Rótarýfélagar gera upp 60 ára gamla rútu frá Austurleið Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 26. desember 2023 20:31 Grétar Harðarson, forseti Rótarýklúbbs Rangæinga er spenntur fyrir rútuverkefni klúbbsins, sem gengur út á það að gera upp 60 ára gamla rútu frá Austurleið. Magnús Hlynur Hreiðarsson Félagar í Rótarýklúbbi Rangæinga hafa tekið að sér stórt verkefni en það er að gera upp fyrstu rútu Austurleiðar, sem er orðin gömul og lúin enda orðin sextíu ára gömul. Rútan er í geymslu hjá Samgöngusafninu í Skógum undir Eyjafjöllum. Í tilefni af 60 ára afmæli rútufyrirtækisins Austurleiðar í Rangárvallasýslu fyrr á þessu ári ákvað Rótarýklúbbur Rangæinga að hafa það að markmiði sínu að koma upp sögusýningu um starfsemi fyrirtækisins á Samgöngusafninu á Skógum undir Eyjafjöllum. Nú er búið að opna sýninguna formlega en félagarnir í Rótarýklúbbnum komu einmitt á rútu, sem var í þjónustu hjá Austurleið í Skóga til að opna sýninguna. Fyrir þá sem ekki vita þá var Austurleið með áætlunarferðir frá Reykjavík og að Múlakoti í Fljótshlíð og einnig austur í Vík og á Kirkjubæjarklaustur. Austurleið var merkilegt fyrirtæki í sögu Rangárvallasýslu. „Já, sannarlega og svona brautryðjanda starf því þarna var ekki algengt að fólk ætti bíla svo allt í einu var hægt að skjótast til Reykjavíkur bara til að heimsækja einhverja frænku eða fara til læknis eða eitthvað, bara dagsferðir,“ segir Sigurlín Sveinbjarnardóttir, félagi í Rótarýklúbbi Rangæinga og ein af driffjöðrum verkefnisins í Skógum. Félagar í Rótarýklúbbi Rangæinga og forsvarsmenn Samgöngusafnsins í Skógum þegar sýningin var formlega opnuð.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Sigurlín er mjög ánægð með sýninguna, sem Rótarýklúbburinn á heiðurinn af. „Í rauninni erum við búin að vanda til þess að hafa þetta svona létt og á venjulegu máli, svo er náttúrulega þýtt á ensku fyrir ferðamennina og myndirnar eru lýsandi. Segja eitthvað um tíðarandann og hvernig þetta var að ferðast á þessum tíma.“ Sigurlín Sveinbjarnardóttir, félagi í Rótarýklúbbi Rangæinga og ein af driffjöðrum verkefnisins í Skógum að segja frá verkefninu við opnun sýningarinnar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Guðrún Tómasdóttir, sem býr í Skógum á fjórar ljósmyndir á spjöldum sýningarinnar en hún var dugleg að ferðast með Austurleið. „Allir treystu á Austurleið, sem þurftu að ferðast hér. Þjónustan og bílstjórarnir, sem vildu allt fyrir farþega gera og leysa úr öllum málum var það besta við Austurleið“, segir Guðrún. Guðrún Tómasdóttir íbúi í Skógum og farþegi hjá Austurleið í mörg ár á nokkrar myndir úr safninu sínu á sýningunni um Austurleið í Samgöngusafninu í Skógum, sem var opnuð formlega á dögunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og það er stórt verkefni, sem býður félaga í Rótarýklúbbnum en þeir ætla að gera upp þessa gömlu og lúnu rútu, L – 502, sem var notuð í fjölda ára hjá Austurleið en er nú í eigu Samgöngusafnsins í Skógum. Austurleið sameinaðist Sérleyfisbílum Selfoss 1998 og var þá ekki lengur til eitt og sér, sem fyrirtæki. „Og við erum tilbúin í það, fullt af sjálfboðavinnu eins og við í Rótarý gerum, það er meiningin, hreinsa og allt þetta en svo þarf auðvitað peninga, þá er það bara fjáröflun, við finnum einhverjar leiðir en við áætlum líka tvö til þrjú ár í þetta,“ segir Sigurlín. Saga Austurleiðar er mjög merkileg og áhugaverð.Magnús Hlynur Hreiðarsson Rangárþing eystra Bílar Félagasamtök Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Fleiri fréttir Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Sjá meira
