Enn fer mig að klæja Einar Helgason skrifar 4. janúar 2024 10:30 Af og til hefur það komið fyrir í íslensku samfélagi að upp hefur sprottið óværa sem kallaður hefur verið njálgur. Oftast hefur fyrirbæri þetta sprottið upp í skólasamfélaginu og þá aðallega hjá yngstu aldursflokkum. Fyrir þá sem ekki átta sig á hvað ég er að tala um er þarna um að ræða kvikindi sem tekur sér bólfestu á þeim stað í líkamanum þar sem aldrei skín sól og veldur óþolandi kláða. Auðvita er gripið til viðeigandi ráðstafanna til þess að stemma stigu við kvikindinu með því að einangra hópa og nota viðeigandi lyf. Jafnvel eru heilu fjölskyldurnar teknar í meðferð ef ófögnuðurinn hefur borist inn á heimilið. En það er til önnur óværa í íslensku samfélagi sem virkar ekki ósvipað og njálgur. Reyndar þykist ég vita að plága þessi kemur ekki eingöngu fram á þeim stað líkamans þar sem aldrei skín sól, þótt ég viti fullvel að einkennin brjótist líka þar fram hjá sumum. Það er líka að renna upp fyrir mér sú staðreynd að á mínum líftíma sem orðin er nokkuð langur hefur þessi ófögnuður komið nokkuð reglulega upp í okkar samfélagi. Nú síðast braust hann upp á yfirborðið þegar formaður Sjálfstæðisflokksins og núverandi ráðherra utanríkismála skipaði fólk í sendiherrastöður. Enn einu sinni birtist spillinginn í sinni tærustu mynd og það án þess að reynt væri að fela það á nokkurn hátt. Og enn einu sinni braust þessi gamalkunni hneykslunarkláði fram í samfélaginu sem maður kannast svo vel við. Sem sagt sami spillingarþefurinn og fylgt hefur aðallega tveimur stjórnmálaflokkum meira og minna síðastliðinn hundrað ár í Íslensku samfélagi. En, skyldi Bjarni hafa búist við því að upp mundi gjósa hneykslunaralda með tilheyrandi kláða úti í þjóðfélaginu? Já, ég er nokkuð viss um það, því hvað sem hægt er að segja um Bjarna þá er hann ekkert fífl. Og það sem meira er honum virðist vera nokkuð sama, eða ef við orðum þetta kurteislega á íslensku, honum er skítsama. Hann veit sem er að þetta kláðakast ríður yfir í tvo til þrjá daga eins og venjulega og síðan er hægt að fara undirbúa næsta vinargreiða eða hvaða spillingardæmi sem er. Hann veit líka að hans sauðtryggu áhangendur munu alltaf réttlæta gjörðir hans sama hversu stækur spillingarþefurinn er. Enda þurftum við ekki að bíða lengi eftir útskýringum frá varaformanni flokksins Þórdísi Kolbrúnu þegar hún sagði að Svanhildur Hólm hefði víðtæka reynslu og þetta væri alveg laukrétt ákvörðun. Ég geri ráð fyrir að hefði viðkomandi persóna unnið við að snyrta fisk á frystihúsi þá hefði það verið réttlætt með því að hún hefði víðtæka reynslu í frumatvinnuvegi þjóðarinnar og væri því alveg rétta manneskjan í starfið. Reyndar er rétt að taka það fram að persóna úr þessari starfsgreininni er frekar ólíkleg til að falla inn í klíkusamfélag Sjálfstæðisflokksins. Hvers vegna í fjandanum lætur fólk í íslensku samfélagi bjóða sér þetta aftur og aftur? Getur það verið að þessi hópur fólks sem velur að kjósa þetta yfir sig sé ónæmt fyrir þessum njálg sem ríður yfir samfélagið með reglulegu millibili. Finnst fólki það allt í lagi að fjármálaráðherra í vestrænu lýðræðisríki selji pabba sínum ríkiseignir. Ef það hefði heyrst í fréttum að eitthvert Afríkuríki hefði gert slíkt þá hefði það verið stimplað sem gjörspillt bananasamfélag. Sem vísar auðvita til þess að þarna búi eintómir apar. Getur það verið að þeir sem en fylgja þessum tveimur flokkum að málum eins og tryggir hundar sjái ekkert athugavert við íslenskt samfélag. Getur það verið að þeim finnist það í lagi að búið sé að afhenda örfáum fjölskyldum dýrmætustu auðlind þjóðarinnar til eignar. Jafnvel svo gróflega að þeir geta arfleitt afkomendur sína af sameign þjóðarinnar og það fyrir allra augum. Ef þetta er ekki þjófnaður þá veit ég ekki hvað er þjófnaður. Eftir lestur á bók Þorvaldar Logasonar „Eimreiðarelídan Spillingarsaga.“ rifjast upp fyrir manni öll þessi dæmi um spillingu sem riðið hefur yfir þetta þjóðfélag síðastliðin fjörutíu til fimmtíu ár. Með reglulegu millibili hefur þessi króníski njálgur skollið á þjóðina og staðið yfir í nokkra daga í einu. Í bókinni kemur greinlega fram hvernig Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur skiptu með sér verðmætum í íslensku samfélagi og hikuðu ekki við að notfæra sér stöðu sína í stjórnmálum í því augnamiði. Það verður sífellt furðulegra að fólk sem er komið til vits og ára skuli en tryggja þessum flokkum atkvæði sitt. En þar til fólk áttar sig og hefur vit til að kasta þessu hagsmunabandalögum á öskuhauga sögunar verðum við hin að klóra okkur reglulega þegar njálgurinn skellur á. Höfundur er eftirlaunaþegi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Af og til hefur það komið fyrir í íslensku samfélagi að upp hefur sprottið óværa sem kallaður hefur verið njálgur. Oftast hefur fyrirbæri þetta sprottið upp í skólasamfélaginu og þá aðallega hjá yngstu aldursflokkum. Fyrir þá sem ekki átta sig á hvað ég er að tala um er þarna um að ræða kvikindi sem tekur sér bólfestu á þeim stað í líkamanum þar sem aldrei skín sól og veldur óþolandi kláða. Auðvita er gripið til viðeigandi ráðstafanna til þess að stemma stigu við kvikindinu með því að einangra hópa og nota viðeigandi lyf. Jafnvel eru heilu fjölskyldurnar teknar í meðferð ef ófögnuðurinn hefur borist inn á heimilið. En það er til önnur óværa í íslensku samfélagi sem virkar ekki ósvipað og njálgur. Reyndar þykist ég vita að plága þessi kemur ekki eingöngu fram á þeim stað líkamans þar sem aldrei skín sól, þótt ég viti fullvel að einkennin brjótist líka þar fram hjá sumum. Það er líka að renna upp fyrir mér sú staðreynd að á mínum líftíma sem orðin er nokkuð langur hefur þessi ófögnuður komið nokkuð reglulega upp í okkar samfélagi. Nú síðast braust hann upp á yfirborðið þegar formaður Sjálfstæðisflokksins og núverandi ráðherra utanríkismála skipaði fólk í sendiherrastöður. Enn einu sinni birtist spillinginn í sinni tærustu mynd og það án þess að reynt væri að fela það á nokkurn hátt. Og enn einu sinni braust þessi gamalkunni hneykslunarkláði fram í samfélaginu sem maður kannast svo vel við. Sem sagt sami spillingarþefurinn og fylgt hefur aðallega tveimur stjórnmálaflokkum meira og minna síðastliðinn hundrað ár í Íslensku samfélagi. En, skyldi Bjarni hafa búist við því að upp mundi gjósa hneykslunaralda með tilheyrandi kláða úti í þjóðfélaginu? Já, ég er nokkuð viss um það, því hvað sem hægt er að segja um Bjarna þá er hann ekkert fífl. Og það sem meira er honum virðist vera nokkuð sama, eða ef við orðum þetta kurteislega á íslensku, honum er skítsama. Hann veit sem er að þetta kláðakast ríður yfir í tvo til þrjá daga eins og venjulega og síðan er hægt að fara undirbúa næsta vinargreiða eða hvaða spillingardæmi sem er. Hann veit líka að hans sauðtryggu áhangendur munu alltaf réttlæta gjörðir hans sama hversu stækur spillingarþefurinn er. Enda þurftum við ekki að bíða lengi eftir útskýringum frá varaformanni flokksins Þórdísi Kolbrúnu þegar hún sagði að Svanhildur Hólm hefði víðtæka reynslu og þetta væri alveg laukrétt ákvörðun. Ég geri ráð fyrir að hefði viðkomandi persóna unnið við að snyrta fisk á frystihúsi þá hefði það verið réttlætt með því að hún hefði víðtæka reynslu í frumatvinnuvegi þjóðarinnar og væri því alveg rétta manneskjan í starfið. Reyndar er rétt að taka það fram að persóna úr þessari starfsgreininni er frekar ólíkleg til að falla inn í klíkusamfélag Sjálfstæðisflokksins. Hvers vegna í fjandanum lætur fólk í íslensku samfélagi bjóða sér þetta aftur og aftur? Getur það verið að þessi hópur fólks sem velur að kjósa þetta yfir sig sé ónæmt fyrir þessum njálg sem ríður yfir samfélagið með reglulegu millibili. Finnst fólki það allt í lagi að fjármálaráðherra í vestrænu lýðræðisríki selji pabba sínum ríkiseignir. Ef það hefði heyrst í fréttum að eitthvert Afríkuríki hefði gert slíkt þá hefði það verið stimplað sem gjörspillt bananasamfélag. Sem vísar auðvita til þess að þarna búi eintómir apar. Getur það verið að þeir sem en fylgja þessum tveimur flokkum að málum eins og tryggir hundar sjái ekkert athugavert við íslenskt samfélag. Getur það verið að þeim finnist það í lagi að búið sé að afhenda örfáum fjölskyldum dýrmætustu auðlind þjóðarinnar til eignar. Jafnvel svo gróflega að þeir geta arfleitt afkomendur sína af sameign þjóðarinnar og það fyrir allra augum. Ef þetta er ekki þjófnaður þá veit ég ekki hvað er þjófnaður. Eftir lestur á bók Þorvaldar Logasonar „Eimreiðarelídan Spillingarsaga.“ rifjast upp fyrir manni öll þessi dæmi um spillingu sem riðið hefur yfir þetta þjóðfélag síðastliðin fjörutíu til fimmtíu ár. Með reglulegu millibili hefur þessi króníski njálgur skollið á þjóðina og staðið yfir í nokkra daga í einu. Í bókinni kemur greinlega fram hvernig Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur skiptu með sér verðmætum í íslensku samfélagi og hikuðu ekki við að notfæra sér stöðu sína í stjórnmálum í því augnamiði. Það verður sífellt furðulegra að fólk sem er komið til vits og ára skuli en tryggja þessum flokkum atkvæði sitt. En þar til fólk áttar sig og hefur vit til að kasta þessu hagsmunabandalögum á öskuhauga sögunar verðum við hin að klóra okkur reglulega þegar njálgurinn skellur á. Höfundur er eftirlaunaþegi.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar