Frönsk leikkona sakar Íslandsvinkonu um kynferðislega áreitni Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 30. desember 2023 23:05 Spænska leikkonan og Íslandsvinkonan hefur verið sökuð um kynferðislega áreitni. EPA/Sashenka Gutierrez Franska leikkonan Lucie Lucas hefur sakað spænsku leikkonuna Victoriu Abril og samstarfskonu sína til margra ára um kynferðislega áreitni og fullyrt að margir samstarfsmanna hennar hafi sömu sögu að segja. Victoria Abril fór með eitt aðalhluverkanna í mynd Baltasar Kormáks, 101 Reykjavík um aldamótin. Spænska leikkonan Victoria Abril var ein 56 leikara og listamanna sem skrifaði undir stuðningsyfirlýsingu við franska leikarann Gerard Depardieu á annan í jólum eftir að hann var ásakaður um að hafa beitt allt að 13 konur kynferðislegu ofbeldi. Franska leikkonan Lucie Lucas í Cannes.EPA/Sebastien Nogier Yfirlýsingin var birt í franska dagblaðinu Le Figaro. Hann hefur reyndar ítrekað verið sakaður um ósæmilega hegðun gagnvart konum á síðustu árum. Þá vakti það reiði margra þegar Emanuel Macron lýsti yfir stuðningi sínum við leikarann á dögunum. Lýsti yfir stuðningi við Depardieu Lucie Lucas er 37 ára gömul, frönsk leikkona og sló í gegn frönsku þáttaröðinni Clem, sem framleidd var á árunum 2010 til 2018. Þar lék hún dóttur Victoriu Abril sem er ein af frægustu leikkonum Spánar og nýtur einnig afar mikilla vinsælda í Frakklandi og víðar. Lucas virðist hafa verið gróflega misboðið þegar Victoria Abril lýsti yfir stuðningi við Depardieu og daginn eftir sendi hún frá sér tíst á samfélagsmiðlinum Instagram þar sem hún spurði Victoriu hvort hún vildi ræða eitthvað frekar alla þá kynferðislegu áreitni sem hún hefði beitt samstarfsmenn sína í gegnum árin. Vísar ásökununum á bug Þess vegna kæmi henni í raun ekkert á óvart að hún skulir skrifa undir stuðningsyfirlýsingu við Gerard Deparieu. Franskir fjölmiðlar gripu þessi ummæli á lofti og reyndu að fá viðbrögð frá Victoriu, en hún brást reið við, sagðist ekkert vita um hvað hin unga leikkona væri að tala og neitaði alfarið að tjá sig. Lucas bætti því við á Instagram að hún hefði 15 ár að baki sem leikkona, hún segði í sífellu frá því í viðtölum að allt gengi mjög vel og samstarfsmenn sínir væru indælir. Það væri hins vegar í megindráttum lygi og að hún hefði oftsinnis orðið vitni að óþolandi framkomu leikara í garð hvers annars. Victoria Abril fór með hlutverk Lolu í kvikmyndinni 101 Reykjavík undir leikstjórn Baltasars Kormáks.Kvikmyndamiðstöð Íslands Victoria Abril varð einn af fjölmörgum alþjóðlegum Íslandsvinum þegar hún fór með eitt aðalhlutverkanna í kvikmyndinni 101 Reykjavík í leikstjórn Baltasar Kormáks sem var frumsýnd árið 2000 og vann til þó nokkurra verðlauna víða um heim. Hún var við tökur í Reykjavík um nokkurra vikna skeið sumarið 1998 og varð á vegi margra sem stunduðu næturlíf miðborgar Reykjavíkur á þeim tíma. Victoria sagði frá því í viðtali við El País á sínum tíma að dvölin á Íslandi hefði haft djúpstæð áhrif á sig og fór afar lofsamlegum orðum um land og þjóð. Bíó og sjónvarp Frakkland Spánn Mest lesið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Lífið Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Eliza Reid efst á bóksölulistanum Menning Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Fleiri fréttir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Sjá meira
Spænska leikkonan Victoria Abril var ein 56 leikara og listamanna sem skrifaði undir stuðningsyfirlýsingu við franska leikarann Gerard Depardieu á annan í jólum eftir að hann var ásakaður um að hafa beitt allt að 13 konur kynferðislegu ofbeldi. Franska leikkonan Lucie Lucas í Cannes.EPA/Sebastien Nogier Yfirlýsingin var birt í franska dagblaðinu Le Figaro. Hann hefur reyndar ítrekað verið sakaður um ósæmilega hegðun gagnvart konum á síðustu árum. Þá vakti það reiði margra þegar Emanuel Macron lýsti yfir stuðningi sínum við leikarann á dögunum. Lýsti yfir stuðningi við Depardieu Lucie Lucas er 37 ára gömul, frönsk leikkona og sló í gegn frönsku þáttaröðinni Clem, sem framleidd var á árunum 2010 til 2018. Þar lék hún dóttur Victoriu Abril sem er ein af frægustu leikkonum Spánar og nýtur einnig afar mikilla vinsælda í Frakklandi og víðar. Lucas virðist hafa verið gróflega misboðið þegar Victoria Abril lýsti yfir stuðningi við Depardieu og daginn eftir sendi hún frá sér tíst á samfélagsmiðlinum Instagram þar sem hún spurði Victoriu hvort hún vildi ræða eitthvað frekar alla þá kynferðislegu áreitni sem hún hefði beitt samstarfsmenn sína í gegnum árin. Vísar ásökununum á bug Þess vegna kæmi henni í raun ekkert á óvart að hún skulir skrifa undir stuðningsyfirlýsingu við Gerard Deparieu. Franskir fjölmiðlar gripu þessi ummæli á lofti og reyndu að fá viðbrögð frá Victoriu, en hún brást reið við, sagðist ekkert vita um hvað hin unga leikkona væri að tala og neitaði alfarið að tjá sig. Lucas bætti því við á Instagram að hún hefði 15 ár að baki sem leikkona, hún segði í sífellu frá því í viðtölum að allt gengi mjög vel og samstarfsmenn sínir væru indælir. Það væri hins vegar í megindráttum lygi og að hún hefði oftsinnis orðið vitni að óþolandi framkomu leikara í garð hvers annars. Victoria Abril fór með hlutverk Lolu í kvikmyndinni 101 Reykjavík undir leikstjórn Baltasars Kormáks.Kvikmyndamiðstöð Íslands Victoria Abril varð einn af fjölmörgum alþjóðlegum Íslandsvinum þegar hún fór með eitt aðalhlutverkanna í kvikmyndinni 101 Reykjavík í leikstjórn Baltasar Kormáks sem var frumsýnd árið 2000 og vann til þó nokkurra verðlauna víða um heim. Hún var við tökur í Reykjavík um nokkurra vikna skeið sumarið 1998 og varð á vegi margra sem stunduðu næturlíf miðborgar Reykjavíkur á þeim tíma. Victoria sagði frá því í viðtali við El País á sínum tíma að dvölin á Íslandi hefði haft djúpstæð áhrif á sig og fór afar lofsamlegum orðum um land og þjóð.
Bíó og sjónvarp Frakkland Spánn Mest lesið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Lífið Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Eliza Reid efst á bóksölulistanum Menning Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Fleiri fréttir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Sjá meira