„Þetta er gert í sátt við Sorpu“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 2. janúar 2024 11:45 Rauði krossinn rekur 19 verslanir um land allt sem eru ein mikilvægasta fjáröflun samtakanna. Rauði krossinn Fataverslanir Rauða krossins verða reknar áfram með sama sniði, þrátt fyrir að Sorpa taki senn við móttöku textíls á grenndarstöðvum sínum. Fataverslanirnar eru ein mikilvægasta fjáröflun samtakanna en flokkunarstjóri segir Rauða krossinn munu fara í eigin söfnun sem verður aðskilin frá grenndar- og endurvinnslustöðvum. Hingað til hefur Rauði krossinn safnað textíl á um 30 af 90 grenndarstöðvum Sorpu. Líkt og Vísir greindi frá í morgun kveða ný lög á um að safna eigi textíl á öllum stöðvum og Sorpa muni því taka við söfnuninni. Guðbjörg Rut Pálmadóttir, flokkunarstjóri í Fataverkefni Rauða krossins, segir breytingarnar koma ágætlega við sig. „Já það gerir það, því vissulega höfum við verið að sinna grenndarstöðvum en nú er orðin kvöð að hafa fatasöfnunargáma á öllum grenndarstöðum. Það er bara of mikið fyrir okkur. Við erum náttúrulega mannúðarsamtök í fjáröflun og hitt er orðið meira þjónusta fyrir sveitarfélögin.” Hún segir nauðsynlega þróun vera að eiga sér stað og að fyrirsagnir morgunsins kunni að hafa verið svolítið villandi. „Þetta skellur ekki á strax, heldur gerast þessar breytingar hægt og rólega yfir árið. Svo við erum enn þá að safna á fullu og erum bara að undirbúa þessar breytingar. Það hefur ekkert verið kynnt í sjálfu sér opinberlega. Þetta er gert í sátt við Sorpu og við erum spennt fyrir þessum breytingum.“ Fataverslanir áfram reknar með sama hætti Rauði krossinn rekur 19 verslanir um land allt og er stærsta fatakeðja á Íslandi. Fataverslanirnar eru ein mikilvægasta fjáröflun samtakanna en Guðbjörg segir að verslanirnar verði reknar áfram með sama hætti. „Þetta verður þannig að við förum út í okkar eigin söfnum sem verða aðskilin frá grenndarstöðvum og endurvinnslustöðvum. Það er það sem við ætlum að nota þennan tíma í núna, að endurskipuleggja. En við verðum í samstarfi við Sorpu, allavega til að byrja með.“ Rauði krossinn eigi mjög marga gáma sem verði nýttir áfram, og nú þurfi að staðsetja þá á góðum stöðum. Þá verði áfram hægt að koma með fatnað í Skútuvog þar sem flokkunarstöðin er. Eina breytingin verður að nú hætti Rauði krossinn að taka á móti ónýtum textíl. Rauði krossinn mun því halda áfram að taka á móti framlögum enn sem komið er, en þegar kemur að yfirfærslunni verður það vel kynnt. „Við höldum ótrauð áfram og erum spennt fyrir því að endurskipuleggja söfnunina okkar. Við hlökkum til að sjá þessi mál fara í góðan farveg,“ segir Guðbjörg Rut Pálmadóttir, flokkunarstjóri í Fataverkefni Rauða krossins, Sorpa Félagasamtök Umhverfismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Hingað til hefur Rauði krossinn safnað textíl á um 30 af 90 grenndarstöðvum Sorpu. Líkt og Vísir greindi frá í morgun kveða ný lög á um að safna eigi textíl á öllum stöðvum og Sorpa muni því taka við söfnuninni. Guðbjörg Rut Pálmadóttir, flokkunarstjóri í Fataverkefni Rauða krossins, segir breytingarnar koma ágætlega við sig. „Já það gerir það, því vissulega höfum við verið að sinna grenndarstöðvum en nú er orðin kvöð að hafa fatasöfnunargáma á öllum grenndarstöðum. Það er bara of mikið fyrir okkur. Við erum náttúrulega mannúðarsamtök í fjáröflun og hitt er orðið meira þjónusta fyrir sveitarfélögin.” Hún segir nauðsynlega þróun vera að eiga sér stað og að fyrirsagnir morgunsins kunni að hafa verið svolítið villandi. „Þetta skellur ekki á strax, heldur gerast þessar breytingar hægt og rólega yfir árið. Svo við erum enn þá að safna á fullu og erum bara að undirbúa þessar breytingar. Það hefur ekkert verið kynnt í sjálfu sér opinberlega. Þetta er gert í sátt við Sorpu og við erum spennt fyrir þessum breytingum.“ Fataverslanir áfram reknar með sama hætti Rauði krossinn rekur 19 verslanir um land allt og er stærsta fatakeðja á Íslandi. Fataverslanirnar eru ein mikilvægasta fjáröflun samtakanna en Guðbjörg segir að verslanirnar verði reknar áfram með sama hætti. „Þetta verður þannig að við förum út í okkar eigin söfnum sem verða aðskilin frá grenndarstöðvum og endurvinnslustöðvum. Það er það sem við ætlum að nota þennan tíma í núna, að endurskipuleggja. En við verðum í samstarfi við Sorpu, allavega til að byrja með.“ Rauði krossinn eigi mjög marga gáma sem verði nýttir áfram, og nú þurfi að staðsetja þá á góðum stöðum. Þá verði áfram hægt að koma með fatnað í Skútuvog þar sem flokkunarstöðin er. Eina breytingin verður að nú hætti Rauði krossinn að taka á móti ónýtum textíl. Rauði krossinn mun því halda áfram að taka á móti framlögum enn sem komið er, en þegar kemur að yfirfærslunni verður það vel kynnt. „Við höldum ótrauð áfram og erum spennt fyrir því að endurskipuleggja söfnunina okkar. Við hlökkum til að sjá þessi mál fara í góðan farveg,“ segir Guðbjörg Rut Pálmadóttir, flokkunarstjóri í Fataverkefni Rauða krossins,
Sorpa Félagasamtök Umhverfismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira