Loka Fabrikkunni í Kringlunni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. janúar 2024 13:39 Aðeins eitt útibú er eftir af Íslensku hamborgarafabrikkunni. Vísir/Vilhelm Íslenska hamborgafabrikkan hefur lokað útibúi sínu í Kringlunni í Reykjavík. Útibúið við Höfðatorg stendur nú eitt eftir en veitingastaðnum á Akureyri var lokað í desember. Í Kringlunni má finna miða við inngang veitingastaðarins þar sem gestum er vísað á Höfðatorg því staðnum í Kringlunni hafi verið lokað. Samkvæmt upplýsingum frá útibúinu við Höfðatorg var tekið á móti gestum í útibúið í Kringlunni í síðasta skipti þann 30. desember. Fróðlegt verður að sjá hvað kemur í stað Íslensku hamborgarfabrikkunnar í Kringlunni.vísir/Vilhelm Staðurinn var opnaður vorið 2014 en þá voru fyrir fyrsti staðurinn á Höfðatorgi í Reykjavík, sem hefur verið í rekstri frá árinu 2010, og útibú á Akureyri sem var opnað árið 2013 en var lokað á Þorláksmessu. Framkvæmdastjóri útibúsins fyrir norðan sagði leigusamning í kjallara KEA hótels hafa runnið út um áramót. Ákveðið hafi verið í haust að loka staðnum í lok árs. Nóróveira kom upp á Hamborgarafabrikkunni í Reykjavík í júlí síðastliðnum. Loka þurfti útibúunum í Kringlunni og Höfðatorgi í nokkra daga en fjöldi starfsfólks og gesta veiktist nokkuð alvarlega. Nóróveira smitast auðveldlega en ekkert benti til þess að veikindin tengdist hráefni eða mat á veitingastöðunum. Ekki fékkst úr því skorið hvor veiran hefði smitast út frá viðskiptavini eða starfsmanni. Jóhannes Ásbjörnsson og Sigmar Vilhjálmsson, þá best þekktir sem Simmi og Jói úr Idolinu, voru upphaflegir eigendur veitingastaðarins sem í dag er í eigu Gleðipinna. Kaupfélag Skagfirðinga er núverandi eigandi Gleðipinna og er forstjórinn María Rún Hafliðadóttir. Vísir hefur sent Maríu Rún fyrirspurn um ástæðu lokunarinnar. Veitingastaðir Kringlan Reykjavík Tengdar fréttir Hamborgarafabrikkunni skellt í lás á Akureyri Hamborgarafabrikkan hefur ákveðið að loka útibúi sínu á Akureyri. Húsaleigusamningur rennur út um áramótin sem framkvæmdastjóri veitingastaðarins segir meginástæðu lokunar. 13. desember 2023 11:25 Nóró lokaniðurstaðan og endurgreiða veikum gestum Talið er að umfangsmikil hópsýking sem upp kom hjá starfsfólki og gestum á veitingastað Hamborgarafabrikkunnar í Kringlunni hafi verið af völdum nóróveiru. Þetta er niðurstaða embættis sóttvarnalæknis en nokkuð hefur verið á reiki hvort um nóróveirusýkingu hafi verið að ræða eða bakteríu sem veldur líkum einkennum og hefur greinst í álíka hópsýkingum. 19. júlí 2023 19:26 Mest lesið Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira
Í Kringlunni má finna miða við inngang veitingastaðarins þar sem gestum er vísað á Höfðatorg því staðnum í Kringlunni hafi verið lokað. Samkvæmt upplýsingum frá útibúinu við Höfðatorg var tekið á móti gestum í útibúið í Kringlunni í síðasta skipti þann 30. desember. Fróðlegt verður að sjá hvað kemur í stað Íslensku hamborgarfabrikkunnar í Kringlunni.vísir/Vilhelm Staðurinn var opnaður vorið 2014 en þá voru fyrir fyrsti staðurinn á Höfðatorgi í Reykjavík, sem hefur verið í rekstri frá árinu 2010, og útibú á Akureyri sem var opnað árið 2013 en var lokað á Þorláksmessu. Framkvæmdastjóri útibúsins fyrir norðan sagði leigusamning í kjallara KEA hótels hafa runnið út um áramót. Ákveðið hafi verið í haust að loka staðnum í lok árs. Nóróveira kom upp á Hamborgarafabrikkunni í Reykjavík í júlí síðastliðnum. Loka þurfti útibúunum í Kringlunni og Höfðatorgi í nokkra daga en fjöldi starfsfólks og gesta veiktist nokkuð alvarlega. Nóróveira smitast auðveldlega en ekkert benti til þess að veikindin tengdist hráefni eða mat á veitingastöðunum. Ekki fékkst úr því skorið hvor veiran hefði smitast út frá viðskiptavini eða starfsmanni. Jóhannes Ásbjörnsson og Sigmar Vilhjálmsson, þá best þekktir sem Simmi og Jói úr Idolinu, voru upphaflegir eigendur veitingastaðarins sem í dag er í eigu Gleðipinna. Kaupfélag Skagfirðinga er núverandi eigandi Gleðipinna og er forstjórinn María Rún Hafliðadóttir. Vísir hefur sent Maríu Rún fyrirspurn um ástæðu lokunarinnar.
Veitingastaðir Kringlan Reykjavík Tengdar fréttir Hamborgarafabrikkunni skellt í lás á Akureyri Hamborgarafabrikkan hefur ákveðið að loka útibúi sínu á Akureyri. Húsaleigusamningur rennur út um áramótin sem framkvæmdastjóri veitingastaðarins segir meginástæðu lokunar. 13. desember 2023 11:25 Nóró lokaniðurstaðan og endurgreiða veikum gestum Talið er að umfangsmikil hópsýking sem upp kom hjá starfsfólki og gestum á veitingastað Hamborgarafabrikkunnar í Kringlunni hafi verið af völdum nóróveiru. Þetta er niðurstaða embættis sóttvarnalæknis en nokkuð hefur verið á reiki hvort um nóróveirusýkingu hafi verið að ræða eða bakteríu sem veldur líkum einkennum og hefur greinst í álíka hópsýkingum. 19. júlí 2023 19:26 Mest lesið Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira
Hamborgarafabrikkunni skellt í lás á Akureyri Hamborgarafabrikkan hefur ákveðið að loka útibúi sínu á Akureyri. Húsaleigusamningur rennur út um áramótin sem framkvæmdastjóri veitingastaðarins segir meginástæðu lokunar. 13. desember 2023 11:25
Nóró lokaniðurstaðan og endurgreiða veikum gestum Talið er að umfangsmikil hópsýking sem upp kom hjá starfsfólki og gestum á veitingastað Hamborgarafabrikkunnar í Kringlunni hafi verið af völdum nóróveiru. Þetta er niðurstaða embættis sóttvarnalæknis en nokkuð hefur verið á reiki hvort um nóróveirusýkingu hafi verið að ræða eða bakteríu sem veldur líkum einkennum og hefur greinst í álíka hópsýkingum. 19. júlí 2023 19:26