Saman gerum við betur! Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar 30. desember 2023 11:00 Árið 2023 hefur á margan hátt verið ákveðið tímamótaár og fjölmörg verkefni og áskoranir sem við sem störfum að sveitarstjórnarmálum höfum staðið frammi fyrir og tekist á við. Jarðhræringar og eldgos á Reykjanesi, rétt utan við Grindavík, hefur haft gríðarleg áhrif á íbúa bæjarins og sveitarfélagið. Fólk stendur frammi fyrir þeirri óvissu að vita ekki hvort húsin þeirra séu ónýt eða skemmd, og hvort það geti yfirhöfuð flutt aftur heim til sín. Það hefur verið aðdáunarvert að fylgjast með viðbrögðum samfélagsins í Grindavík og samheldni í þessu stóra verkefni. Það hefur á sama tíma verið gott að sjá samstöðu hjá sveitarfélögum landsins sem hafa mörg lagt Grindvíkingum lið, sérstaklega þegar kemur að skóla- og velferðarmálum. Þá hefur Samband íslenskra sveitarfélaga stutt við sveitarstjórn Grindavíkur, tekið saman upplýsingar og reynt eftir fremsta megni að styðja við sveitarfélagið í þeim risastóru verkefnum sem það stendur frammi fyrir. Þessi staða minnir okkur á hversu mikilvæg grunnþjónusta sveitarfélaganna er og þegar ríður á er samstarfsnet sveitarfélaganna um landið sterkt. Mikilvægur áfangi Eitt af stóru verkefnunum sem ég er sérstaklega ánægð með að hafi klárast á árinu er samkomulag milli ríkis og sveitarfélaga um breytingu á þjónustu við fatlað fólk. Samkomulagið felur í sér að útsvarsprósenta sveitarfélaga hækkar um 0,23% með samsvarandi lækkun tekjuskattsprósentu ríkisins. Hækkunin nemur um sex milljörðum króna miðað við árið 2024. Í kjölfar samkomulags frá í desember 2022 fluttust 5,7 milljarðar króna frá ríki til sveitarfélaganna miðað við árið 2024 og er heildarhækkun því tæplega 12 milljarðar króna. Sambandið lítur svo á að samkomulagið sé áfangi á þeirri leið að ná sátt um fjármögnun og framtíðarskipulag þjónustu við fatlað fólk. Það liggja fyrir greiningar um málaflokkinn sem sýna okkur að til að tryggja fötluðu fólki þá þjónustu sem þau vilja er mikilvægt að ríki og sveitarfélög vinni saman að því að þróa þjónustuna áfram og tryggja fjármögnun, í samráði við hagsmunasamtök fatlaðs fólks. Það er verkefnið framundan. Saman getum við gert betur Frá því að ég tók við sem formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga haustið 2022 hef ég beitt mér sérstaklega fyrir breyttu landslagi í samskiptum ríkis og sveitarfélaga. Verkefnum sveitarfélaga hefur fjölgað umtalsvert á undanförnum áratugum og það er vel, almennt er betra og hagkvæmara að nærþjónusta sé skipulögð nálægt notendum. En án nægilegs fjármagns náum við ekki okkar markmiðum og samvinna ríkis og sveitarfélaga mætti vera enn meiri að mínu mati. Traust milli ríkis og sveitarfélaga skiptir öllu máli þegar rætt er um yfirfærslu verkefna og fjármál sveitarfélaga. Með sameiginlega framtíðarsýn og raunhæfar aðgerðaráætlanir geta ríki og sveitarfélög gert svo miklu betur. Gott traust milli aðila skapar forsendur til þess að taka enn frekari skref í yfirfærslu verkefna, þar get ég til dæmis nefnt framhaldsskólann og málefni aldraðra. Það er mín skoðun að þessir málaflokkar eigi heima hjá sveitarfélögunum, en við þekkjum okkar samfélög best og metnaðurinn til að gera vel er mikill. Það hef ég séð í ferðum mínum um landið sem formaður sambandsins. Stór verkefni framundan Verkefnin sem bíða okkar á nýju ári eru mörg og krefjandi, og þar eru kjarasamningar ofarlega á blaði. Í þessari lotu hljótum við að halda áfram að leggja áherslu á að bæta kjör hinna lægst launuðu og stefna í átt að sanngjarnara samfélagi. Ekkert okkar hefur farið varhluta af háum vöxtum og verðbólgu og það hlýtur að vera markmið okkar allra að ná báðum þáttum niður á nýju ári. Sveitarfélögin eiga mikið undir að vel takist til í samningunum enda má segja að þau séu beggja vegna borðsins – annars vegar í hlutverki vinnuveitenda starsfólks sem gegnir lykilstörfum í samfélaginu okkar og hins vegar í stöðugri baráttu fyrir velferð og bættum hag íbúa sveitarfélagsins. Töluverð umræða hefur verið um samkomulag milli aðila vinnumarkaðarins og verkalýðsfélaga þar sem stefnt er að hóflegum launa- og gjaldskrárhækkunum með það að markmiði að kveða niður verðbólguna. Við höfum tekið undir að mikilvægt sé að horft verði til samstillts átaks allra aðila til að ná böndum á verðbólguna og ég að það stendur ekki á sveitarfélögunum að koma að slíku átaki. Það er allra hagur að vel takist til. Það er alltaf gott að staldra við á tímamótum, gera upp hið liðna og leggja línurnar fyrir komandi verkefni. Ég hlakka mikið til ársins 2024, takast á við skemmtilegar árskoranir, sækja fastar fram og ná árangri fyrir sveitarfélög landsins. Ég óska landsmönnum öllum farsældar á nýju ári. Með áramótakveðjum, Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiða Björg Hilmisdóttir Sveitarstjórnarmál Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Skoðun Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Sjá meira
