Segja rangar sprengjur hafa leitt til mikils mannfalls Samúel Karl Ólason skrifar 28. desember 2023 16:32 Stór hluti Gasastrandarinnar er í rúst og fjölmargir halda til í tjöldum. AP/Fatima Shbair Yfirmaður í ísraelska hernum segir að notkun rangrar tegundar skotfæra í mannskæðum loftárásum á Gasaströndinni á aðfangadag hafi leitt til umfangsmikils mannfalls, sem hægt hefði verið að komast hjá. Umræddar árásir voru gerðar í Maghazi-flóttamannabúðunum en að minnsta kosti 86 eru sagðir hafa fallið í þeim. Tvær herþotur voru notaðar til að gera árás á stað sem á að hafa hýst Hamas-liða en nærliggjandi byggingar urðu fyrir verulegum skemmdum. Heilbrigðisráðuneyti Gasastrandarinnar, sem Hamas stýrir, segir að 86 manns hafi fallið í árásunum og er talið líklegt að sú tala muni hækka frekar. Heilbrigðisráðuneytið segir að loftárásirnar hafi hæft þrjú íbúðarhúsnæði seint á aðfangadagskvöld, meðal annars fjölmenna íbúðablokk sem hafi gjöreyðilagst. Samkvæmt Breska ríkisútvarpinu (BBC) sagði umræddur yfirmaður að sú tegund skotfæra sem hefði verið valin til árásanna hefði ekki verið í samræmi við eðli loftárásanna og þær hefðu valdið umframtjóni sem hægt hefði verið að komast hjá. Hann sagði að árásirnar væru til rannsóknar. Í yfirlýsingu til BBC sagði talsmaður ísraelska hersins að herinn harmaði þann skaða sem „ótengdir aðilar“ hefðu orðið fyrir og að lært yrði af þessu atviki. Omar Tischler, einn talsmanna hersins, sagði í dag að ekki væri rétt að ísraelski herinn varpaði svokölluðum heimskum sprengjum í massavís á Gasaströndina. Farið væri í gegnum ítarlegt ferli fyrir hverja árás. Haft er eftir honum í frétt Times of Israel að fyrst sé skotmark valið eftir upplýsingum sem fyrir liggja. Því næst sé reynt að koma óbreyttum borgurum á brott og síðan velja réttu skotfærin. Með þessu sé hægt að draga úr mannfalli meðal óbreyttra borgara, þó Hamas-liðar skýli sér bakvið þá. Þá sagði Tischler að þó sprengjur séu ekki búnar staðsetningar- og stýribúnaði, sé þeim varpað af nákvæmni. Talið er að vel yfir tuttugu þúsund manns hafi fallið í loftárásum Ísraela á Gasaströndina frá því í október. Stór hluti þeirra konur og börn. Flestir þeirra 2,3 milljóna manna sem búa á Gasaströndinni hafa þurft að yfirgefa heimili sín vegna átakanna og mikil óreiða og neyð ríkir á Gasaströndinni. Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Tengdar fréttir Gantz hótar átökum við Hezbollah Benny Ganz, ráðherra í ríkisstjórn Ísraels, segir að ísraelski herinn muni ráðast gegn hersveitum Hezbollah samtakanna í Líbanon ef árásir á Ísrael frá landamærunum halda áfram. 28. desember 2023 07:33 Sex sagðir látnir í aðgerðum Ísraelsmanna á Vesturbakkanum Jake Sullivan, ráðgjafi Joe Biden Bandaríkjaforseta í þjóðaröryggismálum, fundaði með ráðherra í ríkisstjórn Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, í gær til að ræða framtíð Gasa þegar átökum lýkur. 27. desember 2023 07:14 Tvö hundruð Palestínumenn fallið síðasta sólarhring Tvö hunduð manns féllu í árásum Ísraelsmanna síðasta sólarhring og rúmlega tólf ísraelskir hermenn, að sögn hersins. Átök helgarinnar eru ein þau blóðugustu frá upphafi stríðs. Hækkandi dánartala innan herbúða Ísraelsmanna er sögð munu kynda undir stuðningi við hertar hernaðaraðgerðir. 24. desember 2023 14:15 Nærri því áttatíu úr sömu fjölskyldunni féllu í árás Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir árásir Ísraela á Gasaströndinni gera starfsmönnum SÞ erfitt að koma neyðarbirgðum til þeirra sem þurfa á þeim að halda. Miklir tálmar hafi verið settir í veg hjálparstarfsmanna og þörf sé á meiri aðstoð. 23. desember 2023 14:36 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira
