endilega í því að greiða fólki bara hærri laun. Það er alveg vitað. Staðan má samt ekki vera þannig að fjölmiðlar séu reglulega að missa frá sér gott fólk vegna þess að fólk þiggur ítrekað fyrsta upplýsingafulltrúastarfið sem býðst, jafnvel á tvöföldum launum miðað við fréttamannsstarfið. Sem er vel skiljanlegt því fólk ber auðvitað ábyrgð gagnvart fjölskyldu sinni.“ En hvernig metur þú stöðu einkarekinna fjölmiðla á Íslandi í dag? „Staðan í dag er ekki beisin, það verður að viðurkennast. En ég trúi því að fjölmiðlar séu smátt og smátt að fara aftur í gamla horfið sem þýðir að þeir sem njóta frétta borga fyrir þær. Við sjáum að þetta er að takast vel hjá miðlum eins og Heimildinni og það sama á við um marga erlenda miðla eins og New York Times, Washington Post, The Guardian og fleiri.“ Í ljósi þess að erlendir samfélagsmiðlar séu sífellt að sópa til sín stærri hluta íslenskra auglýsingatekna sé ljóst að á endanum þurfi nýtt tekjumódel. „Alþjóðlegu samfélagsmiðlarnir eru eins og ryksugur á auglýsingafé þannig að ef fram fer sem horfir, hlýtur þróunin að verða sú að miðlarnir þurfa að selja sitt efni og afla þannig tekna í hæfilegu blandi við auglýsingatekjur. Hjá Vísi er þessi þróun byrjuð að hluta til með viðskiptavefnum Innherja.“ Í ágúst 2021 var Þóri sagt upp hjá fyrirtækinu. „Ég skil mjög sáttur við fréttastofu á góðum stað“ sagði Þórir í fjölmiðlaviðtölum meðal annars, en vitað var að uppsögnin kom honum og öðrum á óvart á sínum tíma. Skýringin var fyrirhuguð endurskipulagning fréttastofunnar. „Á Sýn virkar þetta þannig að fólk hættir samstundis fái það uppsögn. Sem þýddi að ég var í sex mánuði á launum og hafði því góðan tíma til að ákveða næstu skref. Mér bauðst til dæmis sjálfboðastarf hjá Alþjóða Rauða krossinum í Búdapest sem ég þáði og var þar í tvo mánuði. Það fólst í því að styðja við útgerð björgunarskips á Miðjarðarhafinu, enda hafði ég áður verið skipverji á slíku skipi nokkrum árum áður. Skipið aðstoðar flóttafólk í stórhættulegum aðstæðum, eftir að leggja út á Miðjarðarhafið í vanbúnum bátum.“ Þessum unga dreng var bjargað upp úr gúmbát úti á reginhafi þegar Þórir starfaði á björgunarbáti Rauða krossins á Miðjarðarhafi. Það var síðan að morgni 24.febrúar 2022 sem Þórir fékk símtal frá Utanríkisráðuneytinu. Um nóttina höfðu Rússar ráðist inn í Úkraínu. Þórir var spurður hvort hann væri til í að fara til Litháen sem fulltrúi Íslands í fjölþjóðaliði Atlantshafsbandalagsins. Sem Þórir var reiðubúinn til að gera og um tveimur mánuðum síðar fluttist hann til Eistlands.Þórir Guðmundsson Öll árin í hjálparstarfi víðs vegar um heiminn hafði Þórir líka tamið sér að skrifa samtöl og atburði í minnisbækur. „Ég hafði geymt allar þessar bækur og fann þegar ég fór að lesa og grúska í þeim að mig langaði til að koma þessum sögum út.“ Úr varð að bókin Í návígi við fólkið á jörðinni var gefin út árið 2022, en þá var Þórir reyndar aftur komin út í heim. Í þetta sinn aleinn. Fjölskyldan Þórir segir að þrátt fyrir að í hjálparstarfi verði maður oft vitni að mjög erfiðum aðstæðum og mikilli neyð, séu það þó ekki erfiðleikarnir sem standa upp úr í minningunni þegar hann lítur til baka. „Það er frekar þessi ótrúlegi lífsvilji sem manni mætir hjá fólki sem þó hefur kannski misst allt sitt eða býr við hræðilegar aðstæður.“ Sem dæmi segir Þórir frá einstæðri móður sem bjó með börnin sín þrjú í koju úti á flóðasvæði. „Því vegna flóða í Bangladesh var vatnið komið upp hálft húsið. Þannig að í tvo mánuði hafði hún búið með börnunum sínum í kojum rétt fyrir ofan flóðvatnið. Hún hafði komið stórum potti fyrir ofan annan pott sem í var eldiviður. Hún setti hrísgrjón í efri pottinn og eldaði þannig mat fyrir fjölskylduna.“ Að morgni dags þann 24.febrúar 2022, sat Þórir síðan heima hjá sér og fylgdist með ískyggilegum fréttum frá Úkraínu. En fær þá símtal. Um nóttina höfðu Rússar ráðist inn í Úkraínu og símtalið sem ég fékk var frá Utanríkisráðuneytinu. Ég var spurður hvort ég væri tilbúinn til að fara til Litháen sem fulltrúi Íslands í fjölþjóðaliði Atlantshafsbandalagsins. Sem ég var reiðubúinn að gera.“ Það var frekar einmanalegt að vera allt í einu einn í útlöndum og án fjölskyldunnar segir Þórir, sem upplifði það í fyrsta sinn á ferlinum árið 2022. Síðustu mánuði hefur Adda Steina verið hjá honum í Tallin en jólin halda þau hjónin á Íslandi. Þórir klárar samninginn sinn í febrúar 2024.Vísir/Vilhelm Aftur var Þórir því komin til útlanda en í þetta sinn sem upplýsingafulltrúi í fjölþjóðaliði, en um tuttugu aðildarríki Atlantshafsbandalagsins leggja þessu starfi liðsafla. Eftir tvo mánuði í Litháen opnaðist starf í Eistlandi, Þórir fór þangað og hefur verið þar í eitt og hálft ár. Sem í raun skýrir loks hvers vegna Þórir var staddur á heræfingu inni í skógi. „Flesta daga er ég þó bara staddur á skrifstofu í höfuðstöðvum eistneska hersins í Tallin í Eistlandi,“ segir Þórir og lætur mjög vel af borginni og íbúum þess. „Það sem ég áttaði mig þó ekki almennilega á fyrr en ég var komin út var að í fyrsta sinn var ég komin í starf erlendis þar sem fjölskyldan var ekki með mér. Ég get alveg viðurkennt að það fannst mér einmanalegt.“ Sem betur fer, hefur Adda Steina verið í Tallin líka síðustu mánuði og þegar þetta er ritað, eru hjónin á leiðinni til Íslands. Ég klára samninginn minn hér í lok febrúar en það er æðislega gaman að vera að fara heim og hitta strákana okkar, halda jólin með fjölskyldunni eftir að hafa ekki séð þau í langan tíma og skjóta upp flugeldum með vinum og vandamönnum. Ég held að hátíðir séu aldrei stærri en á Íslandi. Sérstaklega þegar maður kemur frá útlöndum.“ Starfsframi Íslendingar erlendis Vinnustaðurinn Hjálparstarf Utanríkismál Fjölmiðlar Helgarviðtal Atvinnulífsins Tengdar fréttir „Einu sinni var ég svo blankur að ég átti ekki fyrir mat“ „Mamma sendi mér styrkinn úr lánasjóðnum í umslagi með pósti. Hún pakkaði peningunum inn í álpappír,“ segir Eyjólfur Pálsson stofnandi Epal þegar hann rifjar upp námsárin sín í Danmörku. 5. nóvember 2023 08:00 Taldi jafnvel líkur á að eiga ekki afturkvæmt til Íslands eftir starfið í Rannsóknarnefnd Alþingis „Mér fannst þetta stór ákvörðun að taka og velti henni alvarlega fyrir mér. Enda hafði ég á tilfinningunni að ég myndi jafnvel ekki eiga afturkvæmt til Íslands ef ég þæði boðið,“ segir Sigríður Benediktsdóttir hagfræðingur þegar talið berst að setu hennar í Rannsóknarnefnd Alþingis á sínum tíma. 21. ágúst 2023 07:00 „Strákarnir í MR sögðu oft að þeir þyrftu að frelsa okkur úr þessu fangelsi“ Það er ekki hægt að ímynda sér hversu margir hafa fundið draumastarfið sitt með aðstoð Katrínar S. Óladóttur. Sem einfaldlega allir þekkja ef svo má segja. Að minnsta kosti innan atvinnulífsins. 10. september 2023 08:00 Sendur ungur til Danmerkur vegna agaleysis á Akureyri Fyrir tveimur árum síðan kom netfataverslunin Boozt inn á íslenska markaðinn. Með látum má segja. Velti til dæmis netversluninni Asos úr sessi með markaðshlutdeild á aðeins örfáum vikum. Og samkvæmt frétt Innherja Vísis haustið 2021, versluðu Íslendingar fatnað hjá Boozt fyrir tæpan milljarð fyrsta hálfa árið. „Það ætlaði allt um koll að keyra,“ er kannski orðatiltæki sem ætti vel við hér. 4. júní 2023 08:00 Kvenskörungurinn Fida: „Fyrstu þrjú árin á Íslandi voru ógeðsleg“ „Fyrstu þrjú árin á Íslandi voru ógeðsleg,“ segir Fida Abu Libdeh og hlær. Að sjálfsögðu ekki í orðsins fyllstu merkingu og þó: Þessi fyrstu ár voru vægast sagt ótrúlega erfið. 28. ágúst 2023 07:00 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
Til dæmis þegar hann sem ungur maður var fréttaritari í Kaupmannahöfn. Var þá einhver á flugvellinum á Íslandi til að taka við umslaginu? „Nei fólki fannst nú bara sjálfsagt að flytja fréttamennskuna alla leið á Vísi,“ svarar Þórir og það er stutt í hláturinn. Því auðvitað hafa tímarnir svo sannarlega breyst frá því að þetta var. Þórir starfar í dag sem upplýsingafulltrúi á vegum utanríkisráðuneytisins hjá fjölþjóðaliði Atlantshafsbandalagsins í Tallinn í Eistlandi. „Ég er reyndar staddur á heræfingu inni í skógi akkúrat núna,“ sagði Þórir einmitt þegar blaðamaður nær tali af honum fyrst. Strákurinn sem eitt sinn bar út Alþýðublaðið og seldi Vísi í Reykjavík. Fór síðan reglulega á Bæjarins beztu og keypti sér pylsu fyrir sölupeningana. Sem þá kostuðu 18 krónur. Síðar sáum við Þóri í fjölmiðlum og ef við heyrum ekki af honum þar, virðist hann dúkka upp í einhverju spennandi og afar sérhæfðu starfi á alþjóðlegum vettvangi. Hvernig ætli þessi blanda hafi eiginlega komið til? Við höfum oft fylgst með Þóri segja okkur helstu fréttir dagsins en í þetta sinn er hann sjálfur viðmælandinn. Upphaflega ætlaði Þórir að verða ljósmyndari en þegar hann var í námi í Bandaríkjunum leist honum eiginlega ekkert á skólann og stjórnun hans, enda í innherjasamfélagi ítölsku mafíunnar.Vísir/Vilhelm Þrír ættliðir: Amma, mamma og Þórir Þórir er fæddur 18.október árið 1960. Fyrstu æviárin bjó hann með móður sinni og ömmu. „Við vorum þrír ættliðir í þessu húsi, amma, mamma, bræður hennar og síðan ég. Við bjuggum í smáíbúðarhverfinu, nánar tiltekið í Ásgarði. Þetta voru verkamannabústaðir en tíu ára flyt ég síðan á Seltjarnarnes.“ Þá var móðir hans, Þórunn, tekin saman við stjúpa Þóris, Guðmund, en þau eignuðust tvo syni saman; Erlend og Kristinn. „Mér var sagt að á Seltjarnarnesi væru ekkert nema villingar og auðvitað var það áskorun að vera barn að flytja á milli vinahópa á þessum aldri. En á fyrsta degi úti á Nesi var ég þó tekinn inn í hópinn og eignaðist æðislega góða vini þar. Þetta voru strákar sem voru í þeim leik að kasta bolta yfir bíl og þegar þeir sáu mig spurðu þeir strax hvort ég vildi ekki slást í hópinn.“ Þórir las mikið sem barn og hafði snemma áhuga á öllum fréttum. Líka því sem var í gangi í útlöndum. Sem unglingur ákvað hann að verða ljósmyndari. Sextán ára fékk hann starf á ljósmyndadeild dagblaðsins Vísis, sem að miklu leyti fór fram í myrkrakompu. Sú reynsla átti reyndar eftir að nýtast honum vel síðar, því í blaðamannastarfinu í útlöndum stunduðu blaðamenn það lengi vel að framkalla myndir inni á klósettum á hótelum og senda til heimalanda sinna. „Því það var auðvitað bara myrkur inni á klósetti.“ Þórir segist reyndar ekkert hafa ætlað að læra eftir gaggó. Fjölskyldan lagði hins vegar áherslu á að hann gerði það og því tók hann verslunarprófið í Verzlunarskólanum, einfaldlega vegna þess að það hafði mamma hans líka gert. Með skólanum vann hann á Vísi og dvaldi löngum stundum í myrkrakompunni en skaust til að taka myndir af fótboltaleikjum til að birta í dagblaðinu. „Hugmynd mömmu og ömmu var alltaf sú að ég myndi halda áfram að læra. En ég samdi við þær um að taka frí í eitt ár eftir skóla en ákvað síðan að fara til Bandaríkjanna og læra ljósmyndun.“ Þegar þangað var komið, kom Þórir sér fyrir á Rhode Island og hóf ljósmyndanám í einkareknum skóla. „Í hverfinu mínu bjuggu eiginlega aðeins Ítalir og mafían var greinilega mikið númer þarna. Það áttaði ég mig fljótlega á enda ófáar svartar drossíurnar sem maður sá á svæðinu. Satt best að segja var eins og skólinn sjálfur væri klipptur út úr einhverju Mafíu-weekly tímariti og stjórnun skólans var í samræmi við það. Skólastjórinn sjálfur veigraði sér ekkert við að reka nemendur úr skólanum hugnaðist honum það,“ segir Þórir sem ákvað eftir eitt ár að halda ekki áfram, heldur flytja sig um set, fara til Kansas og útskrifaðist þaðan með BA-próf í fjölmiðlafræði. Samhliða náminu, skrifaði Þórir fréttir fyrir Vísi og sendi heim til Íslands. „Til dæmis um stjórnmálabaráttu Ronald Reagan og Jimmy Carter,“ segir Þórir og vísar þar til forsetakosninga Bandaríkjanna árið 1981 þegar Ronald Reagan sigraði hinn síðarnefnda. Áður en sú barátta hófst, hafði Reagan sigrað í forkosningum Repúblíkanaflokksins en þar bauð sig einnig fram maður að nafni John. B. Anderson. Sem Þórir tók hálftíma símaviðtal við. „Eitt það skemmtilegasta sem mér fannst við að búa í Bandaríkjunum var hversu opið fólk var og hversu áhugasamt það var um skoðanir aðkomumannsins. Ég viðurkenni samt að mér finnst alveg ótrúlegt að forsetaframbjóðandi hafi gefið sér hálftíma í viðtal við einhvern krakka frá Íslandi sem var í námi. Því það er ekki eins og það viðtal hafi haft nokkurn möguleika á að hafa áhrif á framgangi kosninganna,“ segir Þórir og brosir. Á þessari mynd má sjá brosmildu og fallegu systurnar Sukhra og Najma Motassadi sem báðar þjást af hrörnunarsjúkdómnum MND. Rauði krossinn styður þær með heimakennslu í Kabúl, Afganistan. Myndin er tekin árið 2013 þegar Þórir starfaði sem sviðsstjóri hjálparstarfssviðs Rauða krossins heimsótti systurnar.Þórir Guðmundsson Undarlega drjúgir peningar Eftir námið tók við blaðamannastarf á Dagblaðinu Vísir, en þessi tvö dagblöð höfðu sameinast í lok árs árið 1980. Áður en Þórir fór heim, ákvað hann fyrst að ferðast um heiminn í sex mánuði. Já Þórir fór einfaldlega í heimsreisu. „Á þessum tíma var hægt að kaupa flugmiða hjá Pan American flugfélaginu sem þá var til og velja að ferðast í kringum hnöttinn. Þegar flugmiðinn var keyptur átti maður að ákveða hvort maður vildi þá fyrst fljúga til vinstri eða hægri og ég valdi að fljúga austur.“ Þórir byrjaði því að ferðast um Evrópu, fór síðan til Indlands og var þar í þrjá mánuði. „Kennari í Kansas hafði útvegað mér vinnu á dagblaði í Punjab en þegar að ég mætti á ritstjórnina þar með bréfið í vasanum, mundi ritstjórinn ekkert eftir því að hafa gefið loforð fyrir því starfi,“ segir Þórir og bætir við: „Hann samþykkti þó að ég mætti koma til starfa en ég ákvað nú samt að slá ekki til. Því á þessum tíma háðu blóðuga baráttu Hindúar annars vegar og Síkar hins vegar. Faðir ritstjórans hafði verið veginn af Síkum og ég sá einhvern veginn ekki fyrir mér að ég færi að starfa sem blaðamaður á þjóðernissinnuðu Hindúadagblaði í ástandi eins og þá ríkti.“ Þórir framfleytti sér þó með blaðamennsku og hélt áfram að skrifa og sendi fréttir til Íslands. „Ég tók til dæmis viðtal við hryðjuverkamann sem hafði líf margra á samviskunni en var drepinn skömmu síðar af hermönnum Indira Gandhi, sem síðan var sjálf veginn af lífvörðum sínum.“ Áður en heimsreisunni lauk ferðaðist Þórir til Tælands, Nepal og Hawai. „Ég endaði síðan á Ólympíuleikunum í Los Angeles og sendi þá fréttir þaðan á DV.“ En hvernig hafðir þú efni á þessari reisu, dugðu blaðamannatekjurnar alveg til? Ég spurði mömmu reyndar um þetta mörgum árum síðar. Hvort launin mín hefðu alltaf dugað því á þessu ferðalagi einsetti ég mér að eyða aldrei meira en tíu dollurum á dag. Innifalið í þessu var þá hótel, matur og allt annað. En ég sá nú á svipnum sem kom á mömmu að eflaust hef ég ekki alveg náð að kosta þessa ferð með laununum mínum einum og sér.“ Þórir og Adda Steina kynntust þegar Adda Steina gagnrýndi Þóri fyrir frétt sem hann flutti um Kýpurdeilurnar árið 1986. Þótt skötuhjúin séu búin að vera saman síðan þá, eigi tvo uppkomna syni og hafa ferðast og búið víða um heim, segir Þórir málið um Kýpurdeilurnar óuppgert enn. Þessi mynd af hjónunum var tekin í maraþoninu í Tallin 2023. Þórir Guðmundsson Ástin og leiðtogafundurinn Þegar Þórir hóf störf sem blaðamaður voru ritstjórar Þorsteinn Pálsson og Ólafur Ragnarsson og Þórir segir að alla tíð hafi hann kynnst ótrúlega mörgu áhugaverðu fólki í fjölmiðlabransanum. „Ég átti alltaf gott aðgengi að Vísi og síðar Dagblaðinu Vísi. Starfaði þar með námi og í jóla- og sumarfríum ef svo bar undir. En síðan langaði mig til að breyta til og sótti um starf fréttamanns hjá RÚV sem var auglýst og pólitískt útvarpsráð greiddi atkvæði um. Ég fékk reyndar ekki flest atkvæðin. Ég fékk fjögur atkvæði en annar umsækjandi fimm. Ég var samt ráðinn,“ segir Þórir án þess að skýra svo sem út hvað olli því að ekki var ráðið til starfa samkvæmt niðurstöðum atkvæðagreiðslunnar. „Á RÚV er ég í um það bil ár þegar Páll Magnússon tekur að sér það hlutverk að setja saman fréttastofu Stöðvar 2. Ég er viss um að hann hafi leitað til mín síðast allra enda ekki allir til í að fara út í þá vitleysu að starfa fyrir þetta nýja fyrirbæri, einkarekna sjónvarpsstöð. Ég var samt alveg til, sá þetta vel fyrir mér og hef aldrei séð eftir því að hafa slegið til. Þetta var heldur ekki í síðasta sinn sem ég tók skyndiákvörðun um að skipta um starf, alltaf til góðs.