Sorpa tekur yfir fatasöfnun á öllum grenndarstöðvum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 2. janúar 2024 06:32 Hingað til hefur Rauði krossinn safnað fötum á grenndarstöðvum SORPU og víðar. Rauði krossinn Sorpa mun á næstu misserum taka við söfnun á textíl, meðal annars fatnaði, á grenndar- og endurvinnslustöðvum Sorpu. Frá þessu er greint í minnisblaði sem lagt var fram á síðasta stjórnarfundi Sorpu. Rauði krossinn hefur hingað til safnað textíl á um 30 af 90 grenndarstöðvum Sorpu en ný lög kveða á um að safna eigi textíl á öllum stöðvum. Rauði krossinn annar ekki því álagi og því mun Sorpa alfarið taka söfnunina yfir en vinna áfram með Rauða krossinum til að tryggja rekstur verslana samtakanna fyrir notuð föt. „Til umræðu hefur komið að halda áfram að fela öðrum aðilum en Sorpu söfnun og meðhöndlun á textíl. Sorpa telur slíkt flækja það verkefni að samræma söfnun á úrgangi á höfuðborgarsvæðinu. Auk þess kemur fram í minnisblaði sem Ríkiskaup unnu fyrir Samband íslenskra sveitarfélaga að ætli sveitarfélögin að fela aðilum á markaði, svo sem mannúðarsamtökum, að sinna söfnun á textíl, megi sveitarfélögin ekki greiða með þeirri meðhöndlun og að gera þurfi sérstaka þjónustusamninga um þá starfsemi. Að sinni telur Sorpa því farsælast að tryggja með eigin innviðum söfnun á textíl, og koma honum í ábyrgan og gagnsæjan farveg,“ segir í minnisblaðinu. Þá segir að áhersla verði lögð á ábyrgð og gagnsæi á afsetningu á textíl sem ekki sé hægt að endurnota eða -vinna. Þá verði stefnt á aukin endurnot innanlands. Sveitarfélögum utan starfsvæðis Sorpu verður boðið að nýta þá útflutningsfarvegi sem Sorpa mun koma sér upp, á kostnaðarverði. „Því er lagt til að Sorpa haldi áfram undirbúningsvinnu við söfnun á textíl á öllum grenndar- og endurvinnslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu, til dæmis með innkaupum á söfnunargámum fyrir textíl á grenndarstöðvar, haldi áfram vinnu við að tryggja ábyrga og gagnsæja afsetningu á textíl sem ekki er hægt að endurnota eða -vinna, og koma upp innviðum til að stuðla að eins miklum endurnotum á textíl innanlands og kostur er.“ Sorpa Félagasamtök Umhverfismál Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjá meira
Rauði krossinn hefur hingað til safnað textíl á um 30 af 90 grenndarstöðvum Sorpu en ný lög kveða á um að safna eigi textíl á öllum stöðvum. Rauði krossinn annar ekki því álagi og því mun Sorpa alfarið taka söfnunina yfir en vinna áfram með Rauða krossinum til að tryggja rekstur verslana samtakanna fyrir notuð föt. „Til umræðu hefur komið að halda áfram að fela öðrum aðilum en Sorpu söfnun og meðhöndlun á textíl. Sorpa telur slíkt flækja það verkefni að samræma söfnun á úrgangi á höfuðborgarsvæðinu. Auk þess kemur fram í minnisblaði sem Ríkiskaup unnu fyrir Samband íslenskra sveitarfélaga að ætli sveitarfélögin að fela aðilum á markaði, svo sem mannúðarsamtökum, að sinna söfnun á textíl, megi sveitarfélögin ekki greiða með þeirri meðhöndlun og að gera þurfi sérstaka þjónustusamninga um þá starfsemi. Að sinni telur Sorpa því farsælast að tryggja með eigin innviðum söfnun á textíl, og koma honum í ábyrgan og gagnsæjan farveg,“ segir í minnisblaðinu. Þá segir að áhersla verði lögð á ábyrgð og gagnsæi á afsetningu á textíl sem ekki sé hægt að endurnota eða -vinna. Þá verði stefnt á aukin endurnot innanlands. Sveitarfélögum utan starfsvæðis Sorpu verður boðið að nýta þá útflutningsfarvegi sem Sorpa mun koma sér upp, á kostnaðarverði. „Því er lagt til að Sorpa haldi áfram undirbúningsvinnu við söfnun á textíl á öllum grenndar- og endurvinnslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu, til dæmis með innkaupum á söfnunargámum fyrir textíl á grenndarstöðvar, haldi áfram vinnu við að tryggja ábyrga og gagnsæja afsetningu á textíl sem ekki er hægt að endurnota eða -vinna, og koma upp innviðum til að stuðla að eins miklum endurnotum á textíl innanlands og kostur er.“
Sorpa Félagasamtök Umhverfismál Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjá meira