„Svo þakklát að vera fara inn í nýtt ár með ástinni minni. Bætist við eitt kríli í litlu fjölskylduna okkar. Svenni að verða stóri bróðir,“ skrifaði parið og deildi fallegri myndasyrpu af þeim með sónarmynd í hönd.
Þess má geta að Svenni er hundurinn þeirra.
Parið kynntist fyrir tveimur árum síðan á samfélagsmiðlinum Instagram og er óhætt að segja ástina hafa blómstrað síðan.
Íris Freyja er þekktust fyrir fyrirsætustörf en hún keppti í Miss Universe Iceland árið 2021. Þar hafnaði hún í öðru sæti og var valin Miss Supranational Iceland.