“ Allt kapp var lagt á að fréttastofan hæfi útsendingar þegar einn stærsti viðburður samtímasögunnar á tuttugustu öld var haldinn: Leiðtogafundur Reagan Bandaríkjaforseta og Gorbachev forseta þáverandi Sovétríkjanna í október 1986. Leiðtogafundurinn var haldinn á föstudegi og laugardegi og síðan framlengdur þannig að sunnudagurinn bættist við. Fundurinn sem slíkur virtist á þessum tíma hafa skilað litlu en það breytti því ekki að þetta var risastór viðburður á Íslandi. Við lögðum allt í sölurnar að koma fyrsta fréttatímanum í loftið en það einfaldlega hrundi allt hjá okkur sem gat hrunið.“ Og hvað gerðist? „Nú við misstum af fundinum. Fyrsti fréttatíminn okkar fór út á mánudeginum,“ svarar Þórir og brosir. En það var nú annað og meira sem gerðist á þessum dögum. „Ég var líka fréttaritari fyrir Reuters á þessum tíma og hafði meira að segja fengið að vita það fimm mínútum áður en það varð opinbert að leiðtogafundurinn yrði haldinn. Svo ég gæti undirbúið þá frétt fyrir Reuters. Á þessum fimm mínútum náði ég að bóka heilt hótel með 30 herbergjum í Reykjavík sem var auðvitað rosalega gott því þau herbergi fylltum við öll af blaðamönnum Reuters,“ segir Þórir og bætir við: „Og þetta var frekar skringileg staða að vera í. Því ég hafði sérhæft mig í erlendum fréttum en þar sem okkur tókst ekki að koma út fréttatíma Stöðvar 2 var ég í fyrsta sinn svo að segja atvinnulaus þegar þessi risastóri heimsviðburður var haldinn. Í þessu atvinnuleysi mætti ég samt á fundi sem voru haldnir í fjölmiðlamiðstöð fyrir erlenda fréttamenn og það var einmitt Adda Steina sem sá um utanumhaldið fyrir þá fundi.“ Sumsé: Eiginkona Þóris, Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir prestur og verkefnastjóri, stýrði fjölmiðlamiðstöðinni umræddu. Þórir og Adda Steina kvæntust tveimur árum síðar en þau eiga saman synina Unnar Þór, sem fæddur er árið 1991 og Björn, sem fæddur er árið 1995. „Við höfðum reyndar hist nokkrum sinnum áður án þess að vita af því. Á Grænlandi í eitt sinn og í eitt skipti þegar ég fór til Kýpur sagði ræðismaður Íslands við mig þar: Þú rétt misstir af stelpu sem er búin að vera hér í allan vetur og þú hefðir helst þurft að hitta….,“ segir Þórir og hlær. „Við kynntumst samt fyrst í alvöru þegar við hittumst aftur á Gauk á stöng. Sem er frekar fyndið því að við vorum lítið í kráarstandi á þessum tíma og eiginlega með ólíkindum að við höfum kynnst á Gauknum. En svo vildi nú til að þetta kvöld var verið að halda upp á stofnun starfsmannafélags Stöðvar 2 og þar sem ég sat við eitt borðið með nokkrum félögum mínum, kom Adda Steina að tali við mig til að gagnrýna mig fyrir frétt sem ég hafði skrifað um Kýpurdeilurnar.“ Sem Þórir segir þau hjónin reyndar enn ekki vera búin að útkljá. Skemmtileg hópmynd af fréttastofufólki Stöðvar 2 sem vann að kosningasjónvarpinu árið 2018. Þórir segir upphafsár Stöðvar 2 hafa verið ótrúlega skemmtilegan tíma líka, þar sem fréttamenn hefðu leyft sér alls kyns hluti. Jafnvel að gantast og hlæja í setti sem var algjörlega óþekkt á þeim tíma.Þórir Guðmundsson Gantast í fréttasetti Þórir segir að upphafsárin á Stöð 2 hafi verið yndislegur, skemmtilegur og frábær tími á alla enda og kanta. Þetta var ofboðslega skemmtilegur hópur sem valdist þarna inn, mikið fjör og mikið af ungu fólki sem var í fyrsta sinn að máta sig við sjónvarp því fram að þessu höfðu það aðeins verið dagblöðin og síðan RÚV. Fréttatímar Ríkisútvarpsins á þessum tíma höfðu verið fremur stirðir á meðan við leyfðum okkur alls kyns hluti á Stöð 2. Jafnvel að gantast og hlæja í setti sem var algjörlega óþekkt á þessum tíma.“ Þórir segir fréttastofuna hafa fengið algjört sjálfstæði og þótt reksturinn hafi verið erfiður þessi fyrstu rekstrarár, bitnaði það ekki á starfsmönnum. „Nei nei. Þeir skulduðu reyndar út um allt en það var alltaf passað upp á að laun starfsmanna væru greidd,“ segir Þórir alvarlega. Og það sem meira var; Launin töldust mjög rausnarleg! „Það var ekki borgað fyrir neina yfirvinnu heldur var hún innifalin í laununum. Enda unnum við öll yfir okkur, það var svo gaman! Þetta var mikið hugsjónarstarf og draumi líkast að vera í svona starfi og fá í ofanálag ágætlega borgað fyrir.“ Þórir og Adda Steina ákváðu samt að flytja til Ungverjalands. „Við höfðum ákveðið snemma í sambandinu okkar að prófa að búa í útlöndum og völdum Ungverjaland því þar hafði ég verið áður og Búdapest var vel staðsett upp á að fara í fréttaferðir til ríkja Austur-Evrópu.“ Þetta var rétt eftir að Berlínarmúrinn féll og austur Evrópa opnaðist. Um tíma framfleyttu ungu hjónin sér meðal annars með því að keyra á milli kosningastaða í löndum eins og Ungverjalandi, Þýskalandi, Rúmeníu, Serbíu, Króatíu, Slóveníu, Tékklandi, Litháen og fleiri staða og skrifa fréttir til að senda til Íslands. Áður en þau héldu heim, fóru þau í heimsreisu sem endaði í Ástralíu og kostuðu ferðina meðal annars með því að taka viðtöl við fólk á Indlandi, í Nepal og í Ástralíu og senda þætti og fréttir heim. Síðan var farið heim. Eldri sonurinn fæddist þar og kominn tími til að byggja upp börn og bú. „Feðraorlof var auðvitað ekki til á þessum tíma og almennt ekki gert ráð fyrir því að pabbinn fengi frí þótt barn fæddist. Það skal því alveg viðurkennast að það lenti á Öddu Steinu sem móður að vera með drengina heima fyrst eftir að þeir fæddust.