Margrét drottning ræddi við Karl konung fyrir ávarpið Atli Ísleifsson skrifar 1. janúar 2024 10:42 Frændsystkinin Margrét Þórhildur Danadrottning og Karl Gústaf Svíakonungur á góðri stund árið 2007. EPA Margrét Þórhildur Danadrottning ræddi við frænda sinn, Karl Gústaf Svíakonung, og tilkynnti honum um ákvörðun sína að afsala sér krúnunni áður en hún greindi dönsku þjóðinni frá hinu sama í áramótaávarpi sínu í gærkvöldi. Sænskir fjölmiðlar greina frá þessu þar sem haft er eftir upplýsingafulltrúa sænsku konungsfjölskyldunnar að öll sænska konungsfjölskyldan hafi verið upplýst um ákvörðun Danadrottningar. „Drottningin ræddi persónulega við og upplýsti konunginn um ákvörðina,“ segir upplýsingafulltrúinn í samtali við Expressen. Ákvörðun Margrétar Þórhildar kom flestum í opna skjöldu en hún sagði þar frá því að hún muni formlega stíga til hliðar 14. janúar næstkomandi og mun Friðrik krónprins þá verða nýr konungur Danmerkur. Margrét Þórhildur tók sjálf við krúnunni 14. janúar 1972 við andlát föður síns, Friðriks IX, og mun hún því hafa setið á drottningarstól í 52 ár. Sjá má ávarpið í heild sinni að neðan. Þó að það hafi færst í aukana að konungar og drottningar í Evrópu afsali sér krúnunni þá er þetta í fyrsta sinn sem þetta gerist í danskri sögu. Í áramótaávarpi sínu rifjaði hin 83 ára drottning upp að hún hafi gengist undir stóra aðgerð á baki í febrúar síðastliðinn og að á þeim tímamótum hafi hún farið að huga að framtíð sinni. Aldurinn væri farinn að segja til sín og hafi hún velt því upp hvort að ekki væri rétt að koma hinum konunglegu skyldum á herðar næstu kynslóða. Í ávarpi sínu þakkaði Margrét Þórhildur dönsku þjóðinni, Færeyingum og Grænlendingum fyrir þann hlýhug og stuðning sem þjóðirnar hefðu sýnt henni og fjölskyldu hennar í gegnum áratugina. Hún bar einnig fram þá ósk að hinum nýju konungshjónum, Friðriki X og Maríu eiginkonu hans, verði tekið með sömu hlýju og hún hefði notið öll sín ár sem drottning. Friðrik er 55 ára gamall og er giftur hinni áströlsku Maríu, en þau gengu í hjónaband árið 2004. Þau eiga saman fjögur börn – Kristján, Ísabellu, Vincent og Jósefínu. Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, mun flytja nýársávarp forsætisráðherra síðar í dag, en hefur látið hafa eftir sér að hún hafi þurft að endurskrifa svo gott sem allt ávarpið vegna tíðinda gærdagsins. Danmörk Svíþjóð Kóngafólk Margrét Þórhildur II Danadrottning Karl Gústaf XVI Svíakonungur Tengdar fréttir Margrét Þórhildur stígur til hliðar Margrét Þórhildur Danadrottning ætlar að stíga til hliðar hinn 14. janúar næst komandi. Hún tilkynnti þetta í áramótaávarpi sínu í dag. 31. desember 2023 17:16 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Sænskir fjölmiðlar greina frá þessu þar sem haft er eftir upplýsingafulltrúa sænsku konungsfjölskyldunnar að öll sænska konungsfjölskyldan hafi verið upplýst um ákvörðun Danadrottningar. „Drottningin ræddi persónulega við og upplýsti konunginn um ákvörðina,“ segir upplýsingafulltrúinn í samtali við Expressen. Ákvörðun Margrétar Þórhildar kom flestum í opna skjöldu en hún sagði þar frá því að hún muni formlega stíga til hliðar 14. janúar næstkomandi og mun Friðrik krónprins þá verða nýr konungur Danmerkur. Margrét Þórhildur tók sjálf við krúnunni 14. janúar 1972 við andlát föður síns, Friðriks IX, og mun hún því hafa setið á drottningarstól í 52 ár. Sjá má ávarpið í heild sinni að neðan. Þó að það hafi færst í aukana að konungar og drottningar í Evrópu afsali sér krúnunni þá er þetta í fyrsta sinn sem þetta gerist í danskri sögu. Í áramótaávarpi sínu rifjaði hin 83 ára drottning upp að hún hafi gengist undir stóra aðgerð á baki í febrúar síðastliðinn og að á þeim tímamótum hafi hún farið að huga að framtíð sinni. Aldurinn væri farinn að segja til sín og hafi hún velt því upp hvort að ekki væri rétt að koma hinum konunglegu skyldum á herðar næstu kynslóða. Í ávarpi sínu þakkaði Margrét Þórhildur dönsku þjóðinni, Færeyingum og Grænlendingum fyrir þann hlýhug og stuðning sem þjóðirnar hefðu sýnt henni og fjölskyldu hennar í gegnum áratugina. Hún bar einnig fram þá ósk að hinum nýju konungshjónum, Friðriki X og Maríu eiginkonu hans, verði tekið með sömu hlýju og hún hefði notið öll sín ár sem drottning. Friðrik er 55 ára gamall og er giftur hinni áströlsku Maríu, en þau gengu í hjónaband árið 2004. Þau eiga saman fjögur börn – Kristján, Ísabellu, Vincent og Jósefínu. Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, mun flytja nýársávarp forsætisráðherra síðar í dag, en hefur látið hafa eftir sér að hún hafi þurft að endurskrifa svo gott sem allt ávarpið vegna tíðinda gærdagsins.
Danmörk Svíþjóð Kóngafólk Margrét Þórhildur II Danadrottning Karl Gústaf XVI Svíakonungur Tengdar fréttir Margrét Þórhildur stígur til hliðar Margrét Þórhildur Danadrottning ætlar að stíga til hliðar hinn 14. janúar næst komandi. Hún tilkynnti þetta í áramótaávarpi sínu í dag. 31. desember 2023 17:16 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Margrét Þórhildur stígur til hliðar Margrét Þórhildur Danadrottning ætlar að stíga til hliðar hinn 14. janúar næst komandi. Hún tilkynnti þetta í áramótaávarpi sínu í dag. 31. desember 2023 17:16