Leynilegt geimfar á hærri sporbraut en áður Samúel Karl Ólason skrifar 29. desember 2023 09:52 X-37B hefur varið miklum tíma út í geim frá því geimskipið leynilega var fyrst tekið í notkun árið 2010. AP Starfsmenn geimfyrirtækisins SpaceX skutu í nótt leynilegu geimfari bandaríska hersins út í geim. Geimfarið X-37B er talið eiga að vera á braut um jörðu í að minnsta kosti tvö ár. Enginn er um borð en eins og áður ber geimfarið leynilegar tilraunir bandarískra vísindamanna. Þetta er í sjöunda sinn sem X-37B er skotið út í geim og frá fyrsta fluginu árið 2010 hefur geimfarið, sem smíðað var af verkfræðingum Boeing, varið rúmum tíu árum á braut um jörðu. Síðasta ferð geimfarsins varði tvö og hálft ár. Geimfarið er hannað til að þurfa ekki geimfara og hefur sjálfvirkan lendingarbúnað sem lendir geimfarinu eins og geimskutlunum gömlu en X-37B svipar mjög til þeirra. Upprunalega stóð til að skjóta geimfarinu á loft fyrir rúmum tveimur vikum en geimskotinu var frestað þar til í nótt vegna veðurs og tæknilegra vandamála. Notast var við Falcon Heavy eldflaug SpaceX, sem er í raun þrjár Falcon 9 eldflaugar festar saman. Falcon Heavy getur komið nærri því 64 tonnum á sporbraut. Liftoff! pic.twitter.com/m8bYx9Enb7— SpaceX (@SpaceX) December 29, 2023 Stutt er síðan kínverskir geimvísindamenn skutu svipuðu leynilegu geimfari sem kallast „Himneskur dreki“ á braut um jörðu í þriðja sinn frá 2020. Það er einnig sagt hafa borið leynilegar tilraunir á braut um jörðu en áhugamenn segja geimfarið einnig hafa borið sex hluti á sporbraut. Í fyrstu fimm geimferðunum var X-37B skotið á loft með Atlas V eldflaug United Launch Alliance. Í maí 2020 var svo notast við Falcon 9 eldflaug SpaceX. Það að notast hafi verið við Falcon Heavy að þessu sinni þykir til marks um að geimfarinu hafi verið skotið á hærri sporbraut en áður. Falcon Heavy hefur burði til að bera farm eins og X-37B í allt að 35 þúsund kílómetra háa sporbraut, samkvæmt frétt Reuters. Það eina sem varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur sagt um þessa nýjust geimferð er að hún feli í sér tilraunir sem snúa að nýrri tækni og tilraunir varðandi eftirlit á sporbraut. Bandaríkin Geimurinn Tækni SpaceX Tengdar fréttir Leynilegu geimfari lent aftur eftir langa geimferð Geimher Bandaríkjanna lenti um helgina leynilegu geimfari á jörðinni eftir að það hafði verið út í geimi í 908 daga. Það er mettími en áður hafði geimfarið, sem ber heitið X-37B lengst verið 780 daga í geimnum. Þetta var sjötta geimferð X-37B. 14. nóvember 2022 11:15 Leynilegt geimskot nýs geimfars í Kína Mikil leynd hvílir yfir farmi Long March-2F eldflaugarinnar sem notuð var til að skjóta geimfarinu á lofti. Starfsfólki og öðrum sem voru við skotpallinn í morgun var meinað að taka myndir eða myndbönd af geimskotinu. 4. september 2020 12:04 Leynilegt geimfar ber merkilega tilraun út í geim Flugher Bandaríkjanna stefnir á að skjóta dularfullri geimflaug á braut um jörðu á morgun. Farið sem kallast X-37B mun bera mörg tilraunaverkefni en eitt þeirra hefur vakið meiri athygli en önnur. 15. maí 2020 14:08 Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Varðað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Innlent „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ Innlent Fleiri fréttir Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Sjá meira
Þetta er í sjöunda sinn sem X-37B er skotið út í geim og frá fyrsta fluginu árið 2010 hefur geimfarið, sem smíðað var af verkfræðingum Boeing, varið rúmum tíu árum á braut um jörðu. Síðasta ferð geimfarsins varði tvö og hálft ár. Geimfarið er hannað til að þurfa ekki geimfara og hefur sjálfvirkan lendingarbúnað sem lendir geimfarinu eins og geimskutlunum gömlu en X-37B svipar mjög til þeirra. Upprunalega stóð til að skjóta geimfarinu á loft fyrir rúmum tveimur vikum en geimskotinu var frestað þar til í nótt vegna veðurs og tæknilegra vandamála. Notast var við Falcon Heavy eldflaug SpaceX, sem er í raun þrjár Falcon 9 eldflaugar festar saman. Falcon Heavy getur komið nærri því 64 tonnum á sporbraut. Liftoff! pic.twitter.com/m8bYx9Enb7— SpaceX (@SpaceX) December 29, 2023 Stutt er síðan kínverskir geimvísindamenn skutu svipuðu leynilegu geimfari sem kallast „Himneskur dreki“ á braut um jörðu í þriðja sinn frá 2020. Það er einnig sagt hafa borið leynilegar tilraunir á braut um jörðu en áhugamenn segja geimfarið einnig hafa borið sex hluti á sporbraut. Í fyrstu fimm geimferðunum var X-37B skotið á loft með Atlas V eldflaug United Launch Alliance. Í maí 2020 var svo notast við Falcon 9 eldflaug SpaceX. Það að notast hafi verið við Falcon Heavy að þessu sinni þykir til marks um að geimfarinu hafi verið skotið á hærri sporbraut en áður. Falcon Heavy hefur burði til að bera farm eins og X-37B í allt að 35 þúsund kílómetra háa sporbraut, samkvæmt frétt Reuters. Það eina sem varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur sagt um þessa nýjust geimferð er að hún feli í sér tilraunir sem snúa að nýrri tækni og tilraunir varðandi eftirlit á sporbraut.
Bandaríkin Geimurinn Tækni SpaceX Tengdar fréttir Leynilegu geimfari lent aftur eftir langa geimferð Geimher Bandaríkjanna lenti um helgina leynilegu geimfari á jörðinni eftir að það hafði verið út í geimi í 908 daga. Það er mettími en áður hafði geimfarið, sem ber heitið X-37B lengst verið 780 daga í geimnum. Þetta var sjötta geimferð X-37B. 14. nóvember 2022 11:15 Leynilegt geimskot nýs geimfars í Kína Mikil leynd hvílir yfir farmi Long March-2F eldflaugarinnar sem notuð var til að skjóta geimfarinu á lofti. Starfsfólki og öðrum sem voru við skotpallinn í morgun var meinað að taka myndir eða myndbönd af geimskotinu. 4. september 2020 12:04 Leynilegt geimfar ber merkilega tilraun út í geim Flugher Bandaríkjanna stefnir á að skjóta dularfullri geimflaug á braut um jörðu á morgun. Farið sem kallast X-37B mun bera mörg tilraunaverkefni en eitt þeirra hefur vakið meiri athygli en önnur. 15. maí 2020 14:08 Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Varðað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Innlent „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ Innlent Fleiri fréttir Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Sjá meira
Leynilegu geimfari lent aftur eftir langa geimferð Geimher Bandaríkjanna lenti um helgina leynilegu geimfari á jörðinni eftir að það hafði verið út í geimi í 908 daga. Það er mettími en áður hafði geimfarið, sem ber heitið X-37B lengst verið 780 daga í geimnum. Þetta var sjötta geimferð X-37B. 14. nóvember 2022 11:15
Leynilegt geimskot nýs geimfars í Kína Mikil leynd hvílir yfir farmi Long March-2F eldflaugarinnar sem notuð var til að skjóta geimfarinu á lofti. Starfsfólki og öðrum sem voru við skotpallinn í morgun var meinað að taka myndir eða myndbönd af geimskotinu. 4. september 2020 12:04
Leynilegt geimfar ber merkilega tilraun út í geim Flugher Bandaríkjanna stefnir á að skjóta dularfullri geimflaug á braut um jörðu á morgun. Farið sem kallast X-37B mun bera mörg tilraunaverkefni en eitt þeirra hefur vakið meiri athygli en önnur. 15. maí 2020 14:08