“ Þótt Þórir og Adda Steina hafi búið við erfiðar aðstæður á sumum stöðum og Þórir oft orðið vitni að mikilli neyð, segir hann erfiðleikana ekki það sem kemur fyrst upp í hugann þegar talið berst að hjálparstarfi erlendis, heldur þeim ótrúlega lífsvilja sem fólk hefur. Hér er verið að dreifa matvælum frá Rauða krossinum eftir gífurleg flóð í Bangladess árið 1998. Þórir Guðmundsson Rafmagnsleysi, gasleysi og alls kyns aðstæður Árið 1993 fluttu Þórir og Adda Steina til Brussel þar sem Þórir fór í meistaranám í alþjóðasamskiptum. Þau stórtíðindi voru að gerast í Evrópu að EES samningurinn varð til, en með þeim samningi varð til stærsta samræmda markaðssvæði heims. Samningurinn breytti heilmiklu fyrir bæði íbúa og rekstraraðila á því svæði sem samningurinn nær til. Yngri sonurinn fæddist í Brussel og segir Þórir dagana hafa gengið þannig fyrir sig að á daginn vann hann að fréttum sem hann sendi til fréttastofu Stöðvar 2 og Bylgjunnar en á kvöldin sótti hann skólann. Adda Steina sá að mestu um uppalendahlutverkið og aftur bjó Þórir í húsi þar sem þrír ættliðir bjuggu saman því foreldrar Öddu bjuggu þar einnig. Þegar heim var komið, ákvað Þórir að söðla um árið 1996, sagði skilið við fréttamennskuna og gerðist sendifulltrúi Rauða kross Íslands. Fyrst sem upplýsingafulltrúi á svæðisskrifstofu fyrir Mið-Asíu í fyrrum Sovétríkjunum og síðar sem upplýsingafulltrúi í Asíu- og Kyrrahafslöndum. Hvernig kom þetta til? „Ég fór til Afganistan og gerði þátt um starf Rauða krossins í tengslum við fjáröflun fyrir verkefnum á stríðssvæðum. Ég heillaðist algjörlega af starfi Rauða krossins og var síðar boðið að fara á námskeið fyrir sendifulltrúa. Sem þýðir að eftir námskeiðið var ég kominn í hóp fólks á viðbragðslista og þar af leiðandi tilbúið til að bregðast við hinum ýmsu aðstæðum ef kallið kæmi. Það kom síðan að þessu símtali því eitt sinn var hringt í mig og ég hvattur til að sækja um starf sendifulltrúa í tvö ár í Mið Asíu.“ Úr varð að frá árinu 1996-1998 bjuggu Þórir og Adda Steina með synina tvo í Kasakstan. Ég var mjög oft ekki heima og það kom nær algjörlega í hlut Öddu Steinu að sjá um synina. Aðstæðurnar voru verulega slæmar hjá íbúum Kasakstan á þessum tíma því þar hafði orðið nær algjört efnahagshrun. Afleiðingarnar voru meðal annars þær að meðalaldur lækkaði um átta ár og margir urðu illa úti. Orkuskortur var nokkuð tíður, heilu blokkirnar án gas og rafmagns og fólk að grilla mat yfir opnum eldi fyrir utan fjölbýlishús til að bjarga sér.“ Starfið var samt mjög gefandi að sögn Þóris en þegar boðið kom um að flytjast til Malasíu fannst fjölskyldunni hún vera að komast í algjöran lúxusheim, svo mikill var aðbúnaðarmunurinn. „Eflaust hefði okkur ekkert endilega fundist Malasía svona mikið ríkidæmi ef við hefðum verið að koma frá Íslandi. En komandi frá Kasakstan fannst okkur þetta mikill lúxus.“ Eftir miklar öfgar í veðurfari í Kasakstan var stöðug molla í Malasíu, hitinn iðulega 28-32 gráður. Á þeim tæpum tveimur árum sem hann starfaði við svæðisskrifstofu Alþjóða Rauða krossins í Kuala Lumpur kynntist hann margvíslegri neyð í löndunum í kring. Hjálparstarf vegna hamfara eins og flóða, hungursneyða, stjórnarbyltinga og fleira var á verkefnalistanum. Eins og áður, fólst starfið oft í því að Þórir var nokkuð fjarverandi frá fjölskyldunni vegna starfa sinna en árið 1999 flutti fjölskyldan aftur til Íslands því þá hafði losnað um starf upplýsingafulltrúa Rauða krossins. „Synirnir voru líka komnir á þann aldur að við vissum að annað hvort þyrftum við að vera lengi úti, eða að fara heim og leyfa þeim að festa rætur þar. Við ákváðum að gera það.“ Þórir starfaði sem upplýsingafulltrúi og yfirmaður útbreiðslusviðs Rauða krossins þar til árið 2005. „Þá heyrði ég af því skemmtilega verkefni að það ætti að stofna fréttastofuna NFS. Mig langaði strax að vera með og þröngvaði Sigmund Erni vin minn og fréttastjóra nýju fréttastofunnar til að ráða mig.“ Skemmst er frá því að segja að stöðin lifði í níu mánuði. Þórir kynntist því vel í starfi fyrir Rauða krossinn á Íslandi hversu sterkt net sjálfboðaliða í öllum sveitafélögum á Íslandi er. Þar sem allir viðbragðsaðilar koma að málum og eru reiðubúnir til að vinna sólahringum saman ef þess þarf. Náttúruhamfarir hafa oft herjað á landsbyggðina en önnur neyð sé líka mikil í Reykjavík, þar sem sjálfboðaliðar styðja við bakið á fíklum, fólki með geðröskunum, flóttafólki og fleirum. Vísir/Vilhelm Hamfarir og hjálparstarf á Íslandi Eftir stutt ævintýri NFS flutti Þórir sig um set og varð ritstjóri Vísis. „Fyrirtækið D3 rak þá vefmiðilinn og á þessum tíma voru væntingar um að fjárfest yrði fyrir töluverðar upphæðir í vefmiðlinum enda væru veruleg tækifæri í slíkum rekstri,“ segir Þórir og bætir við: „Þessar áætlanir gengu ekki eftir en þegar mér var hætt að lítast á blikuna fann ég að mig langaði aftur í sjónvarp og í kjölfarið réði ég mig sem varafréttastjóra Stöðvar 2.“ Þess skal getið að umræddir miðlar voru síðar í eigu 365 miðla og enn síðar í eigu Sýnar, að undanskildu Fréttablaðinu. Vísir er í eigu Sýnar. „Þungir skýjabakkar farnir að gera vart við sig í efnahagslífinu og maður vissi svo sem að útlitið væri dökkt.