Árið 2023 hefur á margan hátt verið ákveðið tímamótaár og fjölmörg verkefni og áskoranir sem við sem störfum að sveitarstjórnarmálum höfum staðið frammi fyrir og tekist á við. Jarðhræringar og eldgos á Reykjanesi, rétt utan við Grindavík, hefur haft gríðarleg áhrif á íbúa bæjarins og sveitarfélagið. Fólk stendur frammi fyrir þeirri óvissu að vita ekki hvort húsin þeirra séu ónýt eða skemmd, og hvort það geti yfirhöfuð flutt aftur heim til sín. Það hefur verið aðdáunarvert að fylgjast með viðbrögðum samfélagsins í Grindavík og samheldni í þessu stóra verkefni. Það hefur á sama tíma verið gott að sjá samstöðu hjá sveitarfélögum landsins sem hafa mörg lagt Grindvíkingum lið, sérstaklega þegar kemur að skóla- og velferðarmálum. Þá hefur Samband íslenskra sveitarfélaga stutt við sveitarstjórn Grindavíkur, tekið saman upplýsingar og reynt eftir fremsta megni að styðja við sveitarfélagið í þeim risastóru verkefnum sem það stendur frammi fyrir. Þessi staða minnir okkur á hversu mikilvæg grunnþjónusta sveitarfélaganna er og þegar ríður á er samstarfsnet sveitarfélaganna um landið sterkt. Mikilvægur áfangi Eitt af stóru verkefnunum sem ég er sérstaklega ánægð með að hafi klárast á árinu er samkomulag milli ríkis og sveitarfélaga um breytingu á þjónustu við fatlað fólk. Samkomulagið felur í sér að útsvarsprósenta sveitarfélaga hækkar um 0,23% með samsvarandi lækkun tekjuskattsprósentu ríkisins. Hækkunin nemur um sex milljörðum króna miðað við árið 2024. Í kjölfar samkomulags frá í desember 2022 fluttust 5,7 milljarðar króna frá ríki til sveitarfélaganna miðað við árið 2024 og er heildarhækkun því tæplega 12 milljarðar króna. Sambandið lítur svo á að samkomulagið sé áfangi á þeirri leið að ná sátt um fjármögnun og framtíðarskipulag þjónustu við fatlað fólk. Það liggja fyrir greiningar um málaflokkinn sem sýna okkur að til að tryggja fötluðu fólki þá þjónustu sem þau vilja er mikilvægt að ríki og sveitarfélög vinni saman að því að þróa þjónustuna áfram og tryggja fjármögnun, í samráði við hagsmunasamtök fatlaðs fólks. Það er verkefnið framundan. Saman getum við gert betur Frá því að ég tók við sem formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga haustið 2022 hef ég beitt mér sérstaklega fyrir breyttu landslagi í samskiptum ríkis og sveitarfélaga. Verkefnum sveitarfélaga hefur fjölgað umtalsvert á undanförnum áratugum og það er vel, almennt er betra og hagkvæmara að nærþjónusta sé skipulögð nálægt notendum. En án nægilegs fjármagns náum við ekki okkar markmiðum og samvinna ríkis og sveitarfélaga mætti vera enn meiri að mínu mati. Traust milli ríkis og sveitarfélaga skiptir öllu máli þegar rætt er um yfirfærslu verkefna og fjármál sveitarfélaga. Með sameiginlega framtíðarsýn og raunhæfar aðgerðaráætlanir geta ríki og sveitarfélög gert svo miklu betur. Gott traust milli aðila skapar forsendur til þess að taka enn frekari skref í yfirfærslu verkefna, þar get ég til dæmis nefnt framhaldsskólann og málefni aldraðra. Það er mín skoðun að þessir málaflokkar eigi heima hjá sveitarfélögunum, en við þekkjum okkar samfélög best og metnaðurinn til að gera vel er mikill. Það hef ég séð í ferðum mínum um landið sem formaður sambandsins. Stór verkefni framundan Verkefnin sem bíða okkar á nýju ári eru mörg og krefjandi, og þar eru kjarasamningar ofarlega á blaði. Í þessari lotu hljótum við að halda áfram að leggja áherslu á að bæta kjör hinna lægst launuðu og stefna í átt að sanngjarnara samfélagi. Ekkert okkar hefur farið varhluta af háum vöxtum og verðbólgu og það hlýtur að vera markmið okkar allra að ná báðum þáttum niður á nýju ári. Sveitarfélögin eiga mikið undir að vel takist til í samningunum enda má segja að þau séu beggja vegna borðsins – annars vegar í hlutverki vinnuveitenda starsfólks sem gegnir lykilstörfum í samfélaginu okkar og hins vegar í stöðugri baráttu fyrir velferð og bættum hag íbúa sveitarfélagsins. Töluverð umræða hefur verið um samkomulag milli aðila vinnumarkaðarins og verkalýðsfélaga þar sem stefnt er að hóflegum launa- og gjaldskrárhækkunum með það að markmiði að kveða niður verðbólguna. Við höfum tekið undir að mikilvægt sé að horft verði til samstillts átaks allra aðila til að ná böndum á verðbólguna og ég að það stendur ekki á sveitarfélögunum að koma að slíku átaki. Það er allra hagur að vel takist til. Það er alltaf gott að staldra við á tímamótum, gera upp hið liðna og leggja línurnar fyrir komandi verkefni. Ég hlakka mikið til ársins 2024, takast á við skemmtilegar árskoranir, sækja fastar fram og ná árangri fyrir sveitarfélög landsins. Ég óska landsmönnum öllum farsældar á nýju ári. Með áramótakveðjum, Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun