Hefðbundið helgihald þrátt fyrir snjóflóðahættuna Vésteinn Örn Pétursson skrifar 25. desember 2023 17:25 Ívar segir snjóflóðahættuna lítil áhrif hafa haft á helgihaldið. Óvissustigi vegna snjóflóðahættu á Vestfjörðum var aflétt síðdegis í dag. Björgunarsveitarmaður á Flateyri segir snjóþyngslin ekki hafa aftrað jólahaldi, og fólk í bænum hið rólegasta yfir öllu saman. Í sjónvarpsfréttum okkar í gær var rætt við björgunarsveitarmann á Flateyri sem kippti sér lítið upp við að halda jólin innilokaður á Flateyri. Veðrinu slotaði síðdegis í gær. „Hér var bara allt með ró og spekt. Það var komið blíðuveður um fjögurleytið í gær. Bara blankalogn og snjókoma,“ segir Ívar Kristjánsson, varaformaður Sæbjargar á Flateyri. Ákveðið var í morgun að viðhalda óvissustigi vegna snjóflóða á Vestfjörðum í morgun vegna óvissu í veðurkortunum, en óvissustig var afnumið á Norðurlandi. Síðdegis í dag var ákveðið að gera slíkt hið sama á Vestfjörðum, þegar veðurspár tóku á sig skýrari mynd. „Ég ákvað bara að vakna í morgun og sjá hvernig veðrið væri og það var bara blíða. Nú er bara verið að gera skautasvellið klárt, þannig að fólk komist á skauta.“ Snjóþyngslin í gær öftruðu ekki jólahaldinu hjá Ívari, frekar en öðrum í bænum. „Fólkið hér á Flateyri hafði ekki áhyggjur held ég, allavega ekki neinn sem ég hef frétt af. Það var bara voða rólegt og ánægt að halda jólin,“ segir Ívar. Flestir vegir á Vestfjörðum voru lokaðir eða ófærir í gær. Talsvert greiðfærara er orðið um svæðið en þó eru einhverjir vegir enn ófærir. Á þeim vegum sem nú eru opnir er víða talsverð hálka. Hér má nálgast upplýsingar um færð á vegum á landinu öllu. Ísafjarðarbær Snjóflóð á Íslandi Jól Tengdar fréttir Spenntur að halda jólin innilokaður og í friði Snjóflóð hafa fallið í grennd við bæi og helstu vegir eru ýmist ófærir eða lokaðir á Vestjörðum. Björgunarsveitarmaður á Flateyri segir alls ekkert ferðaveður á svæðinu. Hann kippir sér ekkert upp við að halda jólin innilokaður. Óvissustig er áfram í gildi en veðrið á að vera gengið niður að mestu í kvöld. 24. desember 2023 16:04 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Fleiri fréttir Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Sjá meira
Í sjónvarpsfréttum okkar í gær var rætt við björgunarsveitarmann á Flateyri sem kippti sér lítið upp við að halda jólin innilokaður á Flateyri. Veðrinu slotaði síðdegis í gær. „Hér var bara allt með ró og spekt. Það var komið blíðuveður um fjögurleytið í gær. Bara blankalogn og snjókoma,“ segir Ívar Kristjánsson, varaformaður Sæbjargar á Flateyri. Ákveðið var í morgun að viðhalda óvissustigi vegna snjóflóða á Vestfjörðum í morgun vegna óvissu í veðurkortunum, en óvissustig var afnumið á Norðurlandi. Síðdegis í dag var ákveðið að gera slíkt hið sama á Vestfjörðum, þegar veðurspár tóku á sig skýrari mynd. „Ég ákvað bara að vakna í morgun og sjá hvernig veðrið væri og það var bara blíða. Nú er bara verið að gera skautasvellið klárt, þannig að fólk komist á skauta.“ Snjóþyngslin í gær öftruðu ekki jólahaldinu hjá Ívari, frekar en öðrum í bænum. „Fólkið hér á Flateyri hafði ekki áhyggjur held ég, allavega ekki neinn sem ég hef frétt af. Það var bara voða rólegt og ánægt að halda jólin,“ segir Ívar. Flestir vegir á Vestfjörðum voru lokaðir eða ófærir í gær. Talsvert greiðfærara er orðið um svæðið en þó eru einhverjir vegir enn ófærir. Á þeim vegum sem nú eru opnir er víða talsverð hálka. Hér má nálgast upplýsingar um færð á vegum á landinu öllu.
Ísafjarðarbær Snjóflóð á Íslandi Jól Tengdar fréttir Spenntur að halda jólin innilokaður og í friði Snjóflóð hafa fallið í grennd við bæi og helstu vegir eru ýmist ófærir eða lokaðir á Vestjörðum. Björgunarsveitarmaður á Flateyri segir alls ekkert ferðaveður á svæðinu. Hann kippir sér ekkert upp við að halda jólin innilokaður. Óvissustig er áfram í gildi en veðrið á að vera gengið niður að mestu í kvöld. 24. desember 2023 16:04 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Fleiri fréttir Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Sjá meira
Spenntur að halda jólin innilokaður og í friði Snjóflóð hafa fallið í grennd við bæi og helstu vegir eru ýmist ófærir eða lokaðir á Vestjörðum. Björgunarsveitarmaður á Flateyri segir alls ekkert ferðaveður á svæðinu. Hann kippir sér ekkert upp við að halda jólin innilokaður. Óvissustig er áfram í gildi en veðrið á að vera gengið niður að mestu í kvöld. 24. desember 2023 16:04