Eigandinn kastaði drykk yfir stuðningsmenn félagsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. janúar 2024 14:01 David Tepper er ekki að gera frábæra hluti sem eigandi Carolina Panthers liðsins. Getty/Jane Gershovich Carolina Panthers mátti þola háðuglegt tap í NFL-deildinni á Gamlársdag og eigandinn David Tepper var allt annað en ánægður með gang mála. Það var þó ekki bara slök frammistaða leikmanna hans sem komst í fréttirnar heldur endaði reiðikast eigandans þar líka. Það náðist nefnilega á myndband þegar David Tepper kastaði drykk út úr heiðursstúkunni og yfir stuðningsfólk sem voru að horfa á leikinn fyrir neðan hann. Hann hendir drykknum frá sér í pirringskasti og það má sjá stuðningsmennina snúa sér við og láta hann heyra það. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=H3HUP0zjVoU">watch on YouTube</a> Atvikið varð skömmu eftir að leikstjórnandinn Bryce Young, kastaði boltanum frá sér. Young var valinn fyrstur í nýliðavalinu síðasta vor en hefur ekki staðið undir þeim væntingum. Panthers liðið átti skelfilegan dag og tapaði leiknum á endanum 26-0. Þetta var í fyrsta sinn í 342 leikjum, frá árinu 2002, sem liðið lék heilan leik án þess að skora. Talsmaður Panthers neitaði að tjá sig um atvikið en NFL-deildin veit af því og er með þetta til skoðunar hjá sér. Tepper lét frá sér úrvalsútherjann DJ Moore og tvo valrétti til að komast yfir fyrsta valrétt svo félagið gæti valið Bryce Young. Tepper gekk síðan svo langt að lýsa því yfir að Young myndi koma félaginu í Super Bowl leiki og það fleiri en einn. Tepper keypti félagið fyrir 2,75 milljarða dollara árið 2018, 375 milljarða króna, en ekkert hefur gengið síðan. Hann hefur rekið þrjá þjálfara og tapið um helgina þýðir að liðið er með versta árangurinn í deildinni í ár. As if going 2-14 wasn t embarrassing enough, now there s this shit. It s not worth it at this point. David Tepper has ruined the Carolina Panthers. pic.twitter.com/2imqRphv9X— B.P. Cox (@BPCox_) January 1, 2024 NFL Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Sjá meira
Það var þó ekki bara slök frammistaða leikmanna hans sem komst í fréttirnar heldur endaði reiðikast eigandans þar líka. Það náðist nefnilega á myndband þegar David Tepper kastaði drykk út úr heiðursstúkunni og yfir stuðningsfólk sem voru að horfa á leikinn fyrir neðan hann. Hann hendir drykknum frá sér í pirringskasti og það má sjá stuðningsmennina snúa sér við og láta hann heyra það. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=H3HUP0zjVoU">watch on YouTube</a> Atvikið varð skömmu eftir að leikstjórnandinn Bryce Young, kastaði boltanum frá sér. Young var valinn fyrstur í nýliðavalinu síðasta vor en hefur ekki staðið undir þeim væntingum. Panthers liðið átti skelfilegan dag og tapaði leiknum á endanum 26-0. Þetta var í fyrsta sinn í 342 leikjum, frá árinu 2002, sem liðið lék heilan leik án þess að skora. Talsmaður Panthers neitaði að tjá sig um atvikið en NFL-deildin veit af því og er með þetta til skoðunar hjá sér. Tepper lét frá sér úrvalsútherjann DJ Moore og tvo valrétti til að komast yfir fyrsta valrétt svo félagið gæti valið Bryce Young. Tepper gekk síðan svo langt að lýsa því yfir að Young myndi koma félaginu í Super Bowl leiki og það fleiri en einn. Tepper keypti félagið fyrir 2,75 milljarða dollara árið 2018, 375 milljarða króna, en ekkert hefur gengið síðan. Hann hefur rekið þrjá þjálfara og tapið um helgina þýðir að liðið er með versta árangurinn í deildinni í ár. As if going 2-14 wasn t embarrassing enough, now there s this shit. It s not worth it at this point. David Tepper has ruined the Carolina Panthers. pic.twitter.com/2imqRphv9X— B.P. Cox (@BPCox_) January 1, 2024
NFL Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Sjá meira