„Þá varð maður jákvæðari með allt saman“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. desember 2023 13:31 Valskonur fagna Íslandsmeistaratitlinum sem þær voru að vinna þriðja árið í röð. Vísir/Diego Nýir þættir, Íslandsmeistarar, verða sýndir á Stöð 2 Sport milli jóla og nýárs en í hverjum þætti verða teknir fyrir Íslandsmeistaraliðin í fótbolta og körfubolta, karla og kvenna, frá árinu sem er að líða. Í fyrsta þættinum í kvöld verður heimildaþáttur um Íslandsmeistaratímabil Vals í Bestu deild kvenna í fótbolta 2023, þar sem rætt er við leikmenn og þjálfara um leiðina að titlinum. Hér fyrir neðan má sjá brot út þættinum í kvöld en þarna er verið að ræða fyrsta leik mótsins þar sem Valsliðið vann erkifjendurna úr Breiðabliki. Valsliðið hafði misst marga öfluga og reynda leikmenn frá því að þær urðu tvöfaldir meistarar sumarið 2022. Pétur Pétursson.S2 Sport Pétur Pétursson, þjálfari liðsins, var því í þeirri stöðu að þurfa að setja saman nýtt lið en hann leitaði til yngri leikmanna í hópnum og setti meiri ábyrgð á þær. „Mér finnst alltaf best að mæta sterkustu liðunum eins fljótt og hægt er. Þarna kom í ljós hjá okkur hvað við vildum gera um sumarið. Hvort liðið væri tilbúið til að gera þetta,“ sagði Pétur Pétursson, þjálfari Vals í viðtali við Guðmund Benediktsson. „Þó að við höfum rétt fyrir þessa leiki, ekki vitað hverjir voru í liðinu. Það koma ungar stelpur inn og gera þetta mjög vel. Þegar upp er staðið þá sér maður karakterinn í þessum hóp sem var. Þá varð maður jákvæðari með allt saman,“ sagði Pétur. S2 Sport „Mér fannst frábært að fá Breiðablik fyrst. Auðvitað gott að segja það af því að við vinnum leikinn. Það var mjög mikilvægt fyrir okkur að byrja sterkt þar sem að veturinn var búinn að vera erfiður. Margir af okkar lykilleikmönnum voru ekki búnar að æfa af krafti yfir veturinn,“ sagði Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, aðstoðarþjálfari Valsliðsins. „Við vorum ekki beint í toppstandi í fyrsta leik. Að hafa unnið hann gaf okkur mikið inn í mótið. Það er alveg klárt,“ sagði Ásgerður. Eina mark leiksins skoraði Anna Rakel Pétursdóttir en hún átti síðan eftir að meiðast illa í lok júní og missa af restinni af tímabilinu. Sigurmarkið á móti Blikum var liðinu gríðarlega mikilvægt. „Anna Rakel skorar þarna geggjað mark í lokin og þetta var bara einhvern veginn akkúrat það sem við þurftum á þessum tímapunkti,“ sagði Málfríður Anna Eiríksdóttir, varafyrirliði Valsliðsins. „Leikir Vals og Breiðabliks undanfarin ár, sama þótt að það vanti einhvern eða hvað, hafa alltaf verið hörkuleikir. Skemmtilegir leikir. Þú sérð ansi margt eftir þann leik hvað við getum gert. Mér fannst þær sýna það í þessum leik að þær voru tilbúnar í mótið,“ sagði Pétur. Það má sjá brotið úr þættinum hér fyrir neðan. Klippa: Íslandsmeistarar 2023: Valur í Bestu deild kvenna Besta deild kvenna Valur Mest lesið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Fluminense sendi Inter heim Fótbolti Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Dagskráin í dag: Hafnaboltinn á sviðið Sport Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Fótbolti Fleiri fréttir Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja Gæti orðið dýrastur í sögu KR Stjarnan staðfestir komu Caulker Þóra um hártogið í Bestu: „Þetta er bara botnhegðun“ Komin með hundrað meistaraflokksleiki fyrir nítján ára afmælið sitt John Andrews um uppsögnina: „Kom mér mjög á óvart“ KR-ingar í Melabúðinni um stöðu liðsins: „Verða að gyrða sig í brók“ Höskuldur fékk tveggja leikja bann eftir ofsalega framkomu Furðar sig á fjarveru Lárusar Orra: „Finnst þetta skrítið“ John Andrews og Björn reknir Óskar láti gagnrýnisraddir úr Vesturbæ sem vind um eyru þjóta Fóru yfir lætin í Kópavogi: „Höskuldur tryllist strax frá byrjun“ Sjáðu mörkin úr Bestu: Valur rústaði KR og tvö rauð fóru á loft í Kópavogi Sjá meira
