Gómsætar og grænar uppskriftir Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 4. janúar 2024 13:07 Fólk á það til að mikla fyrir sér að útbúa vegan rétti. Raunin er sú að uppskriftirnar geta verið afar einfaldar og fljótlegar. Veganúar hófst formlega í gærkvöldi í tíunda sinn. Samtök grænkera standa fyrir átakinu sem varir allan janúarmánuð með því markmiði að vekja fólk til umhugsunar um áhrif neyslu dýraafurða og kynna kosti grænkerafæðis fyrir heilsu, umhverfi og dýravernd. Lífið á Vísi setti saman lista með einföldum og gómsætum vegan-uppskriftum sem ættu að gleðja bragðlaukana. Daglegi græni og góði drykkurinn Linda Benediktsdóttir deildi einfaldri uppskrift af grænum drykk sem samanstendur af grænmeti, ananas og kókosvatni. Girnilegur og næringaríkur.Skjáskot/Linda Ben Hráefni: Ein lúka spínat 1/3 agúrka Eitt stórt eða tveir meðal stórir sellerí stilkar 1 1/2 dl frosinn ananas 1 cm bútur af engifer 250 ml kókosvatn 100-200 ml vatn (má sleppa) Aðferð: Skolið grænmetið og skerið niður agúrkuna og selleríið í aðeins minni bita svo það passi í blandarann. Flysjið engiferið áður en það er sett í blandarann. Hellið kókosvatninu í blandarann, getið sett meira kókosvatn ef þið viljið. Avókadó spaghettí „Ég nota mjög oft edamame spaghettí og svartbauna spaghettí þegar ég vil sleppa kjöti en samt vera viss um að fá nóg af próteini í máltíðina,“ segir matarbloggarinn Helga Margrét. Helga Magga deildi girnilegri og einfaldri uppskrift af svartabauna spaghettí með avókadósósu. Skjáskot/Helga Magga Hráefni: 250 gr af edamame- eða svartbauna spaghettí. Innihald í grænu sósuna Þrjú til fjögur lítil avokadó Einn til tveir hvítlauksgeirar 10 gr fersk basilíka 1 mtsk af sítrónu eða límónusafa 1 tsk salt og pipar 150 ml vatn af spaghettíinu Aðferð: Byrjið á að sjóða spaghettíið eftir leiðbeiningum á kassanum í um 7 mínútur. Á meðan það er að sjóða setjið þá avókadó, hvítlauk, basiliku, sítrónusafa, krydd og vatnið af spaghettíinu í blandara eða matvinnsluvél og maukið saman. Smakkið til og bætið ef til vill meira af sítrónusafa út í, eða meira af salti og pipar. Blandið spaghettíinu og sósunni saman og berið fram með salati, og ef til vill hvítlauksbrauði. Einnig er hægt að setja sósu og spaghettí á hvern disk óblandað, eins og hentar. Skemmtilegt að skreyta diskinn með svörtum sesamfræjum. Þessi uppskrift er ætluð fyrir fjóra. Hér að neðan má sjá Helgu töfra fram réttinn á met hraða. @helgamagga.is Súper einfalt, næringarríkt og gott. Uppskrift á www.helgamagga.is #samstarf #explorecuisine #macros #avocado #healthycooking #vegan #veganrecipes love nwantinti (ah ah ah) - CKay Bragðmikil sveppasúpa með timían og chili Á vefsíðunni Gerum daginn girnilegan má finna gómsæta uppskrift af bragðmikilli sveppasúpu sem kítlar bragðlaukana. Skjáskot/Gerum daginn girnilegan Hráefni: 2 msk ólífuolía 1 stk meðalstór laukur 400 g sveppir 2 tsk fljótandi hvítlaukur 2 tsk fljótandi timían 1 tsk fljótandi chili 700 ml vatn 2 stk sveppateningar 1 msk grænmetiskraftur 1 stk kókosmjólk Sjávarsalt og nýmalaður svartur pipar eftir smekk Aðferð: Saxið laukinn smátt og sveppina í sneiðar. Hitið olíu í potti og setjið sveppi og lauk út í. Steikið þar til grænmetið fer að brúnast. Bætið kryddum saman við og steikið áfram í nokkrar sekúndur. Setjið vatn, kraft og kókosmjólk