Neyðist til að hætta vegna hjartasjúkdóms Sindri Sverrisson skrifar 5. janúar 2024 14:31 Rikke Sevecke lék á fimmta tug A-landsleikja fyrir Danmörku, og einnig fyrir yngri landslið, en þarf nú að hætta. Getty/Aitor Alcalde Danska landsliðskonan Rikke Sevecke hefur neyðst til að leggja knattspyrnuskóna á hilluna, 27 ára gömul, vegna hjartasjúkdóms. Sevecke greinir frá þessu á Instagram-síðu sinni. Hún á að baki 44 A-landsleiki fyrir Danmörku og sá fyrsti var einmitt gegn Íslandi í Algarve-bikarnum árið 2016. „Síðustu mánuði hef ég verið í rannsóknum og niðurstöðurnar úr þeim sýna að ég er með hjartasjúkdóm. Það þýðir að ég get ekki spilað fótbolta áfram sem atvinnumaður, og þess vegna lýkur fótboltaferli mínum nú þegar,“ skrifar Sevecke sem í haust gekk í raðir bandaríska félagsins Portland Thorns en náði aldrei að spila fyrir það. View this post on Instagram A post shared by æ s (@sevecke) „Það er óhemju erfitt að geta ekki tekið þessa ákvörðun sjálf á þeim tímapunkti sem ég hefði kosið. Ég hlakkaði til svo margra ævintýra. Eitt af þeim var að leika fyrir Portland Thorns og geta spilað með svo góðum leikmönnum í einni bestu deild heims. Ég get heldur ekki haldið áfram að vera hluti af landsliðinu og fulltrúi Danmerkur næstu árin. Það að klæðast rauðu og hvítu treyjunni, fara út á völl og syngja þjóðsönginn er það stærsta. Það er eitthvað sem ég er óhemju stolt af að hafa náð, og mun ávallt hugsa til baka með bros á vör. Ég er þakklát fyrir allt fólkið sem ég hef kynnst á minni leið, og þá vini sem ég hef eignast fyrir lífstíð,“ skrifar Sevecke. Tak for indsatsen, Rikke! Rikke Sevecke stopper sin fodboldkarriere på grund af en hjertesygdom: Jeg er desværre nødt til at stoppe min fodboldkarriere. Jeg er rigtig ked af ikke at kunne fortsætte mit eventyr med Kvindelandsholdet, hvor jeg har uforglemmelige minder pic.twitter.com/TuX5Ba5LbW— Fodboldlandsholdene (@dbulandshold) January 5, 2024 Sevecke, sem var varnarmaður, hóf ferilinn í Danmörku en lék svo með franska liðinu FC Fleury 91 tímabilið 2019-2020 áður en hún fór til enska félagsins Everton þar sem hún var í þrjú ár. Mest lesið Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Körfubolti Karius mættur í þýsku B-deildina Fótbolti Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti „Fannst við eiga vinna leikinn” Körfubolti Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Handbolti Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Fótbolti Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Enski boltinn Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra Körfubolti Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Fótbolti Fleiri fréttir Karius mættur í þýsku B-deildina Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Malen mættur til Villa Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Sven-Göran skildi eftir sig skuldir upp á einn og hálfan milljarð Engin stig tekin af ensku liðunum Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Atli á leið til Víkings Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Freyr stígur inn í fótboltasjúkt samfélag: „Hefur áhrif á allan bæinn hvernig gengur“ Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Orri Steinn kom inn í lokin í sigri á Gula kafbátnum Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Fiorentina Valdi norsku B-deildina fram yfir Víking Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Littler hunsaði Beckham óvart „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Sjá meira
Sevecke greinir frá þessu á Instagram-síðu sinni. Hún á að baki 44 A-landsleiki fyrir Danmörku og sá fyrsti var einmitt gegn Íslandi í Algarve-bikarnum árið 2016. „Síðustu mánuði hef ég verið í rannsóknum og niðurstöðurnar úr þeim sýna að ég er með hjartasjúkdóm. Það þýðir að ég get ekki spilað fótbolta áfram sem atvinnumaður, og þess vegna lýkur fótboltaferli mínum nú þegar,“ skrifar Sevecke sem í haust gekk í raðir bandaríska félagsins Portland Thorns en náði aldrei að spila fyrir það. View this post on Instagram A post shared by æ s (@sevecke) „Það er óhemju erfitt að geta ekki tekið þessa ákvörðun sjálf á þeim tímapunkti sem ég hefði kosið. Ég hlakkaði til svo margra ævintýra. Eitt af þeim var að leika fyrir Portland Thorns og geta spilað með svo góðum leikmönnum í einni bestu deild heims. Ég get heldur ekki haldið áfram að vera hluti af landsliðinu og fulltrúi Danmerkur næstu árin. Það að klæðast rauðu og hvítu treyjunni, fara út á völl og syngja þjóðsönginn er það stærsta. Það er eitthvað sem ég er óhemju stolt af að hafa náð, og mun ávallt hugsa til baka með bros á vör. Ég er þakklát fyrir allt fólkið sem ég hef kynnst á minni leið, og þá vini sem ég hef eignast fyrir lífstíð,“ skrifar Sevecke. Tak for indsatsen, Rikke! Rikke Sevecke stopper sin fodboldkarriere på grund af en hjertesygdom: Jeg er desværre nødt til at stoppe min fodboldkarriere. Jeg er rigtig ked af ikke at kunne fortsætte mit eventyr med Kvindelandsholdet, hvor jeg har uforglemmelige minder pic.twitter.com/TuX5Ba5LbW— Fodboldlandsholdene (@dbulandshold) January 5, 2024 Sevecke, sem var varnarmaður, hóf ferilinn í Danmörku en lék svo með franska liðinu FC Fleury 91 tímabilið 2019-2020 áður en hún fór til enska félagsins Everton þar sem hún var í þrjú ár.
Mest lesið Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Körfubolti Karius mættur í þýsku B-deildina Fótbolti Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti „Fannst við eiga vinna leikinn” Körfubolti Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Handbolti Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Fótbolti Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Enski boltinn Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra Körfubolti Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Fótbolti Fleiri fréttir Karius mættur í þýsku B-deildina Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Malen mættur til Villa Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Sven-Göran skildi eftir sig skuldir upp á einn og hálfan milljarð Engin stig tekin af ensku liðunum Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Atli á leið til Víkings Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Freyr stígur inn í fótboltasjúkt samfélag: „Hefur áhrif á allan bæinn hvernig gengur“ Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Orri Steinn kom inn í lokin í sigri á Gula kafbátnum Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Fiorentina Valdi norsku B-deildina fram yfir Víking Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Littler hunsaði Beckham óvart „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Sjá meira