Tvö alvarleg frávik hjá Arctic Sea Farm Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. janúar 2024 14:51 Kvíarnar sem laxinn slapp úr eru í sunnanverðum Patreksfirðu, undan Kvígindisdal. Egill Aðalsteinsson Matvælastofnun hefur gefið Arctic Sea Farm hf, dótturfyrirtæki Arctic Fish, frest til 19. janúar að bregðast við tveimur alvarlegum frávikum sem greindust við eftirlit á starfsemi í sjókvíeldi í Kvígindisdal í Patreksfirði í september. Annað frávikið varðar ljósabúnað en hitt eftirlit neðansjávar. Úttekt MAST má rekja til þess að sunnudaginn 20. ágúst tilkynnti Arctic Sea Farm að tvö göt hefðu fundist á sjókví númer átta í Kvígindisdal. Götin voru hlið við hlið, hvort fyrir sig um 20x30 sentimetrar á stærð. Um 75 þúsund eldislaxar voru í kvínni og meðalþyngd þeirra fimm og hálft kíló. Matvælastofnun kærði slysasleppinguna til lögreglunnar á Vestfjörðum. Helgi Jensson lögreglustjóri ákvað að hætta rannsókn þann 19. desember þar sem talið var að gögn málsins bæru ekki með sér að umbúnaður við kvínna hefði verið áfátt vegna athafna eða athafnaleysis Arctic Sea Farm eða að sakirnar væru miklar. Framkvæmdastjóri Landsambands veiðifélaga hefur sagt lögreglustjóra vanhæfan í málinu. Karl Steinar Óskarsson, sérfræðingur hjá MAST, segir í skoðunarskýrslu MAST frá 20. desember síðastliðnum að MAST hafi strax hafið rannsókn á málinu og kallað eftir köfunarskýrslum sem gætu varpað ljósi á málið. Í ljós hafi komið að fóðrari hafði verið færður að brún kvíarinnar en ekki fjarlægður samkvæmt verklagi fyrirtækisins þegar slátrað var úr kvínni þann 8. ágúst. Hann var enn við kvínna þegar götin uppgötvuðust. Hafa tvö lóð sem hanga neðan úr fóðraranum nuddast í nótina og gert götin á kvínna. Þá kom í ljós að ekki hafði verið viðhaft neðansjávareftirlit við kvínna í 95 daga þegar götin uppgötvuðust. Þá kemur fram að Hafrannsóknarstofnun hafi kannað kynþroska laxa í kvínni. Hann reyndist vera 35 prósent. Á sama tíma var jafngamall fiskur frá öðrum rekstrarleyfishafa, sem fór út sem seiði á sama tíma og fiskurinn í Kvígindisdal, kannaður og reyndist kynþroski þeirra núll prósent. Telur Karl Steinar mega leiða líkum að því að ljósastýring sem á að viðhafa samkvæmt skilyrðum um rekstrarleyfi hafi misfarist hjá Arctic Sea Farm á eldissvæðinu við Kvígindisdal. Arctic Sea hefur til 19. janúar til að tryggja að ljósastýring sé í samræmi við skilyrði um rekstrarleyfi á öllum tímum. Þá skal Arctic Sea huga að innra verklagi, með vísan til mistaka við fóðrara, og tryggja neðansjávareftirlit á sextíu daga fresti. Fiskeldi Ísafjarðarbær Lögreglumál Vesturbyggð Matvælaframleiðsla Sjókvíaeldi Tengdar fréttir „Eitthvað sem við getum ekki samþykkt og þessu verður að linna“ Framkvæmdastjóri Landssambands veiðifélaga býst við miklu fjölmenni á Austurvelli í dag þegar sjókvíaeldi verður mótmælt. Síðasta slysaslepping hjá Arctic Fish og afleiðingar hennar hafi fyllt mælinn og þessu verði að linna. Sýnt verður frá mótmælunum í beinni á Vísi á eftir. 