út í og látið suðuna koma upp. Súðan er látin malla í 10 mínútur- smakkið til og bætið við með salti og pipar. Takið tvær til þrjár stórar ausur af súpunni og vinnið í matvinnsluvél. Hellið maukaðri súpunni aftur út í pottinn. Hægt að mauka alla súpuna en þá með því að nota töfrasprota beint út í pottinn. Njótið með ylvolgu nýju brauði. Kalt núðlusalat með hnetusmjörsósu Systurnar og ástríðukokkarnir Helga María og Júlía Sif deildu girnilegri uppskrift af köldu núðlusalati með einfaldri og bragðmikilli hnetusmjörsósu og fersku grænmeti á vefsíðu þeirra veganistur.is. Skjáskot/Veganistur.is Hráefni: 1 pakki glass núðlur Sirka 1 bolli af smátt sneiddu rauðkáli 1 stór gulrót 1/2 rauð paprika 1/2 gul paprika 2 litlir vorlaukar 1/2 dós lima baunir 1 dl saxað ferskt kóríander (og aðeins meira til að bera fram með ef fólk vill) 1 dl gróft saxaðar salthnetur Aðferð: Byrjið á að útbúa núðlurnar samkvæmt leiðbeiningum á pakkanum, en þá eru þær lagðar í bleyti í soðið vatn í þrjár mínútur. Hellið vatninu af og skolið núðlurnar vel upp úr köldu vatni svo þær haldi ekki áfram að eldast. Skerið allt grænmetið niður í þunnar ræmur. Passið að skera gulræturnar extra þunntþ Skolið lima baunirnar vel. Útbúið sósuna, og hrærið öllu saman í stóra skál. Berið fram með söxuðum jarðhnetum, fersku kóríander og lime sneið. Hnetusmjörssósa 1 dl fínt hnetusmjör 1 dl vatn safi úr 1 lime 2 msk sojasósa 1 kúfull teskeið sambal oelek frá santa maria (chillimauk) 1 msk hlynsíróp 1 msk sesamolía 1 hvítlauksrif sirka 1 cm af fersku engifer Aðferð: Byrjið á því að hræra saman hnetusmjöri og vatni. Best er að blanda saman 1 dl af hnetusmjöri við 1/2 dl af vatni mjög vel og bæta síðan restinni af vatninu út í og hræra vel saman. Rífið niður hvítlaukinn og engifer mjög fínt. Blandið restinni af hráefnunum saman við hnetusmjörið. Kjúklingabauna takkó með avokadó Mexíkóskur matur er nokkuð vinsæll kostur á íslenskum heimilum. Hægt er að útfæra uppskriftirnar eftir eigin þörfum og smekk hvers og eins. Hér að neðan má finna gómsæta vegan útgáfu af takkó með kjúklingabaunum, avókadó, límónukremi og chilí krönsi. Uppskriftin er fengin af vefsíðunni Gerum daginn girnilegan. Skjáskot/Gerum daginn girnilegan Hráefni: 8 stk litlar takkó-kökur 1 stk dós kjúklingabaunir 1 msk olía 4 tsk heimagert takkó-krydd 4 msk vatn Rifið ferskt rauðkál Rauð paprika skorin í litla bita Ferskt kóríander Eat Real snakk með chili og lemon Avocado-límónu krem Ein dós Oatly hafrarjómaostur ½ stk safi úr hálfri límónu ½ stk þroskað avókadó ½ tsk hvítlauksduft ¼ tsk chiliduft Salt og pipar eftir smekk Nokkrar greinar ferskt kóríander Heimagert taco krydd 2 tsk reykt paprikuduft 1 tsk hvítlauksduft 1 tsk laukduft 1 tsk cumin 1 tsk þurrkað kóríander 1 tsk salt ½ tsk svartur pipar ¼ tsk cayenne pipar 1 tsk maizena mjöl Aðferð: Byrjið á því að blanda saman takk´´o kryddinu, setjið til hliðar. Útbúið avokadó-límónukremið. Setjið öll innihaldsefnin í lítinn blandara og blandið vel. Hellið vatni af kjúklingabaununum og hreinsið hýðið af ef vill en þess þarf þó ekki endilega. Setjið olíu á pönnu og hitið. Hellið kjúklingabaununum út á pönnuna og setjið 3-4 tsk. af takkókryddinu saman við. Steikið í smástund og hellið vatni saman við. Saxið grænmetið og steikið takkó-kökurnar á grillpönnu. Samsetning: Setjið avokadó-límónu krem fyrst á taco köku, því næst kjúklingabaunir, svo grænmeti og endið á snakkinu. Vegan Uppskriftir Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Fleiri fréttir Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen Sjá meira