“ Í september 2008 losnaði sviðstjórastarf Alþjóðasviðs hjá Rauða krossinum. „Ég sendi inn umsókn og viðurkenni að umsóknina um starfið setti ég í pósthólfið hjá Rauða krossinum rétt fyrir miðnætti kvöldið sem fresturinn rennur út. Ég fékk það starf og nokkrum dögum síðar hrundi Ísland,“ segir Þórir. Hann man, eins og svo margir, nákvæmlega hvar hann var 6.október þegar Geir H. Haarde þáverandi forsætisráðherra blessaði Ísland í beinni útsendingu. „Ég man að ég horfði út um gluggann og bjóst eiginlega við því að sjá einhverja skriðdreka renna niður Háaleitisbrautina því þetta var í rauninni þannig augnablik fyrir Ísland,“ segir Þórir og lýsir því hvernig hvert neyðarverkefnið á fætur öðru fylgdi. Því árið 2010 var Eyjafjallagosið. Sem ekki aðeins hafði áhrif á flugsamgöngur víða um heim vegna ösku, heldur lagði svarta gjósku yfir stórt svæði. Og varla að hægt væri að sjá nokkurn skapaðan hlut, svo mikill mökkur var í loftinu. „Margir gera sér ekki grein fyrir því hvernig hjálparstarfið á Íslandi virkar og hvers vegna það getur gerst strax í kjölfar hamfara að settar eru upp fjöldahjálparstöðvar þar sem sjálfboðaliðar um land allt tryggja íbúum og viðbragðsaðilum á hamfarasvæðum til dæmis mat, aðhlynningu eða stuðning,“ segir Þórir. Rétt eins og verið hefur síðustu vikur vegna íbúa í Grindavík. Málið er að það er stöðugt unnið að því að þjálfa sjálfboðaliða um allt land í að veita þessa þjónustu, sem þýðir í raun að allir viðbragðsaðilar sem koma að slíkum málum, Landsbjörg, Rauði krossinn og aðrir nýta dauðu tímana til að búa sig undir það þegar áföll dynja á.“ Þess vegna eru til staðar sjálfboðaliðar um land allt, reiðubúnir að bregðast við ef þarf. Síðustu vikurnar höfum við síðan fylgst með þessum sjálfboðaliðum að störfum vegna rýmingarinnar í Grindavík og eldgosið sem nú er á Reykjanesskaga. „Þetta er gífurlega sterkt net þar sem fólk í hverju sveitarfélagi er tilbúið til að gefa af sér sjálfboðavinnu fyrir sitt nærumhverfi og hefur þjálfun til þess að bregðast við alls kyns erfiðum aðstæðum. Fólk sem vinnur sólahringum saman ef svo ber undir. Í Eyjafjallagosinu urðu til dæmis margir að yfirgefa heimili sitt og hafði engan stað að hverfa til enda allt í sóti og myrkri.“ Þórir segir þann tíma hafa verið mjög gefandi þegar unnið var að því í ferðum um landið að þjálfa fólk. Eftir sjö ár sem yfirmaður hjálpar- og mannúðarsviðs Rauða krossins sótti hann um starf sem forstöðumaður Rauða krossins í Reykjavík og þá færðist hann yfir í verkefni á höfuðborgarsvæðinu. „Þar kynntist ég annars konar neyð og annars konar grasrót sjálfboðaliða. Því í Reykjavík er unnið gífurlega mikilvægt hjálparstarf þar sem verið er að aðstoða ýmsa hópa sem búa við þrengingar; fólk sem neytir fíkniefna, fólk með geðröskun, flóttamenn og aðra sem þurfa á margvíslegum stuðningi að halda.“ Það má segja að Þórir hafi ýmist starfað í fréttum eða á fréttaslóðum. Myndir efri/neðri fv.: Í fréttasetti, í tíu gráðu gaddi í Úsebekistan árið 1997, í eftirlitsferð í Gambíu og við einn af tólf flutningabílum sem sendir voru til Úkraínu með færanlegu sjúkrahúsi sem Íslendingar gáfu úkraínska hernum.Þórir Guðmundsson Í fréttum er þetta helst… Þórir segir að oft hafi það verið þannig í hans tilfelli að þegar hann er búinn að vera ánægður í góðu og gefandi starfi í nokkur ár, fari hann ósjálfrátt að líta í kringum sig. „Hið óvenjulega gerðist að fréttastjórastarf Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis var auglýst í kjölfar þess að Sýn keypti miðlana af 365 miðlum. Á Íslandi hefur gjarnan verið ráðið beint í slík störf,“ segir Þórir og bætir við: „Ég ákvað að sækja um, samt alveg viss um að ég fengi ekki starfið því að það væri búið að ákveða hver yrði ráðinn. Síðan var ég boðaður á fund og síðan enn fleiri fundi sem allir voru einstaklega ánægjulegir því þeir sem stóðu að ráðningunni vildu helst ræða almennt um stöðu og strauma í fjölmiðlum, sem ég hafði töluverðar skoðanir á. Þar kynntist ég Birni Víglundssyni, sem stýrði þessum nýja fjölmiðlahluta Sýnar.“ Þóri var síðan boðið starfið og viðurkennir að á því hafi hann einfaldlega ekki átt von á. „Ég þáði auðvitað starfið og við tók mjög ánægjulegt uppbyggingarstarf með frábæru fólki. Ég gat ekki valið mér betri vinnufélaga og ég fékk það einstæða verkefni að hreinlega teikna upp fréttastofu því að við fengum nýtt húsnæði þegar fréttastofan flutti á Suðurlandsbrautina.“ Þórir segir góðan anda hafa mætt honum hjá starfsmönnum allra miðlanna sem unnu að fréttum. „Ég man að á fyrstu dögunum sögðu mér margir að samvinnan á milli miðlanna væri einmitt svo góð: Stöðvar 2, Bylgjunnar og síðan íþróttafrétta. Að heyra þetta orð ,,samvinna“ sagði mér samt bara eitt: Fólk upplifði sig ekki í sama hópnum heldur þremur sem hefðu samvinnu sín á milli. Ég sá hins vegar strax fyrir mér einn hóp.“ Smátt og smátt og þó með markvissri vinnu, breyttist þetta. „Til að fréttastofa vinni sem einn hópur þarf hver og einn að vinna fyrir alla miðlana; sjónvarpsfréttamaður að koma fréttinni á framfæri líka á Bylgjunni og Vísi og sömuleiðis fréttamaður á Vísisvakt hugi sömuleiðis að birtingu á Stöð 2 og Bylgjunni. Og ég get ekki betur séð en að þannig sé það enn í dag. Þá fólst í því mikil hvatning að 2020 hlaut nýr fréttaskýringaþáttur okkar, Kompás, blaðamannaverðlaunin, í fyrsta sinn sem þau komu í hlut fréttastofunnar í nokkuð mörg ár. Að hljóta slík verðlaun fyrir verk sín er mikil hvatning fyrir fólk sem sinnir sínu af jafn miklum metnaði og þarna er gert,“ segir Þórir og bætir við: „Því auðvitað erum við með RÚV til hliðsjónar og allt það fjármagn sem þar er. Við vorum nokkra starfsmenn í hlutastarfi í rannsóknarvinnu fyrir Kompás þáttinn okkar í samanburði við níu manns í fullu starfi hjá RÚV og svo mætti lengi telja. Sem er í rauninni mjög gott og eðlilegt því helst þurfa fréttamenn að geta sinnt rannsóknarvinnu í næði og fá til þess það svigrúm sem þarf. En ekki að vinna rannsóknarvinnu samhliða annarri fréttamennsku eins og raunin er, miðað við það rekstrarumhverfi sem einkareknum fjölmiðlum er boðið upp á.“ Þórir segir aðstöðumuninn líka mikinn á milli miðla. Himinn og haf sé á milli starfsöryggisins hjá RÚV í samanburði við einkareknu miðlana og svo mætti lengi telja. „Launin eru síðan alltof lág og ég vill því meina að samfélagið hafi til margra ára verið að fá mjög mikið fyrir lítið. Menn eru að skrifa þrjár, fjórar, fimm fréttir á dag. Ungur fréttamaður þarf kannski að sinna því verkefni að ræða við forsætisráðherra, skrifa frétt, fyrirsögn og myndatexta sem er komið í birtingu innan tíu mínútna. Álagið sem tímapressan skapar ein og sér er gífurlega mikið og í ofanálag þarf viðkomandi að passa upp á að allt sé hárrétt, enda fær hann athugasemdir yfir sig fyrir hverja ambögu og ásláttarvillu.“ Þá sé vinnutíminn langur því fólk sem starfar í fjölmiðlum er alltaf með augu og eyru opin. „Þess vegna er oft talað um að fréttamennskan sé í rauninni ekki starf heldur lífsmynstur.“ Það sem Þórir segir í raun skýra út hvers vegna svo margt hæfileikaríkt fólk starfar við fréttir sé hversu fjölbreytt starfið sé. „Enda felst lausnin ekkert endilega í því að greiða fólki bara hærri laun. Það er alveg vitað. Staðan má samt ekki vera þannig að fjölmiðlar séu reglulega að missa frá sér gott fólk vegna þess að fólk þiggur ítrekað fyrsta upplýsingafulltrúastarfið sem býðst, jafnvel á tvöföldum launum miðað við fréttamannsstarfið. Sem er vel skiljanlegt því fólk ber auðvitað ábyrgð gagnvart fjölskyldu sinni.“ En hvernig metur þú stöðu einkarekinna fjölmiðla á Íslandi í dag? „Staðan í dag er ekki beisin, það verður að viðurkennast. En ég trúi því að fjölmiðlar séu smátt og smátt að fara aftur í gamla horfið sem þýðir að þeir sem njóta frétta borga fyrir þær. Við sjáum að þetta er að takast vel hjá miðlum eins og Heimildinni og það sama á við um marga erlenda miðla eins og New York Times, Washington Post, The Guardian og fleiri.“ Í ljósi þess að erlendir samfélagsmiðlar séu sífellt að sópa til sín stærri hluta íslenskra auglýsingatekna sé ljóst að á endanum þurfi nýtt tekjumódel. „Alþjóðlegu samfélagsmiðlarnir eru eins og ryksugur á auglýsingafé þannig að ef fram fer sem horfir, hlýtur þróunin að verða sú að miðlarnir þurfa að selja sitt efni og afla þannig tekna í hæfilegu blandi við auglýsingatekjur. Hjá Vísi er þessi þróun byrjuð að hluta til með viðskiptavefnum Innherja.“ Í ágúst 2021 var Þóri sagt upp hjá fyrirtækinu. „Ég skil mjög sáttur við fréttastofu á góðum stað“ sagði Þórir í fjölmiðlaviðtölum meðal annars, en vitað var að uppsögnin kom honum og öðrum á óvart á sínum tíma. Skýringin var fyrirhuguð endurskipulagning fréttastofunnar. „Á Sýn virkar þetta þannig að fólk hættir samstundis fái það uppsögn. Sem þýddi að ég var í sex mánuði á launum og hafði því góðan tíma til að ákveða næstu skref. Mér bauðst til dæmis sjálfboðastarf hjá Alþjóða Rauða krossinum í Búdapest sem ég þáði og var þar í tvo mánuði. Það fólst í því að styðja við útgerð björgunarskips á Miðjarðarhafinu, enda hafði ég áður verið skipverji á slíku skipi nokkrum árum áður. Skipið aðstoðar flóttafólk í stórhættulegum aðstæðum, eftir að leggja út á Miðjarðarhafið í vanbúnum bátum.“ Þessum unga dreng var bjargað upp úr gúmbát úti á reginhafi þegar Þórir starfaði á björgunarbáti Rauða krossins á Miðjarðarhafi. Það var síðan að morgni 24.febrúar 2022 sem Þórir fékk símtal frá Utanríkisráðuneytinu. Um nóttina höfðu Rússar ráðist inn í Úkraínu. Þórir var spurður hvort hann væri til í að fara til Litháen sem fulltrúi Íslands í fjölþjóðaliði Atlantshafsbandalagsins. Sem Þórir var reiðubúinn til að gera og um tveimur mánuðum síðar fluttist hann til Eistlands.Þórir Guðmundsson Öll árin í hjálparstarfi víðs vegar um heiminn hafði Þórir líka tamið sér að skrifa samtöl og atburði í minnisbækur. „Ég hafði geymt allar þessar bækur og fann þegar ég fór að lesa og grúska í þeim að mig langaði til að koma þessum sögum út.“ Úr varð að bókin Í návígi við fólkið á jörðinni var gefin út árið 2022, en þá var Þórir reyndar aftur komin út í heim. Í þetta sinn aleinn. Fjölskyldan Þórir segir að þrátt fyrir að í hjálparstarfi verði maður oft vitni að mjög erfiðum aðstæðum og mikilli neyð, séu það þó ekki erfiðleikarnir sem standa upp úr í minningunni þegar hann lítur til baka. „Það er frekar þessi ótrúlegi lífsvilji sem manni mætir hjá fólki sem þó hefur kannski misst allt sitt eða býr við hræðilegar aðstæður.“ Sem dæmi segir Þórir frá einstæðri móður sem bjó með börnin sín þrjú í koju úti á flóðasvæði. „Því vegna flóða í Bangladesh var vatnið komið upp hálft húsið. Þannig að í tvo mánuði hafði hún búið með börnunum sínum í kojum rétt fyrir ofan flóðvatnið. Hún hafði komið stórum potti fyrir ofan annan pott sem í var eldiviður. Hún setti hrísgrjón í efri pottinn og eldaði þannig mat fyrir fjölskylduna.