7. október 2023 12:13 Björk og Rosalia berjast gegn sjókvíaeldi með lagi Björk vill ásamt spænsku söngkonunni Rosaliu leggja baráttunni gegn sjókvíaeldi á Íslandi lið. Þær hafa tilkynnt útgáfu lags í október og hvetja alla Íslendinga til að mæta á mótmæli gegn fiskeldi á Austurvelli á laugardag. Þar mun Bubbi stíga á svið. 5. október 2023 15:27 Hvergi gerst að eldislaxar útrými villtum laxastofnum Lektor í fiskeldi við háskólann á Hólum segir umræðu og fullyrðingar um sjókvíaeldi einkennast af rangfærslum og upphrópunum. Hvergi hafi það gerst að eldislaxar útrými villtum laxi. 8. október 2023 12:47 Sagðist hataður af fiskeldisfyrirtækjum og skammaður af mótmælendum Fjölmenn mótmæli gegn sjókvíaeldi á Íslandi fóru fram á Austurvelli í dag. Guðlaugur Þór Þórðarsson umhverfisráðherra þakkaði mótmælendum fyrir mætingu en fékk kaldar kveðjur til baka. Bubbi Morthens sagði Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra eina ráðherrann sem væri að standa sig. 7. október 2023 20:21 Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð E. coli-sýking á Mánagarði: „Hræðilegt að horfa upp á barnið svona veikt“ „Dæmi um hvernig rafræn skilríki geta verið útilokandi“ Fara með Intuens-málið fyrir dómstóla sem gæti reynst afdrifaríkt Fjölskyldan hrædd og brotin vegna sýkingarinnar á Mánagarði Maðurinn kominn upp úr fljótinu Segir Bjarna ekki hafa ruglast og Pawel fari sjálfur með rangt mál Risa vatnsrennibraut keypt í Þorlákshöfn fyrir 150 milljónir Sjá meira
Úttekt MAST má rekja til þess að sunnudaginn 20. ágúst tilkynnti Arctic Sea Farm að tvö göt hefðu fundist á sjókví númer átta í Kvígindisdal. Götin voru hlið við hlið, hvort fyrir sig um 20x30 sentimetrar á stærð. Um 75 þúsund eldislaxar voru í kvínni og meðalþyngd þeirra fimm og hálft kíló. Matvælastofnun kærði slysasleppinguna til lögreglunnar á Vestfjörðum. Helgi Jensson lögreglustjóri ákvað að hætta rannsókn þann 19. desember þar sem talið var að gögn málsins bæru ekki með sér að umbúnaður við kvínna hefði verið áfátt vegna athafna eða athafnaleysis Arctic Sea Farm eða að sakirnar væru miklar. Framkvæmdastjóri Landsambands veiðifélaga hefur sagt lögreglustjóra vanhæfan í málinu. Karl Steinar Óskarsson, sérfræðingur hjá MAST, segir í skoðunarskýrslu MAST frá 20. desember síðastliðnum að MAST hafi strax hafið rannsókn á málinu og kallað eftir köfunarskýrslum sem gætu varpað ljósi á málið. Í ljós hafi komið að fóðrari hafði verið færður að brún kvíarinnar en ekki fjarlægður samkvæmt verklagi fyrirtækisins þegar slátrað var úr kvínni þann 8. ágúst. Hann var enn við kvínna þegar götin uppgötvuðust. Hafa tvö lóð sem hanga neðan úr fóðraranum nuddast í nótina og gert götin á kvínna. Þá kom í ljós að ekki hafði verið viðhaft neðansjávareftirlit við kvínna í 95 daga þegar götin uppgötvuðust. Þá kemur fram að Hafrannsóknarstofnun hafi kannað kynþroska laxa í kvínni. Hann reyndist vera 35 prósent. Á sama tíma var jafngamall fiskur frá öðrum rekstrarleyfishafa, sem fór út sem seiði á sama tíma og fiskurinn í Kvígindisdal, kannaður og reyndist kynþroski þeirra núll prósent. Telur Karl Steinar mega leiða líkum að því að ljósastýring sem á að viðhafa samkvæmt skilyrðum um rekstrarleyfi hafi misfarist hjá Arctic Sea Farm á eldissvæðinu við Kvígindisdal. Arctic Sea hefur til 19. janúar til að tryggja að ljósastýring sé í samræmi við skilyrði um rekstrarleyfi á öllum tímum. Þá skal Arctic Sea huga að innra verklagi, með vísan til mistaka við fóðrara, og tryggja neðansjávareftirlit á sextíu daga fresti.