Tvær herþotur voru notaðar til að gera árás á stað sem á að hafa hýst Hamas-liða en nærliggjandi byggingar urðu fyrir verulegum skemmdum. Heilbrigðisráðuneyti Gasastrandarinnar, sem Hamas stýrir, segir að 86 manns hafi fallið í árásunum og er talið líklegt að sú tala muni hækka frekar. Heilbrigðisráðuneytið segir að loftárásirnar hafi hæft þrjú íbúðarhúsnæði seint á aðfangadagskvöld, meðal annars fjölmenna íbúðablokk sem hafi gjöreyðilagst. Samkvæmt Breska ríkisútvarpinu (BBC) sagði umræddur yfirmaður að sú tegund skotfæra sem hefði verið valin til árásanna hefði ekki verið í samræmi við eðli loftárásanna og þær hefðu valdið umframtjóni sem hægt hefði verið að komast hjá. Hann sagði að árásirnar væru til rannsóknar. Í yfirlýsingu til BBC sagði talsmaður ísraelska hersins að herinn harmaði þann skaða sem „ótengdir aðilar“ hefðu orðið fyrir og að lært yrði af þessu atviki. Omar Tischler, einn talsmanna hersins, sagði í dag að ekki væri rétt að ísraelski herinn varpaði svokölluðum heimskum sprengjum í massavís á Gasaströndina. Farið væri í gegnum ítarlegt ferli fyrir hverja árás. Haft er eftir honum í frétt Times of Israel að fyrst sé skotmark valið eftir upplýsingum sem fyrir liggja. Því næst sé reynt að koma óbreyttum borgurum á brott og síðan velja réttu skotfærin. Með þessu sé hægt að draga úr mannfalli meðal óbreyttra borgara, þó Hamas-liðar skýli sér bakvið þá. Þá sagði Tischler að þó sprengjur séu ekki búnar staðsetningar- og stýribúnaði, sé þeim varpað af nákvæmni. Talið er að vel yfir tuttugu þúsund manns hafi fallið í loftárásum Ísraela á Gasaströndina frá því í október. Stór hluti þeirra konur og börn. Flestir þeirra 2,3 milljóna manna sem búa á Gasaströndinni hafa þurft að yfirgefa heimili sín vegna átakanna og mikil óreiða og neyð ríkir á Gasaströndinni.
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Tengdar fréttir Gantz hótar átökum við Hezbollah Benny Ganz, ráðherra í ríkisstjórn Ísraels, segir að ísraelski herinn muni ráðast gegn hersveitum Hezbollah samtakanna í Líbanon ef árásir á Ísrael frá landamærunum halda áfram. 28. desember 2023 07:33 Sex sagðir látnir í aðgerðum Ísraelsmanna á Vesturbakkanum Jake Sullivan, ráðgjafi Joe Biden Bandaríkjaforseta í þjóðaröryggismálum, fundaði með ráðherra í ríkisstjórn Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, í gær til að ræða framtíð Gasa þegar átökum lýkur. 27. desember 2023 07:14 Tvö hundruð Palestínumenn fallið síðasta sólarhring Tvö hunduð manns féllu í árásum Ísraelsmanna síðasta sólarhring og rúmlega tólf ísraelskir hermenn, að sögn hersins. Átök helgarinnar eru ein þau blóðugustu frá upphafi stríðs. Hækkandi dánartala innan herbúða Ísraelsmanna er sögð munu kynda undir stuðningi við hertar hernaðaraðgerðir. 24. desember 2023 14:15 Nærri því áttatíu úr sömu fjölskyldunni féllu í árás Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir árásir Ísraela á Gasaströndinni gera starfsmönnum SÞ erfitt að koma neyðarbirgðum til þeirra sem þurfa á þeim að halda. Miklir tálmar hafi verið settir í veg hjálparstarfsmanna og þörf sé á meiri aðstoð. 23. desember 2023 14:36 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira
Gantz hótar átökum við Hezbollah Benny Ganz, ráðherra í ríkisstjórn Ísraels, segir að ísraelski herinn muni ráðast gegn hersveitum Hezbollah samtakanna í Líbanon ef árásir á Ísrael frá landamærunum halda áfram. 28. desember 2023 07:33
Sex sagðir látnir í aðgerðum Ísraelsmanna á Vesturbakkanum Jake Sullivan, ráðgjafi Joe Biden Bandaríkjaforseta í þjóðaröryggismálum, fundaði með ráðherra í ríkisstjórn Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, í gær til að ræða framtíð Gasa þegar átökum lýkur. 27. desember 2023 07:14
Tvö hundruð Palestínumenn fallið síðasta sólarhring Tvö hunduð manns féllu í árásum Ísraelsmanna síðasta sólarhring og rúmlega tólf ísraelskir hermenn, að sögn hersins. Átök helgarinnar eru ein þau blóðugustu frá upphafi stríðs. Hækkandi dánartala innan herbúða Ísraelsmanna er sögð munu kynda undir stuðningi við hertar hernaðaraðgerðir. 24. desember 2023 14:15
Nærri því áttatíu úr sömu fjölskyldunni féllu í árás Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir árásir Ísraela á Gasaströndinni gera starfsmönnum SÞ erfitt að koma neyðarbirgðum til þeirra sem þurfa á þeim að halda. Miklir tálmar hafi verið settir í veg hjálparstarfsmanna og þörf sé á meiri aðstoð. 23. desember 2023 14:36