Valdamestu hjón Repúblikana í Flórída flækt í kynlífshneyksli Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 26. desember 2023 09:42 Valdafíkn hjónanna hefur stundum verið líkt við hjónin sem margir þekkja úr sjónvarpsþáttunum „House of Cards.“ AP/Phelan M. Ebenhack Maðurinn sem Repúblikanaflokkurinn í Flórída hafði valið til að leiða flokkinn í gegnum forsetakosningarnar á næsta ári hefur verið sakaður um að nauðga æskuvinkonu sinni. Hann hefur verið sviptur embætti, en segir ásakanirnar byggða á þvættingi. Hann og eiginkona hans hafi stundað kynlíf með konunni um margra ára skeið. Hjónin Christian og Bridget Ziegler hafa skotist upp á stjörnuhimin Repúblikana á ógnarhraða en virðast nú vera að hrapa eins og kulnaðar halastjörnur á tvöföldum hraða. Christian var í ársbyrjun valinn til forystu Repúblikana í ríkinu, í aðdraganda forsetakosninga. Bridget er ein af stofnendum hreyfingarinnar „Moms for Liberty“ sem hefur á stuttum tíma laðað að sér 130.000 meðlimi. Hreyfingin er íhaldsöm í meira lagi, hún berst fyrir bókabanni í skólum, þykir stjórnast af kynþáttahatri og andstyggð á réttindum hinsegin fólks. Valdafíkn þeirra hefur stundum verið líkt við hjónin sem margir þekkja úr sjónvarpsþáttunum „House of Cards.“ Christian var í haust sakaður um að hafa nauðgað æskuvinkonu sinni. Hún hefur um árabil stundað kynlíf með hjónunum en segir að dag einn hafi húsfrúin ekki mætt og þá hafi hún ekki viljað fara ein í bólið með bóndanum. Hann hafi ekki hlustað á það og nauðgað æskuvinkonu sinni. Hann hefur nú verið rekinn úr embætti í Repúblikanaflokknum og sætir rannsókn vegna nauðgunarkæru. Á sama tíma er þess krafist að Bridget víki úr skólastjórn í Sarasota þar sem hún hefur setið í áratug. Hún þvertekur fyrir það þrátt fyrir að allir stjórnarmeðlimir hafi samþykkt að hún skuli hverfa á braut. Andstæðingar hennar segja að að öllu jöfnu komi fólki ekki við hvað annað fólk geri í svefnherberginu eða í frístundum sínum, en kona sem berjist af slíkum ákafa sem Bridget gegn mannréttindum annars fólks geti ekki sýnt af sér slíka hegðun. Samtökin sem Bridget stofnaði; Moms for Liberty, segjast berjast af krafti gegn innrás vinstriaflanna í bandarískt skólakerfi og hafa komist til nokkurra áhrifa innan Repúblikanaflokksins. Þau biðu þó talsvert afhroð í skólastjórnarkosningum sem haldin voru um allt land í nóvember og er það talið til marks um dvínandi ítök þeirra. Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Sjá meira
Hjónin Christian og Bridget Ziegler hafa skotist upp á stjörnuhimin Repúblikana á ógnarhraða en virðast nú vera að hrapa eins og kulnaðar halastjörnur á tvöföldum hraða. Christian var í ársbyrjun valinn til forystu Repúblikana í ríkinu, í aðdraganda forsetakosninga. Bridget er ein af stofnendum hreyfingarinnar „Moms for Liberty“ sem hefur á stuttum tíma laðað að sér 130.000 meðlimi. Hreyfingin er íhaldsöm í meira lagi, hún berst fyrir bókabanni í skólum, þykir stjórnast af kynþáttahatri og andstyggð á réttindum hinsegin fólks. Valdafíkn þeirra hefur stundum verið líkt við hjónin sem margir þekkja úr sjónvarpsþáttunum „House of Cards.“ Christian var í haust sakaður um að hafa nauðgað æskuvinkonu sinni. Hún hefur um árabil stundað kynlíf með hjónunum en segir að dag einn hafi húsfrúin ekki mætt og þá hafi hún ekki viljað fara ein í bólið með bóndanum. Hann hafi ekki hlustað á það og nauðgað æskuvinkonu sinni. Hann hefur nú verið rekinn úr embætti í Repúblikanaflokknum og sætir rannsókn vegna nauðgunarkæru. Á sama tíma er þess krafist að Bridget víki úr skólastjórn í Sarasota þar sem hún hefur setið í áratug. Hún þvertekur fyrir það þrátt fyrir að allir stjórnarmeðlimir hafi samþykkt að hún skuli hverfa á braut. Andstæðingar hennar segja að að öllu jöfnu komi fólki ekki við hvað annað fólk geri í svefnherberginu eða í frístundum sínum, en kona sem berjist af slíkum ákafa sem Bridget gegn mannréttindum annars fólks geti ekki sýnt af sér slíka hegðun. Samtökin sem Bridget stofnaði; Moms for Liberty, segjast berjast af krafti gegn innrás vinstriaflanna í bandarískt skólakerfi og hafa komist til nokkurra áhrifa innan Repúblikanaflokksins. Þau biðu þó talsvert afhroð í skólastjórnarkosningum sem haldin voru um allt land í nóvember og er það talið til marks um dvínandi ítök þeirra.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent