Margrét drottning ræddi við Karl konung fyrir ávarpið Atli Ísleifsson skrifar 1. janúar 2024 10:42 Frændsystkinin Margrét Þórhildur Danadrottning og Karl Gústaf Svíakonungur á góðri stund árið 2007. EPA Margrét Þórhildur Danadrottning ræddi við frænda sinn, Karl Gústaf Svíakonung, og tilkynnti honum um ákvörðun sína að afsala sér krúnunni áður en hún greindi dönsku þjóðinni frá hinu sama í áramótaávarpi sínu í gærkvöldi. Sænskir fjölmiðlar greina frá þessu þar sem haft er eftir upplýsingafulltrúa sænsku konungsfjölskyldunnar að öll sænska konungsfjölskyldan hafi verið upplýst um ákvörðun Danadrottningar. „Drottningin ræddi persónulega við og upplýsti konunginn um ákvörðina,“ segir upplýsingafulltrúinn í samtali við Expressen. Ákvörðun Margrétar Þórhildar kom flestum í opna skjöldu en hún sagði þar frá því að hún muni formlega stíga til hliðar 14. janúar næstkomandi og mun Friðrik krónprins þá verða nýr konungur Danmerkur. Margrét Þórhildur tók sjálf við krúnunni 14. janúar 1972 við andlát föður síns, Friðriks IX, og mun hún því hafa setið á drottningarstól í 52 ár. Sjá má ávarpið í heild sinni að neðan. Þó að það hafi færst í aukana að konungar og drottningar í Evrópu afsali sér krúnunni þá er þetta í fyrsta sinn sem þetta gerist í danskri sögu. Í áramótaávarpi sínu rifjaði hin 83 ára drottning upp að hún hafi gengist undir stóra aðgerð á baki í febrúar síðastliðinn og að á þeim tímamótum hafi hún farið að huga að framtíð sinni. Aldurinn væri farinn að segja til sín og hafi hún velt því upp hvort að ekki væri rétt að koma hinum konunglegu skyldum á herðar næstu kynslóða. Í ávarpi sínu þakkaði Margrét Þórhildur dönsku þjóðinni, Færeyingum og Grænlendingum fyrir þann hlýhug og stuðning sem þjóðirnar hefðu sýnt henni og fjölskyldu hennar í gegnum áratugina. Hún bar einnig fram þá ósk að hinum nýju konungshjónum, Friðriki X og Maríu eiginkonu hans, verði tekið með sömu hlýju og hún hefði notið öll sín ár sem drottning. Friðrik er 55 ára gamall og er giftur hinni áströlsku Maríu, en þau gengu í hjónaband árið 2004. Þau eiga saman fjögur börn – Kristján, Ísabellu, Vincent og Jósefínu. Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, mun flytja nýársávarp forsætisráðherra síðar í dag, en hefur látið hafa eftir sér að hún hafi þurft að endurskrifa svo gott sem allt ávarpið vegna tíðinda gærdagsins. Danmörk Svíþjóð Kóngafólk Margrét Þórhildur II Danadrottning Karl Gústaf XVI Svíakonungur Tengdar fréttir Margrét Þórhildur stígur til hliðar Margrét Þórhildur Danadrottning ætlar að stíga til hliðar hinn 14. janúar næst komandi. Hún tilkynnti þetta í áramótaávarpi sínu í dag. 31. desember 2023 17:16 Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Bein útsending: Eurovision-ákvörðun og mótmæli í Efstaleiti Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Fleiri fréttir Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Sjá meira
Sænskir fjölmiðlar greina frá þessu þar sem haft er eftir upplýsingafulltrúa sænsku konungsfjölskyldunnar að öll sænska konungsfjölskyldan hafi verið upplýst um ákvörðun Danadrottningar. „Drottningin ræddi persónulega við og upplýsti konunginn um ákvörðina,“ segir upplýsingafulltrúinn í samtali við Expressen. Ákvörðun Margrétar Þórhildar kom flestum í opna skjöldu en hún sagði þar frá því að hún muni formlega stíga til hliðar 14. janúar næstkomandi og mun Friðrik krónprins þá verða nýr konungur Danmerkur. Margrét Þórhildur tók sjálf við krúnunni 14. janúar 1972 við andlát föður síns, Friðriks IX, og mun hún því hafa setið á drottningarstól í 52 ár. Sjá má ávarpið í heild sinni að neðan. Þó að það hafi færst í aukana að konungar og drottningar í Evrópu afsali sér krúnunni þá er þetta í fyrsta sinn sem þetta gerist í danskri sögu. Í áramótaávarpi sínu rifjaði hin 83 ára drottning upp að hún hafi gengist undir stóra aðgerð á baki í febrúar síðastliðinn og að á þeim tímamótum hafi hún farið að huga að framtíð sinni. Aldurinn væri farinn að segja til sín og hafi hún velt því upp hvort að ekki væri rétt að koma hinum konunglegu skyldum á herðar næstu kynslóða. Í ávarpi sínu þakkaði Margrét Þórhildur dönsku þjóðinni, Færeyingum og Grænlendingum fyrir þann hlýhug og stuðning sem þjóðirnar hefðu sýnt henni og fjölskyldu hennar í gegnum áratugina. Hún bar einnig fram þá ósk að hinum nýju konungshjónum, Friðriki X og Maríu eiginkonu hans, verði tekið með sömu hlýju og hún hefði notið öll sín ár sem drottning. Friðrik er 55 ára gamall og er giftur hinni áströlsku Maríu, en þau gengu í hjónaband árið 2004. Þau eiga saman fjögur börn – Kristján, Ísabellu, Vincent og Jósefínu. Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, mun flytja nýársávarp forsætisráðherra síðar í dag, en hefur látið hafa eftir sér að hún hafi þurft að endurskrifa svo gott sem allt ávarpið vegna tíðinda gærdagsins.
Danmörk Svíþjóð Kóngafólk Margrét Þórhildur II Danadrottning Karl Gústaf XVI Svíakonungur Tengdar fréttir Margrét Þórhildur stígur til hliðar Margrét Þórhildur Danadrottning ætlar að stíga til hliðar hinn 14. janúar næst komandi. Hún tilkynnti þetta í áramótaávarpi sínu í dag. 31. desember 2023 17:16 Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Bein útsending: Eurovision-ákvörðun og mótmæli í Efstaleiti Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Fleiri fréttir Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Sjá meira
Margrét Þórhildur stígur til hliðar Margrét Þórhildur Danadrottning ætlar að stíga til hliðar hinn 14. janúar næst komandi. Hún tilkynnti þetta í áramótaávarpi sínu í dag. 31. desember 2023 17:16