Hæfðu flóttamannabúðir á Gasa þar sem mannfall nálgast 22 þúsund Eiður Þór Árnason skrifar 30. desember 2023 15:24 Palestínsk kona sem særðist í árásum Ísraels í gær leitaði sér læknishjálpar á spítala á suðurhluta Gasa. Ap/Mohammed Dahman Herflugvélar á vegum Ísraelshers hæfðu tvær flóttamannabúðir á miðri Gasaströndinni í dag og er lítið útlit fyrir að nokkurt hlé verði gert á átökum fyrir botni Miðjarðarhafs. Mannfall þar er nú sagt nálgast 22 þúsund manns. Hátt settur ráðamaður innan Hamas segir samtökin enn standa fast á því að fleiri gíslum verði ekki sleppt úr haldi þeirra fyrr en komið verði á ótímabundnu vopnahléi á svæðinu. Samrýmist sú krafa ekki nýlegri tillögu ráðamanna í Egyptalandi sem hafa reynt að miðla málum milli Hamas og ísraelskra stjórnvalda til að binda enda á blóðugu átökin sem nálgast nú þriðja mánuð. Talið er fullvíst að Ísraelsmenn komi til með að hafna kröfum Hamas en stjórnvöld þar hafa sagt stöðvun átaka nú jafngilda sigri Hamas. Ísraelsstjórn hefur heitið því að halda stórfelldum loft- og landhernaði sínum á Gasaströndinni áfram þar til samtökin hafi verið leyst upp. Palestínskur maður ber lík skyldmennis sem fórst í árás Ísraels á suðurhluta Gasa í gær.Ap/Fatima Shbair Bandaríkjastjórn hefur stutt Ísrael dyggilega í þessum efnum á alþjóðavettvangi en ríkisstjórn Joe Biden hefur á sama tíma kallað eftir því að Ísraelsher geri meira til þess að komast hjá frekara mannfalli meðal Palestínskra borgara. AP-fréttaveitan greinir frá þessu en talið er að um 85% af 2,3 milljónum íbúa Gasa séu nú á vergangi. Stríðið hófst í kjölfar mannskæðrar árásar Hamas í suðurhluta Ísrael þann 7. október. Síðan þá hefur mikill fjöldi Palestínumanna leitað skjóls á svæðum á Gasa sem hafa síðar orðið fyrir árásum Ísraels, þrátt fyrir yfirlýsingar þeirra um að svæðin ættu að teljast örugg. Palestínumenn við rústir eftir árás Ísraelshers í Rafah á suðurhluta Gasa í gær.Ap/Fatima Shbair Samþykktu aukna vopnasölu Heilbrigðisráðuneytið á Gasa, sem er undir stjórn Hamas, gaf út í dag að 21.672 Palestínumenn hafi farist frá því að stríðsátökin hófust í október og 56.165 aðrir særst. Talsmaður ráðuneytisins bætti við að 165 hafi farist á síðastliðnum sólarhring. Ekki er gerður greinarmunur á andlátum bardagamanna og almennra borgara í tölunum en heilbrigðisyfirvöld hafa sagt um 70% hinna látnu vera konur og börn. Sum af nýjustu andlátunum voru tilkynnt í kjölfar áðurnefndra loftárása Ísraelshers á Nuseirat og Bureij flóttamannabúðirnar sem gerðar voru aðfaranótt laugardags og fram á laugardag. Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna samþykkti í gær að selja hergögn til Ísraels fyrir 147,5 milljónir Bandaríkjadala, til viðbótar við fyrri vopnasölu og fjárhagsaðstoð. Ísraelskir hermenn tóku sér stöðu Ísraelsmegin við ytri mörk Gasastrandarinnar í gær.Ap/Ariel Schalit Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Tengdar fréttir Ísraelsmenn dregnir fyrir dóm fyrir þjóðarmorð Suður-Afríka kærði í dag Ísraelsríki í Alþjóðadómstólnum fyrir brot á þjóðarmorðslögum vegna innrásar þess í Gasa. 29. desember 2023 20:33 Gefur ekkert fyrir tal um ómöguleika og vill senda út fulltrúa til að hjálpa Ríkisstjórnin segir í skoðun hvernig hægt sé að ná fólki með dvalarleyfi á Íslandi út úr Gasa en dómsmálaráðherra segir stöðuna flókna og að horft sé til hinna Norðurlandaþjóðanna og fullyrðir að þar hafi engar fjölskyldusameiningar átt sér stað. Íslensk baráttukona gefur lítið fyrir tal um ómöguleika og segir að Ísland þurfi, eins og aðrar þjóðir, að senda sinn fulltrúa út til hjálpar fólkinu. 29. desember 2023 19:48 Tugþúsundir flýja miðhluta Gasa Um 150 þúsund Palestínumenn hafa nú verið neyddir til að flýja miðhluta Gasasvæðisins undan Ísraelsher sem gerir nú atlögu að flóttamannabúðum á svæðinu. 29. desember 2023 07:48 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fleiri fréttir „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Sjá meira