Lífið á Vísi setti saman lista með einföldum og gómsætum vegan-uppskriftum sem ættu að gleðja bragðlaukana. Daglegi græni og góði drykkurinn Linda Benediktsdóttir deildi einfaldri uppskrift af grænum drykk sem samanstendur af grænmeti, ananas og kókosvatni. Girnilegur og næringaríkur.Skjáskot/Linda Ben Hráefni: Ein lúka spínat 1/3 agúrka Eitt stórt eða tveir meðal stórir sellerí stilkar 1 1/2 dl frosinn ananas 1 cm bútur af engifer 250 ml kókosvatn 100-200 ml vatn (má sleppa) Aðferð: Skolið grænmetið og skerið niður agúrkuna og selleríið í aðeins minni bita svo það passi í blandarann. Flysjið engiferið áður en það er sett í blandarann. Hellið kókosvatninu í blandarann, getið sett meira kókosvatn ef þið viljið. Avókadó spaghettí „Ég nota mjög oft edamame spaghettí og svartbauna spaghettí þegar ég vil sleppa kjöti en samt vera viss um að fá nóg af próteini í máltíðina,“ segir matarbloggarinn Helga Margrét. Helga Magga deildi girnilegri og einfaldri uppskrift af svartabauna spaghettí með avókadósósu. Skjáskot/Helga Magga Hráefni: 250 gr af edamame- eða svartbauna spaghettí. Innihald í grænu sósuna Þrjú til fjögur lítil avokadó Einn til tveir hvítlauksgeirar 10 gr fersk basilíka 1 mtsk af sítrónu eða límónusafa 1 tsk salt og pipar 150 ml vatn af spaghettíinu Aðferð: Byrjið á að sjóða spaghettíið eftir leiðbeiningum á kassanum í um 7 mínútur. Á meðan það er að sjóða setjið þá avókadó, hvítlauk, basiliku, sítrónusafa, krydd og vatnið af spaghettíinu í blandara eða matvinnsluvél og maukið saman. Smakkið til og bætið ef til vill meira af sítrónusafa út í, eða meira af salti og pipar. Blandið spaghettíinu og sósunni saman og berið fram með salati, og ef til vill hvítlauksbrauði. Einnig er hægt að setja sósu og spaghettí á hvern disk óblandað, eins og hentar. Skemmtilegt að skreyta diskinn með svörtum sesamfræjum. Þessi uppskrift er ætluð fyrir fjóra. Hér að neðan má sjá Helgu töfra fram réttinn á met hraða. @helgamagga.is Súper einfalt, næringarríkt og gott. Uppskrift á www.helgamagga.is #samstarf #explorecuisine #macros #avocado #healthycooking #vegan #veganrecipes love nwantinti (ah ah ah) - CKay Bragðmikil sveppasúpa með timían og chili Á vefsíðunni Gerum daginn girnilegan má finna gómsæta uppskrift af bragðmikilli sveppasúpu sem kítlar bragðlaukana. Skjáskot/Gerum daginn girnilegan Hráefni: 2 msk ólífuolía 1 stk meðalstór laukur 400 g sveppir 2 tsk fljótandi hvítlaukur 2 tsk fljótandi timían 1 tsk fljótandi chili 700 ml vatn 2 stk sveppateningar 1 msk grænmetiskraftur 1 stk kókosmjólk Sjávarsalt og nýmalaður svartur pipar eftir smekk Aðferð: Saxið laukinn smátt og sveppina í sneiðar. Hitið olíu í potti og setjið sveppi og lauk út í. Steikið þar til grænmetið fer að brúnast. Bætið kryddum saman við og steikið áfram í nokkrar sekúndur. Setjið vatn, kraft og kókosmjólk út í og látið suðuna koma upp. Súðan er látin malla í 10 mínútur- smakkið til og bætið við með salti og pipar. Takið tvær til þrjár stórar ausur af súpunni og vinnið í matvinnsluvél. Hellið maukaðri súpunni aftur út í pottinn. Hægt að mauka