Tekur undir með Ármanni: „Skynsamlegt að skoða fyrirbyggjandi aðgerðir“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. janúar 2024 10:16 Þorvaldur Þórðarson og Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingar eru sammála um að skoða þurfi fyrirbyggjandi aðgerðir ef koma skyldi til eldgoss nær höfuðborginni. Vísir/Vilhelm Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur tekur undir með kollega sínum Ármanni Höskuldssyni að byggja eigi upp eldgosavarnir við Hafnarfjörð. Hann kallar eftir því að gert verði nýtt og umfangsmikið hættumat fyrir stór-höfuðborgarsvæðið. Ármann sagði í kvöldfréttum á Stöð 2 í gær að skoða eigi að reisa eldgosavarnir í byggðum vestast í Hafnarfirði, það er að segja á Völlunum og við Hvaleyri. Sagði hann stóra skjálftann sem reið yfir í gær merki um að spennulosun á Reykjanesinu sé komin hressilega í gang. Fara eigi að skoða uppbyggingu eldgosavarna umsvifalaust. „Það er alltof mikil byggð þarna, bæði mikilvægt iðnaðarsvæði og svo stór íbúðabyggð. Menn verða að skoða það líka,“ sagði Ármann. Ummerki um að Krýsvíku, Trölladyngja og Eldvörpin séu að taka við sér „Við erum komin inn í eldgosatímabil og það er gott að vera viðbúin því að það geti gosið í raun og veru hvar sem er á Reykjanesskaganum, þó það gerist kannski ekki einn, tveir og þrír,“ segir Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Skaginn er kominn í gang og við erum að sjá ummerki um það að hinar ýmsu gosreinar á Skaganum, eins og Krýsuvík, Trölladyngja og Eldvörpin og fleira, virðast vera farin að taka við sér. Það þýðir að við verðum að búa okkur undir atburði eins og gliðnun og eldgos. Ef Krýsuvíkurkerfið fer í fullan gang þá getum við fengið gos fyrir ofan Hafnarfjörð, við Helgafell og þar. Þá er mjög skynsamlegt að huga að því að þetta geti gerst.“ Inntur eftir því hvort eldgos á skaganum yrðu alltaf hraungos segir Þorvaldur söguna bera þess merki að slík gos séu algengust á skaganum. Gosin geti þó framleitt stærri hraunbreiður en hafi komið út úr eldgosum síðustu ára. Kerfisbundið hættumat á breiðum grundvelli Hann tekur undir með Ármanni kollega sínum að huga þurfi að verndun byggða í næsta nágrenni við þekkt eldfjöll. „Ég held að það væri mjög skynsamlegt að fara í kerfisbundið hættumat og gera það á breiðum grundvelli,“ segir Þorvaldur og bætir við að til þess þyrfti alla sérfræðinga landsins á breiðu sviði „Við erum búin að gera ákveðið hættumat, hvar líklegustu staðirnir eru að geti gosið. Þetta hefur legið fyrir í nokkur ár. Svo hefur verið skoðað hver eru líklegustu rennslissvæði hrauna og hvaða áhrif það geti haft. Það þarf að gera á stærri skala fyrir Reykjanesið. Í flestum tilfellum er það ekki að fara að vera lífshættulegt heldur mun hafa áhrif á innviði.“ Þannig myndi til dæmis gos í Bláfjöllum hafa áhrif á skíðasvæðið, en ekki síst þjóðveg 1. „Það er um að gera að fara að skoða hvað við getum gert í fyrirbyggjandi aðgerðum. Það er best að vera tilbúin og vita hvernig á að bregðast við og hvað er best viðbragðið. Það er skynsemi í því, því það er góð fjárfesting. Þá getum við dregið úr áhrifum þessara umbrota á okkar daglega líf eins mikið og kostur er.“ Hlusta má á viðtalið við Þorvald í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Bítið Reykjavík Hafnarfjörður Kópavogur Varnargarðar á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Framlengja lokun lónsins Forsvarsmenn Bláa lónsins hafa ákveðið að framlengja lokun til og með föstudagsins 5. janúar næstkomandi. Þá verður staðan endurmetin. 3. janúar 2024 21:36 Vill eldgosavarnir við Hafnarfjörð Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur segir að nú verði að fara að skoða að reisa eldgosavarnir í byggðunum vestast í Hafnarfirði en þar má finna Vellina og Hvaleyri. Eldgos geti hafist nánast hvar sem er á Brennisteins-Bláfjallakerfinu, Krýsuvíkurkerfinu og í Eldvörpum á Reykjanesi. 3. janúar 2024 18:59 Virknin færir sig nær höfuðborgarsvæðinu: „Þetta er þessi nýi veruleiki“ Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir stóran skjálfta sem skók suðvesturhornið rétt fyrir hádegi í dag benda til þess að skjálftavirknin sé að færa sig hægt og rólega yfir í Trölladyngju sem staðsett er mitt á milli höfuðborgarsvæðisins og Grindavíkur. Skjálftin er ekki vísbending um að neitt stórt sé að fara að gerast á svæðinu á næstu mánuðum. 3. janúar 2024 18:01 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Þórdís vill ekki fresta landsfundi Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Fleiri fréttir Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Sjá meira
Ármann sagði í kvöldfréttum á Stöð 2 í gær að skoða eigi að reisa eldgosavarnir í byggðum vestast í Hafnarfirði, það er að segja á Völlunum og við Hvaleyri. Sagði hann stóra skjálftann sem reið yfir í gær merki um að spennulosun á Reykjanesinu sé komin hressilega í gang. Fara eigi að skoða uppbyggingu eldgosavarna umsvifalaust. „Það er alltof mikil byggð þarna, bæði mikilvægt iðnaðarsvæði og svo stór íbúðabyggð. Menn verða að skoða það líka,“ sagði Ármann. Ummerki um að Krýsvíku, Trölladyngja og Eldvörpin séu að taka við sér „Við erum komin inn í eldgosatímabil og það er gott að vera viðbúin því að það geti gosið í raun og veru hvar sem er á Reykjanesskaganum, þó það gerist kannski ekki einn, tveir og þrír,“ segir Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Skaginn er kominn í gang og við erum að sjá ummerki um það að hinar ýmsu gosreinar á Skaganum, eins og Krýsuvík, Trölladyngja og Eldvörpin og fleira, virðast vera farin að taka við sér. Það þýðir að við verðum að búa okkur undir atburði eins og gliðnun og eldgos. Ef Krýsuvíkurkerfið fer í fullan gang þá getum við fengið gos fyrir ofan Hafnarfjörð, við Helgafell og þar. Þá er mjög skynsamlegt að huga að því að þetta geti gerst.“ Inntur eftir því hvort eldgos á skaganum yrðu alltaf hraungos segir Þorvaldur söguna bera þess merki að slík gos séu algengust á skaganum. Gosin geti þó framleitt stærri hraunbreiður en hafi komið út úr eldgosum síðustu ára. Kerfisbundið hættumat á breiðum grundvelli Hann tekur undir með Ármanni kollega sínum að huga þurfi að verndun byggða í næsta nágrenni við þekkt eldfjöll. „Ég held að það væri mjög skynsamlegt að fara í kerfisbundið hættumat og gera það á breiðum grundvelli,“ segir Þorvaldur og bætir við að til þess þyrfti alla sérfræðinga landsins á breiðu sviði „Við erum búin að gera ákveðið hættumat, hvar líklegustu staðirnir eru að geti gosið. Þetta hefur legið fyrir í nokkur ár. Svo hefur verið skoðað hver eru líklegustu rennslissvæði hrauna og hvaða áhrif það geti haft. Það þarf að gera á stærri skala fyrir Reykjanesið. Í flestum tilfellum er það ekki að fara að vera lífshættulegt heldur mun hafa áhrif á innviði.“ Þannig myndi til dæmis gos í Bláfjöllum hafa áhrif á skíðasvæðið, en ekki síst þjóðveg 1. „Það er um að gera að fara að skoða hvað við getum gert í fyrirbyggjandi aðgerðum. Það er best að vera tilbúin og vita hvernig á að bregðast við og hvað er best viðbragðið. Það er skynsemi í því, því það er góð fjárfesting. Þá getum við dregið úr áhrifum þessara umbrota á okkar daglega líf eins mikið og kostur er.“ Hlusta má á viðtalið við Þorvald í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Bítið Reykjavík Hafnarfjörður Kópavogur Varnargarðar á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Framlengja lokun lónsins Forsvarsmenn Bláa lónsins hafa ákveðið að framlengja lokun til og með föstudagsins 5. janúar næstkomandi. Þá verður staðan endurmetin. 3. janúar 2024 21:36 Vill eldgosavarnir við Hafnarfjörð Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur segir að nú verði að fara að skoða að reisa eldgosavarnir í byggðunum vestast í Hafnarfirði en þar má finna Vellina og Hvaleyri. Eldgos geti hafist nánast hvar sem er á Brennisteins-Bláfjallakerfinu, Krýsuvíkurkerfinu og í Eldvörpum á Reykjanesi. 3. janúar 2024 18:59 Virknin færir sig nær höfuðborgarsvæðinu: „Þetta er þessi nýi veruleiki“ Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir stóran skjálfta sem skók suðvesturhornið rétt fyrir hádegi í dag benda til þess að skjálftavirknin sé að færa sig hægt og rólega yfir í Trölladyngju sem staðsett er mitt á milli höfuðborgarsvæðisins og Grindavíkur. Skjálftin er ekki vísbending um að neitt stórt sé að fara að gerast á svæðinu á næstu mánuðum. 3. janúar 2024 18:01 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Þórdís vill ekki fresta landsfundi Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Fleiri fréttir Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Sjá meira
Framlengja lokun lónsins Forsvarsmenn Bláa lónsins hafa ákveðið að framlengja lokun til og með föstudagsins 5. janúar næstkomandi. Þá verður staðan endurmetin. 3. janúar 2024 21:36
Vill eldgosavarnir við Hafnarfjörð Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur segir að nú verði að fara að skoða að reisa eldgosavarnir í byggðunum vestast í Hafnarfirði en þar má finna Vellina og Hvaleyri. Eldgos geti hafist nánast hvar sem er á Brennisteins-Bláfjallakerfinu, Krýsuvíkurkerfinu og í Eldvörpum á Reykjanesi. 3. janúar 2024 18:59
Virknin færir sig nær höfuðborgarsvæðinu: „Þetta er þessi nýi veruleiki“ Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir stóran skjálfta sem skók suðvesturhornið rétt fyrir hádegi í dag benda til þess að skjálftavirknin sé að færa sig hægt og rólega yfir í Trölladyngju sem staðsett er mitt á milli höfuðborgarsvæðisins og Grindavíkur. Skjálftin er ekki vísbending um að neitt stórt sé að fara að gerast á svæðinu á næstu mánuðum. 3. janúar 2024 18:01