Salthrúgur á tólf stöðum í borginni Lovísa Arnardóttir skrifar 4. janúar 2024 17:38 Víða er mikil hálka og færi erfitt í borginni. Vísir/Vilhelm Hægt er að nálgast salt til hálkuvarna á tólf stöðum í Reykjavík. Frá því er greint í tilkynningu frá Reykjavíkurborg en verulega erfiðar aðstæður hafa skapast síðustu daga í borginni og er mikil hálka á bæði götum og göngustígum borgarinnar. Í tilkynningu borgarinnar segir að fólk sé hvatt til þess að nýta sér þessa þjónustu til hálkuvarna í nærumhverfi íbúa. Annars vegar er hægt að fara á hverfastöðvar við Fiskislóð, Stórhöfða og Jafnasel til að nálgast sand og salt og hins vegar er hægt að taka salt úr salthrúgum víðsvegar um borgarlandið. Staðsetning salthrúganna sést á kortinu hér að neðan. Hægt er að skoða staðsetningarnar betur á korti hér. Staðsetningar salthrúganna. Reykjavíkurborg Í tilkynningu borgarinnar segir að miðað sé við að hver og einn taki með sér ílát, til dæmis fötu, ásamt skóflu til að moka saltinu í ílátið. Ekki tekist að hálkuverja eins og þörf er á Þar segir jafnframt að starfsfólk vetrarþjónustu hafi verið með viðbúnað vegna hálkunnar en ekki hafi tekist að hálkuverja eins oft og þörf er á sums staðar þar sem veðurfarsaðstæður hafa verið mjög breytilegar sem hefur skapað aðstæður sem erfitt er að eiga við. Þá segir að frost og þíða hafi verið á víxl, sem hafi gert allar hálkuvarnir erfiðar. Fólk er hvatt til þess að nota mannbrodda í gönguferðum og að fara almennt varlega á meðan þetta ástand varir. Veður Færð á vegum Reykjavík Slysavarnir Umferðaröryggi Tengdar fréttir Sala mannbrodda fjórfaldast vegna hálkunnar Sala mannbrodda hjá verslunarkeðju Bónus er fjórföld í þessari viku og vikuna fyrir jól, miðað við síðustu tíu vikur þar á undan. Flughált hefur verið á öllu höfuðborgarsvæðinu undanfarna daga og fjöldi fólks leitað á bráðamóttöku vegna hálkuslysa. 4. janúar 2024 13:28 Hálkuslysin áberandi á bráðamóttökunni Talsvert álag hefur verði á bráðamóttökunni í dag vegna hálkuslysa. Yfirlæknir segir álag á heilbrigðiskerfinu öllu, en reynt sé eftir fremsta megni að veita öllum þjónustu eins og best verður á kosið. 2. janúar 2024 18:02 Mest lesið Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira
Í tilkynningu borgarinnar segir að fólk sé hvatt til þess að nýta sér þessa þjónustu til hálkuvarna í nærumhverfi íbúa. Annars vegar er hægt að fara á hverfastöðvar við Fiskislóð, Stórhöfða og Jafnasel til að nálgast sand og salt og hins vegar er hægt að taka salt úr salthrúgum víðsvegar um borgarlandið. Staðsetning salthrúganna sést á kortinu hér að neðan. Hægt er að skoða staðsetningarnar betur á korti hér. Staðsetningar salthrúganna. Reykjavíkurborg Í tilkynningu borgarinnar segir að miðað sé við að hver og einn taki með sér ílát, til dæmis fötu, ásamt skóflu til að moka saltinu í ílátið. Ekki tekist að hálkuverja eins og þörf er á Þar segir jafnframt að starfsfólk vetrarþjónustu hafi verið með viðbúnað vegna hálkunnar en ekki hafi tekist að hálkuverja eins oft og þörf er á sums staðar þar sem veðurfarsaðstæður hafa verið mjög breytilegar sem hefur skapað aðstæður sem erfitt er að eiga við. Þá segir að frost og þíða hafi verið á víxl, sem hafi gert allar hálkuvarnir erfiðar. Fólk er hvatt til þess að nota mannbrodda í gönguferðum og að fara almennt varlega á meðan þetta ástand varir.
Veður Færð á vegum Reykjavík Slysavarnir Umferðaröryggi Tengdar fréttir Sala mannbrodda fjórfaldast vegna hálkunnar Sala mannbrodda hjá verslunarkeðju Bónus er fjórföld í þessari viku og vikuna fyrir jól, miðað við síðustu tíu vikur þar á undan. Flughált hefur verið á öllu höfuðborgarsvæðinu undanfarna daga og fjöldi fólks leitað á bráðamóttöku vegna hálkuslysa. 4. janúar 2024 13:28 Hálkuslysin áberandi á bráðamóttökunni Talsvert álag hefur verði á bráðamóttökunni í dag vegna hálkuslysa. Yfirlæknir segir álag á heilbrigðiskerfinu öllu, en reynt sé eftir fremsta megni að veita öllum þjónustu eins og best verður á kosið. 2. janúar 2024 18:02 Mest lesið Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira
Sala mannbrodda fjórfaldast vegna hálkunnar Sala mannbrodda hjá verslunarkeðju Bónus er fjórföld í þessari viku og vikuna fyrir jól, miðað við síðustu tíu vikur þar á undan. Flughált hefur verið á öllu höfuðborgarsvæðinu undanfarna daga og fjöldi fólks leitað á bráðamóttöku vegna hálkuslysa. 4. janúar 2024 13:28
Hálkuslysin áberandi á bráðamóttökunni Talsvert álag hefur verði á bráðamóttökunni í dag vegna hálkuslysa. Yfirlæknir segir álag á heilbrigðiskerfinu öllu, en reynt sé eftir fremsta megni að veita öllum þjónustu eins og best verður á kosið. 2. janúar 2024 18:02