alla súpuna en þá með því að nota töfrasprota beint út í pottinn. Njótið með ylvolgu nýju brauði. Kalt núðlusalat með hnetusmjörsósu Systurnar og ástríðukokkarnir Helga María og Júlía Sif deildu girnilegri uppskrift af köldu núðlusalati með einfaldri og bragðmikilli hnetusmjörsósu og fersku grænmeti á vefsíðu þeirra veganistur.is. Skjáskot/Veganistur.is Hráefni: 1 pakki glass núðlur Sirka 1 bolli af smátt sneiddu rauðkáli 1 stór gulrót 1/2 rauð paprika 1/2 gul paprika 2 litlir vorlaukar 1/2 dós lima baunir 1 dl saxað ferskt kóríander (og aðeins meira til að bera fram með ef fólk vill) 1 dl gróft saxaðar salthnetur Aðferð: Byrjið á að útbúa núðlurnar samkvæmt leiðbeiningum á pakkanum, en þá eru þær lagðar í bleyti í soðið vatn í þrjár mínútur. Hellið vatninu af og skolið núðlurnar vel upp úr köldu vatni svo þær haldi ekki áfram að eldast. Skerið allt grænmetið niður í þunnar ræmur. Passið að skera gulræturnar extra þunntþ Skolið lima baunirnar vel. Útbúið sósuna, og hrærið öllu saman í stóra skál. Berið fram með söxuðum jarðhnetum, fersku kóríander og lime sneið. Hnetusmjörssósa 1 dl fínt hnetusmjör 1 dl vatn safi úr 1 lime 2 msk sojasósa 1 kúfull teskeið sambal oelek frá santa maria (chillimauk) 1 msk hlynsíróp 1 msk sesamolía 1 hvítlauksrif sirka 1 cm af fersku engifer Aðferð: Byrjið á því að hræra saman hnetusmjöri og vatni. Best er að blanda saman 1 dl af hnetusmjöri við 1/2 dl af vatni mjög vel og bæta síðan restinni af vatninu út í og hræra vel saman. Rífið niður hvítlaukinn og engifer mjög fínt. Blandið restinni af hráefnunum saman við hnetusmjörið. Kjúklingabauna takkó með avokadó Mexíkóskur matur er nokkuð vinsæll kostur á íslenskum heimilum. Hægt er að útfæra uppskriftirnar eftir eigin þörfum og smekk hvers og eins. Hér að neðan má finna gómsæta vegan útgáfu af takkó með kjúklingabaunum, avókadó, límónukremi og chilí krönsi. Uppskriftin er fengin af vefsíðunni Gerum daginn girnilegan. Skjáskot/Gerum daginn girnilegan Hráefni: 8 stk litlar takkó-kökur 1 stk dós kjúklingabaunir 1 msk olía 4 tsk heimagert takkó-krydd 4 msk vatn Rifið ferskt rauðkál Rauð paprika skorin í litla bita Ferskt kóríander Eat Real snakk með chili og lemon Avocado-límónu krem Ein dós Oatly hafrarjómaostur ½ stk safi úr hálfri límónu ½ stk þroskað avókadó ½ tsk hvítlauksduft ¼ tsk chiliduft Salt og pipar eftir smekk Nokkrar greinar ferskt kóríander Heimagert taco krydd 2 tsk reykt paprikuduft 1 tsk hvítlauksduft 1 tsk laukduft 1 tsk cumin 1 tsk þurrkað kóríander 1 tsk salt ½ tsk svartur pipar ¼ tsk cayenne pipar 1 tsk maizena mjöl Aðferð: Byrjið á því að blanda saman takk´´o kryddinu, setjið til hliðar. Útbúið avokadó-límónukremið. Setjið öll innihaldsefnin í lítinn blandara og blandið vel. Hellið vatni af kjúklingabaununum og hreinsið hýðið af ef vill en þess þarf þó ekki endilega. Setjið olíu á pönnu og hitið. Hellið kjúklingabaununum út á pönnuna og setjið 3-4 tsk. af takkókryddinu saman við. Steikið í smástund og hellið vatni saman við. Saxið grænmetið og steikið takkó-kökurnar á grillpönnu. Samsetning: Setjið avokadó-límónu krem fyrst á taco köku, því næst kjúklingabaunir, svo grænmeti og endið á snakkinu.
Vegan Uppskriftir Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Fleiri fréttir Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen Sjá meira