Körfubolti

Martin lék í tapi í Evrópu­deildinni

Smári Jökull Jónsson skrifar
Martin Hermannsson er að komast á ferðina með Valencia.
Martin Hermannsson er að komast á ferðina með Valencia. Vísir/Getty

Martin Hermannsson og félagar hans í Valencia máttu sætta sig við tap gegn Bayern Munchen í Euroleague-deildinni í kvöld.

Martin hefur verið að fá fleiri og fleiri mínútur með liði Valencia síðustu viku en hann er að snúa til baka eftir krossbandaslit.

Hann var í leikmannahópi Barcelona sem mætti Bayern á útivelli í Þýskalandi. Leikurinn var jafn og spennandi allan tímann. Staðan var 16-16 eftir fyrsta leikhlutann en Valencia var með 39-38 forystu í hálfleik.

Spennan hélt áfram í síðari hálfleik. Valencia var tveimur stigum yfir fyrir lokafjórðunginn en þar vöknuðu heimamenn. Eftir að Valencia komst í 68-62 náði Bayern 14-3 spretti og náði forystunni 76-71.

Bayern var 80-74 yfir þegar rúmar tvær mínútur voru eftir en Valencia minnkaði muninn í þrjú stig með þriggja stiga körfu og svo í eitt stig þegar rúm ein og hálf mínúta var eftir.

Heimamenn juku síðan muninn í þrjú stig en Valencia fékk síðustu sóknina til að reyna að jafna metin. Það tókst ekki, þriggja stiga skot liðsins geigaði og heimamenn kláruðu leikinn af vítalínunni. Lokatölur 85-84 Bayern í vil eftir þriggja stiga körfu Valencia á lokasekúndunni.

Martin lék í rúmar þrettán mínútur í kvöld. Hann skoraði fjögur stig, tók eitt frákast og gaf fjórar stoðsendingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×