Reyndu að plata lesendur með fréttum um Mbappe Smári Jökull Jónsson skrifar 28. desember 2023 20:30 Kylian Mbappe er ekki á leið til Barcelona. Vísir/Getty Lesendur Mundo Deportivo hafa eflaust rekið upp stór augu þegar þeir lásu fréttir dagsins. Þar var meðal annars greint frá því að Kylian Mbappe væri óvænt á leið til Barcelona. Þær eru ófáar fréttirnar sem hafa verið skrifaðar um möguleg félagaskipti Kylian Mbappe. Flestar hafa þær verið á þá leið að hann væri á leið til Real Madrid og er almennt talið að þegar og ef Mbappe yfirgefur PSG þá verði Madrid hans næsti áfangastaður. Barcelona hefur að minnsta kosti sjaldan verið nefnt í þessu samhengi. Þar til í morgun. Þá birtist frétt hjá spænska miðlinum Mundo Deportivo þar sem greint var frá því að forsetar Real Madrid og Barcelona hefðu náð samkomulagi um að Barcelona fengi að semja við Mbappe í friði og ró. Sagt var að þeir Florentino Perez og Joan Laporta forsetar félaganna hefðu hist á leynilegum fundi þar sem Perez hefði sagst ætla að leyfa Barcelona að semja við Mbappe. Ástæðan fyrir þessari góðmennsku Perez væri að Laporta hafi stutt vel við Perez og Real Madrid í umræðunni um Ofurdeildina í knattspyrnu. Sagt var að Mbappe myndi flytja í íbúðina sem Ousmane Dembele bjó í og í þokkabót myndu tölvuleikir Dembele fylgja með en Frakkinn er mikill leikjaspilari. Samkomulagið fól einnig í sér að Mbappe mætti ekki skjóta með hægri fæti í leikjum gegn Real. Líklegast áttuðu flestir lesendur sig á því að eitthvað skrýtið væri á seyði. Sú var líka raunin því 28. desember er nefnilega fyrir Spánverjum það sem 1. apríl er hér á landi. Fréttin var því uppspuni frá upphafi til enda. Þetta var ekki eina platfréttin í spænska boltanum í dag. Real Betis tilkynnti að goðsögnin Joaquin ætlaði að taka fram skóna á nýjan leik. Það var því miður einnig plat. Spænski boltinn Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Fleiri fréttir Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Sjá meira
Þær eru ófáar fréttirnar sem hafa verið skrifaðar um möguleg félagaskipti Kylian Mbappe. Flestar hafa þær verið á þá leið að hann væri á leið til Real Madrid og er almennt talið að þegar og ef Mbappe yfirgefur PSG þá verði Madrid hans næsti áfangastaður. Barcelona hefur að minnsta kosti sjaldan verið nefnt í þessu samhengi. Þar til í morgun. Þá birtist frétt hjá spænska miðlinum Mundo Deportivo þar sem greint var frá því að forsetar Real Madrid og Barcelona hefðu náð samkomulagi um að Barcelona fengi að semja við Mbappe í friði og ró. Sagt var að þeir Florentino Perez og Joan Laporta forsetar félaganna hefðu hist á leynilegum fundi þar sem Perez hefði sagst ætla að leyfa Barcelona að semja við Mbappe. Ástæðan fyrir þessari góðmennsku Perez væri að Laporta hafi stutt vel við Perez og Real Madrid í umræðunni um Ofurdeildina í knattspyrnu. Sagt var að Mbappe myndi flytja í íbúðina sem Ousmane Dembele bjó í og í þokkabót myndu tölvuleikir Dembele fylgja með en Frakkinn er mikill leikjaspilari. Samkomulagið fól einnig í sér að Mbappe mætti ekki skjóta með hægri fæti í leikjum gegn Real. Líklegast áttuðu flestir lesendur sig á því að eitthvað skrýtið væri á seyði. Sú var líka raunin því 28. desember er nefnilega fyrir Spánverjum það sem 1. apríl er hér á landi. Fréttin var því uppspuni frá upphafi til enda. Þetta var ekki eina platfréttin í spænska boltanum í dag. Real Betis tilkynnti að goðsögnin Joaquin ætlaði að taka fram skóna á nýjan leik. Það var því miður einnig plat.
Spænski boltinn Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Fleiri fréttir Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Sjá meira