Í tilefni af 60 ára afmæli rútufyrirtækisins Austurleiðar í Rangárvallasýslu fyrr á þessu ári ákvað Rótarýklúbbur Rangæinga að hafa það að markmiði sínu að koma upp sögusýningu um starfsemi fyrirtækisins á Samgöngusafninu á Skógum undir Eyjafjöllum. Nú er búið að opna sýninguna formlega en félagarnir í Rótarýklúbbnum komu einmitt á rútu, sem var í þjónustu hjá Austurleið í Skóga til að opna sýninguna. Fyrir þá sem ekki vita þá var Austurleið með áætlunarferðir frá Reykjavík og að Múlakoti í Fljótshlíð og einnig austur í Vík og á Kirkjubæjarklaustur. Austurleið var merkilegt fyrirtæki í sögu Rangárvallasýslu. „Já, sannarlega og svona brautryðjanda starf því þarna var ekki algengt að fólk ætti bíla svo allt í einu var hægt að skjótast til Reykjavíkur bara til að heimsækja einhverja frænku eða fara til læknis eða eitthvað, bara dagsferðir,“ segir Sigurlín Sveinbjarnardóttir, félagi í Rótarýklúbbi Rangæinga og ein af driffjöðrum verkefnisins í Skógum. Félagar í Rótarýklúbbi Rangæinga og forsvarsmenn Samgöngusafnsins í Skógum þegar sýningin var formlega opnuð.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Sigurlín er mjög ánægð með sýninguna, sem Rótarýklúbburinn á heiðurinn af. „Í rauninni erum við búin að vanda til þess að hafa þetta svona létt og á venjulegu máli, svo er náttúrulega þýtt á ensku fyrir ferðamennina og myndirnar eru lýsandi. Segja eitthvað um tíðarandann og hvernig þetta var að ferðast á þessum tíma.“ Sigurlín Sveinbjarnardóttir, félagi í Rótarýklúbbi Rangæinga og ein af driffjöðrum verkefnisins í Skógum að segja frá verkefninu við opnun sýningarinnar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Guðrún Tómasdóttir, sem býr í Skógum á fjórar ljósmyndir á spjöldum sýningarinnar en hún var dugleg að ferðast með Austurleið. „Allir treystu á Austurleið, sem þurftu að ferðast hér. Þjónustan og bílstjórarnir, sem vildu allt fyrir farþega gera og leysa úr öllum málum var það besta við Austurleið“, segir Guðrún. Guðrún Tómasdóttir íbúi í Skógum og farþegi hjá Austurleið í mörg ár á nokkrar myndir úr safninu sínu á sýningunni um Austurleið í Samgöngusafninu í Skógum, sem var opnuð formlega á dögunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og það er stórt verkefni, sem býður félaga í Rótarýklúbbnum en þeir ætla að gera upp þessa gömlu og lúnu rútu, L – 502, sem var notuð í fjölda ára hjá Austurleið en er nú í eigu Samgöngusafnsins í Skógum. Austurleið sameinaðist Sérleyfisbílum Selfoss 1998 og var þá ekki lengur til eitt og sér, sem fyrirtæki. „Og við erum tilbúin í það, fullt af sjálfboðavinnu eins og við í Rótarý gerum, það er meiningin, hreinsa og allt þetta en svo þarf auðvitað peninga, þá er það bara fjáröflun, við finnum einhverjar leiðir en við áætlum líka tvö til þrjú ár í þetta,“ segir Sigurlín. Saga Austurleiðar er mjög merkileg og áhugaverð.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Rangárþing eystra Bílar Félagasamtök Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Fleiri fréttir Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Sjá meira