Fiskeldi Ísafjarðarbær Lögreglumál Vesturbyggð Matvælaframleiðsla Sjókvíaeldi Tengdar fréttir „Eitthvað sem við getum ekki samþykkt og þessu verður að linna“ Framkvæmdastjóri Landssambands veiðifélaga býst við miklu fjölmenni á Austurvelli í dag þegar sjókvíaeldi verður mótmælt. Síðasta slysaslepping hjá Arctic Fish og afleiðingar hennar hafi fyllt mælinn og þessu verði að linna. Sýnt verður frá mótmælunum í beinni á Vísi á eftir. 7. október 2023 12:13 Björk og Rosalia berjast gegn sjókvíaeldi með lagi Björk vill ásamt spænsku söngkonunni Rosaliu leggja baráttunni gegn sjókvíaeldi á Íslandi lið. Þær hafa tilkynnt útgáfu lags í október og hvetja alla Íslendinga til að mæta á mótmæli gegn fiskeldi á Austurvelli á laugardag. Þar mun Bubbi stíga á svið. 5. október 2023 15:27 Hvergi gerst að eldislaxar útrými villtum laxastofnum Lektor í fiskeldi við háskólann á Hólum segir umræðu og fullyrðingar um sjókvíaeldi einkennast af rangfærslum og upphrópunum. Hvergi hafi það gerst að eldislaxar útrými villtum laxi. 8. október 2023 12:47 Sagðist hataður af fiskeldisfyrirtækjum og skammaður af mótmælendum Fjölmenn mótmæli gegn sjókvíaeldi á Íslandi fóru fram á Austurvelli í dag. Guðlaugur Þór Þórðarsson umhverfisráðherra þakkaði mótmælendum fyrir mætingu en fékk kaldar kveðjur til baka. Bubbi Morthens sagði Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra eina ráðherrann sem væri að standa sig. 7. október 2023 20:21 Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð E. coli-sýking á Mánagarði: „Hræðilegt að horfa upp á barnið svona veikt“ „Dæmi um hvernig rafræn skilríki geta verið útilokandi“ Fara með Intuens-málið fyrir dómstóla sem gæti reynst afdrifaríkt Fjölskyldan hrædd og brotin vegna sýkingarinnar á Mánagarði Maðurinn kominn upp úr fljótinu Segir Bjarna ekki hafa ruglast og Pawel fari sjálfur með rangt mál Risa vatnsrennibraut keypt í Þorlákshöfn fyrir 150 milljónir Sjá meira
„Eitthvað sem við getum ekki samþykkt og þessu verður að linna“ Framkvæmdastjóri Landssambands veiðifélaga býst við miklu fjölmenni á Austurvelli í dag þegar sjókvíaeldi verður mótmælt. Síðasta slysaslepping hjá Arctic Fish og afleiðingar hennar hafi fyllt mælinn og þessu verði að linna. Sýnt verður frá mótmælunum í beinni á Vísi á eftir. 7. október 2023 12:13
Björk og Rosalia berjast gegn sjókvíaeldi með lagi Björk vill ásamt spænsku söngkonunni Rosaliu leggja baráttunni gegn sjókvíaeldi á Íslandi lið. Þær hafa tilkynnt útgáfu lags í október og hvetja alla Íslendinga til að mæta á mótmæli gegn fiskeldi á Austurvelli á laugardag. Þar mun Bubbi stíga á svið. 5. október 2023 15:27
Hvergi gerst að eldislaxar útrými villtum laxastofnum Lektor í fiskeldi við háskólann á Hólum segir umræðu og fullyrðingar um sjókvíaeldi einkennast af rangfærslum og upphrópunum. Hvergi hafi það gerst að eldislaxar útrými villtum laxi. 8. október 2023 12:47
Sagðist hataður af fiskeldisfyrirtækjum og skammaður af mótmælendum Fjölmenn mótmæli gegn sjókvíaeldi á Íslandi fóru fram á Austurvelli í dag. Guðlaugur Þór Þórðarsson umhverfisráðherra þakkaði mótmælendum fyrir mætingu en fékk kaldar kveðjur til baka. Bubbi Morthens sagði Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra eina ráðherrann sem væri að standa sig. 7. október 2023 20:21