Útilokar ekki forsetaframboð Atli Ísleifsson skrifar 4. janúar 2024 07:39 Björn Zoëga hefur gegnt stöðu forstjóra Karolinska frá árinu 2019. Karolinska Björn Zoëga, forstjóri sjúkrahússins Karolinska í Stokkhólmi, segist ekki útiloka að bjóða sig fram til forseta Íslands í þeim forsetakosningum sem fram fara í sumar. Þetta segir Björn í samtali við sænska blaðið Dagens Nyheter. Í frétt Stöðvar 2 síðastliðinn þriðjudag, þar sem rætt var við Andrés Jónsson almannatengill, var nafn Björns nefnt sem mögulegur forsetaframbjóðandi. DN hafði í kjölfarið samband við Björn segir það hafa komið „skemmtilega á óvart“ að hafa verið nefndur sem mögulegur arftaki Guðna Th. Jóhannessonar, fráfarandi forseta. Þetta sýni að fólk á Íslandi fylgist með því starfi sem unnið sé á Karolinska. Segir ekki beint nei Björn segist ekki útiloka framboð. „Ég þarf tíma til að íhuga þetta, en ef fólk sem ég treysti vill að ég bjóði mig fram þá mun ég íhuga það. Ég þarf að heyra hvað fólk segi almennt um þetta svo ég segi ekki beint nei,“ segir hann í samtali við DN. Björn bætir því við að honum líki vel í Svíþjóð og í núverandi stöðu sinni sem forstjóri Karolinska, en að alltaf sé að finna „áskoranir í lífinu“. Að neðan má sjá fréttina þar sem rætt var við Andrés Jónsson um mögulega forsetaframbjóðendur. Forsetakosningar í júní Guðni tilkynnti það í nýársávarpi sínu að hann muni ekki bjóða sig fram til endurkjörs næsta sumar eftir að hafa setið í embætti í átta ár. Því er ljóst að sjöundi forseti lýðveldisins verður kjörinn í kosningum sem fram fara 1. júní næstkomandi. Björn er bæklunarskurðlæknir og var forstjóri Landspítalans á árunum 2010 til 2013 og var ráðinn forstjóri Karolinska árið 2019. Árið 2022 var hann ráðinn tímabundið í starf ráðgjafa Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra, en sú staða snerist fyrst og fremst að störfum Landspítalans. Arnar Þór Jónsson hæstaréttarlögmaður og Ástþór Magnússon hafa þegar tilkynnt um framboð til forseta. Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Spáð í forsetaspilin Fréttastofa fór á stúfana í dag og ræddi við fólk á förnum vegi um þau tíðindi að Guðni Th. Jóhannesson forseti hefði ákveðið að láta gott heita eftir tvö kjörtímabil í embætti. Fólk var spurt hvaða manneskju það vildi sjá í embætti forseta Íslands næst. 2. janúar 2024 22:16 „Ég hef enga eftirsjá“ „Hér sit ég sjö mánuði enn, eftir það geri ég fastlega ráð fyrir því að sinna fræða og rannsóknarstörfum, hverfa á ný í þann heim sem ég kom úr. En annars veit ég ekkert hvað framtíðin beri í skauti sér þar fyrir utan. Við látum það ráðast,“ segir Guðni Th. Jóhannesson, forseti lýðveldisins, sem tilkynnti í gær að hann ætlaði að láta tvö kjörtímabil nægja og ætlar ekki að gefa kost á sér aftur. 2. janúar 2024 16:04 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Fleiri fréttir Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Sjá meira
Þetta segir Björn í samtali við sænska blaðið Dagens Nyheter. Í frétt Stöðvar 2 síðastliðinn þriðjudag, þar sem rætt var við Andrés Jónsson almannatengill, var nafn Björns nefnt sem mögulegur forsetaframbjóðandi. DN hafði í kjölfarið samband við Björn segir það hafa komið „skemmtilega á óvart“ að hafa verið nefndur sem mögulegur arftaki Guðna Th. Jóhannessonar, fráfarandi forseta. Þetta sýni að fólk á Íslandi fylgist með því starfi sem unnið sé á Karolinska. Segir ekki beint nei Björn segist ekki útiloka framboð. „Ég þarf tíma til að íhuga þetta, en ef fólk sem ég treysti vill að ég bjóði mig fram þá mun ég íhuga það. Ég þarf að heyra hvað fólk segi almennt um þetta svo ég segi ekki beint nei,“ segir hann í samtali við DN. Björn bætir því við að honum líki vel í Svíþjóð og í núverandi stöðu sinni sem forstjóri Karolinska, en að alltaf sé að finna „áskoranir í lífinu“. Að neðan má sjá fréttina þar sem rætt var við Andrés Jónsson um mögulega forsetaframbjóðendur. Forsetakosningar í júní Guðni tilkynnti það í nýársávarpi sínu að hann muni ekki bjóða sig fram til endurkjörs næsta sumar eftir að hafa setið í embætti í átta ár. Því er ljóst að sjöundi forseti lýðveldisins verður kjörinn í kosningum sem fram fara 1. júní næstkomandi. Björn er bæklunarskurðlæknir og var forstjóri Landspítalans á árunum 2010 til 2013 og var ráðinn forstjóri Karolinska árið 2019. Árið 2022 var hann ráðinn tímabundið í starf ráðgjafa Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra, en sú staða snerist fyrst og fremst að störfum Landspítalans. Arnar Þór Jónsson hæstaréttarlögmaður og Ástþór Magnússon hafa þegar tilkynnt um framboð til forseta.
Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Spáð í forsetaspilin Fréttastofa fór á stúfana í dag og ræddi við fólk á förnum vegi um þau tíðindi að Guðni Th. Jóhannesson forseti hefði ákveðið að láta gott heita eftir tvö kjörtímabil í embætti. Fólk var spurt hvaða manneskju það vildi sjá í embætti forseta Íslands næst. 2. janúar 2024 22:16 „Ég hef enga eftirsjá“ „Hér sit ég sjö mánuði enn, eftir það geri ég fastlega ráð fyrir því að sinna fræða og rannsóknarstörfum, hverfa á ný í þann heim sem ég kom úr. En annars veit ég ekkert hvað framtíðin beri í skauti sér þar fyrir utan. Við látum það ráðast,“ segir Guðni Th. Jóhannesson, forseti lýðveldisins, sem tilkynnti í gær að hann ætlaði að láta tvö kjörtímabil nægja og ætlar ekki að gefa kost á sér aftur. 2. janúar 2024 16:04 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Fleiri fréttir Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Sjá meira
Spáð í forsetaspilin Fréttastofa fór á stúfana í dag og ræddi við fólk á förnum vegi um þau tíðindi að Guðni Th. Jóhannesson forseti hefði ákveðið að láta gott heita eftir tvö kjörtímabil í embætti. Fólk var spurt hvaða manneskju það vildi sjá í embætti forseta Íslands næst. 2. janúar 2024 22:16
„Ég hef enga eftirsjá“ „Hér sit ég sjö mánuði enn, eftir það geri ég fastlega ráð fyrir því að sinna fræða og rannsóknarstörfum, hverfa á ný í þann heim sem ég kom úr. En annars veit ég ekkert hvað framtíðin beri í skauti sér þar fyrir utan. Við látum það ráðast,“ segir Guðni Th. Jóhannesson, forseti lýðveldisins, sem tilkynnti í gær að hann ætlaði að láta tvö kjörtímabil nægja og ætlar ekki að gefa kost á sér aftur. 2. janúar 2024 16:04