“ Að morgni dags þann 24.febrúar 2022, sat Þórir síðan heima hjá sér og fylgdist með ískyggilegum fréttum frá Úkraínu. En fær þá símtal. Um nóttina höfðu Rússar ráðist inn í Úkraínu og símtalið sem ég fékk var frá Utanríkisráðuneytinu. Ég var spurður hvort ég væri tilbúinn til að fara til Litháen sem fulltrúi Íslands í fjölþjóðaliði Atlantshafsbandalagsins. Sem ég var reiðubúinn að gera.“ Það var frekar einmanalegt að vera allt í einu einn í útlöndum og án fjölskyldunnar segir Þórir, sem upplifði það í fyrsta sinn á ferlinum árið 2022. Síðustu mánuði hefur Adda Steina verið hjá honum í Tallin en jólin halda þau hjónin á Íslandi. Þórir klárar samninginn sinn í febrúar 2024.Vísir/Vilhelm Aftur var Þórir því komin til útlanda en í þetta sinn sem upplýsingafulltrúi í fjölþjóðaliði, en um tuttugu aðildarríki Atlantshafsbandalagsins leggja þessu starfi liðsafla. Eftir tvo mánuði í Litháen opnaðist starf í Eistlandi, Þórir fór þangað og hefur verið þar í eitt og hálft ár. Sem í raun skýrir loks hvers vegna Þórir var staddur á heræfingu inni í skógi. „Flesta daga er ég þó bara staddur á skrifstofu í höfuðstöðvum eistneska hersins í Tallin í Eistlandi,“ segir Þórir og lætur mjög vel af borginni og íbúum þess. „Það sem ég áttaði mig þó ekki almennilega á fyrr en ég var komin út var að í fyrsta sinn var ég komin í starf erlendis þar sem fjölskyldan var ekki með mér. Ég get alveg viðurkennt að það fannst mér einmanalegt.“ Sem betur fer, hefur Adda Steina verið í Tallin líka síðustu mánuði og þegar þetta er ritað, eru hjónin á leiðinni til Íslands. Ég klára samninginn minn hér í lok febrúar en það er æðislega gaman að vera að fara heim og hitta strákana okkar, halda jólin með fjölskyldunni eftir að hafa ekki séð þau í langan tíma og skjóta upp flugeldum með vinum og vandamönnum. Ég held að hátíðir séu aldrei stærri en á Íslandi. Sérstaklega þegar maður kemur frá útlöndum.“
Starfsframi Íslendingar erlendis Vinnustaðurinn Hjálparstarf Utanríkismál Fjölmiðlar Helgarviðtal Atvinnulífsins Tengdar fréttir „Einu sinni var ég svo blankur að ég átti ekki fyrir mat“ „Mamma sendi mér styrkinn úr lánasjóðnum í umslagi með pósti. Hún pakkaði peningunum inn í álpappír,“ segir Eyjólfur Pálsson stofnandi Epal þegar hann rifjar upp námsárin sín í Danmörku. 5. nóvember 2023 08:00 Taldi jafnvel líkur á að eiga ekki afturkvæmt til Íslands eftir starfið í Rannsóknarnefnd Alþingis „Mér fannst þetta stór ákvörðun að taka og velti henni alvarlega fyrir mér. Enda hafði ég á tilfinningunni að ég myndi jafnvel ekki eiga afturkvæmt til Íslands ef ég þæði boðið,“ segir Sigríður Benediktsdóttir hagfræðingur þegar talið berst að setu hennar í Rannsóknarnefnd Alþingis á sínum tíma. 21. ágúst 2023 07:00 „Strákarnir í MR sögðu oft að þeir þyrftu að frelsa okkur úr þessu fangelsi“ Það er ekki hægt að ímynda sér hversu margir hafa fundið draumastarfið sitt með aðstoð Katrínar S. Óladóttur. Sem einfaldlega allir þekkja ef svo má segja. Að minnsta kosti innan atvinnulífsins. 10. september 2023 08:00 Sendur ungur til Danmerkur vegna agaleysis á Akureyri Fyrir tveimur árum síðan kom netfataverslunin Boozt inn á íslenska markaðinn. Með látum má segja. Velti til dæmis netversluninni Asos úr sessi með markaðshlutdeild á aðeins örfáum vikum. Og samkvæmt frétt Innherja Vísis haustið 2021, versluðu Íslendingar fatnað hjá Boozt fyrir tæpan milljarð fyrsta hálfa árið. „Það ætlaði allt um koll að keyra,“ er kannski orðatiltæki sem ætti vel við hér. 4. júní 2023 08:00 Kvenskörungurinn Fida: „Fyrstu þrjú árin á Íslandi voru ógeðsleg“ „Fyrstu þrjú árin á Íslandi voru ógeðsleg,“ segir Fida Abu Libdeh og hlær. Að sjálfsögðu ekki í orðsins fyllstu merkingu og þó: Þessi fyrstu ár voru vægast sagt ótrúlega erfið. 28. ágúst 2023 07:00 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
„Einu sinni var ég svo blankur að ég átti ekki fyrir mat“ „Mamma sendi mér styrkinn úr lánasjóðnum í umslagi með pósti. Hún pakkaði peningunum inn í álpappír,“ segir Eyjólfur Pálsson stofnandi Epal þegar hann rifjar upp námsárin sín í Danmörku. 5. nóvember 2023 08:00
Taldi jafnvel líkur á að eiga ekki afturkvæmt til Íslands eftir starfið í Rannsóknarnefnd Alþingis „Mér fannst þetta stór ákvörðun að taka og velti henni alvarlega fyrir mér. Enda hafði ég á tilfinningunni að ég myndi jafnvel ekki eiga afturkvæmt til Íslands ef ég þæði boðið,“ segir Sigríður Benediktsdóttir hagfræðingur þegar talið berst að setu hennar í Rannsóknarnefnd Alþingis á sínum tíma. 21. ágúst 2023 07:00
„Strákarnir í MR sögðu oft að þeir þyrftu að frelsa okkur úr þessu fangelsi“ Það er ekki hægt að ímynda sér hversu margir hafa fundið draumastarfið sitt með aðstoð Katrínar S. Óladóttur. Sem einfaldlega allir þekkja ef svo má segja. Að minnsta kosti innan atvinnulífsins. 10. september 2023 08:00
Sendur ungur til Danmerkur vegna agaleysis á Akureyri Fyrir tveimur árum síðan kom netfataverslunin Boozt inn á íslenska markaðinn. Með látum má segja. Velti til dæmis netversluninni Asos úr sessi með markaðshlutdeild á aðeins örfáum vikum. Og samkvæmt frétt Innherja Vísis haustið 2021, versluðu Íslendingar fatnað hjá Boozt fyrir tæpan milljarð fyrsta hálfa árið. „Það ætlaði allt um koll að keyra,“ er kannski orðatiltæki sem ætti vel við hér. 4. júní 2023 08:00
Kvenskörungurinn Fida: „Fyrstu þrjú árin á Íslandi voru ógeðsleg“ „Fyrstu þrjú árin á Íslandi voru ógeðsleg,“ segir Fida Abu Libdeh og hlær. Að sjálfsögðu ekki í orðsins fyllstu merkingu og þó: Þessi fyrstu ár voru vægast sagt ótrúlega erfið. 28. ágúst 2023 07:00