Í tilkynningu frá lögreglu segir að um sé að ræða tímabilið hálftíu til hálfellefu á aðfangadagskvöld, en í þágu rannsóknarinnar sé verið að leita upplýsinga um grunsamlegar mannaferðir.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar skotárás í Hafnarfirði á aðfangadagskvöld þegar tveir menn fóru inn í íbúð í Álfholti og hleyptu af nokkrum skotum, en mikil mildi þykir að enginn slasaðist.
Búi einhver yfir upplýsingum um málið megi koma þeim á framfæri í tölvupósti á netfangið r2a@lrh.is.
Þá segir að einn hafi verið handtekinn í dag vegna málsins og sé enn í haldi lögreglu.