Í fyrsta þættinum í kvöld verður heimildaþáttur um Íslandsmeistaratímabil Vals í Bestu deild kvenna í fótbolta 2023, þar sem rætt er við leikmenn og þjálfara um leiðina að titlinum. Hér fyrir neðan má sjá brot út þættinum í kvöld en þarna er verið að ræða fyrsta leik mótsins þar sem Valsliðið vann erkifjendurna úr Breiðabliki. Valsliðið hafði misst marga öfluga og reynda leikmenn frá því að þær urðu tvöfaldir meistarar sumarið 2022. Pétur Pétursson.S2 Sport Pétur Pétursson, þjálfari liðsins, var því í þeirri stöðu að þurfa að setja saman nýtt lið en hann leitaði til yngri leikmanna í hópnum og setti meiri ábyrgð á þær. „Mér finnst alltaf best að mæta sterkustu liðunum eins fljótt og hægt er. Þarna kom í ljós hjá okkur hvað við vildum gera um sumarið. Hvort liðið væri tilbúið til að gera þetta,“ sagði Pétur Pétursson, þjálfari Vals í viðtali við Guðmund Benediktsson. „Þó að við höfum rétt fyrir þessa leiki, ekki vitað hverjir voru í liðinu. Það koma ungar stelpur inn og gera þetta mjög vel. Þegar upp er staðið þá sér maður karakterinn í þessum hóp sem var. Þá varð maður jákvæðari með allt saman,“ sagði Pétur. S2 Sport „Mér fannst frábært að fá Breiðablik fyrst. Auðvitað gott að segja það af því að við vinnum leikinn. Það var mjög mikilvægt fyrir okkur að byrja sterkt þar sem að veturinn var búinn að vera erfiður. Margir af okkar lykilleikmönnum voru ekki búnar að æfa af krafti yfir veturinn,“ sagði Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, aðstoðarþjálfari Valsliðsins. „Við vorum ekki beint í toppstandi í fyrsta leik. Að hafa unnið hann gaf okkur mikið inn í mótið. Það er alveg klárt,“ sagði Ásgerður. Eina mark leiksins skoraði Anna Rakel Pétursdóttir en hún átti síðan eftir að meiðast illa í lok júní og missa af restinni af tímabilinu. Sigurmarkið á móti Blikum var liðinu gríðarlega mikilvægt. „Anna Rakel skorar þarna geggjað mark í lokin og þetta var bara einhvern veginn akkúrat það sem við þurftum á þessum tímapunkti,“ sagði Málfríður Anna Eiríksdóttir, varafyrirliði Valsliðsins. „Leikir Vals og Breiðabliks undanfarin ár, sama þótt að það vanti einhvern eða hvað, hafa alltaf verið hörkuleikir. Skemmtilegir leikir. Þú sérð ansi margt eftir þann leik hvað við getum gert. Mér fannst þær sýna það í þessum leik að þær voru tilbúnar í mótið,“ sagði Pétur. Það má sjá brotið úr þættinum hér fyrir neðan. Klippa: Íslandsmeistarar 2023: Valur í Bestu deild kvenna
Besta deild kvenna Valur Mest lesið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Fluminense sendi Inter heim Fótbolti Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Dagskráin í dag: Hafnaboltinn á sviðið Sport Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Fótbolti Fleiri fréttir Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja Gæti orðið dýrastur í sögu KR Stjarnan staðfestir komu Caulker Þóra um hártogið í Bestu: „Þetta er bara botnhegðun“ Komin með hundrað meistaraflokksleiki fyrir nítján ára afmælið sitt John Andrews um uppsögnina: „Kom mér mjög á óvart“ KR-ingar í Melabúðinni um stöðu liðsins: „Verða að gyrða sig í brók“ Höskuldur fékk tveggja leikja bann eftir ofsalega framkomu Furðar sig á fjarveru Lárusar Orra: „Finnst þetta skrítið“ John Andrews og Björn reknir Óskar láti gagnrýnisraddir úr Vesturbæ sem vind um eyru þjóta Fóru yfir lætin í Kópavogi: „Höskuldur tryllist strax frá byrjun“ Sjáðu mörkin úr Bestu: Valur rústaði KR og tvö rauð fóru á loft í Kópavogi Sjá meira