Samrýmist sú krafa ekki nýlegri tillögu ráðamanna í Egyptalandi sem hafa reynt að miðla málum milli Hamas og ísraelskra stjórnvalda til að binda enda á blóðugu átökin sem nálgast nú þriðja mánuð. Talið er fullvíst að Ísraelsmenn komi til með að hafna kröfum Hamas en stjórnvöld þar hafa sagt stöðvun átaka nú jafngilda sigri Hamas. Ísraelsstjórn hefur heitið því að halda stórfelldum loft- og landhernaði sínum á Gasaströndinni áfram þar til samtökin hafi verið leyst upp. Palestínskur maður ber lík skyldmennis sem fórst í árás Ísraels á suðurhluta Gasa í gær.Ap/Fatima Shbair Bandaríkjastjórn hefur stutt Ísrael dyggilega í þessum efnum á alþjóðavettvangi en ríkisstjórn Joe Biden hefur á sama tíma kallað eftir því að Ísraelsher geri meira til þess að komast hjá frekara mannfalli meðal Palestínskra borgara. AP-fréttaveitan greinir frá þessu en talið er að um 85% af 2,3 milljónum íbúa Gasa séu nú á vergangi. Stríðið hófst í kjölfar mannskæðrar árásar Hamas í suðurhluta Ísrael þann 7. október. Síðan þá hefur mikill fjöldi Palestínumanna leitað skjóls á svæðum á Gasa sem hafa síðar orðið fyrir árásum Ísraels, þrátt fyrir yfirlýsingar þeirra um að svæðin ættu að teljast örugg. Palestínumenn við rústir eftir árás Ísraelshers í Rafah á suðurhluta Gasa í gær.Ap/Fatima Shbair Samþykktu aukna vopnasölu Heilbrigðisráðuneytið á Gasa, sem er undir stjórn Hamas, gaf út í dag að 21.672 Palestínumenn hafi farist frá því að stríðsátökin hófust í október og 56.165 aðrir særst. Talsmaður ráðuneytisins bætti við að 165 hafi farist á síðastliðnum sólarhring. Ekki er gerður greinarmunur á andlátum bardagamanna og almennra borgara í tölunum en heilbrigðisyfirvöld hafa sagt um 70% hinna látnu vera konur og börn. Sum af nýjustu andlátunum voru tilkynnt í kjölfar áðurnefndra loftárása Ísraelshers á Nuseirat og Bureij flóttamannabúðirnar sem gerðar voru aðfaranótt laugardags og fram á laugardag. Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna samþykkti í gær að selja hergögn til Ísraels fyrir 147,5 milljónir Bandaríkjadala, til viðbótar við fyrri vopnasölu og fjárhagsaðstoð. Ísraelskir hermenn tóku sér stöðu Ísraelsmegin við ytri mörk Gasastrandarinnar í gær.Ap/Ariel Schalit
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Tengdar fréttir Ísraelsmenn dregnir fyrir dóm fyrir þjóðarmorð Suður-Afríka kærði í dag Ísraelsríki í Alþjóðadómstólnum fyrir brot á þjóðarmorðslögum vegna innrásar þess í Gasa. 29. desember 2023 20:33 Gefur ekkert fyrir tal um ómöguleika og vill senda út fulltrúa til að hjálpa Ríkisstjórnin segir í skoðun hvernig hægt sé að ná fólki með dvalarleyfi á Íslandi út úr Gasa en dómsmálaráðherra segir stöðuna flókna og að horft sé til hinna Norðurlandaþjóðanna og fullyrðir að þar hafi engar fjölskyldusameiningar átt sér stað. Íslensk baráttukona gefur lítið fyrir tal um ómöguleika og segir að Ísland þurfi, eins og aðrar þjóðir, að senda sinn fulltrúa út til hjálpar fólkinu. 29. desember 2023 19:48 Tugþúsundir flýja miðhluta Gasa Um 150 þúsund Palestínumenn hafa nú verið neyddir til að flýja miðhluta Gasasvæðisins undan Ísraelsher sem gerir nú atlögu að flóttamannabúðum á svæðinu. 29. desember 2023 07:48 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fleiri fréttir „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Sjá meira
Ísraelsmenn dregnir fyrir dóm fyrir þjóðarmorð Suður-Afríka kærði í dag Ísraelsríki í Alþjóðadómstólnum fyrir brot á þjóðarmorðslögum vegna innrásar þess í Gasa. 29. desember 2023 20:33
Gefur ekkert fyrir tal um ómöguleika og vill senda út fulltrúa til að hjálpa Ríkisstjórnin segir í skoðun hvernig hægt sé að ná fólki með dvalarleyfi á Íslandi út úr Gasa en dómsmálaráðherra segir stöðuna flókna og að horft sé til hinna Norðurlandaþjóðanna og fullyrðir að þar hafi engar fjölskyldusameiningar átt sér stað. Íslensk baráttukona gefur lítið fyrir tal um ómöguleika og segir að Ísland þurfi, eins og aðrar þjóðir, að senda sinn fulltrúa út til hjálpar fólkinu. 29. desember 2023 19:48
Tugþúsundir flýja miðhluta Gasa Um 150 þúsund Palestínumenn hafa nú verið neyddir til að flýja miðhluta Gasasvæðisins undan Ísraelsher sem gerir nú atlögu að flóttamannabúðum á svæðinu. 29. desember 2023 07:48